Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 8
Losarabragur á meðferð fjárlaga Fjárlög ársins 2012 voru afgreidd úr fjárlagnefnd Alþingis í gær, sunnudag. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins og nefndarmaður, er ósátt­ ur við afgreiðslu meirihlutans. Hann sagði í samtali við mbl.is að nefndin hefði þurft að gefa mál­ inu meiri tíma. „Þetta var í raun­ inni bara annar fundurinn þar sem var eitthvað rætt um inni­ haldið í fjárlögunum eftir aðra umræðu. Við komum fram með þær athugasemdir eftir aðra um­ ræðu sem okkur þótti full ástæða til að ræða betur,“ er haft eftir honum en hann bætir þó við að að sumu leyti hafi meirihlutinn mætt sjónarmiðum minnihlut­ ans, en að öðru leyti ekki. Los­ arabragur hafi verið á meðferð fjárlaganna í nefndinni. Atkvæða­ greiðsla um fjárlögin fer fram í þinginu á miðvikudaginn. 8 Fréttir 5. desember 2011 Mánudagur 14 ára drengur mátaði Friðrik n Framtíðin björt í skákinni F ramtíðin í íslensku skáklífi er björt,“ sagði hinn síungi Frið­ rik Ólafsson, eftir að hafa mætt 13 úr hópi efnilegustu barna og ungmenna Íslands í fjöltefli í Hörpu á laugardag. Friðrik, sem er á áttræðisaldri, blés varla úr nös eftir næstum þriggja tíma taflmennsku á móti ungum andstæðingum. Krakkarnir veittu Friðriki verðuga mótstöðu, en leik­ ar fóru svo að Friðrik vann 8 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði einni skák, fyrir hinum 14 ára Degi Ragnarssyni. Teflt var við glæsilegar aðstæður í Hörpu og kom fjöldi áhorfenda til að fylgjast með goðsögn íslenskrar skáklistar glíma við meistara fram­ tíðarinnar. Össur Skarphéðinsson utanrík­ isráðherra flutti setningarávarp og fagnaði því sérstaklega að skáklistin hefði nú numið land í Hörpu. „Þetta er hús fólksins og skákin er þjóðar­ íþrótt Íslendinga. Vonandi er þetta bara sá fyrsti af mörgum glæsilegum viðburðum sem hér verða haldnir.“ Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, út­ skýrði fyrir viðstöddum að um sögu­ legan viðburð væri að ræða. Friðrik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn fyr­ ir næstum 60 árum og var um árabil meðal bestu skákmanna heims. Friðrik tefldi sumar skákirnar listilega vel og sýndi þá gamla takta, enda frægur fyrir sókndirfsku og fal­ legan skákstíl. Hann er sá Íslending­ ur sem lagt hefur flesta heimsmeist­ ara í skák. Hann rifjaði upp að sjálfur hefði hann fyrst tekið þátt í fjöltefli árið 1946, gegn Baldri heitnum Möller þáverandi Íslandsmeistara. Friðrik spáði því að margir úr hópnum sem tefldu í Hörpu gætu náð langt. Og þau fengu gott vegarnesti: Ekki bara skák við meistarann og ýmis heilræði, heldur áritaða bók með sérvöldum sóknarskákum meistar­ ans. Það voru Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem stóðu saman að þessum skemmti­ lega og vel heppnaða viðburði. baldur@dv.is Efnilegir krakkar Fjórir náðu jafntefli við Friðrik og einn vann hann. N æsta ár verður líklega síð­ asta ár Jóhönnu Sigurð­ ardóttur í formannsstól Samfylkingarinnar en afar ólíklegt verður að teljast að hún leiði flokkinn í næstu kosn­ ingum. Meðal Samfylkingarfólks hefur raunar verið talað á þessum nótum síðan hún var kjörin sem formaður í mars árið 2009. Strax þá var ljóst að Jóhönnu biði afar erf­ itt verk bæði sem formaður Sam­ fylkingarinnar og forsætisráðherra í nýrri stjórn – ríkisstjórn sem beið það erfiða verkefni að endurreisa efnahag landsins eftir mesta efna­ hagshrun lýðveldissögunnar. Sú Samfylking sem Jóhanna tók við hafði þá starfað í ríkisstjórn frá því fyrir hrun og gekk því ekki flekk­ laus til ríkisstjórnarsamstarfs­ ins líkt og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ómanneskjulegt að leggja meira á Jóhönnu Innan Samfylkingarinnar tala fáir fyrir áframhaldandi formannssetu hennar að kjörtímabilinu loknu. Einn viðmælandi DV gekk svo langt að segja „ómanneskjulegt“ að leggja meira á Jóhönnu. „Sam­ fylkingarfólk ætti að leggja sig fram við að létta henni störfin en svo virðist ekki vera. Það vita það allir innan flokksins að hún er orðin ör­ þreytt. Viðbrögð Jóhönnu við því eru að draga sig æ meira inn í skel. Hún talar lítið við samstarfsmenn og er enginn málflytjandi ríkis­ stjórnarinnar,“ sagði einn viðmæl­ andi DV um stöðu Jóhönnu. Ef til vill er það einmitt merki um veika stöðu Jóhönnu að innan flokksins geta fæstir nefnt nema örfáa aðila sem hún á í reglulegum samskipt­ um við. Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, var oft­ ast nefndur ásamt Margréti Björns­ dóttur, formanni framkvæmda­ stjórnar Samfylkingarinnar. Handahófskenndar óánægjuraddir Það verður þó að teljast Jóhönnu til styrks hversu handahófskennd óánægjan með formannsstarfið er, fáir frammámenn Samfylkingar­ innar tala opinberlega gegn henni. Í ljósi erfiðs stjórnarsamstarfs og minnkandi trausts á íslenskri stjórnmálastétt á árunum eftir hrun finnst varla betri mælikvarði á styrka stöðu formanns nokkurs stjórnmálaflokks. „Í vissum kreðs­ um flokksins er það nánast eins og sjálfsvígsárás að gagnrýna Jó­ hönnu,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirs­ dóttir stjórnsýslufræðingur en hún sat í umbótanefnd flokksins. „Innan Samfylkingarinnar er þó hópur sem segir Jóhönnu hafa verið mikilvæga fyrstu árin eftir hrun en sá tími sé einfaldlega liðinn. Ekki verði litið framhjá því að hún var í ríkisstjórn Geirs H. Haarde við efnahagshrun en ákveðinn hópur innan flokks­ ins vill allt það fólk úr flokksforyst­ unni,“ segir Sigurbjörg. Ekki víst að Jóhanna vilji fara Það er þó alls ekki víst að Jóhanna sé á þeim buxunum að víkja úr for­ mannsstólnum fyrir næstu kosning­ ar. Fyrir síðasta landsfund Samfylk­ ingarinnar sem haldinn var í október tilkynnti Jóhanna fyrirætlanir sínar um rauðgræna vinstriblokk í næstu kosningum. Þá sagði hún límið í nú­ verandi stjórnarsamstarfi vera að núverandi stjórnarflokkar byggðu sína hugmyndafræði á jöfnuði og réttlæti. Nokkrir viðmælendur DV töldu „límið“ í stjórnarstarfinu fyrst og fremst vera gott og náið samstarf Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, og Jóhönnu. „Jóhanna starfar með Steingrími og ég veit ekki hversu margir aðrir innan Samfylkingarinn­ ar gætu það,“ segir einn viðmælandi DV. Erfitt er að segja til með nokkurri vissu hvort yfirlýsing Jóhönnu sé vís­ bending um að hún ætli sér að starfa áfram sem formaður. Það þykir þó ekki til eftirbreytni að formaður sem hyggst víkja leggi línurnar með þess­ um hætti fyrir þann sem taka á við. Guðbjartur, Dagur eða Árni Páll Hver tekur við að Jóhönnu er erf­ itt að spá fyrir um en þeir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar­ innar í Reykjavík og varaformaður flokksins, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Árni Páll Árna­ son, efnahags­ og viðskiptaráða­ herra hafa verið nefndir til sögunnar í því tilliti. Þótt allir njóti þeir ákveð­ innar velvildar innan Samfylking­ arinnar er enginn þeirra líklegur til að sækja fylgi sitt nægjanlega víða innan flokksins til að þjappa Sam­ fylkingarfólki að baki sér. Þá hafa fleiri nöfn verið nefnd til dæm­ is Helgi Hjörvar en hann er sagður hafa metnað fyrir starfinu, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er einnig nefnd en hún nýtur mikils trausts innan vébanda Ungra jafnaðarmanna og flokksfélaga í Reykjavík. „Sigríður veit hvað hún er að tala um í efna­ hagsmálum og það er leitun að slíku innan Samfylkingarinnar,“ sagði einn viðmælandi. Að auki hafa þær Oddný Harðardóttir þingflokks­ formaður og Svanfríður Jónasdótt­ ir verið nefndar. Þessi nöfn eru þó langt frá því að teljast líkleg miðað við núverandi stöðu. n Situr sterk til næstu kosninga n Fáir gagnrýna Jóhönnu opinberlega n Traust milli Jóhönnu og Steingríms styrkir stöðu hennar sem formanns Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Tími Jóhönnu að renna sitt skeið Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra n Er tiltölulega óumdeildur og nýtur vel- vildar innan Samfylkingarinnar. Þá þykir Guðbjartur líklegri en Dagur og Árni Páll til að sækja fylgi til landsbyggðarinnar. Stjórnmálaferill Guðbjarts er þó ekki flekklaus því þáttur hans í Árbótarmálinu og það sem margir töldu ófullnægjandi niðurstöðu úr starfi sáttanefndar um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu, styrkir stöðu hans líklega ekki. Þá má nefna að Guðbjartur hefur orð á sér fyrir að vera ekki nægilega framtakssamur. Dagur B. Eggertsson Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík n Þykir góður verkstjóri og þægilegur í samstarfi. Dagur sækir þó fylgi sitt nán- ast eingöngu til Reykjavíkur. Þá eru tengsl hans við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar- innar, gjarna gerð að umtalsefni þegar ætlunin er að koma á hann höggi. Ólíklegt er að Dagur nái að sækja fylgi utan Samfylkingarinnar, eitt- hvað sem ekki telst styrkur fyrir formann sem leiða þarf flokkinn beint í kosningar eftir erfitt starf í ríkisstjórn. Árni Páll Árnason Efnahags- og viðskiptaráðherra n Kunnugir innan flokksins þykjast vita að Árni Páll hafi metnað til for- manns. Árni þykir ekki líklegur til að höfða til þeirra sem vinstra megin eru í flokknum en sækir þó töluverðan styrk hægra megin í Sam- fylkingunni. Hann þykir einnig njóta nokkurs fylgis út fyrir Samfylkinguna. Hlutur hans í Árbótarmálinu sem og gagnrýni á kjarasamninga eru ekki til þess fallin að styrkja stöðu hans. Þá hefur Árni orð á sér fyrir að reyna um of að hanna atburðarásina og er sagður stunda klækjastjórnmál langt umfram það sem góðu hófi gegnir. Á síðustu metrunum Verður 2012 síðasta ár Jóhönnu í formannsstólnum? „Það vita það allir innan flokksins að hún er orðin örþreytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.