Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 27.–29. janúar 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið É g fann hvernig óttinn náði á mér heljartökum þar sem ég fikraði mig upp brekkuna að klettabeltinu. Smám saman var sem úr mér drægi allan mátt og ég lyppaðist loksins niður á fjóra fætur. Ég gat ekki meir. Göngufélaginn horfði á mig með augnaráði sem gat lýst samúð eða allt eins skömm á því að vera í slagtogi við mann sem hafði breyst í tóman poka í brekku í Esjunni. Hann var enda þaulvanur fjallamaður og átti að baki bæði Ki- limanjaro og Mont Blanc. É g var enn sem lamaður. Þetta var fyrsta ferðin mín á Esjuna. Ég hafði séð fyrir mér sigurstund á efsta kletti Þverfellshornsins. Þess í stað lá ég máttvana á fjórum fótum, læstur með höndum og fótum við svörðinn, og vakti óskipta athygli þeirra sem röltu framhjá. Ég reyndi að rísa upp á fjóra fætur en skalf og titraði eins og nýborið lamb á köldu vori. Göngufélaginn talaði í mig kjark. Við vorum sammála um að óumflýjanlegt væri að snúa við. F élaginn sagði mér háskasög- ur af Mont Blanc þar sem mér skildist að hann hefði bjargað sjálfum sér frá bráðum bana og gott ef ekki heilum hópi ferða- manna. Þar sem ég fikraði mig skjálfandi niður brekkuna hjálpaði þetta ekkert. Ég þurfti ekki meiri háska en orðið var og bað hann vin- samlegast að halda kjafti á meðan ég kæmist í öruggan halla. Við Steininn fann ég létti. Ég var slopp- inn. Ég ætlaði aldrei að koma aftur. Á niðurleiðinni kom sjálfs- traustið smám saman. Ferðafélag- inn sagði mér óáreittur sögu frá för sinni á Kilimanjaro. Mér skildist að hann hefði á endanum borið fylgd- armann sinn og skósvein á bakinu. Eftir því sem jafnsléttan nálgaðist óx mér kjarkur að nýju. Þar sem ég stóð 50 metra yfir sjávarmáli var ég harðákveðinn í að snúa aftur. Dagarnir urðu að vikum og mánuðum áður en dró til tíðinda. Ég átti samræður við fjölda manns sem hafði klifið Esj- una og undirbjó mig í þaula. Sjö mánuðum eftir að ég lamaðist við klettarætur rann upp stundin. Ég hélt öðru sinni á Esjuna ásamt göngufélaganum og þriðja manni. Ég hafði lagt til að við hefðum með taug til að binda í mig en hlátur félaganna tveggja sannfærði mig um að það væri óþarft. V ið gengum sem leið lá framhjá Steini og á örlagaslóðirnar. Skyndilega lagðist yfir kol- svört þoka. Þriðji maðurinn gekk á undan en göngufélaginn fast á hæla mér. Mér fannst ég örugg- ur. Klettarnir birtust og ég sá undir hæla þriðja mannsins sem hvarf í sortann. Eins og könguló elti ég og notaði útlimina til að tryggja öryggi. Allt í einu var hann horfinn. Ég leit varlega um öxl og sá að sporgöngu- maðurinn hafði líka gufað upp. Ég var í klettunum með sjóndeildar- hring sem nam örfáum metrum. S kyndilega færðist kraftur um mig frá toppi til táar. Ég skreið upp klettana á miklum hraða og áður en ég vissi af stóð ég á toppnum við hlið þriðja mannsins. Nokkru síðar birtist göngufélaginn sem hafði villst. Sælutilfinningin var algjör. Ég hafði sigrað fjallið og sjálfan mig. Auminginn frá því sjö mánuðum fyrr hafði verið kveðinn í kútinn. Lífsháski á Esjunni Það er hægt að deyja úr hjartasorg n Sá sem missir maka sinn er í sex sinnum meiri hættu á að fá hjartaáfall Þ unglyndi, kvíði og reiði hef- ur oft verið tengd við það sorgarferli sem fólk gengur í gegnum við fráfall nákom- inna ættingja eða ástvina. Þrátt fyrir að flestir komist í gegnum sorgarferlið áfallalaust eru þeir sem syrgja þó sjálfir í hættu á að falla frá. Vísindamenn við Harvard-háskóla halda því fram að þú getir í rauninni dáið úr hjartasorg en í þeim tilfellum sem einstaklingur deyr vikum eða mánuðum eftir að hafa misst maka sinn er það í 20 til 53 prósentum til- fella vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Tilfinningalegur hvirfilbylur Samkvæmt vísindamönnum við læknadeild Harvard-háskóla eykst hættan á að fá hjartasjúkdóma hjá þeim sem hafa nýlega misst ástvin eða nákominn ættingja og er hætt- an 21 sinni meiri fyrstu dagana eftir að makinn deyr og sex sinnum meiri fyrstu vikuna eftir missinn. Elizabeth Mostofsky, stjórnandi rannsókn- arinnar, segir að sá tilfinningalegi hvirfil bylur sem fólk gengur í gegn- um eftir missinn, streita og svefnleysi, auk þess sem margir gleyma að taka lyf sem eru þeim nauðsynleg, séu allt ástæður fyrir þessari auknu hættu. Hún nefndir einnig sem dæmi að í niðurstöðum skoskrar rannsóknar á 4.395 hjónum komi fram að þeir sem eru í sorgarferli eftir makamissi eru í mun meiri hættu á að deyja en þeir sem eru ekki í sorgarferli. Þetta kemur fram í grein sem birtist í rit- inu Circulation þar sem greint er frá rannsókn vísindamannanna við Harvard. Sér í lagi ef missir er óvæntur Þetta staðfestir Kaare Harald Bønaa sem er norskur prófessor og yfir- læknir við St. Olavs-spítalann í sam- tali við Verdens Gang (VG). „Við vit- um að þeir sem hafa misst maka eða annan nákominn ættingja eru í meiri hættu á að fá hjartaáfall, sér í lagi ef missirinn er óvæntur og við dramatískar aðstæður,“ segir hann. Vísindamennirnir spurðu innlagða sjúklinga, á árunum 1989 til 1994, spurninga um aðstæður þeirra í aðdraganda hjartaáfallsins, hvort þeir hefðu misst einhvern nákom- inn, hvenær dauðsfallið hefði orðið og hvert samband þeirra hefði ver- ið við þann látna. „Thor Edvardsen, stjórnandi hjartadeildar Óslóar-há- skóla hefur fulla trú á rannsókninni. „Læknaritið Circulation, þar sem niðurstöðurnar eru birtar, eru eitt það besta þegar kemur að hjartasjúk- dómum og Harvard er eins og allir vita afar virtur háskóli,“ segir hann. Í VG segir að andleg streita leiði til aukins blóðþrýstings og hraðari púls sem geri það að verkum að blóðflög- ur loði saman og þetta auki líkurnar á hjartaáfalli. Auk streitunnar upp- lifi einstaklingurinn einnig svefn- leysi, minni matarlyst og framleiðsla á streituhormóninu kortisól eykst. Mikilvægt sé því að huga vel að eigin heilsu þegar maður upplifir missi og mikla sorg í kjölfarið. Þetta hjálpar í sorginni Hvort sem þú hefur misst maka eða stendur í skilnaði eru til nokkur ráð um hvernig þú kemst í gegnum missinn: n Gráttu þegar þú þarft að gráta. Hvort sem þú ert ein/n eða innan um aðra. Það er mikilvægt fyrir sálina. n Segðu við sjálfa/n þig „Ég kemst í gegnum þetta“. Reyndu að líta á þetta sem sannleika. Mundu að aðrar mann- eskjur hafa gengið í gegnum það sama og þú. Sársaukinn mun á endanum minnka. n Reyndu að hugsa jákvætt um allt það sem þú átt þó enn. Það getur verið fjölskyldan, vinir, gæludýr, frístundir og svo framvegis. n Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Á slíkum dögum er gott að verðlauna sjálfa/n sig í stað þess að refsa. n Settu þig í fyrsta sæti. Hugsaðu vel um þig og dekraðu við sjálfa/n þig. Losaðu þig undan skuldbindingum sem eru þér erfiðar. n Prófaðu eitthvað nýtt. Þannig getur þú upplifað sjálfa/n þig á alveg nýjan hátt. Reyndu til dæmis að kynnast nýju fólki. n Fáðu þér göngutúr í náttúrunni, vertu meðvituð/ meðvitaður um umhverfið og andaðu að þér fersku lofti. n Njóttu samveru við vini þína. n Mundu að tíminn læknar öll sár. Sannar sögur af fólki sem dó úr hjartasorg Í október 2009 sagði DV frá því að bresku hjónin Stewart og Olga Whitfield hefðu látist með nokkurra mínútna millibili úr hjartaáfalli. Stewart var nýbúinn að hringja á sjúkrabíl eftir að eiginkona hans fékk hjartaáfall. Á meðan hann beið eftir sjúkrabílnum dundu ósköpin yfir og fékk hann einnig hjartaáfall. Þegar bráðaliðar kom á staðinn tók enginn á móti þeim og brugðu þeir því á það ráð að brjóta rúðu til að komast inn í húsið. Þegar að var komið voru þau bæði látin. Stewart, sem var pípulagningameist- ari, var 56 ára gamall en Olga var 61 árs. Í desember 2011 létust bandarísku hjónin Gary og Wanda Hodges með nokkurra klukkustunda millibili eftir 64 ára hjónaband. Í nóvember hlaut Wanda alvarlega áverka þegar hún datt og lá meðvitundarlaus eftir það. Hafði það mikil áhrif á Gary sem var lagður inn á spítala fljótlega eftir það. Þann 8. desember lést Wanda og Gary fór líka aðeins 12 tímum síðar. Nú í janúar létust bandarísku hjónin Richard og Nancy Trimmer sama dag en þau höfðu verið hamingjusamlega gift í 61 ár. Richard hafði dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur en hann greindist með lungnakrabbamein í nóvember. Nancy hafði tekið því illa og átt erfitt með að vera ein heima á meðan eiginmaðurinn var á sjúkrahúsinu. Fyrir nokkrum vikum var Nancy flutt á sjúkra- hús vegna hjartaverks. Henni hrakaði hratt og lést hún skömmu seinna. Þegar fjölskyldan fór á sjúkrahúsið til að tilkynna Richard að eiginkona hans væri látin hafði honum einnig hrakað mikið. Tólf tímum eftir andlát Nancy lést Richard. Einkenni hjartaáfalls Tíðni hjartaáfalla á Íslandi er svipuð og í öðrum vestrænum löndum og á hverju ári má gera ráð fyrir að um 400 manns fái hjartaáfall á Íslandi. n Skyndileg þyngsli eða verkir fyrir brjósti sem leiða oft út í handleggi, háls, kjálka eða milli herðablaða. n Óþægindi, ógleði og kaldsviti. n Einkenni kvenna geta líkst meltingar- truflunum og er algengt að þær finni fyrir slappleika og þreytu, óeðlilegum kvíðaköstum sem og meltingartrufl- unum eða uppþembu. UpplýSingar af HjarTalif.iS Harmur Hjartasorg í kjölfar makamissis eða skilnaðar getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir hjartað. „Við vitum að þeir sem hafa misst maka eða annan nákom- inn ættingja eru í meiri hættu á að fá hjartaáfall, sér í lagi ef missirinn er óvæntur og við drama- tískar aðstæður. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.