Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 16
Sandkorn Þ eir sem sækjast eftir frægð verða að vera meðvitaðir um að henni fylgir að heið- arlegir fjölmiðlar segja frá bæði því skemmtilega og því dapurlega í lífi þeirra. Stjörnur hins örsmáa Íslands eru háðar sömu lög- málum og þær sem dansa á sviði hins stóra heims. Það er ekki hægt að kaupa sér eingöngu jákvæða at- hygli nema hjá spilltum fjölmiðlum sem einskis svífast í því að verja sitt fólk og sína hagsmuni. En þarna kemur nauðsyn þess að heiðarlegir fjölmiðlar sem stjórnast af sterkum siðferðislegum gildum haldi á lofti raunveruleikanum. Gott dæmi um frægðarmenni sem eingöngu vildi fá að sýna gullin sín en fela grjótið er knattspyrnu- maðurinn Eiður Smári Gudjohnsen. Eiður hefur verið eftirlæti íslenskra fjölmiðla og afskaplega fús til að sýna fjölmiðlum bjartari hliðar til- veru sinnar. DV sagði frá fjármála- umsvifum hans og því hvernig hann fékk lán í íslenskum banka fyrir hrun með haldlitlum veðum. Aug- ljóst var að hann fékk afgreiðslu í bankanum sem almenningi gafst ekki kostur á. Hann fékk sérmeð- ferð. Eiður Smári krafðist afsökun- arbeiðni af DV og stefndi ritstjórum og fréttastjóra fyrir dóm þegar því var hafnað að biðjast afsökunar á að segja sannleikanum. Stefnan á hendur forsvarsmönnum ritstjórnar var borin heim til þeirra á Þorláks- messu. Þessu máli er nú farsællega lokið með algjörum ósigri Eiðs. En Hæstiréttur lét þó af óskiljanleg- um ástæðum málskostnað upp á milljónir króna falla á hina lög- sóttu. Hinir saklausu þurfa því að bera fjárhagslegar byrðar af lögsókn sem sýndi fram á sýknu. Fleiri frægðarmenni hafa barist fyrir því að fá að segja frá hamingju sinni í fjölmiðlum en leyna óhamingjunni. Fræg- ur poppari sem stöðugt bankar á dyr fjölmiðla með ósk um jákvæða umfjöllun, hefur ítrekað lýst ástum sínum opinber- lega. Hann hef- ur seinna lýst þeim sárs- auka þegar skilnaður hans varð óumbeð- ið að um- fjöllunarefni. Hann vill fá að ritstýra því hvernig fjallað er um mál hans. Þannig á að halda til baka því sem dapurt er en lýsa gleðinni í frægðarlífinu af ákefð. Þessa dagana er til umfjöllun- ar mál Egils Gillz Einarssonar, sem hefur um árabil verið eftirlæti fjöl- miðla og sóst eftir athyglinni. Hann hefur verið ómyrkur í máli varð- andi konur og tekið margan slag- inn varðandi ummæli sem eru langt handan hins siðlega. Nú er komið upp ömurlegt mál þar sem 18 ára stúlka sakar hann um að hafa nauðgað henni. Á móti sakar hann stúlkuna um rangar sakargiftir, tilraun til fjárkúg- unar og að hafa sent gegn sér handrukkara. Rétt eins og fjallað er um Gillz í blíðu er nú fjallað um hann í stríðu. Annað er óhugsandi. Fjöl- miðlar verða í þessu máli að gæta þess að fjalla yfirvegað um mál- ið. Stúlkan unga er saklaus uns sekt er sönnuð rétt eins og Gillz sjálfur. Málið er þegar orðið að harmleik þar sem margir eiga um sárt að binda. Áríðandi er að lögreglu takist að nálgast sann- leikann og koma lögum yfir seka. Augljóst er, hvernig sem í málinu liggur, að einhver er sekur. Veikur Steingrímur n Sú skoðun heyrist meðal þingmanna Samfylkingar- innar að Steingrímur Sigfús- son sé orðinn svo veikur formaður að VG sé varla stjórntækt. Eiga þeir erfitt með að skilja hvers vegna fækka þarf í ríkisstjórninni og fórna ráðherra frá Sam- fylkingunni til að koma Jóni Bjarnasyni út. Þeir telja að með fækkuninni sé verið að búa til tilefni fyrir Steingrím til að koma Jóni frá. Hann sé orðinn svo veikur að hann ráði ekki við að skipta út ráð- herrum í eigin flokki. Þríeykið ræður n Mál Kínverjans Nubo er tekið sem dæmi um það hve veikur Steingrímur J. Sigfús- son sé orðinn í eigin flokki. Bent er á að þríeykið Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson muni alltaf koma með ný og ný vandamál til að þrengja að Steingrími. Þar sem meirihlutinn sé að- eins einn þingmaður muni stjórnin festast í að leysa innanflokksvanda VG. Í því ljósi sé farsælla að ljúka sam- starfinu áður en það veslast upp, og annaðhvort fara í kosningar eða mynda mun breiðari ríkisstjórn til að koma efnahagslífinu í gang. Vill Guðfríði Lilju n Dagar Jóns Bjarnasonar sem ráðherra virðast taldir. Ráð- herrann staðfesti það nánast sjálfur þegar hann sagði í við- tali við DV að hann myndi styðja ríkisstjórnina hvort sem hann yrði ráðherra eða ekki. Ögmundur Jónasson, sem er óopinber leiðtogi flokksbrots þeirra tveggja og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, hefur líka lagt mikla áherslu á að ríkisstjórn- in muni ekki falla. Talið er að hann vilji fá Guðfríði Lilju inn í ríkisstjórnina þegar Jón Bjarnason fer, og valdahlutfall- ið milli vængs hans og Stein- gríms haldist þá óbreytt. Liðið í kringum Steingrím telur það hið sama og að fara úr ösk- unni í eldinn. Reynslan sýnir hins vegar að Ögmundur nær yfirleitt sínu fram. Samfylkingin út n Nokkrir Sjálfstæðismenn ræða nú að stjórnin springi. Telja þeir þá besta kostinn í stöðunni að mynda 12 mánaða ríkis- stjórn með Framsókn og VG. Virðist andstaðan við VG og Stein- grím J. Sigfússon vegna lands- dómsins yfir Geir vera mest í nösunum á þeim. Er haft eftir mönnum eins og Tryggva Þór Herbertssyni að landsdómurinn sé ekki næg ástæða til að úti- loka slíka stjórn. Yrði þá Sam- fylkingin skilin eftir í stjórnar- andstöðu. Framsóknarmenn munu einnig vera spenntir. Það er allt í góðu Ég ólst upp við mikið frelsi í Garði Ásgeir Kolbeinsson hefur litlar áhyggjur af kæru Landsbankans. – DV Söngkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of Monsters and Men um æskuna. – DV Í blíðu og stríðu Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Málið er þegar orðið að harmleik Í vikunni bárust fréttir af því að ný stjórn Bankasýslu ríkisins veitti hvorki upplýsingar um hverjir né hve margir sóttu um starf forstjóra stofnunarinnar. Nýr stjórnarformaður Bankasýslunnar, sagði að stefnt væri að því að upplýsa um umsækjendur í næstu viku. Ég endurtek „stefnt væri að því að upplýsa um umsækjendur í næstu viku“! Hversu langt er hægt að ganga í leyndarhyggjunni? Nú hefur það verið regla um áraskeið ef ekki áratugaskeið að upplýsa um umsækjendur að opin- berum störfum. Reglan hefur verið að þegar umsóknarfrestur rennur út þá er send fréttatilkynning til fjölmiðla með nöfnum umsækjenda. Einfalt og sjálf- sagt. Virðir ekki lögin Fjármálaráðherra virðir ekki lög um Bankasýslu eða lög um fjármálafyrir- tæki. Þegar að Bankasýsla ríkisins var sett á laggirnar var það gert með þeim rökum að stofnunin kæmi í veg fyrir að stjórnmálamenn væru að skipta sér af þeim fjármálafyrirtækjum sem ríkið á eignahluti í. Þetta kemur skýrt fram í lögunum en þar segir að Bankasýsla ríkisins að á að fara „með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í sam- ræmi við lög, góða stjórnsýslu- og við- skiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma“. Fjármálaráðherra virðir þetta laga- ákvæði hins vegar ekki. Þannig ákvað hann að fara með eignarhlutinn í Byr og SpKef. Það var ekki í samræmi við lög, ráðherra fór ekki að lögum um bankasýslu ríkisins og lögum um fjár- málafyrirtæki. En samkvæmt 84. grein laga um fjármálafyrirtæki er slíkum fyrirtækjum ekki heimilt að starfa nema eiginfjárhlutfallið nái að lág- marki 8%. Undantekningin er að með leyfi FME, skv. 86. gr. laganna, getur fyrirtæki fengið við ákveðnar aðstæð- ur undanþágu í sex mánuði og við sér- stakar aðstæður allt að 12 mánuðum samtals. Upplýst hefur verið að nýi/ gamli Byr hefur því ekki uppfyllt lög- bundnar eiginfjárkröfur í yfir 20 mán- uði í fullri samkeppni við önnur fyrir- tæki sem hafa jafnvel þurft að uppfylla tvisvar sinnum hærri eiginfjárhlutföll en lög krefja. Enginn veit hver endan- legur kostnaður verður af framgöngu ráðherrans en það er ljóst að reikning- urinn verður sendur á skattgreiðendur. Hvað býr að baki? Bankasýslan á að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Í lögum um stofnunina segir einnig: „Bankasýsla ríkisins skal í starfsemi sinni leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjár- málamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármála- starfsemi og tryggja virka upplýsinga- miðlun til almennings.“ Hvernig það fer saman að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku og tryggja virka upp- lýsingamiðlun til almennings og birta ekki nöfn umsækjenda er mér hulin ráðgáta. Hvað liggur að baki þessari ákvörðun að birta ekki nöfnin? Hver og einn getur síðan metið það fyrir sig hvort að þessum mark- miðum hafi verið náð að öðru leyti á íslenskum fjármálamarkaði hjá þess- ari ríkisstjórn. Til hvers eru lög um Bankasýslu ríkisins? „Hvað ligg- ur að baki þessari ákvörð- un að birta ekki nöfnin? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 5. desember 2011 Mánudagur Kjallari Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.