Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir 5. desember 2011 Mánudagur Dýrmæt búslóð ótryggð n Ríkið greiðir 75 milljónir vegna ónýtar búslóðar U tanríkisráðuneytið segir að það sé stefna ríkissjóðs „að kaupa ekki aðrar tryggingar en þær sem lögbundnar eru“ og því hafi þurft að gefa leyfi fyrir 75 milljóna króna fjárveitingu í fjáraukalögum þessa árs til að standa straum af tjóni sem varð á búslóð starfsmanns ráðu- neytisins. DV greindi frá því á föstudag að ríkið þyrfti að borga fyrir tjón á bú- slóð sem var í gámi sem hafnaði í sjón- um þegar verið var að flytja gáminn til landsins. „Þegar starfsmenn eru sendir til starfa erlendis flytur utanríkisráðu- neytið búslóðir starfsmanna á sinn kostnað og tekur alla ábyrgð á þeim á meðan flutningurinn stendur yfir,“ segir í svari Péturs Ásgeirssonar, sviðs- stjóra hjá utanríkisráðuneytinu, við fyrirspurn DV um gáminn. „Reglur ráðuneytisins setja skorður við um- fang slíkra flutninga en takmarkan- ir eru ekki settar hvað varðar virði þeirra.“ Pétur segir að matsfyrirtækið Könnun hf. hafi verið fengið til að meta tjónið sem starfsmaðurinn varð fyrir þegar búslóðin í gámnum eyðilagðist. Þá segir hann einnig að við afgreiðslu málsins hafi fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið notið aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns sem sér- hæfir sig í bótarétti. Pétur vill þó ekki svara öllum spurningum blaðamanns um málið og sagði: „Þar sem um er að ræða einkamálefni starfsmanns sér ráðuneytið sér ekki fært að veita frek- ari upplýsingar um málið.“ Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði hjá tryggingafélögum er algengt mat á búslóðum í kringum fimm til fimmtán milljónir króna. Algjör und- antekningartilfelli eru að búslóðir séu metnar á í kringum 75 milljónir eins og búslóðin sem ríkið hefur gengist í ábyrgðir fyrir. Líklegasta skýringin á því að búslóð kosti svo mikið er að í henni séu dýr málverk og borðbún- aður. adalsteinn@dv.is Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Búslóðin ónýt Búslóðin dýrmæta eyðilagðist þegar gámurinn sem hún var í fór í sjóinn við flutning hingað til lands. Ólafur Þórðarson er fallinn frá Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Ólafur Þórðarson, lést á Grensásdeild Landspítala á sunnudaginn. Sonur Ólafs, Þor- varður Davíð, veitti honum al- varlega áverka í árás í nóvember í fyrra. Fyrir það var hann dæmdur í 14 ára fangelsi. Ólafur komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. Ólafur Þórðarson fæddist á Ak- ureyri árið 1949. Hann átti að baki langan og glæstan feril með hinum ýmsu hljómsveitum. Frægastur er hann líklega fyrir að hafa spilað um árabil með Ríó Tríói en hann spilaði einnig með hljómsveitum á borð við Kuran Swing og South Ri- ver Band, svo dæmi séu tekin. Þá vann Ólafur sem blaðamað- ur, ljósmyndari og umbrotsmaður á Vikublaðinu og Helgarpóstin- um fyrir utan tónlistina. Hann var dagskrárgerðarmaður og fram- leiðslustjóri í tónlistardeild RÚV á árunum 1982 til 1990 og dagskrár- stjóri á Aðalstöðinni frá 1990 til 1992. Ólafur rak umboðsfyrirtækið Þúsund þjalir síðasta áratuginn. Í viðtali við DV í hitteðfyrra sagði Ólafur frá því að hann væri með yfir þúsund listamenn á skrá hjá sér, allt frá manni í górillubúningi upp í sinfóníuhljómsveit. Af lista- mönnunum má nefna Diddú, Stuðmenn, Milljónamæringana, Jóhannes eftirhermu og marga leikara, töframenn og djassmúsík- anta. E igendur Íslenskra aðalverk- taka greiddu að minnsta kosti nærri 3,4 milljarða króna í arð út úr félaginu á næstu þremur árunum eftir einkavæðingu fyrirtækisins árið 2003. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins fyrir árin 2004 til 2006. Arðgreiðslurnar runnu til móður- félagsins Draga ehf. sem nú er orðið gjaldþrota, líkt og DV greindi frá á föstudaginn var. Skuldir Draga ehf. umfram eignir, sem að langmestu leyti eru við Arion banka, nema meira en 20 milljörðum króna. Arion banki yfirtók félagið eftir bankahrun- ið 2008. Arðgreiðslubann eftir 2006 Ekki er hins vegar hægt að sjá hvort eigendur Íslenskra aðalverktaka greiddu sér þessa fjármuni sem arð út úr móðurfélaginu þar sem Drög ehf. skilaði ekki neinum ársreikningi frá því eftir einkavæðingu fyrirtækis- ins 2003 og þar til eftir bankahrunið árið 2008. DV hefur hins vegar heim- ildir fyrir því að eftir árið 2006, þegar félagið var orðið verulega skuldsett við Kaupþing, hafi arðgreiðslurnar sem fóru út úr verktakafyrirtækinu ekki getað runnið til eigenda fyrir- tækisins nema með samþykki bank- ans þar sem arðgreiðslubann hafi verið sett á félagið. Þetta á til dæmis við um árið 2008 þegar dótturfélag Draga ehf., Blikastaðir ehf., greiddi 4,2 millj- arða króna arð til félagsins eftir sölu á Blikastaðalandinu svokallaða, 150 hektara byggingarlandi í Mos- fellsbæ, til verktakafyrirtækisins Eyktar. Þetta var hæsta einstaka arð- greiðslan út úr samstæðu Íslenskra aðalverktaka á árunum fyrir hrunið 2008. Í ársreikningi Draga fyrir árið 2009 kemur fram að árið 2008 hafi félagið tekið við 4,2 milljarða króna arði frá Blikastöðum ehf. en að þessi arður hafi ekki verið greiddur út úr félaginu. Í stað þess var arður- inn notaður til að grynnka á skuld- um Draga við Arion banka – lækkun skulda félagsins nam rúmlega 3,5 milljörðum króna á árinu. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað varð um þessar 4,3 milljarða arð- greiðslur sem greiddar voru út úr fé- laginu á árunum frá einkavæðing- unni 2003 og til ársins 2006. Engin gögn liggja fyrir um þetta sem eru opinber. Eina ólögmæta einkavæðingin DV hefur fjallað um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka undanfarnar vikur. Mikilvægt atriði í einkavæð- ingunni var Blikastaðalandið sem var vanmetið um 3,6 milljarða króna þegar 40 prósenta hlutur ríkisins í Ís- lenskum aðalverktökum var seldur vorið 2003. Eignarhaldsfélagið AV, sem var í eigu stjórnenda Íslenskra aðalverktaka, keypti hlutinn á verð- inu 3,69 þrátt fyrir að legið hafi fyrir önnur tilboð sem voru hærri, bæði frá JB Byggingarfélagi og Jarðbor- unum. Kaupendurnir voru meðal annars aðilar tengdir Framsóknar- flokknum. Í Hæstaréttardómi sem féll um söluna á hlut ríkisins í verktakafyrir- tækinu árið 2008 komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að salan á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefði verið ólögmæt þar sem stjórn- endur verktakafyrirtækisins hefðu búið yfir innherjaupplýsingum um raunverulegt verðmæti vanmetinna eigna félagsins, meðal annars Blika- staðalandsins. Þar af leiðandi hafi ekki verið jafnræði með þeim sem lögðu fram tilboð í hlutinn. Eftir einkavæðinguna gerði Eignarhalds- félagið AV „sérstakt endurmat“, eins og það var kallað, á Blikastaðaland- inu en samkvæmt því var það 4,5 milljarða króna virði. Svo var landið selt með miklum hagnaði árið 2008. Orðrétt segir um ólögmæti söl- unnar í Hæstaréttardómnum: „Verð- ur því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum að- alverktökum hf. hafi verið ólögmæt.“ Foringinn Meðal þess sem DV hefur greint frá að undanförnu er að Halldór Ás- grímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra, hafi verið búinn að ákveða hver fengi að kaupa hlut íslenska rík- isins í verktakafyrirtækinu áður en hluturinn var seldur. DV hefur heimildir fyrir því að framámaður í Framsóknarflokkn- um hafi hringt í einn af þeim aðil- um sem hugðist bjóða í hlutinn eft- ir að hann var auglýstur til sölu þann 6. mars 2003 og reynt að fá hann til að sleppa því að bjóða í hlutinn. Orð framsóknarmannsins voru á þá leið að hinn áhugasami aðili ætti að láta það ógert að bjóða í hlutinn. Orðrétt sagði hann að foringinn væri búinn að ákveða hver fengi að kaupa þetta. Með orðinu „foringinn“ var vísað til Halldórs Ásgrímssonar. Ekki náðist í Gunnar Sverrisson eða Karl Þráinsson við vinnslu frétt- arinnar en þeir voru stjórnarmenn í Íslenskum aðalverktökum og Drög- um ehf. eftir einkavæðinguna 2003. Himinháar arð- greiðslur úr ÍAV n Eigendur Íslenskra aðalverktaka greiddu milljarða út úr félaginu n Eina ólögmæta einkavæðingin n Arðgreiðslubann eftir árið 2006 „Verður því að fall- ast á með áfrýj- endum að framkvæmd útboðs stefnda á nefnd- um eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is ÍAV selt Íslenska ríkið seldi hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum til Eignarhaldsfélagsins AV í maí 2008. Ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde sjást hér skrifa undir kaupsamninginn ásamt Ólafi Davíðssyni, formanni einkavæðingarnefndar. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, skrifaði undir fyrir hönd kaupenda. Jakob Möller lögmaður sést einnig á myndinni. Mynd SiguRðuR Jökull ÓlAFSSon Brynja segir sig úr Vinstri grænum „[Ég] hef fullkomlega gefist upp á því að reyna að breyta þeirri stefnu sem flokksforystan virðist hafa tekið,“ segir Brynja Halldórs- dóttir sem skipaði 7. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum. Hún hefur sagt sig úr flokknum. Brynja var meðal annars formaður VG á höfuðborgarsvæðinu 2008 til 2009. Hún rökstyður úrsögn sína í tilkynningu til flokksins en í niður- laginu segir: „Er það álit undirrit- aðrar að VG hefur svikið kjósend- ur sína ítrekað og samræmist ekki lengur hugsjónum sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.