Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 9
Unaðsbiti ehf. er lítið fyritæki á Egilsstöðum og
er í eigu tveggja ein-
stæðra mæðra, en þær
heita Máney Mjöll Sverrisdóttir og Gréta Björg Vilhjálms-
dóttir. Þær vildu breyta til og gera eitthvað sjálfar, en þær
unnu á sama leikskóla í nokkur ár. Í mars 2011 höfðu þær
lokið uppsagnarfrestinum og helltu sér þá á fullt í að baka
ýmisskonar bökur og bakaðar ostakökur og komust þær
nær strax inn í allar verslanir Hagkaupa. Þær eru með
aðstöðu í Fellabakarí en eigandinn, Björgvin Krist-
insson, var svo góður að hleypa þeim í allt sitt!
Þær hafa sótt um nokkrar styrkveitingar
en þeim hefur ekki verið úthlutað nema
hvað Fljótsdalshérað styrkti þær um
200.000kr. og svo eru þær á svoköll-
uðum frumkvöðlastarfssamningi hjá
Vinnumálastofnun. Svo ekki hefur þetta
reynst þeim auðvelt fjárhagslega en þær
eru í dag búnar að stofna einkahlutafélag
og eru þær að selja í verslanir Hagkaupa,
Kost, Sveitamarkaðinn
á Hvolsvelli, Kauptún
á Vopnafirði, Bónus og
Nettó á Egilsstöðum og
eru að bíða eftir svari frá
Kaupás varðandi Nóatún
og Krónuna. Þær baka allt
sjálfar frá grunni ásamt
því að sinna öllu öðru sem
sinna þarf fyrir reksturinn.
Í dag fást 10 tegundir frá Unaðsbita ehf. í versl-
unum og eru þær: Bökuð ostakaka með
Hindberjasultu, Blandaðri berjasultu, Sól-
berjasultu og Aprikósusultu, Eplabaka,
Graskersbaka, Rabarbarabaka, Rúsínu-
baka, Frosin Hindberjabaka og Kokteil-
kaka. Þær eru að vinna í því að þróa fleiri
tegundir og eru matarbökur efst á lista,
en til þess þurfa þær heilbrigðisvottað
elshús því ekki má koma með hráa kjöt-
vöru inn í bakarí... En grænmetisbakan er
væntanleg í verslanir...
Máney MjöllGréta Björg