Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 18
18 | Menning 21. september 2011 Miðvikudagur
Kómískir flugeldar í London
Í
talska skáldið Carlo Gold
oni, sem uppi var á átj
ándu öld, er einn af
meisturum gamanleikja
bókmenntanna. Hann er ekki
jafnoki Molieres eða Shake
speares, en næsti bær við, má
segja. Leikur hans um trúð
inn sem ræður sig hjá tveimur
húsbændum, af því að hann
er alltaf svo óskaplega svang
ur, og stendur svo í ströngu
við að koma í veg fyrir að upp
um hann komist og húsbænd
urnir hittist, hefur enst í hátt
á þriðju öld. Hann var meira
að segja sýndur hér í Iðnó fyr
ir meira en fjörutíu árum, hét
þá Tveggja þjónn og státaði
af ungstirninu Arnari Jóns
syni. Þrátt fyrir þunnan texta
og söguþráð leynist kómískt
sprengiefni í uppákomum og
aðstæðum leiksins, sprengi
efni sem er enn fullkomlega
virkt í höndum þeirra sem með
það kunna að fara.
Það fór heldur ekki á milli
mála í sýningu National
Theatre í London á hressilega
staðfærðri og umskrifaðri gerð
leiksins eftir Richard Bean
sem Sambíóin í Kringlunni
buðu okkur upp á í síðustu
viku. Þetta var fyrsta atriðið í
útsendingadagskrá vetrarins
frá National Theatre. Sýningin
var frumsýnd í vor, var hlaðin
stjörnum af hendi gagnrýn
enda og hefur gengið fyrir fullu
húsi síðan. Hún er svo vinsæl
að National ætlar að flytja hana
yfir í West End síðar í haust, en
þar er fyrir önnur sýning leik
hússins, War Horse, sem enn
er tækifæri til að sjá.
Óhætt er að mæla með
henni við hláturþyrsta landa
sem eiga eftir að leggja leið
sína til London. Að vísu er
ákaflega margt í staðfærsl
unni svo breskt að menn þurfa
að vera vel að sér í breskum
kúltúr, sögu og samfélagi, til
þess að finna öll skotin sem
dynja á salnum. En leikgleðin
og fagmennskan á sviðinu er
ósvikin og þakklátir áhorfend
ur í hláturskrampa frá upp
hafi til enda. Ungstirnið James
Cord en glansar í aðalhlutverk
inu og fær þéttan stuðning frá
hópi leikenda sem eru margir
engu síðri en hann. Og leik
stjórn Sir Nicholas Hytners,
eins þess færasta sem breskir
eiga um þessar mundir, sýnir
og sannar hvað leikhúsið get
ur orðið sterkt þegar það þorir
að gera grín að sjálfu sér – hvað
sem öllu dýpra bókmennta
gildi líður.
n Ég fór
að sjá
Galdra
karlinn
í Oz á
laugar
dag
inn og
skemmti
mér konunglega. Alveg frábær
sýning með fallegum boðskap
sem allir geta skemmt sér á.
Allir leikararnir eru góðir og
börnin í sýningunni eru fram
úrskarandi. Mæli með henni.
n Ég mæli með pítsunum á
Eldofninum í Grímsbæ. Bestu
pítsurnar í bænum.
n Ég mæli með kjötsúpunni
hennar mömmu.
n Ég mæli með hamborgur
unum á Stöðinni.
n Ég mæli með laginu I Want
the World to Stop með Belle
and Sebastian en það kemur
mér alltaf í gott skap á morgn
ana.
n Ég
mæli með
nýjustu
Sveppa
myndinni.
Frábær
mynd.
n Ég
mæli með
Godfather,
Deer Hunter, Midnight
Cowboy og One Flew over the
Cuckoo’s Nest.
n Ég mæli með Pink Floyd og
Bítlunum.
n Ég mæli með bókinni Svar
við bréfi Helgu eftir Bergsvein
Birgisson sem ég las í sumar
og naut í botn. Ég mæli líka
með yndislegri bók eftir Forr
est Carter, Uppvöxtur Litla
Trés sem ég var að ljúka við.
Þessar bækur láta manni líða
vel.
n Ég
mæli með
leikaran
um Philip
Seymour
Hoffman,
sem er
bestur í
dag.
n Svo mæli ég með allri inn
lendri dagskrárgerð í sjón
varpinu. Það er nánast sama
hvað það er, ég elska að horfa
á innlent efni, því þá finnst
mér ég vera hluti af heild.
Rúnar Freyr mælir með
Innlend
dagskrárgerð
og kjötsúpa
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
One Man, Two
Guvnors
eftir Carlo Goldoni og Richard Bean
Leikstjóri: Nicholas Hytner
Sambíóin í Kringlunni 15. september í
beinni útsendingu frá National Theatre
Fyrir hláturþyrsta Óhætt er að mæla með sýningunni við hláturþyrsta
landa sem eiga eftir að leggja leið sína til London.
Þ
etta er fjölskyldu
leikrit. Öldruð móð
ir, þrjú uppkomin
börn hennar, einn
sonur og tvær dæt
ur. Plús tengdasonur, sá er
giftur eldri dótturinni. Þann
ig er persónugalleríið. Leik
ið af Kristbjörgu Kjeld, Mar
gréti Vilhjálmsdóttur, Nönnu
Kristínu Magnúsdóttur, Atla
Rafni Sigurðarsyni og Baldri
Trausta Hreinssyni. Öflugum
leikurum undir stjórn öflugs
leikstjóra sem leikhúsið leyf
ir að kalla til öfluga aðstoð
armenn, toppmenn hvern á
sínu sviði. Útkoman eftir því:
vel unnin sýning, góð stund
í leikhúsinu, ljúf og notaleg.
Kannski fulljúf og nota
leg? Já, það kann að vera. Því
að vissulega er hér tæpt á þó
nokkrum fjölskylduharm
leik. En einungis tæpt á. Ekki
kafað í neitt. Ég hef sterk
lega á tilfinningunni að höf
und hafi langað til að skrifa
drama, en ekki komist lengra
en að skrifa fjölskyldu
kómedíu, sorglega og jafnvel
pínulítið beitta, það skal ját
að, en kómedíu samt. Svona
eitthvað í ætt við Stundar
friðinn hans Guðmundar
Steinssonar sællar minning
ar.
Annars er það frekar andi
Jökuls Jakobssonar sem svíf
ur hér yfir vötnum. Gamall
unnandi Jökuls kann því vel.
Leikurinn um Pétur Mand
ólín, Herbergi 213, kemur
sérstaklega upp í hugann –
eða Vandarhöggið sem ýmsa
sveið undan. Jökull er sjálf
sagt aðeins nafn í hugum
flestra af yngri kynslóð, jafn
vel innan leikhússins sjálfs,
það hefur gengið svona og
svona með uppeldisstarfið
hjá þeim sem bera ábyrgð á
því, sýnist mér. En Jökull er
meira en nafn fyrir mér og
minni kynslóð. Þess vegna
finnst mér gott að sjá að hann
liggur ekki alveg kyrr (og ég
leyfi mér að nota tækifærið
og skjóta því að, innan sviga,
að leikritið hans um son skó
arans og dóttur bakarans
hefur leitað á hug minn und
anfarið í kjölfar umræðna
um umdeilda landsölu á há
lendi Íslands; kannski eitt
hvað sem þið í leikhúsunum
mættuð líta á við tækifæri,
því þið viljið nú vera í takt við
tímana, veit ég).
Svartur hundur prests
ins er leikrit af því tagi sem
maður vill ekki segja of mik
ið um, til þess að spilla ekki
fyrir þeim sem eiga eftir að
sjá það. En þá verður um
leið erfiðara að gagnrýna,
tala skýrt og skorinort um þá
annmarka og þær veilur sem
maður þykist koma auga á.
Eftir að hafa horft einu sinni
á leikinn, nóta bene. Í upp
hafi er látið í veðri vaka að
fjölskyldan litla lumi á leynd
armáli, einhverju sem eng
inn vill tala um. Samskiptin
eru svona eins og gerist og
gengur í dysfúnksjónal fjöl
skyldum: menn setja hver
annan í hlutverk, heimta
að ákveðnum munstrum sé
fylgt, munstrum sem þegj
andi samkomulag á að ríkja
um og sá sterkasti í fjölskyld
unni fylgir eftir og byggir
yfirráð sín á; ef einhver rýf
ur þau munstur fer allt í bál
og brand. Bældar tilfinning
ar, ótti, heift og hatur brjót
ast fram. Við erum búin und
ir að eitthvað slíkt gerist, en
fyrri hlutinn líður án þess
að nokkuð gerist. Það er lát
ið sem dansað sé á einhverri
brún, en við finnum aldrei
almennilega fyrir nærveru
hennar, hvað þá að þarna sé
nokkurt hengiflug, hyldýpi
að steypast ofan í. Við fáum
aldrei þennan hnút í magann
eins og undir góðum sýning
um á til dæmis Pinter, nú eða
Jökli.
Eftir hléið lifnar held
ur yfir. Móðirin, sem er hér
kölluð „ættmóðir“ þótt ætt
boginn sé smár, tekur mál
in í sínar hendur. Krist
björg dómínerar sviðið með
sinni sterku og hlýju nær
veru, húmor sem nýtur sín
ekki síst í blæbrigðum svips
og raddar. Dómínerar á rétt
an hátt, án fyrirhafnar eða
frekju, stelur engri athygli
frá hinum sem eru í raun
inni alveg jafngóðir og hún,
bara yngri, hafa ekki enn
öðlast þessa dularfullu og
heillandi yfirburði sem löng
reynsla, innsæi og uppsöfn
uð lífsviska gefa snillingun
um. Fjölskylduleyndarmálið
er dregið fram hægt og bít
andi. Hér hefur ýmsu verið
sópað undir teppin og nóg af
ryki í skúmaskotum, sé vel að
gáð; okkur er meira að segja
sýnt það í léttri stílfærslu
leikmyndarinnar. Að lokum
komumst við að því hvern
ig í pottinn er búið, hvern
ig stendur á glæsikjólnum
sem Móðirin brýtur saman
og setur ofan í ferðatösku
við upphaf leiks. Þá eru all
ir tilbúnir í jarðarförina – og
slæðudansinn sem botnar
sýninguna. Og manni er eig
inlega slétt sama þó að fjöl
skylduleyndarmálið reynist
sálfræðilega ekki nógu vel
undirbyggt af höfundinum.
Þá er ég að tala um leiklausn
ina sjálfa, þá sem ég vil helst
ekki segja ykkur hver er. Að
hún svífur þarna í lausu lofti,
rétt eins og slæðurnar.
Já, þetta er mjög snyrti
lega gert allt saman. Smekk
legt og fágað. Kristín er sterk
ur leikstjóri, sem fyrr segir,
líklega of sterk fyrir sterka
höfunda. Suma sterka höf
unda, alltént. En góð í texta
sem eru ekki þétt teiknað
ir, heldur opnir í endana, og
kveikja í einhverju hjá henni
sjálfri – því auðvitað er Krist
ín líka skáld. Hvernig væri,
Tinna, nú eða Magnús Geir,
að bjóða henni að takast á við
Guðmund Steinsson næst?
Til dæmis Hjartslátt? Því að
hann liggur enn óbættur hjá
garði, eins og fleira eftir Guð
mund. Alla okkar frábæru
leikara þyrstir í frábær verk
efni, verkefni sem leyfa þeim
að sýna hvað í þeim býr, gefa
okkur stórar stundir í leik
húsinu. Þið gefið þeim ekki
alltof mörg tækifæri til þess,
hvorugt ykkar – ef maður á
að vera hreinskilinn við ykk
ur!
Að lokum: ég er fyrir mína
parta sáttur við breyttan sýn
ingartíma í Þjóðleikhúsinu.
En það hefði þurft að kynna
hann betur og helst að breyta
honum í samvinnu við Borg
arleikhúsið. Ég vona að þessi
breyting festist í sessi. Þá er
meiri tími fyrir þær samræð
ur og það samkvæmislíf sem
fyrir mörgum er ómissandi
hluti af góðri leikhúsferð.
Slæðudans
í Kassanum
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
Svartur hundur
prestsins
eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd: Elín Hansdóttir
Búningar: Helga Björnsson
Sviðshreyfingar og dans: Melkorka
Sigríður Magnúsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Gísli Galdur
Þorgeirsson
Ljós: Halldór Örn Óskarsson
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
„ Í upphafi er
látið í veðri
vaka að fjölskyldan
litla lumi á leyndar-
máli, einhverju sem
enginn vill tala um.
Atli Rafn og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum „Kristbjörg
dómínerar sviðið með sinni sterku og hlýju nærveru, húmor sem nýtur sín ekki
síst í blæbrigðum svips og raddar.“
Andi Jökuls Jakobssonar svífur yfir vötnum „Gamall unnandi
Jökuls kann því vel. Leikurinn um Pétur Mandólín, Herbergi 213, kemur sér-
staklega upp í hugann – eða Vandarhöggið sem ýmsa sveið undan.“