Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 36
36 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 27.–29. janúar 2012 Helgarblað S igurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Sigurður var stofnandi Félags andnasista við Háskóla Íslands á háskólaárunum. Hann var rit- stjóri Vesturlands 1942–59, rit- stjóri Stefnis 1950–53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórn- málaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956–69. Hann var alþm. Norður- Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1942–59, varaþm. 1959– 63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963–70. Hann var forseti neðri deildar Al- þingis 1949–56 og 1963–70. Sigurður var skipaður sendi- herra Íslands í Danmörku 1970–76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var fyrsti sendiherra Íslands í Bret- landi eftir að stjórnmálasambandi ríkjanna var aftur komið á, 1976– 82, og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utan- ríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982– 85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indland, Kýpur og í Túnis 1983–85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Dan- mörku. Þá vann hann ötullega að því hugðarefni sínu að Jónshús í Kaupmannahöfn yrði tekið í notk- un sem fyrst. Sigurður var formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands 1938– 39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941–42, forseti bæj- arstjórnar Ísafjarðar 1946–50, for- maður Blaðamannafélags Íslands 1957–58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957– 58, var stjórnarformaður menn- ingarsjóðs blaðamanna 1946–62, sat í Útvarpsráði 1947–70 og var formaður þess 1959, formaður Ís- landsdeildar Norðurlandaráðs 1953–59 og 1963–70, og var einn af forsetum ráðsins 1953–56, 1958– 59 og 1963–70, sat í Þingvallanefnd 1957–70 og var formaður Norræna félagsins 1965–70. Sigurður var formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúnings- nefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróða- nefnd 1951, í úthlutunarnefnd at- vinnuaukningarfjár 1959–60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961–66 og í stjórn Atvinnubóta- sjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í end- urskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipað- ur í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og full- trúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1960–62. Sigurður skrifaði fjölda tíma- rita- og blaðagreina ásamt út- varpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenn- ingarskyni fyrir margháttuð opin- ber störf sín. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.2. 1956 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ólöfu Páls- dóttur, f. 14.4. 1920, myndhöggv- ara. Hún er dóttir Páls Ólafssonar, útgerðarmanns og ræðismanns, og k.h., Hildar Stefánsdóttur hús- móður. Börn Sigurðar og Ólafar eru Hildur Helga, f. 8.8. 1956, sagnfræð- ingur og blaðamaður í Reykjavík og er sonur hennar Óðinn Páll, f. 12.4. 1994, menntaskólanemi; Ólafur Páll, f. 13.6. 1960, bókmenntafræð- ingur, skáld og kvikmyndaleikstjóri. Systkini Sigurðar: Björn Bjarna- son, f. 31.12. 1916, d. 20.10. 1994, bóndi í Vigur; Baldur Bjarnason, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, bóndi, odd- viti og hreppstjóri í Vigur; Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 16.10. 1922, d. 7.1. 2006, fyrrv. skólastjóri Húsmæðra- skólans Óskar á Ísafirði; Þórunn Bjarnadóttir, f. 14.7. 1925, kennari, búsett í Reykjavík; Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 3.7. 1926, kennari og fyrrv. alþm., búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Bjarni Sigurðsson, f. 24.7. 1889, d. 30.7. 1974, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir, f. 7.7. 1889, d. 24.1. 1977, húsfreyja. Ætt Bjarni var bróðir Sigurðar, sýslu- manns á Sauðárkróki, föður listmál- aranna Sigurðar og Hrólfs, og Árna, pr. á Blönduósi. Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróð- ur Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðs- ins, föður Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðamanns, en systir Valtýs var Hulda, skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, móðir Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts. Sigurður var sonur Stefáns, b. á Heiði Stefánssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, skálds á Heiði Guðmundssonar. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Ólafs, afa Ólafs Bjarnasonar pró- fessors. Annar bróðir Þórunnar var Brynjólfur, langafi Þorsteins Gunn- arssonar, leikara og arkitekts. Þórunn var dóttir Bjarna, dbrm. á Kjarans- stöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra- Hólmi Teitssonar, bróður Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdís- ar, fyrrv. forseta. Móðir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephensen, stúd- ents í Galtarholti Björnssonar Steph- ensen, dómsmálaritara á Esjubergi Ólafssonar, ættföður Stephensen- ættar Stefánssonar. Móðir Helgu var Anna, systir Þórunnar, langömmu Jónasar Rafnar yfirlæknis, föður Jón- asar Rafnar, bankastjóra og alþm., föður Ingibjargar heitinnar Rafn- ar, lögmanns og fyrrv. borgarfull- trúa. Anna var dóttir Stefáns Schev- ing, umboðsmanns á Leirá og að Ingjaldshóli, og Helgu Jónsdóttur, pr. á Staðastað Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Meðal systkina Bjargar voru Har- aldur leikari, faðir Stefáns yfirlæknis og Jóns arkitekts sem er faðir Stefáns, leikstjóra og leikstjóra; Sigurður, fað- ir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum en meðal barna hans eru Sigurður krabbameinslæknir og Edda heitin, augnlæknir; Björgvins, hrl. og framkvæmdastjóra VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, faðir Þorbjargar skóla- stjóra, Jóhannesar Geirs myndlistar- manns og Ólínu Ragnheiðar, móð- ur Óskars Magnússonar, útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm., hreppstjóra og ætt- föður Veðramótaættar í Skagafirði Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jón- asar á Gili, föður Meingrundar-Eyj- ólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Kon- ráðs alþm., og Ingibjargar Margrétar bókavarðar, móður Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardóm- ara. Dóttir Jónasar á Gili var Sigur- laug, langamma Árna Björnssonar, afa Jóns L. Árnasonar stórmeistara. Jónas á Gili var auk þess langafi Árna, prófasts í Görðum, afa Stef- áns Gunnlaugssonar, fyrrv. bæjar- stjóra í Hafnarfirði, föður Guðmund- ar Árna sendiherra og fyrrv. ráðherra og alþm., Gunnlaugs, pr. í Heydölum og fyrrv. alþm., Snjólaugar heitinnar uppeldisfulltrúa og Finns Torfa, lög- fræðings og tónskálds og fyrrv. alþm., en bróðir Árna, prófasts í Görðum var Sigurður brunamálastjóri, fað- ir Sigurjóns lögreglustjóra, föður Jó- hanns, forstjóra Hafró, Birgis Björns hagfræðings og Árna bókmennta- fræðings. Systir Sigurjóns lögreglu- stjóra var Ingibjörg, móðir Magnúsar Magnússonar, þáttagerðarmanns hjá BBC og rithöfundar, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Móð- ir Björns á Veðramóti var Guðríður, systir Steinunnar, móður Jóns Árna- sonar þjóðsagnasafnara. Guðríður var dóttir Ólafs, b. á Harastöðum á Skagaströnd Guðmundssonar, bróð- ur Davíðs á Spákonufelli, langafa Davíðs Jónatanssonar, langafa Dav- íðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Móðir Bjargar var Þorbjörg, systir Sigurðar, pr. í Vigur hér að framan og Stefáns skólameistara. Útför Sigurðar fer fram frá Dóm- kirkjunni, mánudaginn 30.1. og hefst athöfnin kl. 13.00. Sigurður Bjarnason Fyrrv. sendiherra, alþm. og ritstjóri Morgunbl. f. 18.12. 1915 – d. 5.1. 2012 Andlát Merkir Íslendingar Ó lafur Davíðsson, þjóð- sagnasafnari og náttúru- fræðingur, fæddist að Felli í Sléttuhlíð. Hann var son- ur Davíðs Guðmundsson- ar, pr. að Hofi í Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Ólafsdóttur Briem. Systir Ólafs var Ragnheið- ur, móðir Davíðs Stef- ánssonar, skálds frá Fagraskógi. Sigríð- ur, móðir Ólafs, var systir Valdi- mars Briem sálmaskálds og vígslubiskups, og Haralds Briem á Bú- landsnesi, afa Odds læknis, föður Davíðs Oddssonar Morgunblaðs- ritstjóra. Móð- ir séra Davíðs Guðmundsson- ar var hins veg- ar Ingibjörg, syst- ir Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, auk þess sem Sigurður Guð- mundsson, málari og for- maður Fornminjafélagsins, var náskyldur Ólafi í föðurætt. Ólafur varð snemma bók- hneigður sem barn. Hann sett- ist fimmtán ára í Latínuskólann í Reykjavík, þótti bráðþroska og efnilegur nemandi enda vel und- irbúinn af föður sínum og lauk stúdentsprófi þaðan 1882. Hann sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var í Kaupmannahöfn í fimm- tán ár án þess þó að ljúka prófum enda áhugasamur um hin marg- víslegu málefni og dreifði kröft- um sínum, auk þess sem hann hneigðist til drykkju í Höfn eins og hann greindi hispurslaust frá í bréfum sínum heim. Sagt er að þegar Ólafur kom loksins heim, próflaus, hafi faðir hans fagn- að honum ákaflega og sagt: „Úr því að þú ert kominn, Óli minn, ættum við þá ekki að fá okkur einn gráan?“ „Aldrei skyldi það skemma,“ á Ólafur að hafa svarað. Ólafur var síðan hjá foreldrum sínum að Hofi, safnaði þjóðsög- um af kappi og stundaði grasa- söfnun, m.a. fyrir Grasasafnið í Kaupmannahöfn. Þá kenndi hann við skólann á Möðruvöllum. Ólaf- ur var á barnsaldri er hann hafði lesið Þjóðsögur Jóns Árnasonar aftur og aftur, spjaldanna á milli. Hann hlustaði eftir öllum þeim sögum hjá öllum þeim sögukerl- ingum sem hann komst í kynni við og komst fljótlega á þá skoðun að flestar þær sögur sem honum voru sagðar vantaði í Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Auk þess vantaði þar að hans dómi gátur og leiki. Margar sagnir Ólafs birtust fyrst í tímaritinu Huld á árunum 1890– 98 en fyrsta þjóðsagnaritið hans kom út 1896 og vakti töluverða athygli. Ritið Íslenzkar gát- ur, skemmtanir, viki- vakar og þulur, kom út hjá Bókmennta- félaginu í fjórum bindum á ár- unum 1887– 1903. Fyrsta bindið um gáturnar var að vísu verk Jóns Árna- sonar en hin bindin verk Ólafs. Hann gaf út lítið kver, Ís- lenskar þjóð- sögur, árið 1895, en á ár- unum 1940–43, gaf Sögufélagið út rit Ólafs, Gald- ur og galdramál á Ís- landi. Hér er enn eitt af höfuðverkum hans og reyndar verðlaunaritgerð. Þá ligg- ur eftir hann löng ritgerð, Ísland og Íslendingar, eftir því sem segir í gömlum ritum útlendum, en þar rekur hann meginþráðinn í mörg- um fornum ritum um Ísland, sem flest voru almenningi ókunn og mörg hver jafnvel ókunn íslensk- um fræðimönnum á þeim tíma. Þessi langa ritgerð hans birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins árið 1887. Hún sýnir vel hversu snemma Ólafur varð gífurlega víðlesinn. Þá skrifaði hann ætíð allmikið í blöð og tímarit, innlend sem erlend. Ólafur var fremur dulur og fáskiptinn og fór yfirleitt einn í grasasöfnunarferðir sínar. Hann var augljóslega viðkvæm sál sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var almennt vel liðinn enda ljúfmenni og sérlega barngóður. Hann var t.d. góður félagi þeirra Dav- íðs Stefánssonar skálds og vin- konu hans, dóttur skólastjórans á Möðruvöllum, Huldu Á. Stefáns- dóttur, sem Davíð átti síðar eftir að yrkja til ótal ástarljóð. Sviplegt fráfall Ólafs, er hann drukknaði í Hörgá 1903, snart þau Davíð og Huldu djúpt er þau voru á barns- aldri, sem og bróður Huldu, Valtý, sem síðar varð ritstjóri og einn af eigendum Morgunblaðsins. Um þessa atburði er töluvert fjallað í hinni bráðskemmtilegu ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína, eftir Friðrik G. Olgeirsson, útgefinni árið 2007. Ólafur Davíðsson Náttúrufræðingur f. 26.1. 1862 – d. 6.9. 1903 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.