Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur Mun Meira svigrúM til að afskrifa hjá alMenningi Ú tlán íslensku bankanna lækkuðu úr nærri 5.500 milljörðum króna í septem­ ber árið 2008 í 2.250 millj­ arða króna í október 2008 eða um heil 60 prósent. Skuldir heimila lækkuðu úr rúmlega 1.000 milljörðum króna í 585 milljarða króna eða um 43 prósent. Í júlí á þessu ári voru lán heimilanna síð­ an orðinn 53 prósentum lægri en þau voru dagana fyrir bankahrun­ ið. Líklega hafa þó fá íslensk heim­ ili raunverulega fengið svo mikla lækkun á lánum sínum. „Sláandi upplýsingar,“ segir Vigdís Hauks­ dóttir, þingmaður Framsóknar­ flokksins, í samtali við DV. Óhætt er að taka undir orð þingkonunnar um að tölurnar séu sláandi. Um­ ræddar tölur um útlán íslenskra innlánsstofnana eru byggðar á gögnum sem bönkum er skylt að upplýsa Seðlabankann um mán­ aðarlega. Tölur um niðurfærslu bank­ anna verða enn ótrúlegri þegar skoðaðar eru tölur um íbúðalán­ in. Íbúðalán bankanna lækkuðu úr 607 milljörðum króna í september 2008 í 311 milljarða króna í októ­ ber 2008 og eru nú komin niður í 270 milljarða króna. Er það niður­ færsla upp á heil 56 prósent. Því er ljóst að þrátt fyrir að fleiri þúsund viðskiptavinir hafi samið um svo­ kallaða 110 prósenta leið eru lík­ lega enn margir að borga miklu hærri upphæð af lánum sínum en bókfært virði þeirra hjá nýju bönk­ unum segir til um. Líkt og flestir þekkja voru nýju bankarnir þrír, Arion banki, Ís­ landsbanki og Landsbankinn stofnaðir í október 2008 og því sýna umræddar upphæðir fram á hversu miklar niðurfærslur fóru fram á milli gömlu og nýju bank­ anna. Frá stofnun nýju bankanna í október 2008 hafa þeir hagnast um 163 milljarða króna. Er það meira en fimm milljarðar króna í hverjum einasta af þeim 32 mán­ uðum sem þeir hafa verið starf­ andi frá hruni. Heimildarmaður sem DV ræddi við segir að fast­ eignalán bankanna sem voru upp á 607 milljarða króna í septem­ ber 2008 hafi skipst nokkuð jafnt á milli bankanna. Um fjórðungur hjá Landsbankanum, fjórðungur hjá Glitni, fjórðungur hjá sparisjóðun­ um og síðan hafi Kaupþing verið eitthvað stærri en hinir. Þess skal getið að í lok árs 2008 færðust 105 milljarðar af lánum sparisjóðanna til Íbúðalánasjóðs. Því liggur skipting lánanna á milli innlánsstofnana ekki fyllilega fyrir í dag. Þá voru líka bréf frá Íbúða­ lánasjóði í bókum bankanna upp á 135 milljarða króna ofan á um­ rædda 607 milljarða króna. Þar sem um heildartölur fyrir innláns­ stofnanir er að ræða sem ekki eru útlistaðar niður á hvern og einn banka og sparisjóð er erfitt að greina ítarlega frá skiptingu þeirra á milli. Allar forsendur fyrir 20 pró- senta niðurfærslu 2009 Vert er að rifja upp að þegar rætt var um 20 prósenta niðurfærslu á fasteignalánum landsmanna í að­ draganda þingkosninganna vor­ ið 2009 hafði íslenska ríkið yfirráð yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Á þeim tíma virð­ ast bankarnir þegar hafa verið bún­ ir af afskrifa íbúðalánin hjá sér um 50 prósent og því hefði þeim að minnsta kosti átt að vera fært að lækka fasteignalán til viðskiptavina sinna um 20 prósent. Á þeim tíma sögðu hins vegar bæði stjórnvöld og stjórnendur bankanna að ekki væri svigrúm til staðar til að fara í svo umfangsmikla lækkun. Til þess þyrfti þá að koma með aukið fé inn í nýju bankana. Það að útlán vegna fasteignalána hafi lækkað úr 607 milljörðum króna í september 2008 í 311 milljarða króna í október árið 2008, eða um 50 prósent, sýnir að bankarnir voru vel aflögufærir til að fara í umrædda 20 prósenta niður­ færslu. Öðru máli gegnir hins veg­ ar um Íbúðalánasjóð en nánar er fjallað um hlutfallslega skiptingu lántakenda á íslenska fasteigna­ markaðinum í úttekt hér að neðan. Mikil leynd ríkt um afskriftir Háværar kröfur hafa verið um það í n Útlán lækkuðu úr 5.500 milljörðum króna í september 2008 í 2.250 milljarða króna mánuði síðar n Útlán til eignarhaldsfélaga hafa lækkað um 85 prósent frá hruni Annas Sigmundsson as@dv.is Úttekt Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki: Sláandi upplýsingar um afskriftir Þ etta eru sláandi upplýsing­ ar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar­ flokksins, um það að útlán íslenskra banka til innlendra aðila hafi lækkað um nærri 60 prósent við bankahrunið. „Það er með ólík­ indum að búið sé að afskrifa slík­ ar upphæðir án þess að það komi fram fyrr en nú og ég minni á ítrek­ aðar fyrirspurnir og umræður af hálfu okkar Framsóknarmanna um þessi mál í þinginu,“ segir hún. Upplýsingar um að fasteigna­ lán bankanna til heimila hafi lækk­ að úr 607 milljörðum króna í sept­ ember 2008 í 310 milljarða króna mánuði síðar við stofnun nýju bankanna sanni það endanlega að tillaga Framsóknarflokksins um 20 prósenta afskriftarleið hafi ver­ ið raunhæf og rúmlega það. „Það er þyngra en tárum taki að ríkis­ stjórnin hafnaði þeirri leið alfar­ ið. Ábyrgð þeirra er mikil, sér í lagi þegar litið er til þess að á þessum tíma voru bankarnir allir í ríkis­ eigu. Hefði verið ráðist strax í 20 prósenta niðurfærslu allra lána væri öðruvísi umhorfs hér á landi nú bæði hjá heimilum og fyrirtækj­ um,“ segir Vigdís. Að hennar mati er það víta­ vert ábyrgðarleysi að stjórnvöld hafi ekki upplýst um umræddar ábyrgðir. Vísar Vigdís þar til laga um ráðherraábyrgð. „Blekkingin og spillingin hjá þessari ríkisstjórn hefur náð nýjum hæðum við þess­ ar upplýsingar,“ segir Vigdís að lok­ um. Haraldur Líndal hagfræðingur: Lög sett um að upp- lýsa um afskriftir H araldur Líndal Haralds­ son hagfræðingur er einn þeirra sem hefur gagnrýnt hversu hægt hafi gengið að leiðrétta stöðu lána hjá almenningi og að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Í samtali við DV segir hann það mjög alvarlegt að ekki hafi ver­ ið upplýst um það að útlán til inn­ lendra aðila hafi lækkað úr nærri 5.500 milljörðum króna í septem­ ber 2008 í um 2.000 milljarða króna mánuði síðar. „Það er alvarlegt og ætti að setja í lög að afskriftir yfir ákveðnu hámarki ættu að vera gerðar opinberar,“ segir hann. Að mati Haraldar sýna þessar tölur að vel hefði mátt veita ís­ lenskum heimilum meiri afskriftir og hið sama eigi við um meðalstór fyrirtæki. „Ég tel það öruggt enda eru bankarnir núna að sýna mik­ inn hagnað. Sá hagnaður er ekki af reglulegri starfsemi heldur vegna þess að þeir eru að uppfæra þessi lán á hærra virði en þeir tóku þau yfir á,“ segir hann. Það sé líka alvar­ legt að umræddur hagnaður hafi að mestu runnið til erlendra kröfu­ hafa sem eigi meirihlutann í Arion banka og Íslandsbanka. „Þetta hef­ ur þar af leiðandi hamlandi áhrif á hagvöxt, þar sem sparnaður heilla kynslóða verður tekinn út úr hag­ kerfinu,“ segir Haraldur. Hann ít­ rekar að það ætti að setja í lög að afskriftir bankanna verði gerðar opinberar. „Það er ekki eðlilegt í því ástandi sem við erum í núna að tala um bankaleynd þegar sumir eru að fá jafnvel milljarða króna afskrifaða og aðrir þurfa að greiða allt upp í topp,“ segir hann að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.