Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Page 2
2 Fréttir 16. janúar 2012 Mánudagur Hirða verðmætin – skilja skuldir eftir n Svava Johansen rekur tískuverslanir utan hins ofurskuldsetta NTC n Byggingarisar halda eignum þrátt fyrir milljarða gjaldþrot S tjórnendur skuldugra og illa stæðra fyrirtækja eiga mjög auðvelt með að stofna ný einkahlutafélög og færa reksturinn yfir á þau en skilja skuldirnar eftir í gömlu félögunum. Fjölmörg dæmi eru um að lands- þekktir stjórnendur stórra fyrirtækja hafi farið þessa leið. Svava Johansen, einatt kennd við verslunina 17, rek- ur til að mynda tískuvöruverslanir á þremur kennitölum á sama tíma og aðalfélag hennar, NTC, er gífurlega skuldsett. Lög gegn kennitöluflakki Árið 2010 lagði Lilja Mósesdóttir al- þingismaður fram frumvarp fyrir Al- þingi sem hafði það að markmiði að sporna við kennitöluflakki. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfing- arinnar, var meðflutningsmaður að frumvarpinu. „Hugmyndin var að ef þú kæmir og ætlaðir að stofna fyrir- tæki, þá væri tékkað á þér. Síðan kom í ljós að reglurnar eru í raun og veru þannig en það eru engir sem tala saman í kerfinu,“ segir Margrét við DV. Málið fór því inn á borð efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Margrét lagði fram skriflega fyrirspurn á Al- þingi fyrir um þremur mánuðum til þess að spyrjast fyrir um hvað ríkið væri að gera til þess að sporna við kennitöluflakki. Hún hefur enn ekki fengið svar. Margrét segist þekkja dæmi þess að bankar hafi hreinlega ráðlagt fólki að skipta um kennitölu og skilja opinberar skuldir og skuldir við er- lenda kröfuhafa eftir í gamla skuld- uga fyrirtækinu, færa eignir yfir í nýtt félag svo það geti síðan staðið í skilum við bankann. Þeir sem sem skipta um kennitölur hafa viljandi blóðmjólkað félög sem stefna í gjald- þrot og síðan haldið þeim í þrotaferli mjög lengi svo að skiptastjóri komist ekki í þrotabúið. Þá hafa stjórnend- urnir tækifæri til þess að hreinsa all- ar eignir út úr ónýta félaginu og færa yfir í nýtt félag. Vandinn í kerfinu sé að ólík- ar stofnanir á borð við Þjóðskrá og skattstjóra tali ekki nægilega saman og hafi ekki aðgang að gögnum hvors annars, að mati Margrétar. Bitnar á mörgum Almennt er það þannig að afleið- ingar stórra gjaldþrota og kennitö- luflakks eru þær að kröfuhafar, þeir sem átt hafa í viðskiptum við félögin sem fara í þrot, tapa þeim pening- um sem þeir áttu inni. Þannig getur gjaldþrot eins umsvifamikils fyrir- tækis haft þær afleiðingar að afkoma fjölmargra annarra og smærri fyrir- tækja veikist verulega. Eðli málsins samkvæmt getur það komið niður á mýmörgum fjölskyldum og einstak- lingum; til dæmis í formi atvinnu- missis eða skertra launa. Hér síðar í greininni eru rakinn nokkur dæmi um eigendur fyrir- tækja sem skipt hafa um kennitölur á fyrirtækjum sínum þegar harðnað hefur á dalnum. Græðir á BS-Trading Í tilfelli tískuvöruveldisins NTC hafa nákvæmlega sömu eigendur og stjórnendur stofnað annað einka- hlutafélag, BS-Trading ehf., sem rekur verslunina Outlet 10 í Faxa- feni. Svava Johansen er skráður 100 prósenta eigandi í NTC en maður hennar Björn K. Sveinbjörnsson er titlaður framkvæmdastjóri á vef fyrir- tækisins. Undir merkjum NTC reka þau margar af vinsælustu tískuvöru- verslunum landsins og hafa um 12 prósenta markaðshlutdeild á tísku- vörumarkaðnum. Fyrirtækið hefur hins vegar verið ofurskuldsett eftir að lán í erlendri mynt, rétt fyrir hrun, stökkbreyttust og fóru að sliga fyrir- tækið. Þrátt fyrir að hagnaður hafi verið á rekstrinum hefur Svava tæpast verið í stöðu til að greiða sér arð út úr fyr- irtækinu vegna himinhárra skulda. Tvö ár í röð hafa endurskoðendur fyrirtækisins gert fyrirvara um rekstr- arhæfi félagsins, með öðrum orðum – reksturinn hefur hangið á bláþræði. NTC hefur reyndar verið í skuldavið- ræðum við Landsbankann sem átti að ljúka fyrir áramót. Miðað við að höfuðstóll erlendra lána yrði lækk- aður um 40 prósent hefðu skuldirnar lækkað um 544 milljónir króna. Out- let 10 er lágvöruverðstískuverslun sem selur einkum föt sem áður voru til sölu í verslunum NTC. Ekki er vit- að um fyrirkomulagið á viðskiptum milli þessara tveggja tengdu fyrir- tækja, en NTC selur BS-Trading föt- in á lágu verði. Að minnsta kosti er rekstur BS-Trading mjög góður og um 30 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum árið 2010. Skuldir eru, þvert á það sem gerist innan NTC, mjög lágar. Fullyrða má að ef rekstur Outlet 10 væri á sömu kennitölu og rekstur verslana NTC, þá væri hagn- aður NTC meiri og fyrirtækið þar af leiðandi í betri stöðu til að standa undir skuldbindingum sínum. Með þessu rekstarmódeli tekst Svövu og Birni hins vegar að hagnast mjög vel á systurfyrirtæki NTC sem er raunar að mestu háð viðskiptum við versl- unarveldið. Þar sem rekstur BS- Trading er góður og skuldir viðráð- anlegar, er ekkert því til fyrirstöðu að Svava og Björn geti tekið milljóna króna arðgreiðslur úr félaginu. Rekur verslanir á annarri kennitölu Svava Johansen á einnig 100 prósenta hlut í félaginu Sautján ehf., sem var stofnað árið 2009. Í október sama ár, þegar Svava hafði nýlega stofnað fé- lagið, var hún spurð út í félagið í sam- tali við DV. „Ég hélt að ég ætti þetta félag fyrir, en áttaði mig á að svo var ekki. Ég kippti því strax til mín. Þetta er félag sem ég tel að sé verðmætt út af nafninu og ég vil ekki að neinn annar eignist það.“ Aðspurð sagðist Svava ekki búast við mikilli starfsemi í kringum Sautján ehf. á næstunni. „Kannski einhvern tímann seinna,“ sagði hún en tók fram að allar versl- anir og starfssemi yrði áfram rekin undir nafni NTC. Ekki liðu nema tæpir þrír mán- uðir frá því Svava svaraði á þessa leið, þar til Sautján ehf. sótti um hjá Einkaleyfa stofu fyrir skráningu vöru- merkisins Karakter. Í greinagerð Einkaleyfa stofu segir: „Umsækjandi bendir á að merkið hafi verið skráð í tengslum við opnun nýrrar verslunar í eigu Sautján ehf.“ Verslunin sem vísað er til heitir Karakter og er í Smáralind. Athygli vekur hins vegar að á vefsíðu NTC er því haldið fram að verslunin sé í raun og veru í eigu NTC – hvergi er minnst á Sautján ehf. Fleira athyglis- vert er að finna í úrskurði Einkaleyfa- stofu, því þar er einnig upplýst að Sautján ehf. eigi einnig merkið Kúltúr, en samnefnd herrafataverslun er rek- in í Kringlunni. Hið sama gildir um þá verslun á heimasíðu NTC þar sem Kúltur er sett undir hatt þess. Svava hefur ekki svarað spurningum blaðs- ins um Sautján ehf. Kennitöluflakk World Class-hjóna Hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans byggðu upp líkamsræktarveldið World Class. Eftir að hafa lagt undir sig stóran hluta markaðarins hér á landi, höfðu þau uppi enn stærri áform og réðust í útrás þar sem þau ætluðu að opna stöðvar í Danmörku. Í samstarfi við Straum-Burðarás opnuðu þau keðju líkamsræktarstöðva sem hét Equi- nox og þegar mest lét voru starfrækt- ar þrettán stöðvar undir því heiti í Danmörku. Verkefnið gekk þó ekki sem skyldi og lauk með þeim hætti að Straumur viðskiptabanki tók til sín Equinox og náði að selja keðjuna til erlendra aðila en skuldirnar stóðu þó eftir. Þegar skuldirnar voru farnar að sliga Þrek ehf., rekstrarfélag World Class, þá var því félagi leyft að fara í þrot og hjónin keyptu rekstur World Class út úr þrotabúinu og greiddu fyrir aðeins 25 milljónir króna. Björn vildi sjálfur meina að hann hefði keypt reksturinn á 274 milljónir þar sem hann mat það sem kvöð að taka við viðskiptavinum stöðvarinnar. Hins vegar námu skuldir Þreks 2,2 milljörðum þegar það varð gjald- þrota. Skiptastjóri þrotabúsins sagð- ist viss um að kaupsamningurinn Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Spurningar DV til Svövu DV spurði Svövu Johansen út í rekstur NTC og Sautján ehf. n 1. Hvaða verslanir eru reknar af félaginu Sautján ehf. sem er í þinni eigu? n 2. Hvers vegna eru verslanirnar reknar á þessari kennitölu? n 3. Hvenær hóf Sautján ehf. verslunarrekstur? n 4. Með hvaða hætti var þetta gert? Keypti Sautján ehf. verslanirnar af NTC eða er um að ræða nýjar verslanir sem Sautján ehf. stofnaði? NTC BS-TraDiNg Fyrir dómstólum Þegar rekstrarfélag World Class var að þrotum komið var nýtt félag stofnað. Reksturinn var svo seldur langt undir matsverði. Sævar færði húsið á konuna Skart- gripaverslunin Leonard er rekin á sinni þriðju kennitölu í eigu sömu aðila. 16 milljarðar afskrifaðir Gylfi Héðins- son og Gunnar Þorláksson, kenndir við Bygg, áttu saman eignarhaldsfélagið CDG. „Þannig getur gjaldþrot eins um- svifamikils fyrirtækis haft þær afleiðingar að af- koma fjölmargra annarra og smærri fyrirtækja veik- ist verulega. Svava í 17 Rekstur NTS hefur hangið á bláþræði undanfarin ár. Systurfyrirtæki félagsins hagnast þó vel. n NTC í eigu Svövu Johansen er hlaðið skuldum. Hún stofnaði svo með eiginmanni sínum annað félag, BS-Trading, sem rekur Outlet 10. NTC selur nýja félaginu ódýran varning sem er svo seldur í Outlet 10. BS-Trading skilar góðum hagnaði og skuldar lítið. Svava er því í góðri stöðu til að greiða sér arð út úr því félagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.