Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Síða 6
6 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur
„Þessar tölur sýna, svo ekki verður um
villst, þörfina fyrir nýja fangelsisbygg
ingu,“ segir Oddný G. Harðardóttir,
þingmaður Samfylkingar. Oddný
lagði fram fyrirspurn til Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra um
fjölda þeirra einstaklinga sem hlotið
hafa dóm en bíða eftir að geta hafið
afplánun. Í svari ráðherra, sem barst
fyrir skemmstu, kemur fram að 368
einstaklingar bíði eftir afplánun, þar
af 23 konur en 345 karlar. Þegar litið
er á skiptingu eftir aldri sést að fjöl
mennasti hópurinn er á aldrinum 26
til 30 ára, eða alls 94. 1.356 einstak
lingar bíða afplánunar vararefsingar
fésekta.
Í fyrirspurninni sem Oddný lagði
fram í byrjun mánaðarins vildi hún
einnig fá að vita fjölda þeirra sem
reikna megi með að verði vistaðir í ör
yggisfangelsi, opnu fangelsi eða full
nægi skilyrðum um afplánun í sam
félagsþjónustu. Þetta vildi Oddný vita
til að geta lagt mat á það hvers konar
fangelsi væri mest þörf á. Í svari ráð
herra var þetta hins vegar ekki sund
urliðað af þeirri ástæðu að fangelsi
séu ekki skilgreind eftir öryggisstigi.
„Eftir komu í fangelsi er lagt mat á
viðkomandi fanga og ákvörðun um
vistunarstað tekin að því loknu,“ seg
ir í svarinu. Þá liggur ekki fyrir hversu
margir á boðunarlistanum uppfylla
skilyrði um afplánun refsingar með
samfélagsþjónustu þar sem skýrsla er
tekin af hverjum og einum fanga.
„Ég fékk þetta ekki sundurliðað
eins og ég vildi en það þarf að skoða
þetta rækilega ofan í kjölinn,“ segir
Oddný.
einar@dv.is
Fékk ekki upplýsingar um hvers konar fangelsi þörf sé á:
368 bíða afplánunar
Bíða afplánunar
Aldur Fjöldi
19–20 5
21–25 75
26–30 94
31–35 61
36–40 34
41–45 23
46–50 26
51–55 22
61–65 7
66–70 3
71– 4
Fékk ekki upplýsingarnar Oddný vildi fá að vita hvers konar fangelsi væri þörf á en fékk ekki.
Snéri á klúbbinn
og keypti nafnið
É
g hef einkarétt á því að prenta
þetta á allan fatnað, skóbún
að og höfuðföt og einkarétt á
nafninu sjálfu,“ segir Svavar
Þór Svavarsson sem keypti ný
lega einkarétt á vörumerkinu Grind
jánar. Grindjánar er nafn á bifhjóla
klúbbi í Grindavík sem starfræktur
hefur verið í nokkur ár og er ætlað
ur heimamönnum í bænum, bæði
konum og körlum. Svavar, sem sjálf
ur á þrjú bifhjól, sótti á dögunum um
inngöngu í klúbbinn en var hafnað.
Hann var að vonum ósáttur við það
og greip til sinna ráða.
Segir þetta einelti
„Mér fannst ég bara verða að gera
eitthvað þannig að ég fór og kynnti
mér það hvort þeir hefðu sótt um
einkarétt, en það var ekki, svo ég sótti
bara um það.“ Svavar er eini mað
urinn sem Grindjánar hafa hafnað
og vill hann meina að um hálfgert
einelti sé að ræða af hálfu forsvars
manna klúbbsins.
„Ég gerðist brotlegur við lög fyr
ir mörgum árum og það var a milli
tannanna á þeim,“ segir Svavar sem
viðurkennir fúslega að hafa ekki allt
af gengið beinu brautina. „En það
eru ekkert allir með hreina fortíð í
þessum klúbbi,“ bætir hann við. Sem
heimamanni í Grindavík sárnaði
honum mikið að fá ekki inngöngu
í klúbbinn, en margir vina hans og
kunningja eru meðlimir. Þá er mágur
hans í stjórn klúbbsins.
Þrír sögðu sig úr klúbbnum
Ellefu manns eru í stjórn Grindjána
en samkvæmt lögum klúbbsins þarf
sex manna meirihluta til að hafna
umsækjendum. Svavar segir það
aðallega vera formann Grindjána
og mann hennar, sem einnig situr
í stjórninni, sem hafi horn í síðu
hans. En samkvæmt Svavari voru
það þau tvö ásamt fjórum öðrum
sem komu í veg fyrir að honum yrði
að ósk sinni og fengi að gerast með
limur í klúbbnum. Að sögn Svavars
voru margir mjög óánægðir með
ákvörðun stjórnarinnar og sögðu
þrír meðlimir sig úr klúbbnum í
kjölfarið.
Stofnar kannski nýjan klúbb
Aðspurður segist Svavar hafa hugs
að sér fylgja því fast eftir að bifhjóla
klúbburinn Grindjánar fái ekki að
nota nafnið til að merkja sér fatnað.
Þá mun hann hugsanlega krefjast
þess að það sem nú þegar hefur ver
ið merkt verði ekki notað. „Við vor
um að pæla í því nokkrir að stofna
okkar mótorhjólaklúbb. Við verðum
kannski ekki með sömu mynd
ina, en höfum nafnið,“ segir Svavar.
Hann segir það ekkert óljóst hvort
hann eigi nafnið eða ekki. „Ég á allar
kvittanir fyrir því,“ segir Svavar að
lokum.
Snertir klúbbinn ekki
Hrafnhildur Björgvinsdóttir, formað
ur Grindjána, sagðist í samtali við
DV hafa heyrt orðróm um að Svavar
hefði keypt einkarétt á vörumerkinu
en taldi það ekki snerta klúbbinn að
neinu leyti. Enda héti hann Grind
jánar bifhjólaklúbbur. Hún staðfesti
að Svavar væri eini maðurinn sem
neitað hefði verið um inngöngu í
Grindjána en tók fram að farið hefði
verið eftir lögum klúbbsins. Að öðru
leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Ég á nafnið, það er
ekkert óljóst. Ég á
allar kvittanir fyrir því.
n Var neitað um inngöngu í Grindjána og keypti einkarétt á vörumerkinu
n Formaður Grindjána segir þetta ekki hafa nein áhrif á klúbbinn
Keypti Grindjána
Svavar fékk ekki inn-
göngu í bifhjólaklúbbinn
og keypti því einkarétt á
vörumerkinu.
Kynbundinn launamunur eykst:
Jóhanna
boðar aðgerðir
Niðurstaða nýrrar launakönnun
ar SFR sýnir svart á hvítu að konur
í fullu starfi eru að jafnaði með 24
prósenta lægri laun en karlar í fullu
starfi.
Meðalheildarlaun karla voru
rúmar 394 þúsund krónur en meðal
heildarlaun kvenna tæpar 301 þús
und krónur
Þegar tekið hefur verið tillit til
aldurs, vinnutíma, starfsaldurs,
starfsstéttar, menntunar og vakta
álags stendur eftir 13,2 prósenta
óútskýrður kynbundinn launa
munur (vikmörk +/ 3,9%). Í fyrra
mældist kynbundinn launamunur
9,9 prósent og árið 2009 var hann
11,8 prósent.
Óútskýrður og kynbundinn
launamunur hefur verið á niðurleið
frá árinu 2008 og það var ekki fyrr en
á árinu 2010 sem hann tók að aukast
svo mjög á ný. Það vekur athygli að
þróunin á sér stað í tíð ríkisstjórn
ar Samfylkingar og Vinstri grænna
sem hefur haft jafnrétti kynjanna að
meginmálefni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis
ráðherra sagði í viðtali við Frétta
blaðið að það sé ólíðandi að ríkið
sjálft mismuni eftir kyni og það eigi
að ganga á undan með góðu for
dæmi og Guðbjartur Hannesson vel
ferðarráðherra tók undir með henni
og sagði á fundi með BSRB að launa
munurinn verði upprættur.
Þessi óútskýrði launamunur er
útskýrður sem svo að forstöðumenn
ríkisstofnana hafi ákveðið svigrúm
til þess að veita ýmsar aukagreiðslur
og hafa í þeim tilvikum veitt þeim
til karla en ekki kvenna. Þess utan
hafi þeir karlar sem þurftu að taka á
sig launalækkanir í kjölfar hruns
ins sótt hækkanir fast og fengið þær
frekar en þær konur sem urðu fyrir
skerðingu.
Það vekur einnig athygli að eftir
því sem stofnunin er stærri og hlut
fall kvenna er hærra á vinnustaðn
um er munurinn meiri.
Forsætisráðherra hefur ákveð
ið að launamunurinn verði ræddur í
ráðherranefnd um jafnréttismál sem
verði kölluð saman sem fyrst til þess
að leysa vandann.
Ráðherranefnd um jafnréttismál
starfar í forsætisráðuneytinu, í henni
sitja auk forsætisráðherra, félags og
tryggingamálaráðherra og fjármála
ráðherra. Með nefndinni starfar
jafnréttisfulltrúi Stjórnarráðsins sem
er í dag Hildur Jónsdóttir.
Ekki er ljóst hvaða aðferðum má
beita til þess að uppræta launamun
inn. Hvort að lagt verður í það að
veita aukagreiðslum til kvenna að
sama marki og til karla eða hvort
sporslurnar leiða til hagræðingar
sem verður á kostnað karla sem
starfa fyrir hið opinbera.