Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Síða 6
6 Fréttir 16. janúar 2012 Mánudagur
„Ekki á okkar vegum“
n Facebook-notendur blekktir með gylliboði
Þ
essi leikur er ekki á okk-
ar vegum“ segir Björgvin
Björgvinsson, vefstjóri hjá
Epli.is, umboðsaðila Apple
á Íslandi. Meira en þús-
und Íslendingar hafa „líkað“ við
Facebook-síðu í von um að vinna
spjaldtölvu. Á síðunni er því lofað
að þegar ákveðinn fjöldi hafi „lík-
að“ við síðuna muni einn hepp-
inn fá iPad 2-spjaldtölvu að gjöf
frá Epli.is. Leikurinn er hins vegar
ekki á þeirra vegum eins og Björg-
vin segir og segir hann að málið sé
litið alvarlegum augum. „Við sáum
þetta seint í gærkvöld [þriðjudags-
kvöld] og brugðumst hratt við að
tilkynna síðuna“ segir Björgvin
en málið er nú á borði Facebook í
Bandaríkjunum eftir því sem DV
kemst næst.
„Við skoðuðum Facebook-skil-
málana og mál sem þessi. Samkvæmt
Facebook er eina leiðin til að stöðva
þetta að smella á „Report Page“ eða
„Tilkynna síðu“ sem er vinstra megin
á viðkomandi síðu. Við ætlum að at-
huga með að ná beinu sambandi við
þá áður en þessi síða verður stærri“
segir Björgvin um hverjar aðgerð-
ir Epli.is hafa verið í kjölfar þess að
þeir uppgötvuðu síðuna. Björgvin
vill ekki segja til um hvort atvikið eigi
eftir að hafa einhver áhrif á markaðs-
setningu fyrirtækisins í framtíðinni
á Facebook en þetta er í fyrsta skipti
sem fyrirtækið lendir í vandræðum
á borð við þessi. Þeir muni reyna að
koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Freistandi Facebook í Banda-
ríkjunum skoðar nú málið.
Verður ekki þing-
flokksformaður
U
ppreisn Árna Páls Árnason-
ar, fyrrverandi efnahags- og
viðskiptaráðherra, á flokks-
tjórnarfundi Samfylkingar-
innar um áramótin hefur
hleypt illu blóði í þingmenn flokks-
ins. Hann er ekki sagður njóta stuðn-
ings félaga sinna í embætti þing-
flokksformanns. Sjálfur hefur Árni
Páll ekki lýst yfir áhuga á embættinu
og því óvíst hvort hann kæri sig um
það.
Þótt starf þingflokksformanns
sé nokkuð virðingarhlutverk er það
fyrst og fremst þjónustuhlutverk sem
tekur gríðarlegan tíma. Ef til vill er
það svo að Árni Páll meti stöðu sýna
sterkari án þeirra skuldbindinga sem
starfinu fylgja. Embættið þykir al-
mennt séð ekkert sérstaklega eftir-
sóknarvert.
Samkvæmt heimildum DV hafa
einhverjir þingmenn flokksins þeg-
ar lýst sig algjörlega andsnúna því
að Árni Páll verði verðlaunaður með
nokkru embætti eftir uppþot sitt.
Einn viðmælandi DV taldi ljóst að
uppþot yrði í þingflokknum ef Jó-
hanna legði til að Árni yrði þing-
flokksformaður. Hún er þó ekki sögð
sérstaklega áhugasöm um slíkt.
Jóhanna undraðist heift Árna
Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni
Samfylkingarinnar, er sagt brugð-
ið vegna þeirrar heiftar sem birtist
á flokksstjórnarfundi Samfylking-
arinnar. Hún er sögð hafa búið sig
undir einhverja óánægju með að
Árna Páli þyrfti að fórna svo losna
mætti við Jón Bjarnason úr sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Óánægjan með breytta ráðuneyt-
isskipan er sögð hafa komið henni
í opna skjöldu. Fleiri en einn þing-
maður Samfylkingarinnar hafa
staðfest við DV að þingmönnum
flokksins hafi verið ljóst að það væri
nánast óhugsandi að atvinnuráðu-
neytið færi til Samfylkingarinnar.
Einn viðmælandi blaðsins sagði
það augljóst að VG sem er flokk-
ur andvígur Evrópusambandsaðild
hefði aldrei gefið Samfylkingunni
eftir ráðuneyti landbúnaðar og sjáv-
arútvegs. Það hefði þýtt að landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherrastóll-
inn hefði fallið í skaut aðildarsinna,
eins og það var orðað. Það hefði VG
hvorki viljað né getað vegna afstöðu
sinnar til Evrópusambandsins.
Málið ku reglulega hafa komið til
tals í þingfokki Samfylkingarinnar
nokkrum mánuðum fyrir breyting-
arnar. Niðurstaðan var alltaf sú að
afar ólíklegt væri að Samfylkingin
fengi nýtt atvinnuráðuneyti. Niður-
staða viðmælenda er sú að málið hafi
verið spunnið upp á fundinum svo
litið gæti út fyrir að óánægjan tengd-
ist ekki aðeins persónulegum metn-
aði einstaka þingmanna.
Formannsslagurinn hafinn
Árni Páll er þó sagður á nokk-
urri siglingu í sínu kjördæmi og í
Norðausturkjördæmi og hefur ver-
ið duglegur að funda með flokks-
félögum þessa dagana. Árni Páll
var þannig einn frummælenda á
nýársspjalli Samfylkingarinnar á
Akureyri. Þar sker Árni sig nokkuð
úr en á fundinum voru þau Kristján
L. Möller, Sigmundur Ernir Rún-
arsson og Jónína Rós Guðmunds-
dóttir, þingmenn kjördæmisins
auk Árna Páls. Aðspurð sagði Hel-
ena Karlsdóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar á Akureyri, fund-
inn ekki hafa tengst óánægju með
brotthvarf Árna Páls úr ríkisstjórn.
Hún sagði nokkuð síðan Árni Páll
lofaði að mæta á fund hjá félaginu
en hann hafi hingað til ekki komist
vegna anna.
Árni Páll var einnig gestur á
laugardagskaffi í Reykjanesbæ
þann 14. janúar síðastliðinn. Á vef
Samfylkingarinnar má sjá að fleiri
fundir eru í undirbúningi.
Viðmælendur DV segja ljóst að
formannsslagurinn sé hafinn hjá
Árna Páli. Flest bendi þó til þess
að landsfundur verði ekki fyrr en
snemma á þessu ári. Árni sé að öll-
um líkindum að byggja upp tengsl-
anet og koma sinni sögu af flokks-
tjórnarfundinum á framfæri innan
flokksins.
Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu
fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
n Illa skipulögð uppreisn Árna hefur sprungið framan í hann n Nýtur ekki stuðnings
þingmanna Samfylkingarinnar n Jóhanna undraðist heiftina á flokksstjórnarfundi
Næsti formaður? Svo gæti farið að Árni Páll taki við keflinu af Jóhönnu Sigurðardóttur. „Viðmælendur DV
segja ljóst að for-
mannsslagurinn sé haf-
inn hjá Árna Páli.
Pólitíkin í Kópavogi:
Bæjarstjór-
inn rekinn
Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra
Kópavogs, hefur verið tilkynnt að
starfskrafta hennar sé ekki lengur
óskað. Formaður bæjarráðs Kópa-
vogs, Guðríður Arnardóttir, sem
er oddviti Samfylkingarinnar, til-
kynnti henni um þetta. Meirihlut-
inn fundaði á sunnudagskvöld-
ið um framtíð bæjarstjórans en
Guðrún hafði ekki fengið form-
legt uppsagnarbréf þegar þetta er
skrifað. Allt bendir þó til þess að
hún missi starfið.
„Það hefur lengi verið ljóst að
Guðríði langar í stólinn. Hún hef-
ur horft á þetta embætti löngunar-
augum,“ segir Ármann Kr. Ólafs-
son, leiðtogi Sjálfstæðismanna
í Kópavogi, sem heyrði fyrst af
málinu síðdegis á sunnudag.
Málið hefur þó ekki komið form-
lega inn á borð bæjarstjórnar-
innar. Ármann segist hafa skynjað
það innan bæjarstjórnarinnar
að bæjarstjórinn hafi ekki notið
fulls stuðnings Guðríðar. „Þetta er
ótrúlegt í því ljósi að helsta kosn-
ingaloforð K-listans var að ráða
skyldi faglega í starfið en ekki
pólitískt.“
Áður en Guðrún tók við bæjar-
stjórastólnum var hún embættis-
maður hjá bænum. Hún var ráðin
í starfið eftir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar af meirihlutanum
sem samanstendur af fulltrúum
Lista Kópavogsbúa, Samfylking-
arinnar, Vinstri grænna og Næst
besta flokksins. Samkvæmt heim-
ildum RÚV er mikill titringur inn-
an meirihlutans og eru ekki allir
sem treysta Guðrúnu til áfram-
haldandi starfa.
Samkvæmt RÚV hefur einnig
komið til tals að stækka meiri-
hlutann og taka Framsóknarflokk-
inn inn í samstarfið. Það myndi
þýða að Sjálfstæðisflokkurinn,
sem lengi hefur farið með völd í
Kópavogi, muni sitja einn eftir í
minnihluta.
Tilefnislaus
hnífstunga
Karlmaður á þrítugsaldri kom á
slysadeild í Fossvogi um mið-
nætti eftir hnífstungu frá óþekkt-
um árásarmanni. Maðurinn tjáði
starfsfólki slysadeildarinnar að
hann hafi verið staddur fyrir utan
verslun í Glæsibæ þegar hann
fann fyrir stungunni.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu gat maðurinn lýst klæðn-
aði gerandans en virðist ekki hafa
þekkt árásarmanninn. Árásin er
talin hafa verið tilefnislaus. Mað-
urinn fékk að fara heim að lokinni
aðhlynningu en skurðurinn mun
ekki hafa verið djúpur. Gerand-
inn var ófundinn þegar DV fór í
prentun.