Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 17
Ég sá eftir fjölskyldulífinu Ég er ekki hræddur við það að deyja Stelpurnar voru stórkostlegar Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir um viðskilnaðinn við eiginmann sinn. – DVSálfræðingurinn Hugo Þórisson greindist með krabbamein. – DVLandsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson um sigur Íslands á Svartfellingum. – Vísir Hátíð barnanna Gleðin skein úr hverju andliti í árlegu jólakaffi Hringsins, sem haldið var á Broadway á sunnudag. Jólasveinar tóku forskot á sæluna og litu við, en í dag er vika þar til Stekkjastaur kemur til byggða. mynd Eyþór árnason Myndin Mest lesið á DV.is 1 „Heiðursmenn geta misstigið sig“ Egill „Gillzenegger“ Einarsson um framhjáhald Tiger Woods í viðtali við Sölva Tryggvasyni í desember 2009. 2 Sveinn Andri um kæruna: „Femínistar hata Egil Gilz.“ „Það er augljóst af þessum skrifum að femínistar hafa hafið herferð á hendur Agli Gilz,“ segir lögfræðingurinn. 3 Stærsta padda í heimi þrisvar sinnum þyngri en mús Maður á Nýja-Sjálandi hefur fundið stærstu pöddu í heimi. 4 Hetja vill hjálpa veikum börnum Nikola Dudko, þrettán ára stelpa sem berst við hvítblæði, vill hjálpa veikum börnum. 5 Njósnaskjölin: Fylgst með tölvupóstum og farsímanotkun Njósnaskjölin frá Wikileaks sýna að njósnað hefur verið um notendur tölvupóstforrita, staðsetningartækja og farsíma í lengri tíma. 6 Ólafur Þórðarson er látinnEinn ástælsasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Ólafur Þórðarson, lést á Grensásdeild Landspítala á sunnudag. Umræða 17mánudagur 5. desember 2011 Nauðvörn úr launsátri G unnlaugur Sigmundsson auð- maður er viðkvæm sál sem ekki má vamm sitt vita. Fyrir áratug- um síðan fjallaði blaðamaður Morgunblaðsins um þá skemmtilegu atburðarás sem endaði með því að fyrirtækið Kögun komst í eigu Gunn- laugs sem er einn þeirra framsóknar- manna sem gengið hafa götuna frá stjórnmálum til allsnægta. Til þess að fyrirbyggja misskilning og mál- sókn skal tekið fram að Svarthöfði trúir því staðfastlega að Gunnlaugur hafi auðgast með einkar heiðarlegum hætti og hegðað sér í hvívetna eins og sæmandi er góðum dreng. Gunnlaugur er fyrst og fremst stálheppinn. Sem þingmaður hafði hann aðgang að ýmsu sem hulið er almennum borgurum. Og þar sem hann er skynsamur þá fylgdist hann með og greip tækifærin sem gáfust. Á meðal þess var þetta fína fyrirtæki, Kögun, sem nauðsynlegt var að koma úr eigu ríkisins og í einkaeigu. Gunn- laugur nýtti sér það tækifæri með fullkomlega löglegum og siðsömum hætti. Bloggarinn Teitur Atlason sem býr í Svíþjóð las grein Moggans þar sem lýst var óhreinu mjöli í pokahorni Gunnlaugs. Á þeim grunni fjallaði Teitur um greinina á bloggi sínu. Sá strangheiðarlegi auðmaður, Gunn- laugur, stefndi bloggaranum að sjálf- sögðu fyrir dóm og krafðist aleigu hans í bætur. Hann þurfti auðvitað ekki peninga en æran var í húfi. Og þegar stuðningsmenn Teits í blogg- heimum og víðar hófu að hrauna yfir Gunnlaug féllust honum hendur. Hann hafði auðgast af eigin hyggind- um og komið sér vel fyrir í lífinu en sætti árásum. Gunnlaugur sá sér ekki ann- að fært en að gera nýja árás á Teit bloggara til að þagga niður í hon- um. Hann ákvað að senda hon- um sms úr leyninúmeri og reka hann frá Svíþjóð. Þarna var vesa- lings auðmaðurinn í nauðvörn að berjast við ósigrandi her bloggara og mannorðsmorðingja. Þetta var Davíð gegn Golíat. Prinsessan gegn drekanum. Auðvitað reyndi Gunn- laugur að verja æru sína með því að gera bloggarann bæði gjaldþrota og hræddan. Hinar nafnlausu hót- anir voru einungis máttvana tilraun til að verja heiður sem var á góðri leið með að fjúka út í hafsauga. Það hljóta allir menn að skilja. Svarthöfði ítrekar að Gunnlaugur er stálheiðar- legur auðmaður sem hótar úr laun- sátri án þess að meina illt með því. Hann mun nú halda áfram að sækja opinberlega að fjárhag bloggarans í því skyni að gera hann gjaldþrota. Svarthöfði Hvað er íslenzk menning? M Menning er að gera hlutina vel, sagði bróðir minn, Þor- steinn Gylfason prófessor. Eftir skilgreiningu hans kynni íslenzk menning að virðast standa höllum fæti, því svo rammt kveður að fúskinu, sem einkenn- ir ýmsa þætti þjóðlífsins. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 lýsir vandanum vel. Skýrslan lýsir opinberri stjórnsýslu, þar sem varla stendur steinn yfir steini. Einn þriggja nefndarmanna sagðist í sjón- varpi hafa verið gráti næst við gerð skýrslunnar. Skýrsla RNA og aðrir vitnisburðir lýsa stjórnmála- og við- skiptalífi, sem er morandi í spillingu. Byggingabransinn er kapítuli út af fyrir sig eins og margir vonsviknir húsbyggjendur hafa vitnað um fyrir rétti. Ég gæti haldið áfram. En bíðum við. Þjóðlífið snýst ekki bara um stjórnsýslu, byggingar og viðskipti. Í mörgum öðrum greinum gera margir Íslendingar hlutina vel, meira að segja mjög vel á heims- vísu. Tökum sinfóníuhljómsveit- ina. Þar fær enginn hljóðfæraleikari stöðu, nema hann eða hún hafi stað- izt blint próf. Hljóðfæraleikararnir eru látnir spila á bak við tjald, svo að valnefndin sjái þá ekki. Þetta er gert til að girða fyrir klíkuskap. Álit- legur hluti hljóðfæraleikaranna er útlendingar. Enginn spyr um flokks- skírteini. Söngskólinn í Reykjavík er annað dæmi (játning: ég sit þar í stjórn). Söngskólinn hefur frá öndverðu haft náið samstarf við Konunglegu tón- listarskólana í Bretlandi „The Asso- ciated Board of the Royal Schools of Music“. Öll lokapróf frá skólanum hafa verið tekin í samvinnu við ABRSM, prófdómarar þaðan hafa dæmt prófin og nemendur hlotið prófskírteini, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Tónlistarskólarnir um landið hafa á heildina litið tekið stakkaskiptum. Fyrir hálfri öld voru þúsund nemendur skráðir í tónlist- arskóla, og nú er fjöldi skráðra nem- enda um fimmtán þúsund. Tónlistin blómstrar. Ég get haldið áfram. Heilbrigðis- þjónusta á Íslandi er að mörgu leyti til fyrirmyndar þrátt fyrir sáran fjár- skort. Þetta sést meðal annars á því, að í aðeins sex löndum heimsins lifir mannfólkið lengur en á Íslandi (81,5 ár hér að meðaltali, konur 83,3 ár, karlar 79,7). Þessi sex lang- lífislönd eru örríkin Liechtenstein og San Marínó, sem á heimsmetið (83 ár), og auk þeirra Hong Kong, Ísrael, Japan og Sviss (heimild: Al- þjóðabankinn). Margir foreldrar eru fyrir hönd barna sinna hæst- ánægðir með leikskólana og grunn- skólana þrátt fyrir lág kennara- laun, og þannig mætti lengi telja. Sonarsonur minn kom uppveðrað- ur heim úr skólanum, hann var sex eða sjö ára, og vildi vita meira um Fjalla-Eyvind og Höllu. Hann er að læra á barítónhorn. Það er íslenzk menning. (Ég var beðinn um 400 orð um ís- lenzka menningu handa tímariti fyr- ir útlendinga, sem kemur út á nýju ári, og niðurstaðan varð þessi.) „Heilbrigðis- þjónusta á Íslandi er að mörgu leyti til fyrirmyndar þrátt fyrir sáran fjár- skort Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.