Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 3
samfélaginu allt frá bankahruninu
að upplýst yrði hversu mikið eign-
ir voru niðurfærðar þegar þær fóru
á milli nýju og gömlu bankanna.
Afar litlar upplýsingar hafa þó ver-
ið gefnar um það. Þó kom fram
fyrr í þessum mánuði að yfirtekin
útlán nýju bankanna þriggja hafi
numið 1.513 milljörðum króna.
Kom það fram í svari sem fékkst
frá Steingrími J. Sigfússyni fjár-
málaráðherra við fyrirspurn Guð-
laugs Þór Þórðarsonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, um efnahags-
reikninga nýju bankanna.
Líkt og DV greindi frá síðasta
föstudag hafa Arion banki, Ís-
landsbanki og Landsbankinn skil-
að 163 milljarða króna hagnaði frá
því í október 2008. Erfitt er hins
vegar að sjá í þeim töflum sem
fylgja með frétt í dag að bankarn-
ir hafi verið að hækka útlánasöfn
sín mikið frá því að nýju bankarnir
voru stofnaðir. Þannig hafa lán til
fyrirtækja lækkað um átta prósent
frá stofnun nýju bankanna og lán
til heimila lækkað um 17 prósent.
Eini liðurinn sem hefur verulega
hækkað eru útlán til fyrirtækja í
samgöngum og flutningum sem
hafa hækkað úr 15 milljörðum
króna í rúma 40 milljarða króna.
Skuldir eignarhaldsfélaga
niðurfærð um 85 prósent
Eins og sjá má í töflum með frétt
eru niðurfærslur á útlánum útlist-
aðar nokkuð ítarlega. Athyglisvert er
að sjá að útlán til eignarhaldsfélaga
lækka úr 1.700 milljörðum króna í
september 2008 í 380 milljarða millj-
arða króna mánuði síðar. Er um að
ræða 80 prósenta lækkun. Frá októ-
ber 2008 þar til í júlí á þessu ári lækka
síðan útlán til eignarhaldsfélaga úr
380 milljörðum króna í 277 milljarða
króna. Heildarlækkun á útlánum til
þeirra nemur því nærri 85 prósent-
um frá því í september 2008. Vert
er að geta þess að þetta eru upplýs-
ingar um útlán til eignarhaldsfélaga
innanlands. Inni í þessum tölum eru
ekki útlán vegna fjárfestinga í lönd-
um eins og Bretlandi, Danmörku
og Noregi þar sem íslenskir útrásar-
víkingar voru stórtækir fyrir banka-
hrunið. Einnig er athyglisvert að út-
lán til fjármálafyrirtækja hafa lækkað
um 90 prósent. Fóru þau úr 580 millj-
örðum króna í september 2008 í 66
milljarða króna í júlí 2011.
30 prósenta niðurfærsla í
sjávarútvegi
Útlán til sjávarútvegsfyrirtækja lækk-
uðu úr 410 milljörðum króna frá
september 2008 í 300 milljarða króna
í október 2008 eða um 27 prósent. Í
júlí á þessu ári voru skuldirnar síðan
komnar niður í 290 milljarða króna
og hafa því samtals lækkað um nærri
30 prósent frá september 2008. Það
sem skekkir þessar tölur mikið er sú
staðreynd að margir af stærstu eig-
endum sjávarútvegsfyrirtækja voru
einnig stórir þátttakendur á íslensk-
um hlutabréfamarkaði í gegnum
önnur eignarhaldsfélög sem ekki
koma að rekstri sjávarútvegs.
Þannig má nefna að útgerðar-
maðurinn Guðmundur Kristjáns-
son, sem kenndur er við Brim, fékk
fimm milljarða króna lán hjá Lands-
bankanum í desember 2006. Veitti
bankinn félaginu Hafnarhóli lánið til
að kaupa 4,2 prósenta hlut í fjárfest-
ingabankanum Straumi-Burðarási.
Var lánið veitt í gegnum Landsbank-
ann í Lúxemborg. Félagið Hafnarhóll
var lýst gjaldþrota í fyrra og fundust
engar eignir í félaginu upp í skuldir
sem voru þá komnar í 9,5 milljarða
króna. Svona fjárfestingar hafa lík-
lega verið bókfærðar á eignarhalds-
félög en ekki sjávarútvegsfyrirtæki
enda um alls ólíka starfsemi að ræða.
Útlán fyrirtækja lækka um 50
prósent
Athyglisvert er að sjá að lán til fyr-
irtækja lækka minna en til heim-
ila. Lækkuðu lán fyrirtækja úr 2.100
milljörðum króna í september 2008 í
1.200 milljarða króna í október 2008.
Í dag nema útlán til fyrirtækja hins
vegar 1.130 milljörðum króna og
þannig hafa lán til fyrirtækja lækk-
að um nærri 50 prósent frá septem-
ber 2008.
Önnur útlán sem vekja athygli eru
lán til byggingastarfsemi, verslunar
og þjónustu. Lán til fyrirtækja í bygg-
ingastarfsemi hafa lækkað úr 183
milljörðum króna í september 2008
í 78 milljarða króna í júlí á þessu ári
sem gerir nærri 60 prósenta lækk-
un. Enda hefur samdráttur í bygg-
ingaiðnaðinum verið gríðarlegur frá
bankahruninu og fáar greinar fund-
ið eins mikið fyrir samdrætti í efna-
hagslífinu.
Lán til verslana lækka úr 315
milljörðum króna í september 2008
í 135 milljarða króna í júlí árið 2011
eða um nærri 60 prósent. Þá lækka
lán til fyrirtækja í þjónustugeiranum
úr 940 milljörðum króna í september
2008 í 470 milljarða króna í júlí 2011
eða um 50 prósent.
Þó umræddar tölur frá Seðla-
bankanum um útlán innlánsstofn-
ana til viðskiptavina sinna gefi
nokkuð góða mynd af þeim breyt-
ingum sem hafa orðið á útlánasafni
bankanna til innlendra aðila verður
það þó að teljast nokkur galli að ein-
ungis er um heildartölur að ræða.
Því er ekki hægt að upplýsa hvaða
breytingar urðu nákvæmlega á milli
gömlu bankanna þriggja Glitnis,
Kaupþings og Landsbanka og síðan
þeirra banka sem tóku við af þeim.
Þess skal þó getið að umræddar töl-
ur sem DV birtir eru opinberar töl-
ur sem bönkunum ber að upplýsa
Seðlabankann um í hverjum mán-
uði og því ættu þær að gefa nokk-
uð nákvæma mynd af útlánasafni
þeirra.
Fréttir | 3Mánudagur 26. september 2011
Mun Meira svigrúM til að
afskrifa hjá alMenningi
Skuldir heimilanna við lánakerfið 2000 til 2007:
2000 2005 2007 Br/00–07
Bankakerfi 164 544 835 508%
Ýmis lánaft. (t.d. ILS) 334 369 493 148%
Lífeyrissjóðir 56 92 130 232%
Tryggingafélög 13 9 4 35%
LÍN 47 69 85 182%
Alls 614 1.084 1.547 252%
Skuldir heimila við lánakerfið 2000 til 2007*
Útlán innlánsstofnana til innlendra viðskiptavina 2008–2011
Sept. 2008 Okt. 2008 Júlí 2011 Lækkun
Innlendir aðilar, alls 5.488 2.249 2.034 63%
Fjármálafyrirtæki 584 204 66 89%
Eignarhaldsfélög 1.703 381 277 84%
Fyrirtæki 2.118 1.225 1.130 47%
Heimili 1.032 585 487 53%
Þar af íbúðalán 607 311 269 56%
Landbúnaður 37 24 25 32%
Sjávarútvegur 410 299 291 29%
Byggingastarfsemi 183 102 78 57%
Verslun 316 175 134 57%
Samgöngur og flutn. 52 15 41 20%
Þjónusta 941 505 472 50%
Ríkisjóður/stofnanir 0,4 21 223 -
Sveitarfélög/ stofnanir 17 11 18 -7%
*Allar tölur í milljörðum króna
** Þetta eru upplýsingar fyrir eftirfarandi fjármálafyrirtæki: Landsbankann, Arion banka,
Íslandsbanka, MP banka, Byr, Sparisjóð Siglufjarðar, Sparisjóð Norðfjarðar, Sparisjóð S-
Þingeyinga, Sparisjóð Ólafsfjarðar, Sparisjóð Þórshafnar og nágr., Sparisjóð Strandamanna,
Sparisjóð Vestmannaeyja, Sparisjóð Bolungarvíkur, Sparisjóð Svarfdæla og Sparisjóð
Höfðhverfinga.
Útlán innlánsstofnana 2008–2011*
43 prósenta hlutdeild 2008 en 25 prósenta 2011:
Bankarnir minni
á fasteignamarkaði
L
íkt og flestir muna urðu Kaup-
þing, Íslandsbanki (síð-
ar Glitnir) og Landsbankinn
mjög stórir aðilar í fjármögn-
un íbúðakaupa á Íslandi frá haust-
inu 2004 og allt til falls bankanna í
október 2008. Í september 2008 er
talið að útlán þeirra vegna fasteigna-
lána hafi numið um 607 milljörðum
króna. Á þeim tíma námu lán vegna
fasteignakaupa um 1.400 milljörðum
króna og voru stóru bankarnir þrír
því með um 43 prósent af markaðin-
um. Á þeim tíma var Íbúðalánasjóð-
ur (ÍLS) einungis með 33 prósenta
hlutdeild af íslenska fasteignalána-
markaðinum.
Staðan í dag er þó orðin allt önn-
ur. Í júlí 2011 námu heildarlán vegna
íbúðakaupa heimila um 1.135 millj-
örðum króna. Þar af nema lán hjá
Íbúðalánasjóði 660 milljörðum
króna og því er ÍLS kominn með 60
prósenta hlutdeild á fasteignalána-
markaðinum. Hlutur Arion banka,
Íslandsbanka og Landsbankans er
einungis um 24 prósent í dag. Það
skýrist líka af mikilli niðurfærslu á
útlánum þeirra vegna fasteignalána
í bókhaldi þeirra. Þó Íbúðalánasjóð-
ur hafi líka farið í afskriftir eru þær
miklu lægri en þær sem gerðar voru
eftir að fasteignalán voru færð frá
gömlu bönkunum til þeirra nýju.
Fasteignalán á Íslandi 2008 og 2011:
September 2008 Hlutdeild
GLB/KB/LSB 607 43%
Íbúðalánasjóður 455 24%
Lífeyrissjóðir 156 11%
Sparisjóðir 136 10%
Annað 44 3%
Samtals 1.398 100%
*Allar tölur í milljörðum króna
Júlí 2011 Hlutdeild
Íbúðalánasjóður 661 58%
ARION/ISB/NBI 270 24%
Lífeyrissjóðir 178 16%
Sparisjóðir 24 2%
Annað 2,4 0,2%
Samtals 1.398 100%
*Allar tölur í milljörðum króna
Fasteignalán*
Þátttaka lífeyrissjóða á fasteignamarkaði:
Stór hluti skuldabréfa
hjá lífeyrissjóðum
Þ
egar rætt er um afskriftir af
fasteignalánum hjá íslenskum
íbúðaeigendum gleymist oft
að ræða um það hversu stór-
ir lífeyrissjóðirnir eru á skuldabréfa-
og lánamarkaði. Til útskýringar þá
má segja að íslenskir lífeyrissjóðir
séu stærstu kaupendur á svokölluð-
um HFF-bréfum sem eru skuldabréf
sem Íbúðalánasjóður gefur út til þess
að fjármagna sig. Eftir bankahrunið
og með tilkomu gjaldeyrishafta hafa
fjárfestingarmöguleikar lífeyrissjóð-
anna snarminnkað og má segja að
frá haustinu 2008 hafi lífeyrissjóðirn-
ir nánast keypt öll HHF-skuldabréf
sem Íbúðalánasjóður gefur út. Eins
og sjá má í töflu með frétt hefur hlut-
deild lífeyrissjóðanna í fasteignalán-
um landsmanna stóraukist frá því
fyrir hrun. Í september 2008 áttu þeir
um 23 prósenta hlut í fasteignalán-
um landsmanna en í dag er sú hlut-
deild kominn í 52 prósent.
Sept. 2008 Júlí 2011
Hlutur lífeyrissjóða í HFF-bréfum heimila 171 416
Lán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna 156 178
Heildarupphæð fasteignalána á Íslandi 327 594
Prósentuhlutur lífeyrissjóða í fasteignalánum 23% 52%
*Allar tölur í milljörðum króna
Þátttaka lífeyrissjóða á fasteignamarkaði*
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki:
Bestu upplýsingar
sem komið hafa fram
G
uðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að afhjúp-
un DV á upplýsingum um
breytingu á útlánum bankanna til
innlendra aðila á milli september
og október 2008 sýni fram á mjög
góða blaðamennsku hjá DV. „Þetta
eru bestu upplýsingar sem hafa
komið fram um leiðréttingar lána á
milli gömlu og nýju bankanna. Það
er augljóst að stjórnvöld hafa gert
það sem þau hafa getað til að halda
þessum upplýsingum frá almenn-
ingi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali
við DV.
Hann tekur fram að það svar
sem barst frá Steingrími J. Sigfús-
syni fjármálaráðherra nú í sept-
ember við fyrirspurn sinni um af-
skriftir bankanna hafi verið af mjög
skornum skammti í samanburði
við þær upplýsingar sem birtast í
DV í dag. „Það er mjög alvarlegt ef
ekki er hægt að treysta upplýsing-
um frá ráðherra,“ segir Guðlaugur.
Minnir hann á að árið 1996 hafi
Jóhanna Sigurðardóttir, sem nú
situr sem forsætisráðherra, sagt
þegar hún fékk svar frá þáverandi
félagsmálaráðherra að það hafi
verið ámælisvert og ófyrirleitið.
„Þar koma fram villandi og bein-
línis rangar upplýsingar þannig
að við jaðrar að um beina fölsun
á staðreyndum sé að ræða,“ sagði
Jóhanna af því tilefni. Segir Guð-
laugur að þau vinnubrögð sem Jó-
hanna hafi þar lýst séu orðin að
vinnureglu hjá henni og hennar
ríkisstjórn.
Hann segir að samkvæmt þeim
upplýsingum um lækkun á útlán-
um bankanna sem DV birtir í dag
hafi íbúðalán hjá viðskiptavinum
gömlu bankanna verið niðurfærð
um nærri 50 prósent þegar þau
fóru til nýju bankanna. „Mér þykir
sýnt að það verði að fá Ríkisendur-
skoðun eða annan óháðan aðila til
að fara yfir málið þannig að rétt-
ar upplýsingar liggi fyrir. Ég mun
beita mér fyrir því að það verði gert
þegar þing kemur saman,“ segir
Guðlaugur Þór að lokum.
„Það er alvarlegt og
ætti að setja í lög
að afskriftir yfir ákveðnu
hámarki ættu að vera
gerðar opinberar.
„Það er mjög al-
varlegt ef ekki er
hægt að treysta upplýs-
ingum frá ráðherra.