Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Flatkökur og rúgbrauð frá Gæðabakstri/Ömmubakstri á þorrabakkann! Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf • Lynghálsi 7 • 110 Reykjavík É g skemmti mér vel með kúbein einn daginn og reif eiginlega allt út – alla skápa, gólfefni og meiri- hlutann af eldhúsinn- réttingunni. Baðherbergið var það eina sem eftir var. Svo kom Innlit/útlit og reddaði því,“ segir Magni sem hefur staðið í stór- ræðum á heimili sínu. Magni er heimakær. Helg- arnar fara oft í vinnuna – spila- mennsku og söng hér og þar – og svo vill hann helst vera heima á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum. „Þá er ég bara að taka til.“ Rauða Kitchen Aid-hrærivélin í eld- húsinu er þá oft sett í samband en Magni segist oft baka. Og elda. „Fyrir utan hefðbundinn heimilismat er ég hrifinn af ind- verskum mat og sushi.“ Hinir borgfirsku geimgrísir „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég labbaði oft heim úr skólanum syngjandi. Ég byrj- aði að gutla á gítarinn hennar mömmu og byrjaði í hljómsveit 12 ára sem hét Hinir borgfirsku geimgrísir. Ég og vinir mínir í hljómsveitinni hlustuðum mest á þungarokk en við gátum ekki spilað þannig tónlist þannig að við spiluðum auðveldustu Bítlalögin og Ó María, mig langar heim.“ Síðan var það Shape og svo Á móti sól. Tónlistin gefur honum mikið. „Tón- list er alls staðar. Fuglar syngja. Um leið og ein- hver fattaði að berja sam- an tveimur hlutum þá var komin músík. Tónlist gefur látið manni líða – allan skalann. Það er hægt að grenja við tón- list, maður getur orðið reiður og fengið útrás. Tónlist sannar fyr- ir mér að það er til eitthvað óút- skýranlegt.“ Það eru komin nokkur ár síðan hann upplifði Rock Star Supernova úti í hinum stóra heimi; þátttakandi í raunveru- leikaþætti. Þar upplifði hann nýja veröld og umgekkst stjörn- ur. „Það sem ég lærði af þessu er að heima er best. Ég myndi ekki vilja skipta á þessari íbúð og frægð í Bandaríkjunum. Þetta er lífið; en ekki að reyna að meika það einhvers staðar.“ Magni Ásgeirsson tónlistarmaður er heima- kær og vill helst vera heima á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Hann býr í um 80 fermetra íbúð í um 80 ára gömlu húsi. Kýs heimilið fram yfir frægðina Herbergi eldri sonarins Maja málaði myndirnar. Endurbætur Baðherbergið sem var tekið í gegn. „Ég skemmti mér vel með kúbein einn daginn.“ Heimakær tónlistarmaður Magni segist vilja vera heima hjá sér mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. myndir sigtryggur ari Krummar og rokk Hátalarar og krummi á flugi. Heimilislegt Allt í stíl í stofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.