Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 4
þeirra komst í flotgalla og eru því engar líkur taldar á að þeir séu á lífi. Fyrsta ferð með togaranum Mennirnir fjórir voru að sigla sína fyrstu ferð með togaranum, en þeir höfðu ráðið sig í gegnum skipasölu til þess að ferja skipið til Noregs, þar sem það átti að fara í brotajárn. Ljóst er að öryggismálum um borð í skipinu var ábótavant, því einn þeirra sem saknað er náði einnig að klæða sig í flotgalla, en hann lak og var því í raun ónýtur. Mennirnir tveir sem komust í flot- galla lentu báðir í sjónum og hefur talsmaður norsku strandgæslunnar það eftir Eiríki að þeir hafi barist um í brjáluðu veðri og mikilli ölduhæð. Þá hafi á endanum rekið frá hvor öðrum. Brást hárrétt við aðstæðum Eiríkur Ingi var lagður inn á sjúkra- hús í Álasundi í Noregi, en var út- skrifaður eftir hádegi á fimmtudag. Í norskum fjölmiðlum er haft eftir flugstjóra björgunarþyrlunnar sem bjargaði Eiríki, að hann hafi brugðist hárrétt við aðstæðum. Hann segir að vindhviður á svæð- inu hafi verið svo öflugar að réttast væri að tala um fellibyl. „Við fundum brak og muni úr skipinu, björgunar- bát, björgunarhringi og ljóskastara,“ segir Olver Arness við norskan fjöl- miðil. Áhöfn þyrlunnar kom síðan auga á Eirík Inga þar sem hann rak um í sjónum. Myrkur var skollið á, aftaka- veður og aðstæður því mjög erfiðar til leitar. Áhöfn björgunarþyrlunnar notaði öflugan ljóskastara til að lýsa upp hafflötinn. Eiríkur var ekki með ljós á sér en endurskinsmerki á gall- anum varð til þess að áhöfnin kom auga á hann. Flugstjórinn segir að Eiríkur Ingi hafi verið í ótrúlega góðu ásigkomu- lagi. „Þegar við náðum honum um borð gat hann sagt okkur hvað hafði gerst. Hann hafði mjög góða yfirsýn.“ Flugstjórinn segir að Eiríkur hafi klætt sig í flotbúninginn áður en skipið sökk og eftir að hann lenti í sjónum hafi hann notað alla orku sína til þess að halda sér á floti. Eiríkur lýsti því síðan hvernig ofsaveðrið feykti skipverjunum í sjó- inn og hvernig björgunarbátinn rak í burtu frá þeim, án þess að þeir næðu að komast um borð í hann. n 4 Fréttir 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! E iríkur Ingi Jóhannsson, skip- brotsmaðurinn sem bjargað- ist eftir að togarinn Hallgrím- ur SI sökk á miðvikudag, lýsti því fyrir norsku strandgæsl- unni að skyndilega um miðjan dag hafi komið mikill leki að skipinu. Það hafi síðan sokkið hratt með hávær- um skellum og brestum. Eiríkur er 36 ára, fjögurra barna faðir og var lang- yngsti skipverjinn um borð. Hinir mennirnir þrír, sem tald- ir eru af, eru allir um sextugt. Þeir eru Magnús Daníelsson, skipstjóri á skipinu, Gísli Garðarsson og Ein- ar Gunnarsson, fyrrverandi kenn- ari í Stýrimannaskólanum, allir þrautreyndir sjómenn með áratuga reynslu. Kraftaverk má teljast að Eiríkur hafi lifað af, en hann náði að klæða sig í flotgalla sem bjargaði lífi hans. Skipið sökk um klukkan 14.30 á mið- vikudag og bjargaðist Eiríkur úr sjón- um um klukkan 18. Hann hafði því verið í ísköldum sjónum í um þrjár og hálfa klukkustund. Eiríkur hefur starfað sem tækniköfunarkennari og hefur því góða reynslu af því að vera í köldum sjó. Ölduhæðin á svæðinu var 15 til 18 metrar. Hann lýsti því fyrir björgunar- mönnum að hann hafi séð tvo af skipverjunum, sem báðir voru vin- ir hans, hverfa í sjóinn. Hvorugur n Eiríkur sá félaga sína hverfa í sjóinn n Togarinn nýkominn með leyfi Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Við fundum brak og muni úr skipinu, björgunarbát, björgunar- hringi og ljóskastara. Hallgrímur S I77 FÆRE YJAR S K O T L A N D Í S L A N D N O R E G U R Á miðju Atlantshafi Ölduhæð var 15 til 18 metrar þegar skipið fórst. Neyðarkall barst frá Hallgrími SI 77 kl. 13. 14 að íslenskum tíma. Togarinn var þá um 150 sjómílur norð- vestur af Álasundi. Neyðarkall Á l a s u n d kraftaverk að hann lifði af Fékk nýtt skírteini í ársbyrjun Siglingastofnun gaf út nýtt haf- færiskírteini fyrir Hallgrím SI þann 5. janúar síðastliðinn með gildis- tíma til 2. maí. Gamla haffæri- skírteinið rann út fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fullyrt er við DV að síðasta sumar hafi verið gerðar margar athugasemdir við ástand skipsins. Skipið var því án haffæriskírteinis í nokkurn tíma. Til þess að skip geti fengið haf- færiskírteini þarf það að standast skoðun. Helgi Jóhannesson er forstöðumaður stjórnsýslu- sviðs Siglingastofnunar. Hann segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við skipið við síðustu skoðun, en það er ekki á forræði Siglingastofnunar sjálfrar að skoða skipin heldur eru það sjálfstæðar skoðunarstofur skipa og flokkunarfélög sem sjá um það. „Það var skoðað í byrjun árs og gefið út haffæriskírteini í framhaldi af því með gildistíma til 2. maí,“ segir Helgi. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvernig sú skoðun fór fram. Áður en haldið er úr höfn er skipstjórum skylt að ganga frá lögskráningu á skipinu, þar sem áhafnarmeðlimir eru skráðir á vefsíðu Siglingastofnunar. Helgi hjá Siglingastofnun staðfestir að lögskráning skipsins hafi verið í lagi og það því nægilega mannað. Á haffæriskírteininu sem gefið var út 5. janúar á þessu ári kemur fram að útgerðarfélagið Ásvellir ehf. á Siglufirði sé skráður eigandi skipsins. Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður útgerðar- innar er Arnar Sverrisson. Hann segist í samtali við DV hafa selt skipið „bara núna á allra síðustu dögum“, eins og hann orðaði það. Þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurður hver væri kaupandinn að skipinu vildi hann ekki gefa það upp og bar fyrir sig trúnaði – jafnvel þó skipið hefði farist. Útgerðarmaðurinn neitar því að gefa upp hver eigandinn sé og því er eignarhaldið á huldu ennþá. Hann vildi heldur ekkert ræða um hvernig skoðunin fór fram, en fullyrti að öll öryggisatriði um borð í skipinu hefðu verið í lagi. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig. Hallgrímur SI Var í sinni lokaferð yfir hafið þegar hann sökk. Minnisblað lögfræðings Alþingis: Ekki tími fyrir stjórnarskrána Aðallögfræðingur Alþingis hafði ekki tíma til að meta hvort álita- mál er varða stjórnarskrá lands- ins heimiluðu óbreyttum þing- mönnum að leggja til að fallið yrði frá landsdómsákæru. Þetta kemur fram í minnisblaði aðal- lögfræðings frá því 16. desember sem unnið var fyrir forseta þings- ins. Þess sama og ítrekað hefur verið vitnað í sem rökstuðning fyrir heimild Alþingis til að taka þingsályktunartillögu um að falla frá landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde til þinglegrar með- ferðar. Í niðurlagi álitsins segir að eftir standi það álitamál hvort þingið hafi heimild til þess að falla frá málshöfðun á hendur ráðherra, nema þá að fyrir liggi tillaga með samþykki þingsins um að atbeina forseta verði leitað fyrir niðurfell- ingu saksóknar. „Tímans vegna er ekki leitast við að svara þessu álitamáli hér,“ segir í álitinu en vitnað er til 29. greinar stjórnar- skrárinnar. „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem lands- dómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. “ Þrátt fyrir tímaleysi lögmanns kemst aðallögfræðingur Alþing- is ofar í minnisblaðinu að þeirri niðurstöðu að málið sé í höndum Alþingis. „Samkvæmt framan- sögðu er það Alþingi sem fer með saksóknarvaldið og er gengið út frá því að það sé í valdi þess að gera breytingar á ályktun þess um málshöfðun á hendur ráðherra.“ Vitnað er í úrskurð landsdóms frá 3. október vegna frávísunar- kröfu lögfræðinga Geirs. „Telji [saksóknari Alþingis] rétt að tak- marka eða auka við ákæruatriðin, sem fram koma í þingsályktun- inni, verður hann að beina því til Alþingis að samþykkja nýja þings- ályktun með þeim breytingum, sem hann telur rétt að gera. Sak- sóknari Alþingis hefur því hvorki ákæruvald í málinu né hefur hann forræði á því hvers efnis ákæran er,“ segir í álitinu. Flotgallinn bjargaði Eiríkur brást rétt við að- stæðum í þessu hörmulega slysi. Myndin er af Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.