Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 32
32 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Sakamál Bandaríkjadalir Syni Franks Sinatra, Frank yngri, var rænt 8. desember 1963, þá 19 ára. Honum var sleppt tveimur dögum síðar eftir að lausnargjaldið, 240.000 dalir, 1.775.000 dalir á núvirði, hafði verið greitt. Ræningjarnir náðust skömmu síðar. Umtalað var að Frank sr. hefði skipulagt mannránið til að blása nýju lífi í deyjandi söngferil sonar síns. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s H ope Morgan og vinkona hennar til langs tíma, Elizabeth Giltner, sátu í maí 1937 og skrifuðu boðs- kort vegna brúðkaups Elizabeth, 23 ára, sem átti að fara fram nokkrum dög- um síðar. Skyndilega dró Hope skamm- byssu upp úr pússi sínu og skaut Eliza- beth fimm skotum þannig að í stað þess að ganga upp að altarinu með mannsefni sínu var Elizabeth ekið í kirkjugarðinn þar sem hún myndi sofa svefninum langa um ókomna tíð. Hope Morgan var að sjálfsögðu handtekin og sett í fanga- klefa þar sem hún hengdi sig í eigin náttfötum viku síðar. En eftir stóð spurningin um ástæður ódæðis Hope; hvað olli því að Hope, ung kona úr ágætri fjöl- skyldu, myrti bestu vinkonu sína? Þær höfðu vaxið úr grasi saman, gengið í sama skóla, verið samleigjendur í Michigan-háskóla og bjuggu í grennd við hvor aðra í East Lans- ing í Michigan. Þegar Hope hafði verið spurð þessar- ar spurningar var svarið einfaldlega: „Ég fann til löngunar til að drepa.“ Hope hafði í nokkra daga gengið um með skammbyssu föður síns í fórum sínum í leit að mennsku skotmarki. En löngunin til að taka í gikkinn hvelfdist ekki ekki yfir hana fyrr en hún sat gegnt vinkonu sinni og skrifaði boðskort – og Hope lét undan lönguninni og sendi vin- konu sína yfir móðuna miklu með fimm skotum. En þá vaknaði spurningin um hvað hefði orsakað þessa knýjandi löngun sem Hope réð ekki við. Við þeirri spurningu var fátt um svör. Að sumra mati var ein- faldlega um að ræða geðveiki, en aðrir töldu að Hope hefði verið afbrýðisöm út í vinkonu sína vegna þeirrar hamingju sem hún átti í vændum og Hope myndi ekki deila með henni. Áralöng vinátta þeirra rynni brátt sitt skeið – vegna karlmanns. Hér mun ekki verða úrskurðað um ástæð- ur þeirrar drápslöngunar sem varð þess valdandi að Hope myrti bestu vinkonu sína. Óstjórnleg löngun til að myrða Vinkonan lá í valnum 240.000 F oreldrum Carlinu Renae White, Carl Tyson og Joy White, leist ekkert á blik- una 4. ágúst 1987. Carlina, nítján daga gömul, var með háan hita, tæplega 40 stig, og for- eldrar hennar sáu sitt óvænna og fóru með hana á Harlem-spítal- ann í New York-borg. Að rannsókn lokinni var ákveð- ið að Carlina fengi sýklalyf í æð og ekki virtist ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur. Kona klædd sem hjúkrunar- kona hughreysti foreldrana á spít- alanum, en síðar kannaðist eng- inn við að sú kona hefði verið starfsmaður. Um nóttina hvarf Carlina af spítalanum; á tímabilinu 02.30 og 03.55 hafði einhver tekið lyfja- slönguna úr sambandi og að sögn varðar á sjúkrahúsinu hafði kona, sem bar svip af þeirri sem gefið hafði sig á tal við foreldrana, yf- irgefið spítalann um hálffjögur- leytið um nóttina, en hann hafði ekki séð neitt barn. Reyndar sagði vörðurinn ekki loku fyrir það skot- ið að hún hefði getað falið barn innanklæða. Á þeim tíma var spít- alinn ekki búinn eftirlitsmynda- vélum sem hefðu hugsanlega orð- ið lögreglu hjálplegar. Fljótlega kom í ljós að umrædd kona hafði sést á vappi í kringum spítalann í um þriggja vikna skeið. 10.000 Bandaríkjadala verðlaun Að barni væri rænt af spítala í New York var nýlunda á þessum tíma og borgin bauð 10.000 Bandaríkjadala verðlaun þeim sem skilaði Carlinu heilli á húfi. Dreifibréfum með ljós- mynd af henni var dreift um gervöll Bandaríkin, en allt kom fyrir ekki. Árið 1989 hafði enn ekkert spurst til stúlkunnar og foreldrar hennar höfðuðu mál gegn sjúkrahúsinu og kröfðust 100 milljóna Bandaríkja- dala í bætur. Þremur árum síðar náðist sátt í málinu og höfðu for- eldrarnir 750.000 Bandaríkjadali upp úr krafsinu. Ári síðar skildu Carl og Joy og fundu sér síðar nýja lífsförunauta. Meðan á öllu þessu stóð ól kona að nafni Ann Pettway upp Carlinu í Bridgeport í Connecti- cut, í aðeins 72 kílómetra fjarlægð frá heimili fjölskyldu hennar. Car- lina hét nú Nejdra Nance og virtist sem bernska hennar væri að mestu eins og annarra barna. Hún kláraði barnaskóla og útskrifaðist úr War- ren Harding-gagnfræðaskólanum í Bridgeport. Grunsemdir vakna Pettway flutti síðar með Carlinu/ Nejdru til Atlanta í Georgíu-ríki og þá fór að draga til tíðinda – ekki stórra, en tíðinda þó. Með Car- linu vöknuðu grunsemdir um að Ann Pettway væri ekki líffræðileg móðir hennar. Kom þar tvennt til; annars vegar voru lítil líkindi með henni og Ann og hins vegar virtist Ann vera lífsins ómögulegt að út- vega almannatryggingaskírteini og önnur gögn fyrir Carlinu. Ann Pettway hafði skýringu á reiðum höndum hvað síðara at- riðið varðaði og fullyrti án þess að blikna að eiturlyfjafíkill hefði skilið Carlinu eftir í sinni umsjá. Reyndar hafði Ann reynt að falsa almanna- tryggingaskírteini en hafði ekki er- indi sem erfiði. Hvað sem grunsemdum Car- linu leið liðu nokkur ár án mik- illa tíðinda en þegar hún varð 23 ára, orðin móðir sjálf, fór hún að skoða vefsíður um horfin börn. Málin fara að skýrast Á síðu National Center for Missing and Exploited Children rakst Car- lina á ljósmyndir af horfinni stúlku sem líktist barnamyndum af henni grunsamlega mikið, að ekki sé tal- að um ljósmyndir af Samani, dótt- ur Carlinu. Carlina hafði samband við vefsíðuna og fyrir tilstilli henn- ar komst hún í samband við fjöl- skyldu sína. Í janúar í fyrra var staðfest með rannsókn á erfðaefni að um væri að ræða Carlinu White. Þegar búið var að staðfesta að um Carlinu væri að ræða hóf bandaríska alríkislögreglan, FBI, leit að Ann Pettway. Mannráns- málið var fyrnt í New York-ríki, en samkvæmt alríkislögum fyrnast mannránsmál aldrei. Handtöku- skipun var gefin út á hendur Ann af yfirvöldum í Norður-Karólínu í janúar í fyrra, reyndar vegna þess að hún hafði rofið skilorð í öðru máli. Að morgni 23. janúar 2011 gaf Ann Pettway sig fram við alríkis- lögregluna í Bridgeport, en áður en það gerðist hafði Carlina lýst þeirri von sinni að yfirvöldum tækist sem fyrst að hafa hendur í hári hennar svo hún gæti útskýrt sína hlið. Málalyktir Ann Pettway sagðist ávallt hafa verið góð móðir og sagði alríkis- lögreglunni að hún hefði rænt Car- linu í kjölfar ítrekaðra fósturláta og vegna þess að hún hefði haft áhyggjur af því „hvort hún gæti nokkurn tímann orðið foreldri“. Ann Pettway tjáði sig hvorki um sýknu eða sekt fyrir dómstól í New York, en hún á yfir höfði sér 20 ára fangelsi. En það var ekki eingöngu Ann sem stóð á tímamótum því Carlina hafði sameinast raunverulegum foreldrum sínum að nýju og sam- kvæmt ráði lögfræðings síns innti hún þá eftir sáttagreiðslunni frá spítalanum. Carl og Joy staðfestu bæði að stærstum hluta þeirrar upphæðar hefði verið eytt þá þegar og síðar sagði Joy að kastast hefði í kekki með þeim og Carlinu vegna fjár- ins. Í maí sagði lögfræðingurinn Robert Baum að hann hefði hitt Carlinu vegna undirbúnings fyr- ir réttarhöldin yfir Ann Pettway og að Carlina hefði fallist á að tala máli Ann við réttarhöldin. Í júlí sagði Carlina skilið við for- eldra sína og hún notar enn nafnið sem Ann gaf henni; Nejdra Nance, og lýsti því yfir að deilurnar vegna fjárbótanna frá spítalanum hefðu „bara verið misskilningur“. Sagan segir að því fari fjarri að Carlina sé búin að gera þetta mál upp og viti ekki almennilega í hvorn fótinn hún á að stíga – og lái henni hver sem vill. n „Ann Pettway hafði skýringu á reiðum höndum hvað síðara atriðið varðaði og fullyrti án þess að blikna að eiturlyfjafíkill hefði skilið Carlinu eftir í sinni umsjá. n Var rænt 19 daga gamalli n Eyddi 23 árum hjá mannræningjunum Carlina White Árið 1987 og 2011. Harlem-spítalinn í New York Carlinu var rænt af Harlem-spítalanum og ekkert spurðist til hennar í 23 ár. gat LEYSt EIgIÐ MaNNRÁNSMÁL Morðkvendið Vinkonan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.