Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Qupperneq 18
18 | Menning 26. september 2011 Mánudagur Guðfinnur Sigurvinsson fjölmiðlamaður mælir með: Dolly Parton og notalegheit É g mæli með því að fólk sé al- mennt í góðu skapi. Ég mæli með bókinni ,,Eng- an þarf að öfunda“ eftir Barböru Demick sem fjallar um daglegt líf í Norður-Kóreu. Ég mæli með því að fólk sjái Dolly Parton á sviði áður en það eða hún deyr.  Ég mæli með reglulegum ferðum í leikhúsið. Þó þú skiljir ekkert hvað fram fer þá er í það minnsta smart að segjast hafa verið þar.  Ég mæli með því að fólk leggi eitt- hvað fyrir mánaðarlega og fari svo í framandi ferðalag þegar nóg hefur safnast.  Ég mæli með notalegheitum.   Ég mæli með því að mannkynið hætti að ganga í jogging-göllum því enginn veit ævina fyrr en öll er. Það eru nöturleg endalok að deyja í jogg- ing-galla.   Ég mæli með ódauðlegri tónlist Ellýjar Vilhjálms. Ég mæli líka með Elvis Presley.  Hann er fínn.   Ég mæli með því að boðskapur jólanna eigi við alla daga. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 48 28 8 Bratislava – Sopron – Budapest 18.-23. október Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir Vínarborg og Györ Skemmtileg 6 daga sérferð til Austurríkis og Ungverjalands. Dvalið í 2 nætur í Vínarborg, þar sem fallegar byggingar og hallir setja sterkan svip á borgina. Vínarborg er þekkt fyrir að vera mikil tónlistarborg og ber þann titil með reisn. Síðan er dvalið í borginni Györ í 3 nætur. Györ er skammt frá landamærum Austuríkis og Slóvakíu. Einstaklega falleg og vinaleg borg og hefur hlotið Evrópuverðlaunin fyrir varðveislu og viðhald sögulegra bygginga í gamla miðbænum. Kynnisferðir um Vínarborg, Bratislava, Györ, Sopron og Budapest innifaldar í verði. Netverð: 134.800 kr. á mann í tvíbýli 148.700 kr. á mann í einbýli Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á 3* hótelum í 6 nætur. Hálft fæði. Kynnisferðir um Vínar- borg, Bratislava, Györ, Sopron og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. J ú, ég varð heltekin af hruninu og myndin fjallar um ís- lenska efnahagshrunið út frá sjónarhóli heldri konu,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Ís- old Uggadóttir sem er nýflutt heim úr mastersnámi við Columbia-há- skóla þar sem hún lærði leikstjórn. Stuttmynd Ísoldar Uggadóttur kvik- myndaleikstjóra, Reykjavik Revolu- tion, var frumsýnd á fimmtudaginn í síðustu viku á og verður aftur sýnd, sunnudaginn 2. október kl. 14.00 í Bíó Paradís. Námið litaðist af ónýtri krónu Myndin fjallar að sögn Ísoldar um konu sem verður fórnarlamb efna- hagshrunsins á Íslandi árið 2008. „Þetta er heldri kona sem er mjög annt um sína mannvirðingu,“ segir Ísold frá. „Hún er gerð sem loka- verkefni í mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann í New York. Ég hóf nám í skólanum haustið 2008, á sama tíma og krónan okkar var að hrynja. Ég fylgdist mjög grannt með hruninu og því sem var á seyði. Fyrir vikið þá litaðist allt mitt nám af þess- ari ónýtu krónu okkar. Mér varð ljóst að lokaverkefnið mitt yrði að fjalla um þetta.“ Ísold segist sem betur fer hafa verið á námsstyrk frá Columbia- skólanum þótt framfærslukostnað- ur hafi verið lánaður af LÍN. „Leig- an tvöfaldaðist og allur kostnaður. Og svo skulda ég tvöfalt meira en ég ætlaði mér. Það er svo fyndið, það geta allir sótt um niðurfellingu skulda en ekki af hluta námslána. Þeir námsmenn sem voru úti í námi á þessum tíma bera þungar klyfjar, ég komst í gegnum þetta með herkj- um,“ segir Ísold. Komin heim í bili Mynd Ísoldar hefur notið velgengni. Ísold tók á móti Adrienne Shelley verðlaununum fyrir besta kvenleiks- tjórn í sumar og myndin hlaut góð- ar viðtökur þegar hún var sýnd á RIFF um helgina. Ísold segist nú flutt heim í bili. Hún bjó úti í New York í 10 ár. „Ég er ánægð með góðar við- tökur og ætla að fylgja myndinni út í heim þegar RIFF er lokið. Ég er ann- ars bara komin heim í bili, segir Ís- old. „Það er gott að vera með athvarf í Reykjavík en fara svo þangað sem verkefnin taka mann. Maður vill ekki setjast að á einum stað of lengi. Núna finnst mér gaman að kynnast nor- rænni kvikmyndagerð og allri um- gjörð í kringum hana. Það eru eng- ir ríkisstyrkir í Bandaríkjunum og þeir öfunda okkur Norðurlandabúa mikið af því.“ Framundan hjá Ísold er að snúa sér að því að búa til kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er fjórða stuttmyndin sem ég vinn þannig að það er kom- in tími, finnst mér, til að vinna kvik- mynd í fullri lengd. Nú er ég að móta hugmyndir og í handritsvinnu. Það má segja að ég sé útlærð,“ segir hún og skellir upp úr. Þrjár myndir sem Ísold ætlar að sjá á RIFF n We need to talk about Kevin: Lynne Ramsay n 31. August: Joachim Trier n Eldfjallið: Rúnar Rúnarsson Heltekin af hruninu n Ísold Uggadóttir kvikmyndaleikstjóri sýnir mynd sína á RIFF n Myndin fjallar um heldri konu sem verður fórnar- lamb efnahagshrunsins árið 2008 n Sjálf var Ísold að hefja mastersnám í New York þegar hrunið varð á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Heldri kona í hruninu Lilja Þórisdóttir fer með hlutverk heldri konu sem er annt um orðspor sitt og er fórnarlamb efnahagshrunsins 2008. Útlærð í stuttmyndum Ísold sýnir stuttmyndina Reykjavik Revolution á RIFF. Hún vinnur nú að kvikmynd í fullri lengd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.