Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 27.–29. janúar 2012 Helgarblað H raðskreiðir bílar, einkaþot- ur, lystisnekkjur, fáklædd- ar konur og dýrasta lúxus- villa Nýja-Sjálands. Þetta var einkennandi fyrir lífsstíl Kims Dotcom, 38 ára Þjóðverja, sem er stofnandi og aðaleigandi skráar- skiptasíðunnar megaupload.com. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lokaði síðunni í síðustu viku en grunur leikur á að stjórnendur vef- síðunnar hafi haft um hálfan millj- arð dala, eða tæplega 62 milljarða króna, af kvikmyndaframleiðend- um og öðrum rétthöfum með því að dreifa efni sem er höfundarrétt- arvarið. Gerð var húsleit á heimili Kims og hann handtekinn í kjölfarið ásamt þremur öðrum stjórnendum vefsíðunnar. Hann situr nú í gæslu- varðhaldi og bíður eftir að dómari taki ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Ef dómari fellst á það gæti Kim átt yfir höfði sér áratuga fangelsi í Banda- ríkjunum. Græddi 5 milljarða á einu ári Reuters-fréttaveitan birti í vikunni ítarlega fréttaskýringu þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í lífi þessa moldríka glaumgosa sem virðist hafa aflað gríðarlegra tekna á ólöglegan hátt – og það nánast á mettíma. Kim, sem var skírður Kim Schmitz, stofnaði Mega upload árið 2005. Í stuttu máli virkaði Mega- upload þannig að hver sem er gat sett efni inn á vefinn, til dæm- is kvikmyndir og tónlist. Þeir sem höfðu hug á að sækja efnið þurftu að greiða vægt gjald fyrir aðgang að vefnum. Þannig gátu þeir sótt ótakmarkað magn af efni á mun styttri tíma en gengur og ger- ist á netinu. Vinsældir vefjarins voru gríðarlegar og um tíma sóttu 50 milljón notendur vefsíðuna á hverjum degi og virðist Kim ekki hafa haft undan því að eyða pen- ingunum sem hann græddi. FBI áætlar að árið 2010 hafi Kim pers- ónulega haft 42 milljónir dala, eða 5,1 milljarð króna, upp úr krafsinu. Meðal þess sem lögregla lagði hald á við húsleitina voru um tutt- ugu lúxusbílar, þar á meðal bleikur Cadillac og Rolls-Royce Phantom- bifreið sem metin er á tugi millj- óna króna. Þá lagði lögregla hald á fjölmörg fokdýr listaverk. Bestur í heimi í MW3 Kim leigði lúxusvillu í nágrenni Auckland, stærstu borgar Nýja- Sjálands, þegar hann var hand- tekinn. Talið er að um sé að ræða dýrasta íbúðarhús landsins en samkvæmt úttekt Reuters er það metið á 37 milljónir dala, eða tæp- lega 4,6 milljarða króna. Og til að búa í húsinu þurfti Kim að reiða fram litlar sex milljónir króna á mánuði. Samkvæmt frétt The Huff- ington Post um málið reyndi Kim að kaupa húsið árið 2010 en þar sem hann var á sakaskrá fyrir göm- ul afbrot, meðal annars innherja- viðskipti, var honum bannað að festa kaup á eigninni. Hann fékk þó grænt ljós á að leigja hana. Þegar hann flutti inn árið 2010 eyddi hann tugum milljóna í end- urbætur á eigninni. Hann festi til dæmis kaup á sérstökum vatns- heldum hátölurum til að geta hlustað á tónlist í kafi í sundlaug- inni í garðinum. Þá er þess einn- ig getið í úttekt Reuters að Kim hafi verið mikill áhugamaður um tölvuleikinn Call of Duty: Mod- ern Warfare 3. Hann er sagður hafa eytt 702 klukkustundum, eða 29 sólarhringum, í spilun leiksins á aðeins um tveimur mánuðum. Þetta varð til þess að Kim náði um tíma efsta sætinu á lista yfir stiga- hæstu spilara leiksins. Með einkanúmerið Sekur Þrátt fyrir glaumgosalífsstíl urðu nágrannar Kims ekki mikið var- ir við hann. „Við höfum séð hann keyra hérna fram hjá en hann hef- ur alltaf haft mjög hægt um sig,“ segir Libbi Darroch, kona sem býr á næstu landareign við Kim. Hún nefnir sérstaklega að númeraplata á einni af bifreiðum hans hafi vak- ið athygli sína, en á plötunni stóð Guilty, eða Sekur á íslensku. Þó að Kim hafi látið tiltölu- lega lítið fyrir sér fara á Nýja-Sjá- landi átti hann það til að sletta ærlega úr klaufunum. Þannig má finna á netinu eins konar heim- ildarmynd um hann þar sem fylgst er með honum og hópi fólks yfir „eina brjálaða helgi í Mónakó“ eins og það er orðað í kynningu við myndbandið. Þar sést hann með- al annars umkringdur berbrjósta konum sprautandi kampavíni um borð í lystisnekkju. Kim tileinkaði „áhangendum“ sínum myndband- ið. Á Nýja-Sjálandi átti Kim þó eig- inkonu og börn og er kona hans nú kasólétt að tvíburum á meðan hann situr í fangelsi. Óttast að hann fari úr landi Spurningar hafa vaknað um þá ákvörðun hans að setjast að á Nýja-Sjálandi. Jeffrey Carr, stofn- andi netöryggisfyrirtækisins Taia Global, segir að það sé augljóst að Kim hafi viljað koma sér eins langt frá FBI og Interpol og hann gæti. „Nýja-Sjáland er nokkurn veginn undir radarnum og býður upp á meiri lífsgæði en til dæmis Austur- Evrópa. Þeir vissu greinilega ekki að FBI hefur reynt markvisst að efla alþjóðlega samvinnu á undan- förnum árum,“ segir Carr í samtali við The Huffington Post. Við yfirheyrslur hefur Kim neit- að að hafa gert nokkuð rangt þó flest bendi til þess að bandarísk yfirvöld virðist hafa býsna sterkt mál í höndunum. Verjendur hans hafa látið hafa eftir sér að Mega- upload hafi einungis boðið fólki að geyma efni á vefnum, en ekki tek- ið þátt í að dreifa því til þriðja að- ila. Þeir hafa óskað eftir því að Kim verði látinn laus gegn tryggingu en það vilja saksóknarar ekki þar sem þeir óttast að hann muni leggja á flótta og fara úr landi. n „Meðal þess sem lögregla lagði hald á við húsleitina voru um tuttugu lúxusbílar, þar á meðal bleikur Cadillac og Rolls-Royce Phantom- bifreið. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Bleikur Cadillac Lögregla lagði meðal annars hald á þennan forláta Cadillac. Liturinn hefur vakið talsverða athygli. Lúxusvillan Hér sést hin gríðarstóra lúxusvilla sem Kim bjó í frá árinu 2010. Þar er allt til alls og lóðin risastór. Mynd ReuteRS dýrasti bíllinn Hér sést glæsileg Rolls-Royce Phantom-bifreið sem metin er á tugi milljóna króna. Mynd ReuteRS Brot af bílaflotanum Hér sjást bifreiðarnar sem Kim átti. Alls gerði lögregla tuttugu lúxusbifreiðar upptækar. Mynd ReuteRS Átti bleikan CadillaC og græddi milljarða Sér fram á þungan dóm Kim Dotcom sést hér þegar hann kom fyrir dómara skömmu eftir handtökuna. Hann bíður ákvörðunar dómara um það hvort hann verði fram- seldur til Bandaríkjanna. Mynd ReuteRS n Tim Dotcom lifði lúxuslífi n Horfir nú fram á áratugalangan fangelsisdóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.