Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 4
4 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur E ru ekki allir eitthvað bilaðir?“ spyr Ólafur Bertelsson, rúm- lega sjötugur fyrrverandi sjó- maður, sem hefur verið met- inn sakhæfur af geðlækni. Ólafur er ákærður fyrir að hafa ver- ið allsnakinn á svölum íbúðar sinn- ar og fyrir framan óbyrgðan glugga íbúðar sinnar í Trönuhjalla við litla hrifningu einhverra nágranna sinna. Við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag var lagt fram mat geðlæknis sem úrskurðaði að Ólafur væri sakhæfur þrátt fyrir áhyggjur dómara málsins hvað það varðaði. Ólafur var ekki par hrifinn af geðmatinu sem hann var látinn gangast undir. Sendur í geðmat Dómari málsins hafði óskað eftir geðmati þegar aðalmeðferð máls- ins átti að hefjast í apríl síðastliðn- um. Fram kom í máli dómara þá að Ólafur hefði í aðdraganda aðal- meðferðar málsins ítrekað ónáðað dómarann með símhringingum. Þá greip hann fram í fyrir dómar- anum og lögmönnum fyrir dómi og mátti heyra hann muldra tals- vert og ræskja sig. Dómari frestaði aðalmeðferð málsins þar til Ólafur hefði gengist undir geðmat. Við fyrirtöku málsins á miðviku- dag var lagt fram mat geðlæknis á sakhæfi hans og komst hann að þeirri niðurstöðu að Ólafur væri sakhæfur. Ólafur veltir fyrir sér í samhengi hlutanna hvort það sé honum í hag að vera ekki álitinn „klikkaður“, eins og hann orðar það. Hann hafði ekki heyrt af þess- ari niðurstöðu þegar DV hafði sam- band við hann á föstudag. Hann segir hins vegar geðmatið hafa ver- ið niðurlægjandi upplifun að ganga í gegnum. Niðurlægjandi „Ég hefði kannski ekki átt að mæta hjá þessum manni. Ég hef aldrei lent í öðru eins rugli. Það mátti halda að þetta væri fyrir barn sem er nýbyrjað að tala. Spyrja mig í hvaða borg við séum. Það var ein spurningin. Hvað hét amma þín var önnur, hvað var hún gömul þegar hún lést? Þetta er bara fífla- háttur, svona spurningar. Ef þetta er svona almennt þá lýst mér ekki á það,“ segir Ólafur sem stóðst geð- matið að því er fram kom í héraðs- dómi í síðustu viku. Tittlingaskítur Hvað ákæruna varðar viðurkenn- ir Ólafur fúslega að hann hafi farið út á svalir og sofnað í stólnum þar nakinn. „En ég kalla þetta tittlinga- skít og ekkert annað. Ég er ekkert að neita þessu því þetta er sann- leikurinn en aldrei færi ég að kæra nokkurn mann ef ég sæi hann ber- an úti á svölum. Ef þú ferð í sund, ertu þá í sturtu í fötunum?“ Hvað ásakanir um líflátshótanir vísar Ólafur þeim alfarið á bug. „Ég hef ekki verið með neinar hótanir eða nektarsýningar fyrir almenn- ing. Ég hef ekki gert þessu fólki neitt. Ekki nokkrum manni.“ „Hef aldrei lent í öðru eins rugli“ n Nakti sjómaðurinn á svölunum metinn sakhæfur n Segir geðmatið hafa verið niðurlægjandi n Segist ekki hafa gert nokkrum manni neitt„Ég hef ekki verið með neinar hótanir.Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Nakinn á svölunum Ólafur viðurkennir að hafa sofnað nakinn á svölunum heima hjá sér en skilur ekki í nokkrum manni að kæra slíkt. MyNd RóbeRT ReyNiSSoN Ættingjar lögreglumanna hafa margir hverjir lýst yfir reiði sinni í kjölfar niðurstöðu gerðardóms um kjör lög- reglumanna og sýna nú lögreglu- mönnum stuðning sinn með því að lýsa aðstæðum þeirra og biðja um skilning og úrbætur. Meðal þeirra er Harpa Rut Heiðarsdóttir, dóttir Heið- ars Bjarndal, varðstjóra á Selfossi. „Ég er dóttir lögreglumanns og tek nærri mér hversu illa fór í kjaravið- ræðum. Þeir hafa setið lengi á hakan- um. Nú er komið nóg af því. Það eru þeir sem eru grýttir og niðurlægðir fyrir utan Alþingi og til viðbótar eru þeir einnig niðurlægðir af ríkisvald- inu,“ segir Harpa Rut í samtali við DV. Hún birti Facebook-færslu um helgina sem vakti víðtæka athygli og var svohljóðandi: „Ég er dóttir lögreglumanns og miðað við hvað ég veit, hef heyrt og séð hvað pabbi minn hefur þurft að ganga í gegnum í sínu starfi síðustu 35 ár þá finnst mér að hann eigi hafa hærri laun en allir! Sem betur fer er til fólk, karlar og konur, sem leggja þetta starf á sig fyrir okkur og lætur ýmislegt yfir sig ganga fyrir laun sem eru ekki sanngjörn. Ég elska ekki að sjá pabba minn grýttan, úthúðaðan og koma heim niðurbrotinn eftir erfiðan vinnudag, vegna þess að hann var að sinna sín- um skyldum og horfa jafnvel á ljótari hluti en sjást í bíómyndum. Pabbi minn, Heiðar Bjarndal, fær fullan stuðning frá mér og fjölskyldu sinni, því hann á það skilið! Laun lög- reglumanna eru ekki sanngjörn! Auðvitað eiga fleiri stéttir rétt á launahækkun en núna er kominn tími til að sinna lögreglumönnunum. Þeir eru búnir að sitja nógu lengi á hakanum.“ Harpa Rut er fangavörður og fetar því að nokkru í fótspor föður síns. Hún getur hugsað sér að verða lögreglu- maður einhvern tímann í framtíðinni. „Það er áhugavert að segja frá því að sem ófaglærður fangavörður fengi ég meira en nýútskrifuð lögreglukona úr skóla. Í dag hef ég fyrst og fremst áhuga á því að starfa sem fangavörður en mér finnst áhugavert að verða lög- reglumaður þótt að ég þekki til að- stæðna þeirra. Ég ber mikla virðingu fyrir störfum þeirra.“  kristjana@dv.is Harpa Rut Heiðarsdóttir er dóttir lögreglumanns: Lögreglumenn grýttir og niðurlægðir Lögreglumenn í varðstöðu fyrir utan Alþingi „Það eru þeir sem eru grýttir og niðurlægðir fyrir utan Alþingi og til viðbótar eru þeir einnig niðurlægðir af ríkisvaldinu,“ segir Harpa Rut Heiðarsdóttir í samtali við DV. Lausaganga katta á egilsstöðum: Fordæmir orð kattaóvina Anna Kristine Magnúsdóttir, for- maður Kattavinafélags Íslands, for- dæmir orð sem kattaóvinir létu falla í Fréttablaðinu um helgina í frétt þar sem greint er frá því að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boði átak gegn meintri kattaplágu sem sögð er geisa á Egilsstöðum. Í fréttinni segir að lausaganga katta á Egilsstöðum sé orðið svo mikið vandamál að bæjarstjórnin ætli að grípa til sérstakra mótvæg- isaðgerða, kettir verði til að mynda veiddir í gildru. Anna Kristine, formaður Katta- vinafélags Íslands, mótmælir harð- lega öllum fyrirhuguðum aðgerð- um sveitarstjórnar Egilsstaða gegn köttum. Segir í tilkynningu frá Önnu Kristine að þessar aðgerðir stang- ist á við dýraverndarlög, reglugerð um gæludýrahald og dýrahald í at- vinnuskyni og samþykkt um katta- hald og gærudýrahald annarra dýra en hunda í Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og Vopnafjarðarhreppi. Þá furðar Anna sig á orðum bæj- arfulltrúans Páls Sigvaldasonar um kattagildrur og bendir á að engar slíkar gildur hafi verið viðurkenndar til veiða á villiköttum á Íslandi. „Kattavinafélagið skorar á sveit- arstjórn Egilsstaða að fylgja í einu og öllu gildandi réttarheimildum, einkum hvað varðar dýravelferð, varðandi fyrirhugaðar aðgerðir ef sú ábending á annað borð reynist rétt sem henni hefur borist um óviðun- andi ástand í málefnum katta í sveit- arfélaginu. Jafnframt skorar félagið á sveitarstjórnina að kynna sér hvort um raunverulegt vandamál er að ræða áður en farið er út í aðgerðir.“ Kattahald á Egilsstöðum hefur um nokkurt skeið verið umdeilt og ljóst er að nokkrum þar í bæ hugnast það ekki. Þaðan hafa einnig fréttir borist af ljótu dýraníði en fyrir ári var köttur stunginn með eggvopni til dauða á miskunnarlausan máta. Anna Kristine segir margar aðrar leiðir vera til þess að stuðla á friði í samfélagi þar sem ekki öllum hugn- ast kattahald. „Fyrst og fremst bið ég ykkur um að bjarga þeim dýrum sem þið getið og koma þeim í skjól,“ segir Anna Kristine. kristjana@dv.is Kærir líkamsárás til lögreglu „Ég gekk út og læsti hurðinni. Þá á heyrði ég fótatak fyrir aftan mig og snéri mér við og var þá sleginn í andlitið. Ég veit ekki hvort ég var kýldur eða laminn með barefli. Þeir voru alla vega þrír til fjórir talsins,“ segir pítsusendill sem varð fyrir lík- amsárás fyrir utan vinnustað sinn, Pizzuna í Núpalind í Kópavogi. Sendillinn var að ljúka vakt en árásin átti sér stað við bakdyr staðar- ins, þar sem er gengið út og læst. Eftir árásina reyndi sendillinn að flýja en þá var honum hent í jörðina og sparkað í hann. Árásarmennirnir stálu þá lyklum sendilsins og hlupu í burtu. Það voru lyklar að bíl hans, vinnustaðnum og að heimahúsum. Pítsusendillinn hefur kært árásina til lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.