Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 38
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 28 jan 27 jan 29 jan Kvikmyndahátíð sett Frönsk kvikmyndahátíð hefst á föstudag og stendur til 9. febrúar. Að hátíðinni standa Græna ljósið og Há- skólabíó, Institut français, Alliance française í Reykjavík á samt sendiráðum Frakklands og Kanada. Aðalmynd hátíðarinnar er þögla myndin The Artist sem hefur farið sigurför um heiminn og nú þegar unnið 44 verðlaun, þar á meðal Golden Globe, og er tilnefnd til tíu óskarsverðlauna. Passi á hátíðina kostar 3.900 krónur. Gulleyjan frumsýnd Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson öðlast nýtt lif á sviði Leikhúss Akureyrar undir leik- stjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Það er glæsilegur hópur sem stendur að sýningunni, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmyndina, Agnieszka Baranowska og Júlí- anna Lára Steingrímsdóttir hanna búningana, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Indversk prinsessa í heimsókn Gaukur á Stöng kynnir tónleika með hinni einu sönnu Icy Spicy Leoncie. Leoncie býr á Englandi og leikur á þessum tónleikum gamla slagara í bland við nýtt efni. Gestir fá einnig að líta myndefni um Leoncie. Hljómsveitin Dr. Spock sér um upphitun og plötusnúður spilar á milli til að halda stuðinu gangandi. The Descendants í bíó Það er sannkölluð gósentíð fyrir kvikmyndaáhugafólk þessa dagana. Í kvikmyndahúsum er varla sýnd sú mynd sem hefur ekki hlotið verðlaunatilnefningar. The Descendants var frumsýnd hér á landi á fimmtudag. Það er óskars- verðlaunahafinn Alexander Payne sem m.a. leikstýrði Sideways og About Schmidt sem færir okkur hér enn eitt meistaraverkið þar sem George Clooney sýnir svo ekki verður um villst að hann er einn albesti leikari heims og skilar að mati gagnrýnenda sinni bestu frammistöðu til þessa. Músíkdagar á enda Lokatónleikar Myrkra músík- daga eru á sunnudag. Það er Kammersveit Reykjavíkur sem lokar dagskránni í Hörpunni. Götulist í Norræna húsinu Þessa helgina er opnuð sýning á götulist skandínavískra ungmenna. Litrík og skemmtileg sýning í Norræna húsinu sem fær fólk til að hugsa betur um gildi götulistar. Contraband Ekki missa af Contraband á bíó- tjaldi. Upplifun sem skilar sér ekki á sama hátt heim í stofu. Hasarinn á heima í bestu mögulegu hljóðgæðum. Contraband er sýnd í Laugarás- bíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói. 38 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Gott leikaralið í frábærri mynd“ „Iðnaðarrokk af bestu sort“ The Descendants Contraband Þ etta byrjaði bara með venjulegu áheyrnar- prófi sem umboðs- maðurinn minn redd- aði,“ segir leikarinn Gunnar Atli Cauthery um hlutverk sitt kvikmyndinni War Horse sem Steven Spiel- berg leikstýrir. Gunnar leikur lítið hlutverk í lok myndarinn- ar þar sem hann túlkar þýskan hermann í fyrri heimsstyrj- öldinni. Gunnar á íslenska móður, Björgu Árnadóttur leikkonu, og enskan föður, Andrew Cauthery, sem var tónlistarmaður. Hann hefur alla sína ævi búið á Bretlandi en talar stórbrotna íslensku miðað við það og þykir vænt um landið þó hann hafi aldrei fest hér rætur. Hann er með- limur í virtum Shakespeare- leikhópi og hefur fengið fína dóma fyrir sýningar sínar að undanförnu. Þá semur hann líka hluta tónlistarinnar í sýn- ingum hópsins. Laug um þjóðernið Þegar Gunnar fór í áheyrnar- prófið fyrir War Horse var Spielberg sjálfur ekki á staðn- um. Prufan var tekin upp á spólu sem var svo send leik- stjóranum. Gunnar komst í hann krappan í prufunni vegna umboðsmanns síns sem hafði aðeins beygt sannleik- ann. „Hún sagði við fólkið að ég væri að hluta til þýskur sem er náttúrulega ekki satt. Þegar ég var svo spurður að þessu sagði ég nei og leit á hana sem var ekki ánægð með mig. Ég áttaði mig á stöðunni og fór þá eitthvað að bulla um einhvern þýskan afa sem ég átti sem er auðvitað ekki til. Sem betur fer kostaði þetta mig ekki hlutverkið en þetta var frekar óþægilegt,“ segir Gunnar sem hafði betur í baráttu við fjöl- marga þýska leikara um hlut- verk þýsks hermanns. Hann talar þó ensku í myndinni og það vantar ekkert upp á hreiminn hjá Gunnari. Spielberg ekki tapað áhuganum Gunnari bregður fyrir í lok myndarinnar þar sem breskir og þýskir hermenn ræða um hestinn (War Horse) sem prjónar og lætur öllum illum látum á milli skotgrafanna. „Þetta er bara örstutt. Ég var í tökum í tvo daga en þetta var ótrúlega gaman,“ segir Gunnar sem heillaðist af Spielberg á tökustað. „Hann stýrði öllu sjálfur. Þetta var meiriháttar. Hann var mjög almennileg- ur og ekki að sjá á honum að hann væri kominn á einhvern aldur. Hann var bara eins og strákur þarna, fullur af orku og sköpunargleði. Það var ekkert allt skipulagt fyrirfram. Hann var alltaf að búa til eitthvað á staðnum, spinna og bæta við texta,“ segir Gunnar. Spielberg naut eðlilega gríðarlegrar virðingar á töku- stað. „Hann hefur algjöra yfir- sjón á öllu. Hann er með allt á hreinu og sá áhugi sem fékk hann fyrst til að gerast leik- stjóri og sögumaður er enn til staðar. Hann naut rosalegr- ar virðingar á settinu. Sjálfur fylgdist ég bara með honum ræða við tökumanninn sinn. Ég stóð og hlustaði og á sama tíma hugsaði ég um allar myndirnar sem þeir tveir hafa gert saman. Þeir byrjuðu að vinna saman í Schindler’s List og hafa verið saman síðan,“ segir Gunnar. Nóg að gera frá útskrift Árið 2008 útskrifaðist Gunnar frá RADA, Royal Academy of Dramatic Arts, sem er fræg- asti leiklistarskóli Bretlands. „Það var mjög krefjandi og skemmtilegt og það er að skila sér núna,“ segir Gunnar. „Ég hef unnið eiginlega alveg stöð- ugt síðan ég útskrifaðist. Það er gott að vera með RADA á ferilskránni og svo á lokaárinu koma allir að sjá sýningar loka- ársnemanna til að reyna að finna næstu kynslóð leikara. Að fara í þetta nám er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni.“ Gunnar hefur leikið mikið á sviði og í útvarpi en bíó- myndir eru eitthvað sem hann langar að gera meira af. „Ég vil alltaf vera í leikhúsi en líka í bíómyndum. Síðan ég kláraði námið hef ég bara verið í leik- húsi og útvarpsleikritum líka. Það er nefnilega sett upp heil- mikið af útvarpsleikritum hjá BBC sem ég hef fengið vinnu við. Svona á milli annarra starfa hefur það verið mjög stöðugt. Ég er búinn að vinna í þjóðleikhúsinu hér í Bret- landi og síðasta sumar var ég að leika í Shakespeare Globe- leikhúsinu. Það hús er endur- gerð af leikhúsi frá tíma Shake- speares. Það er allt eins og það var á hans tíma, nema kannski ekki jafnskítugt. Það var frábær upplifun og spennandi staður að koma fram á,“ segir Gunnar. Alvöru ástarsaga Listin var aldrei langt frá Gunnari því foreldrar hans eru leikari og tónlistar- maður. Faðir hans, Andrew Cauthery, var óbóleikari hjá bresku óperunni en bauðst árið 1969 að vinna eitt ár hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Sem betur fer sagði hann já,“ segir Gunnar og hlær. Hann kynntist svo móður Gunnars, Björgu Árnadóttur, þegar hann var að spila und- ir Fiðlaranum á þakinu sem Björg lék í. Neistar kvikn- uðu fljótt og þeir slokknuðu ekki þegar Andrew hélt aftur heim til Englands þegar störfum hans var lokið. „Hann fór heldur betur að sakna mömmu um jólin eftir að hann fór en þá höfðu þau verið aðskilin í svona þrjá mánuði. Hann hafði ekki efni á flugfari þannig að hann kom sér til Grimsby og fékk far með togara til Reykjavíkur. Þau hittust sem sagt í Leikhúskjallaranum,“ segir Gunnar sem hefur aldrei búið á Íslandi en þó oft komið til landsins. „Við fórum alltaf til Ís- lands á sumrin. Ég hlakk- aði alltaf mikið til að fara til Íslands því það var svo stór partur af lífi mínu. Ég sé eftir því að hafa aldrei búið á Ís- landi en aldrei segja aldrei. Hvar maður býr fer auðvi- tað eftir atvinnu. En vonandi kemst ég einhvern tímann til Íslands að vinna. Ég get bæði leikið Íslending og út- lending,“ segir Gunnar sem á að baki hlutverk í einni ís- lenskri mynd. Hann lék Ról- and í Benjamín Dúfu sem gerð var eftir samnefndri barnabók. Gunnar talar frábæra ís- lensku og það er ástæða fyrir því. „Pabbi lærði íslensku strax og hann kom til lands- ins og talar hana stórvel í dag. Foreldrar okkar bræðranna ákváðu að tala íslensku við okkur fyrstu árin þar sem við lærðum hvort sem er ensku. Ég er þakklátur fyrir að geta ennþá talað íslensku,“ segir Gunnar. Túrar fram í júlí Þessa dagana er Gunnar á ferð og flugi með leikhópn- um Propellers sem sýnir tvö leikrit eftir Shakespeare þetta árið, Henry fimmta og The Winter´s Tale. „Þetta er leikhópur aðeins skipaður karlmönnum. Það er þó eng- in karlremba. Þegar Shake- speare skrifaði þessi leikrit Plötuðu Spielberg Gunnar Cauthery er hálfur Íslendingur og hálfur Englendingur sem leikur smá hlut- verk í stórmyndinni War Horse í leikstjórn Stevens Spielberg. Hann gekk í frægasta leiklistarskóla Bretlands og hefur unnið stanslaust frá útskrift. Foreldrar Gunnars kynntust í Þjóðleikhúsinu fyrir 43 árum en kynni þeirra eru sönn ástarsaga. Í dag er Gunnar hluti af virtum Shakespeare-leik- hópi sem fær góða dóma. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Viðtal Á settinu Gunnar við tökur á stórmyndinni War Horse. Á sviði Gunnar í leiksýningunni As You Like It í fyrrasumar. „Ég hlakkaði alltaf mikið til að fara til Íslands því það var svo stór part- ur af lífi mínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.