Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 2
Eyða afrekaskrá frá því fyrir hrun L ögmannsstofan Logos hefur fjarlægt af vefsíðu sinni af- rekaskrá um ráðgjöf sem stof- an veitti mörgum af stærstu og umdeildustu fyrirtækj- um landsins fyrir hrun í ýmsum við- skiptasnúningum. Með því að skoða vefsíðu Logos í gegnum vefsafn.is, má sjá að í apríl 2009 listaði stofan nokk- uð nákvæmlega reynslu sína á sviði ráðgjafar við kaup, stofnun, fjármögn- un  og sölu fyrirtækja, sem og sam- runa fyrirtækja, bæði hérlendis og er- lendis. Meðal afreka Logos sem talin eru upp á síðunni eru kaup FL Group á flugfélaginu Sterling, en hringekj- an í kringum viðskipti með það félag er eitt frægasta dæmi um umdeildar viðskiptafléttur útrásarvíkinga fyrir hrun. Á vefsíðu stofunnar er hvergi að finna þessar upplýsingar lengur. Ráðgjöf við Hannes hafði afleiðingar Fram kemur einnig á listanum að stofan hafi unnið fyrir fjárfestingar- félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, við kaupin á Actavis Group fyrir 5,6 milljarða evra. „Stærstu kaup á Íslandi til þessa, júlí 2007.“ Þá er tilgreint á vefsíðunni að stofan hafi unnið fyrir Baug Group, Kaupþing og Gnúp við kaupin á Mosaik Fashions. Viðskipti Logos við Hannes Smárason og Kaupþing hafa haft afleiðingar fyrir stofuna. Árið 2009 gerði ríkislögreglustjóri húsleit hjá Logos vegna rannsóknar á félögum í eigu Hannesar og einn- ig vegna félagsins Q Iceland Finance ehf., sem snérist um meinta mark- aðsmisnotkun hjá Kaupþingi við kaup sjeiksins frá Katar á hlutabréf- um í Kaupþingi. West Ham og Askar Capital Önnur verkefni Logos sem talin eru upp á afrekaskránni sem nú er horf- in eru meðal annars ráðgjöf fyrir hinn gjaldþrota banka Askar Capi- tal þar sem Tryggvi Þór Herberts- son var áður forstjóri. Meðal verk- efna fyrir Askar Capital var ráðgjöf vegna kaupa á skrifstofubyggingu í París og verslunarhverfi í sömu borg árið 2007 fyrir um 240 milljónir evra. Þá keypti Askar skrifstofubyggingu í Gent, Belgíu fyrir 120 milljónir evra í nóvember 2006. Þá ráðlagði Logos Björgólfi Guð- mundssyni vegna kaupa hans á enska knattspyrnufélaginu West Ham United, sem hann átti um skamma hríð áður en hann varð gjaldþrota og missti félagið í hendur Straums Burðaráss. Ný verkefni Jafnvel þó þeir kúnnar Logos sem taldir hafa verið upp í þessari sam- antekt séu komnir í gjaldþrot, þá taka önnur verkefni við fyrir stofuna. Eins og Gunnar Sturluson, framkvæmda- stjóri stofunnar, orðar það á vefsíð- unni: „En umbrotatímar hafa einnig tækifæri í för með sér - ekki síst fyr- ir öfluga lögmannsstofu á borð við Logos.“ Stofan hefur látið til sín taka í kjölfar hrunsins og hafa menn sem eru til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara ráðið lögmenn hennar til að verja sig. Erlendur Gíslason, hæstarétt- arlögmaður og einn af eigendum Logos, er nú skiptastjóri Baugs. Sama lögmannsstofan og ráðlagði Baugi með ýmis viðskipti fer því nú með þrotabúið. Talið er að um sé að ræða mörg hundruð milljóna króna hags- muni fyrir Logos. Óttar Pálsson, lögmaður hjá Logos, er verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sem hefur verið ákærður fyrir innherja- svik og gæti átt fangelsisvist yfir höfði sér. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Þá ráðlagði Logos Björgólfi Guð- mundssyni vegna kaupa hans á enska knatt- spyrnufélaginu West Ham United. n Logos flaggar ekki lengur aðkomu að kaupum FL Group á Sterling Fékk ráðgjöf Logos veitti Askar Capital ráðgjöf árið 2007. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var á þeim tíma forstjóri Askar. Umdeild viðskipti Ríkislög- reglustjóri gerði húsleit hjá Lo- gos árið 2009 vegna rannsóknar á félögum í eigu Hannesar. 2 Fréttir 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Glæsihýsi Hannesar til sölu Glæsihýsið við Fjölnis- veg 11, sem var í eigu útrásarvík- ingsins Hannesar Smárasonar, er nú komið á sölu. Það er fasteingasal- an Eignamiðlun sem hefur umsjón með sölu eignarinnar. Ásett verð er 190 milljónir króna en það er Þrotabú Fjölnisvegar 9 ehf. sem selur glæsi- hýsið. Þrátt fyrir að Landsbankinn hafi leyst til sín húsið í mars árið 2008 vegna skulda bjó Hannes áfram í því. Samkvæmt upplýsingum frá bankan- um var gerður við hann leigusamn- ingur til allt að sex ára. Eitthvað er þó síðan Hannes flutti úr húsinu en það stendur nú autt en tignarlegt á besta stað í Þingholtunum. Egill kærður aftur fyrir kynferðisbrot Á forsíðu miðviku- dagsblaðsins var greint frá því að samkvæmt heimildum DV sakar stúlkan sem kærði Egil Einars- son á mánudag hann um að hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul, en Egill á þrítugsaldri. Fimmtán ára börn eru fullorðin í þeim skilningi laganna að það er ekki refsivert að hafa við þau samræði með þeirra samþykki. Sé maður hins vegar dæmdur fyrir kynferðisbrot skal virða það til refsiþyngingar ef þoland- inn er barn yngra en átján ára. Áður hafði átján ára stúlka kært hann. Mál hennar er hjá ríkissaksóknara. Vísað úr Hörpu fyrir óspektir Frétt DV um að þremur stúlkum, sem voru í fylgd með Ás- geiri Þór Davíðs- syni, betur þekkt- um sem Geira á Goldfinger, í Hörpu síðastliðinn laugardag hefði verið vísað úr húsinu vegna óspekta, vakti mikla athygli. Heimildirnar DV herma að stúlkurnar hafi meðal annars sparkað í hurðir á salerni húss- ins og að tveir öryggisverðir hafi fylgt þeim út. Þær munu hafa setið á stétt- inni fyrir utan Hörpu í nokkurn tíma eftir það, í stuttum kjólum einum fata. Geiri hafði boðið stúlkunum út að borða á Kolabrautinni í Hörpu og svo á James Bond-tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Eldborg. Fréttir vikunnar í DV Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80miðvikudagurog fimmtudagur 25.–26. janúar 2012 10. tbl. 102. árg. leiðb. verð 429 kr. Rúnar Geirmundsson Þorbergur Þórðarson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Fjarðarási 25 • 110 Reykjavík • Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Fjölskyldufyrirtæki í 21 ár Þær kistur sem við bjóðum, eru framleiddar í Danmörku og hafa staðist allar væntingar um fagleg vinnubrögð og góðan frágang. Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar. Sirkus Geira smart! Bjáninn á RÚV n Þorkatli Gunnari Sigurbjörnssyni hefur vaxið fiskur um hrygg sem þulur á EM í handbolta í Serbíu. Viðbúið er að á móti sem þessu verði smávægileg mistök tæknilegs eðlis. Sú varð raunin í netútsend­ ingu Vodafone í leiknum gegn Spánverjum. Í hálfleik, áður en út­ sending hófst að nýju á RÚV, rúllaði myndin á netinu – og hljóðið með. „Hringduð þið í mig í þjóðsöngnum áðan?“ heyrðist Þor­ kell spyrja samstarfs­ mann sinn í Efstaleiti, sem svaraði greinilega neitandi. „Jæja, það hefur þá verið einhver bjáni uppi,“ sagði hann svo hátt og snjallt. Vísað úr Hörpu fyrir óspektir n Mikið kjaftað, kallað og myndað á tónleikunum Þ remur stúlkum, sem voru í fylgd með Ásgeiri Þór Davíðs­ syni, betur þekktum sem Geira á Goldfinger, í Hörpu síðastliðinn laugardag var vísað úr húsinu vegna óspekta, samkvæmt heimildum DV. Heimildirnar herma að stúlkurnar hafi meðal annars sparkað í hurðir á salerni tónlistar­ hússins og að tveir öryggisverðir hafi fylgt þeim út. Þær munu hafa setið á stéttinni fyrir utan Hörpu í nokkurn tíma eftir það, í stuttum kjólum ein­ um fata. Geiri bauð nokkrum starfsstúlk­ um sínum og vinkonum út að borða á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu og svo á James Bond­tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborg. Hópurinn mun hafa verið með heila stúku undir sig en hún var ennþá tóm þegar Sinfóníuhljóm­ sveitin byrjaði að spila. Á fyrstu tíu til fimmtán mínútunum tíndust stúlk­ urnar þó inn ásamt Geira. Gestur í salnum, sem hafði góða yfirsýn yfir stúkuna, segir mikið hafa verið kall­ að, kjaftað og myndað meðan á tón­ leikunum stóð. Í hléi fór hópurinn aftur á Kola­ brautina til að snæða aðalréttinn sem ekki náðist að bera fram fyrir tón­ leikana. Það tók sinn tíma og töluvert var liðið á seinni hluta tónleikanna þegar hópurinn skilaði sér í salinn. Ásgeir sagði í samtali við DV í síð­ ustu viku að þetta væri hans leið til að láta starfsfólk sitt finna að hann mæti það að verðleikum, en hann býður stúlkunum sínum gjarnan út að borða og á viðburði. Samkvæmt heimildum DV eru þó aðeins nokkr­ ar af þeim stúlkum sem Geiri bauð í Hörpu starfsmenn hjá honum. Þá herma sömu heimildir að nokkrar stúlknanna hafi verið undir lögaldri. Anna Margrét Björnsson, kynn­ ingarfulltrúi Hörpu, kannaðist ekki við að einhverjir gestir hefðu vald­ ið ónæði á tónleikunum. Hún sagð­ ist þó ekki geta tjáð sig um einstaka gesti í húsinu. Starfsmenn Öryggis­ félagsins ehf., sem sér um öryggis­ vörslu í tónlistarhúsinu, eru bundnir trúnaði og gátu því ekki tjáð sig um málið þegar DV hafði samband. Leifur Kolbeinsson, annar eig­ enda veitingastaðarins Kolabrautar­ innar, segist ekki þekkja til þess að eitthvert ónæði hafi verið af Geira og stúlknahópnum með honum. „Þetta eru bara gestir sem voru að borða hérna og þetta var bara flott.“ Ekki náðist í Ásgeir við vinnslu fréttarinnar. solrun@dv.is Veðrið U m víða veröld EvrópaReykjavík og nágrenni Kaupmannahöfn H I T I Á B I L I N U Osló H I T I Á B I L I N U Stokkhólmur H I T I Á B I L I N U Helsinki H I T I Á B I L I N U London H I T I Á B I L I N U París H I T I Á B I L I N U Tenerife H I T I Á B I L I N U Alicante H I T I Á B I L I N U <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst - fólk þarf að gá að sér >30 Stórviðri - fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausuVeðrið með Sigga stormi siggistormur@dv.is Veðurhorfur n æstu daga V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u 5-8 0/-4 5-8 0/-2 0-3 -2/-3 3-5 -4/-6 18-20 -3/-5 3-5 -3/-4 10-12 -2/-3 10-12 -6/-7 5-8 -1/-3 5-8 -1/-3 5-8 -2/-4 5-8 -4/-5 5-8 -3/-5 8-10 -2/-4 10-12 -2/-3 8-10 -1/-3 8-10 0/-1 5-8 1/0 10-12 0/-1 3-5 -2/-4 8-10 -4/-6 3-5 -3/-4 5-8 -6/-8 5-8 -9/-10 3-5 -8/-10 5-8 0/-1 5-8 0/-1 5-8 -1/-3 5-8 2/0 8-10 2/0 10-12 5/2 12-15 2/1 3-5 1/-1 10-12 3/1 3-5 2/1 3-5 3/1 5-8 3/1 3-5 3/1 5-8 1/-1 3-5 -1/-3 3-5 2/1 5-8 5/3 3-5 3/1 5-8 7/5 5-8 3/1 8-10 5/2 8-10 7/4 5-8 3/2 5-8 1/-1 12-15 2/1 12-15 3/1 3-5 3/2 12-15 1/-1 3-5 2/0 5-8 2/0 10-12 1/-1 3-5 3/1 5-8 4/2 3-5 1/0 10-12 3/1 5-8 2/1 8-10 2/1 8-10 5/3 10-12 1/0 Fim Fös Lau Sun Fim Fös Lau Su n EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík 0/-4 -7/-10 0/-3 -6/-9 12/5 11/7 15/11 17/12 2/-1 -3/-7 0/-2 -4/-10 10/2 12/5 16/11 18/8 12 -7 2/-1 -2/-7 0/-4 -7/-9 9/-3 9/0 16/11 17/9 Hæg breytileg átt lengst af en norðaustan stormur í kvöld og nótt með snjókomu. 0° -7° 21 3 10:17 16:50 í dag Bjart verður yfir Lundúnabúum á morgun og hitinn þar með miklum ágætum. Sömu sögu má segja í Danmörku en veturinn hefur verið mildur þar í landi. 2/-3 -2/-12 -1/-2 -6/-11 9/-1 8/4 16/11 16/9 Mið Fim Fös Lau 1 -10 Í dag klukkan 15:00 5 0 0 7 10 10 11 12 17 -6 -5 -3 0 -6 0 -2 0 3 8 8 621 16 8 8 23 -1 -9 -1 -9 -9 -6 3 8 Stormar og mikil snjókoma Hvað segir veður­ fræðingurinn? Við erum að lenda inni í vonskuveðri á öllu norðan­ og vestanverðu landinu í kvöld og nótt. Raun­ ar byrjar þetta óveð­ ur miklu fyrr á Vest­ fjörðum, en þar verður kominn norðaustan­ stormur þegar líður á daginn en ofankom­ an byrjar mun fyrr og hún verður talsvert mikil, einkum norðan til á landinu. Í dag: Viðvörun: Búist er við stormi á Vestfjörð­ um þegar líður á daginn og síðan norðan og vestan til seint í kvöld og nótt. Vaxandi norðaustanátt á Vest­ fjörðum, 18–23 m/s síðdegis, og á Snæfellsnesi undir kvöld, annars hæg breytileg átt. Snjó­ koma á Vestfjörðum og norðan til á landinu þegar líður á dag­ inn. Frost 0–10 stig, kaldast til landsins en mildast við sjávar­ síðuna. Á morgun: Hvöss norðvestanátt með norðausturströnd og suðaust­ urströnd landsins, annars mun hægari, 5–10 m/s. Snjókoma norðaustanlands, annars úr­ komulítið og bjart sunnan og vestan til. Frost 2–10 stig. Á föstudag: Vaxandi sunnanátt, 8–15 m/s þegar kemur fram á daginn. Rigning sunnan og vestan til, en úrkomulítið annars staðar. Hlýnandi veður og hiti 0–8 stig þegar líður á daginn. Ónæði Samkvæmt heimildum DV var töluvert ónæði af stúlkunum hans Geira í Hörpu á laugardaginn. Mynd Björn Blöndal w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 25.–26. janúar 2012 Miðvikudagur/fiMMtudagur 10 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . KÆRÐUR FYRIR aÐ naUÐga 15 ÁRa STúlKU gIllz-mÁlIÐ vIndUR Upp Á SIg „Við erum bara að reyna að átta okkur á því hvað þetta er — Lögmaður Gillz n Önnur stúlka kærir SÖKUÐ Um aÐ valda vEIKIndUm EllU díSaR n Ragna fyrir dómi 3 María Birta stingur af 222–315 Lúxusmatur á góðu verði Aldrei aftur ofurlaun n ESB íhugar þak á laun bankamanna n Ofurlaunastéttin óttast áformin Ísland græddi á því að tapa gegn Spáni n Gætum lent í léttum riðli á ÓL 8–9 20 „Ég missti eiginlega allt forræðið 1 2 3 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.isár drekans Heilsumeðferð · opnar orkuflæði · slökun · losar um spennu og kvíða · dregur úr verkjum · styrkir líkamann · o.fl. Jafnvægi fyrir líkama og sál Óvenjulegt verkefni lögreglu: Bíllinn hvarf í snjóskafl Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk tilkynningu um nytjast- uld á miðvikudagsmorgun. Um var að ræða fólksbíl sem hafði horfið af bílastæði við fjölbýlis- hús í Breiðholti. Það var eigandinn sem hringdi sjálfur í lögregluna og boðaði hann jafnframt komu sína á lögreglustöð vegna málsins. Ekki kom þó til þess því stuttu síðar hafði maðurinn aftur samband við lögreglu og greindi frá því að bíll- inn væri fundinn. Spurður frekar um málsatvik sagði maðurinn að bíllinn væri ennþá á áðurnefndu bílastæði, eftir allt saman, og hefði ekki verið hreyfður úr stað. Hins vegar væri svo mikill snjór á bíla- stæðinu að hann hefði einfaldlega ekki fundið bílinn fyrst í stað og því álitið að honum hefði verið stolið. Þrælduglegir nemendur í MS Nokkrir vaskir MS-ingar tóku sig til snemma á fimmtudag og mok- uðu Ferjuvog, götuna sem liggur að Menntaskólanum við Sund. Ástæðan var sú að snjómokst- ursvélar höfðu farið og rutt bæði Gnoðarvog og bílastæði skól- ans, en ekki innkeyrsluna sjálfa að skólanum – Ferjuvog. Íbúar í Ferjuvogi sátu því fastir í götunni og nemendur og kennarar MS komust ekki að skólanum. Þessir piltar létu ekki segja sér það tvisvar og voru komnir út með skóflur og byrjuðu að moka snjón- um í burtu. Þeir létu sér það ekki duga og aðstoðuðu íbúa Ferjuvogs við að komast leiðar sinnar þegar þeir sátu fastir í snjónum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.