Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 16. janúar 2012 Mánudagur
Höfnunin ekkert einsdæmi
n ÁTVR hafnaði reynslusölu á bjór vegna áletrunar á umbúðum
Þ
að koma upp tilvik þar sem
áfengistegundum er hafnað
vegna þess að áletranir á um-
búðum fara gegn ákvæðum
reglugerðar um vöruval og sölu áfeng-
is,“ segir Örn Stefánsson, innkaupa-
stjóri Vínbúðanna. Eins og greint var
frá í helgarblaði DV hafnaði Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) um-
sókn Vífilfells ehf. um reynslusölu á
bjórnum Black Death. Valgeir Tóm-
as Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Black Death, er afar ósáttur við þessa
ákvörðun ÁTVR, en það er Vífilfell
sem sér um að brugga bjórinn.
Í bréfi sem ÁTVR sendi Vífilfelli
kom fram að ástæða höfnunarinn-
ar væri sú að áletrunina „Drink in
Peace“ [drekkið í friði, innskot blaða-
manns] væri að finna á umbúðunum.
Vísað er í reglugerðir um umbúðir
og áletranir á áfengi en þær kveða á
um að umbúðir megi einungis inni-
halda skilaboð er tengjast vörunni,
gerð hennar eða eiginleikum. „Á að
banna þetta fyrir að segja að þetta sé
drykkjarhæft,“ sagði Valgeir í helgar-
blaði DV en hann hefur unnið að því
að markaðssetja Black Death um all-
an heim frá árinu 1978. „Eini staður-
inn í heiminum þar sem maður er
löðrungaður er af íslenska ríkinu,“
sagði Valgeir harðorður.
Örn segir hins vegar að ÁTVR sé
einungis að fara eftir settum reglum.
„Það koma auðvitað upp álitamál, en
eins og ákvæðið segir mega þessar
áletranir ekki innihalda annað en það
sem tengist vörunni. Í þessu tilviki var
gerð athugasemd við þetta og óskað
eftir að þessu yrði breytt,“ segir Örn.
Ákvörðun ÁTVR er kæranleg til
fjármálaráðuneytisins og sagðist Val-
geir ætla að fara alla leið með málið.
einar@dv.is
Útsala
30 - 70%
Falleg olíumálverk í úrvali
á einstökum verðum
Allt orginal málverk
Hafnað Örn segir að vissulega komi upp álita-
mál. Reglugerðir séu hins vegar skýrar hvað
varðar skilaboð á umbúðum áfengistegunda.
R
annsókn lögreglunnar á
meintri líkamsárás íþrótta-
fréttamannsins Hjartar Júl-
íusar Hjartarsonar á sam-
starfskonu sína, Eddu Sif
Pálsdóttur, íþróttafréttamanns á
RÚV, er enn í gangi, en Edda Sif
kærði Hjört fyrir líkamsárás í síð-
ustu viku í kjölfar atviks sem átti sér
stað á Grand Hótel.
Unnið að sáttum
Samkvæmt heimildum DV eru
þreifingar á milli lögmanna Eddu
Sifjar og Hjartar um að ljúka mál-
inu með sátt. Á samkomulagið að
felast í því að Edda Sif dragi kæruna
til baka, gegn því að Hjörtur viður-
kenni að hafa ráðist á hana og beitt
hana ofbeldi. Ekki er vitað hvort
eða hvenær af samkomulag verður
á milli þeirra, en eins og DV hefur
greint frá höfðu þau átt í óformlegu
sambandi.
Eins og áður hefur verið greint
frá hefur Hirti verið vikið úr starfi
sem íþróttafréttamaður á RÚV, en
þar hafði hann starfað frá 2007. Til
stóð að Hjörtur sæi um EM-stofuna,
nú þegar Evrópumótið í handknatt-
leik hefst, en Baldvin Þór Bergsson
virðist hafa hlaupið í skarðið og sér
um þættina í stað Hjartar.
Heyrðu skarkala
Eins fram kom í síðasta helgarblaði
DV á líkamsárásin á að hafa átt sér
stað á Grand Hótel í síðustu viku
eftir að fram fór val á íþróttamanni
ársins, en Hjörtur hafði stýrt beinni
útsendingu frá samkomunni fyrr
um kvöldið. Eftir að útsendingu
lauk hélt gleðskapurinn áfram
en þar voru samankomnir, auk
íþróttafólks, flestir af íþróttafrétta-
mönnum landsins. Þegar líða tók
á kvöldið heyrðu nokkrir af þeim
gestum sem sátu við langborð, þar
sem margir af íþróttafréttamönn-
unum voru samankomnir, skark-
ala og urðu þess varir að Hjörtur
hvarf á brott og sömuleiðis Edda Sif
sem fór samkvæmt heimildum DV
upp á bráðamóttöku í fylgd ann-
ars starfsmanns RÚV. Samkvæmt
heimildum DV var það starfsmað-
urinn sem fylgdi henni á sjúkrahús-
ið sem hvatti Eddu Sif til að kæra
Hjört.
Óljóst um réttmæti uppsagnar
Þeir starfsmenn RÚV sem DV hef-
ur talað við segjast allir vera slegn-
ir vegna málsins og að margir taki
það nærri sér, þar sem Hjörtur var
vel liðinn innan stofnunarinnar og
á þar marga góða vini og kunningja.
Margir hafa gagnrýnt hvernig stað-
ið var að uppsögninni og segja að
eðlilegra hefði verið að setja Hjört
í tímabundið leyfi á meðan málið
væri rannsakað af lögreglu.
Ljóst er að uppsögnin er á gráu
svæði en málið á sér engar hlið-
stæður þar sem RÚV er nú sjálfstætt
hlutafélag í 100 prósenta eigu ríkis-
ins og óljóst hvort að lög um rétt-
indi og skyldur ríkisstarfsmanna
eigi við um starfsmenn RÚV. Sam-
kvæmt þeim lögum hefði Hjörtur
Júlíus fyrst átt að fá skriflega áminn-
ingu og tækifæri til að bæta ráð sitt
áður en honum var sagt upp störf-
um, þar sem brottrekstur hans teng-
ist ekki niðurskurði. Hins vegar hef-
ur aldrei reynt á það áður hvaða
réttindi starfsmenn RÚV hafa í mál-
um sem þessum. RÚV telur sig þó
vera í fullum rétti og svaraði fyrir-
spurn DV á þá leið að fyrirtækinu
sé ekki skylt að fara eftir lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins: „Framkvæmd uppsagna er í
samræmi við gildandi kjarasamn-
inga viðkomandi stéttarfélags og al-
mennar reglur vinnuréttar um slit
ráðningarsamninga.“
Hvorki náðist í Eddu Sif né Hjört
Júlíus við vinnslu fréttarinnar.
n Þreifingar á milli lögmanna Eddu Sifjar og Hjartar um sátt n Lögmaður Hjartar
vill að Edda dragi kæruna til baka n Edda vill að Hjörtur viðurkenni árásina„Á samkomulagið
að felast í því að
Edda Sif dragi kæruna til
baka, gegn því að Hjörtur
viðurkenni að hafa ráð-
ist á hana og beitt hana
ofbeldi.
Unnið er að sáttUm á
milli eddU og Hjartar
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Iðnaðarsalt í mat:
Listinn birtur
Mörg stærstu matvælafyrirtæki
landsins eru á lista yfir þau fyrir-
tæki sem notað hafa iðnaðarsalt í
framleiðslu sína. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Heilbrigðiseftir-
liti Reykjavíkur en þar segir að þann
14. nóvember 2011 hafi komið í ljós
við eftirlit Matvælastofnunarinnar
að Ölgerðin dreifði iðnaðarsalti til
matvælaframleiðslu. Í tilkynning-
unni segir að framleiðsla, dreifing
og geymsla saltsins valdi því að það
eigi ekki að nota til manneldis. Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur fór þá
fram á að öllum kaupendum yrðu
sendar upplýsingar þar sem fram
kæmi að um væri að ræða að iðnað-
arsalt en ekki salt sem ætlað væri í
matvælaframleiðslu. Eins hafi Heil-
brigðiseftirlitið óskað eftir upplýs-
ingum um geymslu og framleiðslu
saltsins.
Með tilkynningunni vill Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur leiðrétta
þann misskilning að það hafi neitað
að gefa upp lista yfir til hverra Öl-
gerðin hafi dreift umræddu salti.
Eins segir að Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur vilji ítreka að það sé
ekki sammála stjórnsýsluákvörðun-
um Matvælastofnunar eftir að það
uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðn-
aðarsalti í stað salts til manneldis. „Í
fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt
að vísa málinu til Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er
með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi
er það mat Heilbrigðiseftirlitsins,
að Matvælastofnun hefði ekki átt að
heimila Ölgerðinni að halda áfram
að selja birgðir sínar af iðnaðar-
salti til notkunar við matvælafram-
leiðslu.“ Lista yfir fyrirtækin má sjá
á DV.is.
Brenndist
á Austri
Stúlka á tvítugsaldri tvítugt
brenndist á hendi og líkama
þegar eldur blossaði upp í et-
anólarni á veitingastaðnum
Austri í Reykjavík um níuleytið
á laugardag. Stúlkan er starfs-
maður á veitingastaðnum og
var að kveikja upp í arninum
þegar slysið varð. Hún var flutt
á slysadeild í Fossvogi til að-
hlynningar en ekki er vitað
hversu alvarleg brunasár hún
hlaut að því sem segir á visir.is.
Samkomulag í bígerð? Ekki
er útilokað að kæran verði felld
niður en það er þó alls ekki víst.