Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 16. janúar 2012 Mánudagur S igríður Jónsdóttir, fyrrverandi eiginkona Karls Werners- sonar, eiganda Lyfja og heilsu og fyrrverandi eiganda Mile- stone, krefur hann um rúmar 850 milljónir króna vegna vanefnda á skilnaðarsamningi þeirra. Aðalmeð- ferð fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Karl og Sigríður skildu árið 2004 en umræddur samningur, sem tekist er á um, var þó ekki gerður fyrr en árið 2007. Sigríður var ósátt við skilnaðar- kjörin frá upphafi og segist hafa barist fyrir leiðréttingu á þeim þessi þrjú ár, án þess að Karl hafi sýnt viðleitni til að koma til móts við kröfur hennar. Sigríður sjálf gaf skýrslu fyrir dómi en það gerði Karl hins vegar ekki. Hann mætti þó í dómsal. Skilnaðurinn kom Sigríði í opna skjöldu „Við skiljum árið 2004. Ég varð fljótlega ósátt við samninginn og það vissi Karl,“ sagði Sigríður í skýrslutöku fyrir dómi. Hún sagði Karl hafa lofað sér ákveð- inni upphæð sem væri nógu há til þess að hún gæti eingöngu lifað á vöxtun- um og þyrfti aldrei að snerta höfuð- stólinn. Sú reyndist ekki raunin og því krafðist hún leiðréttingar. Sigríður er ekki í vinnu og kveðst vera óstarf- hæf. Má því ætla að það sé henni mjög mikil vægt að Karl standi við samning- inn gagnvart henni. „Skilnaðurinn kom mér í mjög opna skjöldu og ég var í miklu áfalli. Ég var illa inni í þessu og illa undirbúin til samninga.“ Til að undirstrika hve skiln- aðurinn var henni mikið áfall sagð- ist hún ekki hafa munað eftir því hvað stóð í skilnaðarpappírunum nokkrum vikum eftir að hún skrifaði undir þá. Sigríður tók jafnframt fram að í þau 14 ár sem hún og Karl voru saman þá hafi hann ávallt séð um fjármál þeirra. Þá var hún óánægð með þann lögmann sem aðstoðaði hana við skilnaðinn. Um leið og hún áttaði sig á því að skilnaðarsamningurinn var ekki í sam- ræmi við það sem hún taldi sig eiga rétt á, reyndi hún að fá málið tekið upp aftur. Sigríður sagðist hafa borið mál- ið undir nokkra lögmenn sem töldu það gott en vildu þó ekki taka það að sér. „Karl var rísandi stjarna og það var almennt andrúmsloftið í þjóðfélag- inu að fara ekki gegn þeim,“ sagði hún til útskýringar á því hvers vegna hún taldi lögmenn ekki hafa viljað taka mál hennar að sér á sínum tíma. Fékk aðstoð við eignastýringu Sigríður sagði að árið 2007 hefði þó orðið einhver hugarfarsbreyting hjá Karli sem varð til þess að hann féllst á hún fengi leiðréttingu á skilnaðarkjör- unum. Það var þó ekki í formi beinna greiðslna frá Karli eins og Sigríður ósk- aði eftir heldur var um að ræða aðstoð við eignastýringu að undirlagi hans. Sigríður fékk rúmar 300 milljónir að láni hjá Glitni í Lúxemborg og lagði inn í ávöxtunarsjóð hjá Askar Capital. Sjálf átti hún að leggja um 170 milljón- ir króna á móti inn í sjóðinn. Það gerði hún hins vegar ekki enda átti hún það fjármagn ekki til, að eigin sögn. Karl lofaði Sigríði fastri 12,5 prósenta ávöxt- un sem greiða átti út þann 1. apríl ár hvert. Þá lofaði hann henni 9 milljóna króna greiðslum ársfjórðungslega. Sigríður leit á gjörninginn sem að- gerð Karls til að bæta skilnaðarkjör- in án þess að leggja beint til fjármagn sjálfur. Átti á fá fjórar einkaþotuferðir á ári Sigríður og Karl eiga ennþá saman þriggja hæða sumarhöll í Lucca í Tosk- anahéraði á Ítalíu. Samkvæmt heim- ildum DV keypti Karl sumarhöllina á sex milljónir evra þegar góðærið stóð sem hæst. Það var því hluti af skilnað- arsamningnum að hann kostaði fjórar ferðir fyrir hana með einkaþotu til og frá Lucca á hverju ári. Ef hann gerði það ekki þá átti Sigríður að fá auka- ávöxtun á fé sínu í sjóðnum hjá Askar Capital. Árið 2008 var umræddum sjóð hins vegar lokað og fénu úr honum skilað til eigenda sinna. Þar með voru forsend- ur samningsins brostnar og Sigríður hefur ekki fengið greitt út það ávöxt- unarfé sem hún átti að fá úr sjóðnum. Karl ber við að hafa ekki vitað að af því að sjóðnum hefði verið lokað, þrátt fyrir að hafa á þeim tíma verið stjórn- arformaður Askar Capital. Fram kom fyrir dómi að Karl teldi Sigríði sjálfa hafa tekið peningana út úr sjóðnum og hafði hann lýst yfir óánægju sinni yfir því við hana. Mikið um frammíköll Jón Scheving Thorsteinsson var fulltrúi Sigríðar í samningsgerðinni árið 2007 og aðstoðaði hana í viðskipt- unum við Askar Capital. Hann gaf skýrslu fyrir dómi og sagði að Sigríð- ur hefði hvorki sjálf sent inn né feng- ið uppsögn á samningnum við Askar Capital. Það hefði því ekki verið farið eftir ákvæðum samningsins um lög- mæta uppsögn hans. Jón benti á að öllum hefði átt að vera ljóst að Askar Capital stæði illa á þessum tíma og því hefði verið hægt að bjóða þeim sem áttu peninga í um- ræddum sjóði upp á önnur úrræði þegar honum var lokað. Ólafur Eiríks- son, lögmaður Karls, var ósáttur þess- ar yfirlýsingar Jóns og bað dómara um að stoppa hann af. Töluvert var um að lögmenn beggja aðila gripu fram í fyrir hvor öðrum til að krefjast þess að spurningar væru umorðaðar eða vegna þess að þeim fannst eitthvað málinu óviðkomandi. Krafan ætti að vera rúmlega milljarður Dómkröfur Sigríðar skiptast í tvo þætti; að Karl greiði henni meinta gjaldfallna skuld frá árunum 2008 til 2011 og til vara að staðið verðið við greiðslur í framtíðinni samkvæmt samningnum sem hún telur vera viðbót við skiln- aðarsamning þeirra frá árinu 2004. Karl ber því hins vegar við að samn- ingurinn sem gerður var árið 2007 hafi ekkert með skilnað þeirra hjóna að gera. Þá gerir Sigríður einnig kröfu um að Karl sjái henni áfram fyrir fjórum einkaþotuferðum til og frá Lucca á ári. Lögmaður Sigríðar, Þórður Boga- son, tók fram fyrir dómi að krafan um 850 milljónir króna væri sanngjörn því samkvæmt mati dómkvadds mats- manns væri upphæðin í raun um 1,1 milljarður króna. Karl vill meina að samningurinn sé gagnkvæmur og ef annar aðilinn fylgi honum ekki þá beri hinum aðilanum ekki skylda til standa við sína hlið. Þar sem Sigríður hafi ekki staðið við það að leggja 170 milljónir inn á ávöxtun- arsjóðinn, þá hafi hún ekki staðið við sinn hluta samningsins. Lögmaður Karls, Ólafur Eiríksson, telur það vera jafnframt ágreinginsmál hvort samningurinn hafi verið þess eðlis að hann skyldi standa við hann „no matter what.“ Útúrsnúningur og þvættingur Í málflutningi sínum benti Þórður á að það væri óumdeilt að Karl og Sig- ríður hefðu verið í hjónabandi. Þegar því lauk hafi hann gefið henni ákveð- in loforð sem hann hafi ekki staðið við hingað til. Hann hafi ekki sýnt neina tilburði eða vilja til að ná sátt í málinu. Þórður telur það vera útúrsnúning og þvætting að halda því fram að Karl hafi boðið Sigríði aðstoð við eignastýr- ingu af góðmennsku sinni líkt og hann virðist vilja meina. Þá tók hann fram að ekki hefði verið sýnt fram á að Karl gæti ekki efnt sam- komulagið vegna afleiðinga banka- hrunsins, og því ósanngjarnt af Sigríði að krefjast þess, líkt og Karl vill meina. Eignir metnar á milljarð Karl er núverandi forstjóri og eig- andi Lyfja og heilsu sem gengur vel, en um er að ræða stærstu keðju lyfja- búða hér á landi sem telur 63 búðir undir merkjum bæði Lyfja og heilsu og Apótekarans. Karl átti áður fjárfestingarfélag- ið Milestone með systkinum sínum, Steingrími og Ingunni, en Werner Rasmusson faðir þeirra fyrirfram- greiddi þeim arf árið 1999 með því skilyrði að þau settu peningana í eignarhaldsfélag sem þau áttu sam- an. Karl átti þó stærstan hlut í Mile- stone, eða 41 prósent. Milestone átti meðal annars tryggingafélagið Sjóvá og fjárfestingarbankann Askar Capital. DV greindi frá því snemma árs 2009 að eignir Karls hefðu verið metnar á um 65 milljarða króna þeg- ar útrásin stóð sem hæst árið 2007. Karl fór þó ekki varhluta af efnahags- kreppunni, en Milestone varð gjald- þrota í september árið 2009 eftir að kröfuhafar höfnuðu nauðasamning- um. Samkvæmt álagningu árið 2010 námu eignir Karls tæpum 1,1 millj- arði króna umfram skuldir. Eiginkonan vildi lifa á vöxtunum n Fyrrverandi eiginkona Karls Wernerssonar krefst leiðréttingar á skilnaðarsamningi þeirra n Skildu árið 2004 en nýr samningur gerður árið 2007 n Sigríður var í miklu áfalli vegna skilnaðarins n Vill 850 milljónir„Skilnaðurinn kom mér í mjög opna skjöldu og ég var í miklu áfalli. Ég var illa inni í þessu og illa undirbúin til samninga. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Karl var rísandi stjarna og það var almennt andrúmsloftið í þjóðfélaginu að fara ekki gegn þeim Heilsar Ágætlega virtist fara á með Þórði Bogasyni, lögmanni Sigríðar, og Karli áður en aðalmeðferðin hófst. Mætti fyrir dóm Karl Wernersson var viðstaddur aðalmeðferð í skuldamáli sem fyrr- verandi eiginkona hans höfðaði á hendur honum vegna vanefnda á skilnaðarsamningi þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.