Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 3
D aginn eftir að 18 ára stúlka kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun var hann nafn- greindur af vefmiðli. Nán- ast samstundis sneri hann vörn í sókn og sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann sagðist hafa fal- ið lögmanni sínum að kæra hana fyrir falskar sakargiftir. Gaf hann einnig til kynna að stúlkan hefði reynt að kúga af honum fé með að- stoð handrukkara. Sagði hann að markmið hennar væri að sverta mannorð hans. Ljóst er að stúlkan ber Egil al- varlegum sökum. Nauðgun getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Þær sakir sem Egill ber á stúlk- una eru sömuleiðis grafalvarleg- ar þar sem það varðar allt að sex ára fangelsisvist að hafa fé af öðr- um með því að hóta að beita hann eða nána vandamenn hans líkam- legu ofbeldi, svipta hann frelsi eða væna hann um refsiverða eða van- sæmandi háttsemi. Þá getur það varðað allt að fjögurra ára fangelsi að bera mann röngum sökum fyrir rétti eða stjórnvaldi. Samkvæmd heimildum DV ber Egill því við að hann, kærasta hans og stúlkan sem kærði parið fyr- ir nauðgun hafi farið í kynlífsþrí- hyrning og það hafi verið með fullu samþykki allra aðila. Umdeild ummæli Egill hefur alltaf verið mjög um- deildur og hefur ítrekað þurft að svara fyrir ummæli sín í garðs kvenfólks. Margir vilja meina að þau lýsi kvenfyrirlitningu og eitt frægasta dæmi um það er færsla sem Egill skrifaði á bloggsíðu árið 2007. Þar sagði hann meðal annars um femínista: „gefa þessum leið- inda rauðsokkum einn granítharð- an“, „þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geð- sjúklingar.“ Um Steinunni Valdísi Óskars- dóttur sem var þá þingmaður Sam- fylkingarinnar: „Steinunn (Valdís) er portkona“, „á hana dugar ekkert minna en lágmark tveir harðir.“ Um Kolbrúnu Halldórsdótt- ur, þáverandi þingmann Vinstri grænna: „munu þessir herramenn sem Fréttastofan taldi upp áðan fylla hana eins og hátíðarkalkún.“ Egill sagði seinna að ummæl- in hafi verið grín og að femínist- ar væru auðveldur skotspónn því þær væru „geðstirðar og hátíðleg- ar í fasi.“ Árið 2006 var Agli sagt upp störfum sem þáttastjórnandi á út- varpsstöðinni X-inu þar sem hann var með þátt sem hét „Með’ann harðan,“ eftir að hann hringdi í 14 ára stúlku í beinni útsendingu. Hann þóttist vera á vegum Frjáls- lynda flokksins og áreitti stúlkuna kynferðislega. Foreldrar stúlkurn- ar munu hafa rakið símtalið til út- varpsstöðvarinnar X-ins 977. Svæsið svar Á bloggsíðunni gillz.is kennir margra grasa og var Egill eitt sinn spurður ráða af manni sem sagði konu sína ekki nógu góða í munn- mökum. Eftir farandi er tekið úr svari Egils til mannsins: „Þú þarft að segja henni að leggjast á rúm- ið með höfuðið hangandi fram af rúminu. Þú tekur tvö belti og bindur hendurnar á henni fastar við rúmið. Síðan þarftu að verða þér úti um beisli eins og notað er á hesta og hunda. Þú lætur beislið upp í munninn á henni, en pass- aðu þig að meiða ekki prinsessuna, við verðum alltaf að hugsa vel um dömurnar. Beislið á eftir að verða þinn besti vinur héðan í frá því að núna mun hún ekki getað lokað munninum. Ef þú gerðir þetta rétt þá á hún að vera liggjandi á bakinu á rúminu með hausinn hangandi fram af rúminu pikkföst og með galopinn munninn. Núna biðurðu hana að afsaka þig meðan þú röltir fram og finnur þer kúrekahatt. Þú kemur síðan inn í herbergið nag- andi strá með hann blóðstífan. Síð- an bara rennurðu honum inn og „GAGAR“ hana eins og það er kall- að í klámmyndaheiminum. Eftir þetta er málið leyst Addi minn. Kv, G-Maðurinn.“ Á sömu síðu tekur hann við- tal við konu sem hafði náð góð- um árangri á fitness-móti. Á með- al spurninga Egils til konunnar er hvort að hún hafi einhvern tímann skellt Merzedes Club-disknum í og fróað sér, og hvort hún hrífist af getnaðarlimum svartra manna. Óljós áhrif á ferilinn Þó að Egill hafi lengi dansað á lín- unni er hætt er við því að umdeild ummæli Egils í gegnum tíðina geti nú unnið á móti honum. Eins og fram kom á DV.is á laugardag er gríðarlega mikið í húfi þar sem vörumerkið Gillz er mjög verðmætt. Fyrir jólin gefur Egill út þriðju bók sína, Heilræði Gillz. Hann er ber að ofan á öllum prentuðum símaskrám landsins, er vikulegur gestur Auð- uns Blöndal í þættinum FM95BLÖ og þættirnir Lífsleikni Gillz voru um það bil að fara í sýningu svo eitthvað sé nefnt. Ari Edwald, forstjóri 365, vildi aðspurður ekki tjá sig um það hvort nauðgunarkæran muni hafa áhrif sýningu þáttanna Lífsleikni Gillz. „Það hlýtur að koma í ljós hvað verður úr þessu með kæru og annað slíkt.“ Samkvæmt heim- ildum DV verður Egill ekki í föstu hlutverki gestastjórn- enda í útvarpsþættinum FM957BLÖ á meðan rann- sókn málsins stendur yfir en hann hefur stjórnað þættinum ásamt Auðuni Blöndal undanfarna föstudaga. Einnig er óvíst hvort málið hafi áhrif á störf hans sem einkaþjálfari í Sporthúsinu þar sem hann hefur aðstöðu. Þar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort mál- ið hafi áhrif á stöðu hans þar. „Þetta er í skoðun,“ segir Þröstur Jón Sig- urðsson, eigandi Sporthússins í samtali við DV. Almannatengill sem ekki vildi láta nafn síns getið segir að skað- inn sé mikill fyrir þá sem eru búnir að fjárfesta í honum. „Það er ansi víða. Menn eru til dæm- is að tala um að það geti verið um 100 milljónir í þessum sjón- varpsþáttum hans. Hann er andlit fjölmargra fyrirtækja.“ Ímyndin bíður alltaf hnekki Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt í markaðsfræði við Háskóla Ís- lands, segir stöðu Egils og vöru- merkis hans ráðast af því hvern- ig málið þróast; hvort hann verði sýknaður eða sakfelldur. „Ef fólk trúir því að hann sé sekur þá mun þetta hafa langtímaáhrif, annars er skaðinn aðeins til skamms tíma,“ segir Friðrik. Egill hefur byggt upp vörumerki sitt út frá vissri ímynd. „Þetta er fyrst og fremst spurning um ímynd fyrir hann. Engu að síður er ljóst að ímynd hans bíður hnekki við þetta hvort sem hann er sekur eða saklaus.“ Friðrik segir að það verði erfiðara fyrir Egil að afla sér tekna út á nafn sitt og sumt verði honum alveg lok- að. „Hjá honum snýst þetta fyrst og fremst um að afla sér tekna út á nafn sitt og ef það mun leika einhver vafi á því að hann sé saklaus munu fyrir- tæki eins og ja.is væntanlega ekkert vilja með hann hafa.“ Rétt er að taka fram að þó að farið sé yfir áhrif málsins á ímynd Egils er skaðinn aldrei sambærilegur skaða fórnarlambs nauðgunar. Málið er enn í rannsókn og óvíst hvort gefin verði út ákæra. Fréttir 3Mánudagur 5. desember 2011 í samband við konu á Stígamótum. Ég fékk þá þau skilaboð frá henni að hún þyrfti tíma til að hugsa sinn gang, hún væri að fara í gegnum mik- inn tilfinningarússíbana og vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Hún þakk- aði mér samt kærlega fyrir stuðn- inginn. Síðan hef ég bara fylgst með henni í gegnum dóttur mína.“ Þarf lítið til að koma henni úr jafnvægi Dóttir hennar tengist einnig kær- ustu Egils. Þaðan hefur hún fengið að heyra að stúlkan sé að ljúga, hún hafi viljað þetta sjálf. „Ég á svo erfitt með að trúa því að hún sé að ljúga þessu miðað við ástandið á henni þegar við sóttum hana. Hún grét svo mikið að hún gat varla talað. Og hún gat varla gengið svo við þurftum í al- vöru að bera hana inn í leigubílinn. Ég þekki hana líka og finnst erfitt að trúa því að hún gæti borið jafn alvar- legar sakir á mann ef þær eru rangar. Hún er ein hjartahlýjasta manneskja sem ég þekki.“ Hún hefur verið í stöðugu sam- bandi við stúlkuna síðan. „Ég hef hitt hana nánast á hverjum degi síð- an þetta gerðist. Hún á mjög erfitt. Hún fékk „flashback“ þegar við fór- um að húsi vinkonu okkar og titr- aði öll. Eins ætluðum við að draga hana með okkur á Laundromat um daginn en hún var gráti næst og gat ekki verið þar,“ segir vinkonan en Laundromat er við hliðina á Austur þar sem stúlkan hitti parið sem hún kærði fyrir nauðgun. „Hún kemst eiginlega ekkert út, hún er í svo miklu áfalli að það þarf mjög lítið til að koma henni úr jafnvægi.“ Málið til rannsóknar Stúlkan kærði nauðgun á fimmtudag í síðustu viku. Málið er enn til rann- sóknar og óvíst hvort ákæra verði gefin út í málinu. Eins og fyrr segir neitar Egill sök. „Ég þekki fullt af ungum stelpum í gegnum dóttur mína og sé það strax ef það er verið að búa til eitt- hvað drama. Þessi stelpa lét ekki þannig, gráturinn kom frá hjartanu. „Við grétum með henni“ Egill hefur lengi dansað á línunni Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Umdeild ummæli geta nú unnið gegn honum n Málið hefur neikvæð áhrif á ímyndina Yfirlýsing Egils Yfirlýsing í tilefni þess að ég og unnusta mín höfum verið kærð til lögreglu vegna nauðgunar. Það er refisvert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt. Af tillitssemi við hlutaðeigandi mun ég ekki tjá mig meira um þessi mál opinberlega að svo stöddu. Ég hef falið lögmanni mínum að kæra við- komandi fyrir rangar sakargiftir. Virðingarfyllst Egill Einarsson“ Sneri vörn í sókn Egill hefur lengi gert út á það að vera harður og fór af fullri hörku gegn stúlkunni sem kærði hann fyrir nauðgun. „Þessar dömur eru flestallar ógeðslegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.