Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 23
A lþjóðaheilbrigðis- málastofnunin tel- ur að í heiminum í dag séu meira en 30 milljónir manna smitaðar af HIV-veirunni og að um fimm manns smitist á hverri mínútu. Sjúkdómur- inn hefur greinst í 152 löndum í öllum heimsálfum. Hröð- ust er útbreiðslan í Afríku en einnig er útbreiðslan hröð í Suðaustur-Asíu um þessar mundir. Þrátt fyrir að fundist hafi lyf sem draga mjög úr sjúkdómseinkennum og auki lífslíkur sjúklinga er enn eng- in lækning til við alnæmi. Fá- tækari þjóðir, sem ekki hafa efni á að kaupa þessi lyf, verða að treysta á ríku þjóðirnar, að þær láti í té næga peninga til þess að lækning megi finn- ast sem allra fyrst. Í nokkur ár hefur rauður borði á ermi ver- ið merki um stuðning gegn al- næmisvánni. En rauði varalit- urinn kemur núna sterkur inn. Snyrtivörufyrirtækið MAC er í fararbroddi í baráttunni gegn HIV og alnæmi í heiminum og MAC á Íslandi hélt upp á al- þjóðlega alnæmisdaginn um helgina í MAC í Kringlunni. Fyrirtækið lét allan ágóða af sölu varalita og glossa und- ir heitinu Viva Glam renna í sjóð sem heitir The MAC Aids Fund. Konum var boðið að prófa Viva Glam varalitina, dj mætti og spilaði. kristjana@dv.is Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 SUZUKI GRAND VITARA 2,0 06/2003, ekinn 144 Þ.KM, SJÁLFSKIPT- UR Verð 1.260.000. #283497 - Jeppinn er á staðnum! NISSAN ALMERA SLX sjálfskiptur, 06/1998, ekinn 184 Þ.km, mjög fallegt eintak! Verð 444.000. #283725 - Sá rauði er á staðnum! KIA SPORTAGE KM - DIESEL 10/2006, ekinn 65 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.290.000. #281500 - Jeppinn er á staðnum klár í allt! SKODA OCTAVIA 1,9 TDI AMBIENTE 10/2007, ekinn 75 Þ.km, dísel, 5 gíra, aukafelgur og dekk! Verð 1.950.000. #321754 - Bíllinn er á staðnum! LINCOLN AVIATOR LUXURY AWD 09/2004, ekinn 107 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 2.190.000. #321729 - Jeppinn er á staðnum! JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED 03/2001, ekinn 122 Þ.mílur, sjálf- skiptur, leður, gott útlit og ástand! Til- boðsverð 690.000. #283145 - Jeppinn er á staðnum, klár í snjóinn! n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Tek að mér sölumennsku, kynningar, innheimtu, verklegar framkvæmdir o.fl. o.fl. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla- diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139 Jakob sá sprelllifandi Andrés önd n Jakob Frímann segir frá ópíumreykingum í ævisögu sinni S tuðmaðurinn og mið- borgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon segir í sjálfsævisögunni Með sumt á hreinu hrein- skilnislega frá mörgum atvik- um. Meðal annars reyking- um á ofskynjunarlyfjum sem hann og félagar hans neyttu. Jakob dregur hvergi undan í bókinni og talar meðal ann- ars um þegar fyrsta eiginkona hans, fegurðardrottningin Anna Björnsdóttir, elti hann nakin með hníf. Í bókinni segir Jakob frá því þegar hann og Sigurður Bjóla, Stuðmaður, leigðu heilt hús við Rauðarárstíg. Riddar- ar stuðborðsins, eins og þeir kölluðu sig, fengu þar til um- ráða hús þar sem þeir gátu at- hafnað sig að vild og hleyptu engum eldri en þrítugum inn. Jakob segist upp úr þessu hafa orðið ansi vinmargur en í svartri millikompu á annarri hæð hússins reyktu þeir eitur- lyf við plötuspilarann. „Við lágum í gólfinu og sáum Mikka mús og Andrés önd sprelllifandi í fullum lit- um. Hlustuðum á Pink Floyd steikja egg á Ummagumma og fundum lyktina. Býflug- an fór um höfuð okkar í fullri stærð og er þar inni. Þetta var svo furðulega sterkt og blítt ofskynjunarlyf,“ segir Jakob í bókinni. Nokkrum árum síðar rann upp fyrir honum að lík- lega hefði hann ekki verið að reykja hass eins og þeir héldu, heldur ópíum. „Fyrir tilviljun var það því ópíumdraugurinn frá nítjándu öldinni sem inn- spíreraði okkur eins og róm- antísku skáldin. Þetta hafði áhrif á sköpunargáfu okkar sem og meint sveppatínsla í dölum. Walt Disney, Lew- is Carroll, Coleridge og fleiri draumóralistamenn hafa ver- ið spyrtir við ópíum, enda vek- ur það sjaldgæf boðefnaskipti svo að fantasía kviknar,“ seg- ir Jakob Frímann Magnússon í ævisögu sinni, Með sumt á hreinu. Fólk 23Mánudagur 5. desember 2011 Opinskár Jakob Frímann dregur hvergi undan í bókinn Með sumt á hreinu. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSOn Rikka varalitaði gesti Kringlunnar n Snyrtivörufyrirtækið MAC styrkir alnæmissjóð „Þann 1. des- ember var al- þjóðlegi alnæmis- dagurinn og víða um heim er í gangi ákall um ábyrgð og sam- vinnu gegn útbreiðslu alnæmis. Stjörnukokkur Rikka er ekki bara góð í eldhúsinu. glæsilegur hópur Fólkið hjá MAC setti svip sinn á Kringluna. Myndir BJörn BlöndAl hélt uppi fjörinu Það var mikið stuð í Kringlunni. Flottar Rikka í góðum félagsskap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.