Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 15
Neytendur 15Mánudagur 16. janúar 2012 12 milljónir stunda Zumba n Líkamsrækt þar sem fólk upplifir mikla gleði E f þú ert einn af þeim sem framkvæma alltaf sömu æf- ingarnar í ræktinni er gott ráð að breyta til reglulega. Í Heilsublaði sem fylgdi DV þann 6. janúar segir að gott sé að ögra sjálf- um sér í líkamsræktinni; svo ef þú heldur að þú getir ekki dansað eða stundað jóga sé kominn tími til að prófa. Á heilsubankinn.is er rætt um að Zumba sé eitt það vinsælasta í lík- amsræktinni í dag. Zumba sé eins konar sambland af dansi, líkams- rækt og ósvikinni gleði, þar sem fólk hreyfi sig í takt við suður-amer- íska tónlist. Þar segir að upphaf Zumba megi rekja til 10. áratugarins en upp- hafsmaður þess hafi kennt hefð- bundna líkamsrækt (e. aerobic) í líkamsræktarstöð. Eitt sinn hafi hann gleymt hefðbundnu tónlist- inni sinni heima en hafi verið með spólur í bakpokanum með salsa- og merengue-tónlist sem hann hafði blandað saman. Hann hafi því ákveðið að nota þessa tónlist- arblöndu í tímanum og allir hrifist með tónlistinni og stemningunni sem skapaðist. Síðan þá hafi út- breiðsla Zumba í heiminum verið mjög hröð. Samkvæmt Heilsubankanum hefur fólk sem hrífst ekki af hefð- bundinni líkamsrækt og er kom- ið með upp í kok af pallatímum og lóðalyftingum fallið fyrir Zumba. Ástæðan sé hve skemmtilegir og fjörugir tímarnir eru og fólk upplifi mikla gleði sem vanti oft í aðrar teg- undir líkamsræktar. Talið er að um 12 milljónir manna stundi Zumba í heiminum og þeim fari ört fjölgandi en hér á landi er Zumba nú kennt í flestum líkamsræktarstöðvum og nánast í flestum skúmaskotum. Þetta er því tilvalin líkamsrækt fyrir þá sem eru í heilsuræktarhugleiðingum eins og margir á þessum árstíma. Þá er bara að reima á sig skóna, bretta upp ermar og koma sér í gírinn. M aturinn sem þú innbyrðir er í raun og veru yfirlýsing um ástarsamband við þig. Maturinn og næringin sem þú færð úr honum er stærsta ástarsamband sem þú átt yfir ævina,“ segir Guðni Gunnarsson, lífs- kúnstner og stofnandi og upphafs- maður Rope Yoga-hugmyndafræð- innar, en hann hefur einnig unnið með næringarsálfræði og næring- arráðgjöf til fjölda ára. „Ég þarf ekki annað en að horfa á fólk nærast til að sjá hvernig því líður og hvernig það umgengst sjálft sig og umhverfið.“ DV hefur undanfarið fjallað um mataræði og hvaða áhrif það get- ur haft á heilsuna. Greint hefur ver- ið frá rannsóknum sem sýna fram á að mikil kjötneysla getur verið afar skaðleg, bæði hvað varðar offitu og langvarandi sjúkdóma. Borðar ekki hvað sem er Guðni hefur lengi verið grænmetis- æta en borðar nú fisk og lambakjöt. „Einstaka sinnum fæ ég mér nauta- kjöt en einungis ef ég er viss um að dýrið hafi verið alið á grasi og ekki beitt ofbeldi við uppvöxt. Ég borða því alls ekki hvaða kjöt sem er,“ segir hann og bætir við að í fæstum tilfell- um í dag séu samband dýra og nátt- úrunnar eðlilegt. Kjúklingur, svín og naut séu alin á alls konar erfða- breyttu korni og tilbúnum afurðum og það sé honum á móti skapi. Það sé einnig mikill munur á kjöti dýrs sem hefur verið alið í ofbeldi og kjöti af dýri sem hefur fengið að vaxa og dafna í takt við náttúruna. Trúir á orkuna í grænmetinu Aðspurður af hverju hann hafi tek- ið ákvörðun um að gerast grænmet- isæta í upphafi segir Guðni að það hafi aðallega verið vegna ofbeldis og andstyggilegrar framkomu við dýr- in. Hann segist hafa neytt mismun- andi fæðis en til að mynda hafi hann neytt einungis grænmetis og fisks í ár. „Ég var líka „vegan“ í eitt ár en nú má segja að ég sé grænmetisæta sem leyfir sér að borða fisk og lamba- kjöt. Ég trúi þó mest á orkuna í græn- metinu en öll orka kemur í gegnum ljóstillífun og það eru því plönturnar sem umbreyta orkunni sem er okkur svo nauðsynleg,“ segir Guðni. Öflug- ast í þessu sé því grænmetið en þar á eftir koma ávextirnir. Sumir þeirra geti þó verið varasamir því þeir séu mjög sykurríkir. Hann sneiðir hins vegar algjör- lega hjá mjólkurafurðum og segir ástæðuna fyrir því vera að mjólkin sé mjög sérstök afurð sem sé komin mjög langt frá náttúrunni. „Hún er mjög sykur- og efnabætt og í raun- inni steindauð afurð sem ég tel mig ekki hafa neitt gagn af. Ég held að manneskjan sem slík hafi mjög litla þörf fyrir mjólk og það sem hefur breyst hjá okkur er að próteininn- takan er orðin svo gríðarlega mik- il. Ef þú opnar venjulegan íslenskan ísskáp þá sérðu hátt hlutfall af eyði- lagðri mjólk, í formi osta, jógúrtar og svo framvegis. Próteinþörf líkamans er bara 10 prósent og megnið af þess- um málflutningi um próteinneyslu er þvæla.“ Kjötið er þyngjandi og tormelt Guðni segist hafa fundið mikinn mun á sér eftir að hann gerðist græn- metisæta. „Ég finn gríðarlegan mun á mér eftir því hvaða orku ég inn- byrði. Innbyrðir þú létta orku upplif- ir þú léttari líkama. Sért þú í ofþyngd þá þarf líkaminn að erfiða meira og allt flæði og úthald gjörbreytist. Mér líður bara miklu betur eftir því sem ég borða minna af kjöti og meira af grænmeti og ávöxtum,“ segir hann. Kjötið sé svo þyngjandi og tormelt. Hann bendir á að það geti tekið lík- amann nokkra sólarhringa að vinna úr kjötinu en ekki nema 36 klukku- tíma að vinna úr grænmetinu. „Mataræði þitt opinberar sam- skipti þín við tilveruna. Það skiptir máli hvort þú innbyrðir eyðilagðan mat sem inniheldur engan lífsneista eða orku eða mat sem er fullur af lífi og ljósi,“ segir Guðni en þegar hann er spurður hvort hann aðhyllist þá hráfæðismataræði segist hann gera það að hluta til. Hráfæði fari misjafn- lega í fólk og margir þurfi að venjast slíku mataræði. Honum líður sjálf- um betur ef hann er nær því að vera í hráfæði en því eldaða. Betra að borða minna Það sem mestu máli skiptir, að mati Guðna, er hófsemi í mataræði og það að fólk innbyrði ekki meira magn af næringu en það þarf. „Fólk ruglar því oft saman að vera svangt í höfðinu og svangt í maganum og margir eru að borða margfalt meira en þeir þurfa. Ef þú borðar umfram meltingarrými þitt þá fer allur krafturinn í melt- inguna. Það má því eiginlega segja að það sé alltaf betra að borða minna því ef einhver er ekki að gæta að mat- aræði sínu og því sem hann setur í líkama sinn þá er sá hinn sami ekki að sinna heilsunni, heldur vanheilsu sinni – sem leiðir til sjúkdóma. Það er enginn afsláttur í þessari umræðu. Við verðum að breyta okkur sjálf og höfum mikið um það að segja hvort við veikjumst eða ekki.“ Hann vill ekki hvetja fólk til að taka kjöt eða dýraafurðir algjörlega úr mataræðinu. Frekar að borða matvæli sem eru eins nálægt nátt- úrunni og mögulegt er. Sé kjötið verksmiðjukjöt hvetur hann fólk til að borða það ekki. Eins hvetur hann fólk til að sleppa því að mauksjóða eða ofelda mat því með því drepi fólk lífið í matnum. „Það eru allir að gera sér betur og betur grein fyrir því að það eru ekki hitaeiningarnar sem skipta máli heldur það sem við köll- um lífaflið úr fæðunni. Það fáum við helst úr grænmetinu.“ Zumba Er orðin ein vinsælasta líkamsræktin í dag. Forest Whitaker Franz Kafka Pamela Anderson Gandhi Shania Twain Konfúsíus Martina Navratilova Nastassja Kinski Aristóteles Plató Sókrates Jón Þór Birgisson George Bernard Shaw Leonardo daVinci Bob Marley Albert Einstein Damon Albarn Elvis Costello Natalie Portman George Harrison Chris Martin Paul McCartney Mary Shelley Eddie Vedder Leo Tolstoj 25 frægar grænmetisætur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Grænmetisæta vegna ofbeldis gegn dýrum n Guðni Gunnarsson, upphafsmaður Rope Yoga er, grænmetisæta n Ákvað að gerast grænmetisæta vegna slæmrar meðferðar dýra n Hann sneiðir hjá mjólkurafurðum n Segir þær vera komnar langt frá náttúrunni Guðni Gunnarsson Hefur unnið við næringarsálfræði og næringarráðgjöf til fjölda ára. MYnd SiGTRYGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.