Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 27.–29. janúar 2012 „Ég var keypt til Íslands“ n Fórnarlamb mansals var bjargað úr ánauð á Íslandi n Var seld út í litlu kjallaraherbergi í Reykjavík n Í fyrsta skipti í skóla á Íslandi hafa melludólg og segir að þar sé eng­ in hjálp í boði fyrir konur í hennar að­ stöðu. Hún ákvað því að freista þess að fara aftur til Íslands á eigin vegum, en vændi var það eina sem hún þekkti og eina leiðin sem hún sá færa til að afla sér viðurværis. „Ég kom hingað á eigin vegum og vildi reyna fyrir mér sjálf. Ég skráði mig inn á hótel, en konan sem ég hafði unnið fyrir á Ís­ landi vissi af mér og fór til hótelstjór­ ans og sagði honum að ég væri hóra. Mér var því hent út. Þá fór ég á gisti­ heimili en þar var sama sagan. Hún elti mig uppi hvert sem ég fór og ógnaði mér því hún vildi ekki að ég væri að selja mig á Íslandi án þess að hún fengi nokkuð út úr því. Á end­ anum útvegaði viðskiptavinur mér herbergi í húsi þar sem voru fleiri er­ lendar konur að selja sig. Ég auglýsti í gegnum Fréttablaðið og fékk nokkra kúnna.“ Það var þar sem mennirnir veittust að henni, skáru hana og rændu. Hún er fullviss um að þeir hafi verið á vegum konunnar sem hafði áður selt hana hér á landi. Fékk loksins hjálp Eftir að lögreglumennirnir góðu höfðu farið með hana á bráðamót­ töku Landspítalans tók á móti henni hjúkrunarfræðingur á Neyðarmót­ töku kynferðisofbeldis sem einnig sýndi henni hlýju og skilning. „Mér bauðst hjálp,“ segir konan og fell­ ir tár. „Hjálp sem ég hafði þráð frá því ég var barn, en aldrei fengið fyrr en nú. Ég hef alltaf viljað sleppa úr vændinu, en ég hafði aldrei tækifæri til þess og ég vissi ekki hvert ég ætti að leita. Á Spáni til dæmis eru millj­ ónir vændiskvenna alls staðar að úr heiminum og ef kúnni var að lemja þig úti á götu og lögreglumaður varð vitni að því, skipti hann sér ekki af því.“ Þrátt fyrir að vera komin í hend­ ur mansalsteymis á vegum ríkisins segist hún hafa gert ráð fyrir að þurfa snúa til baka og fara aftur í sömu að­ stæður og hún var í áður. Hryllilegar minningar koma upp á yfirborðið Eitt af því sem fórnarlömb man­ sals eiga sameiginlegt er að treysta engum. Að vera á varðbergi gagn­ vart öllum og öllu hjálpar þeim að lifa af í heimi þar sem þær upp­ lifa stöðuga ógn. Það tók tíma fyrir konuna að læra að treysta því fólki sem var komið henni til hjálpar hér á landi og hefja vegferð sína í átt að bata. „Það tók mig tíma að átta mig á því að ég gat treyst meðferðaraðil­ um mínum, lögreglunni og fólkinu í mansals teyminu. Það kom smátt og smátt en þau hafa veitt mér gríðar­ legan stuðning og hjálpað á ótrú­ legan hátt. Fyrsta árið var mjög erfitt og ég sveiflaðist mikið upp og niður í skapinu. Minningar af hryllilegum atburðum ásóttu mig bæði í svefni og vöku og gera það enn, en ég er með yndislegan sálfræðing og geð­ lækni sem er mér alltaf innan hand­ ar. Þetta er erfitt og ég veit ekki hvort að ég muni nokkurn tíma verða al­ veg heil en maður þarf að læra að lifa með fortíð sinni.“ Líkt og margar konur sem hafa verið í vændi og fangar mansals þjá­ ist hún af áfallastreituröskun. En áfallastreituröskun er kvíðarösk­ un og getur komið vegna alvarlegs áfalls eða margra atburða þar sem manneskja upplifir að lífi sínu og ör­ yggi sé ógnað. Fólk með áfallastreitu er oft tilfinningalega dofið. „Það er engin kona í vændi af því hún hún vill af fúsum og frjálsum vilja selja líkama sinn fyrir peninga. Ef hún heldur því fram er hún að ljúga. Ég hef oft logið að mönnunum sem keyptu mig og sagt að ég væri ham­ ingjusöm og ég hefði ánægju af kyn­ lífi. Margir vilja ekki kaupa þig ef þú segist vera neydd til að selja þig. En vændi fylgir alltaf ofbeldi því það eina sem fólk hugsar um eru pen­ ingar. Það er öllum sama um þig.“ Erfiðar tilfinningar Meðferðin sem konan er í beinist meðal annars að því að vinna úr minningum af nauðgunum og lík­ amsárásum en hún segir að einna erfiðast sé horfast í augu við at­ burð sem kom fyrir hana sem barn. Þá misþyrmdi eldri bróðir hennar henni svo hrottalega að hún var nær dauða en lífi. Sú minning er erfið og jafnvel nú, rúmlega tuttugu árum síðar, kemst hún í greinilegt upp­ nám við að greina blaðamanni frá. En ferlið til bata er ekki átakalaust. „Stundum freistar mín að fara aftur í vændið og eymdina. Þegar maður hefur verið í vændi er sjálfsmatið ekkert og manni finnst maður vera óhreinn, eins og maður hafi ekki far­ ið í sturtu í átján ár. Maður losnar ekki við þessa til­ finningu. Jafnvel núna finnst mér stundum eins og ég vilji að einhver ráði yfir mér og beiti mig ofbeldi. Eins og ég vilji vera misnotuð aftur og þá muni mér líða betur því það er það sem ég þekki og mér finnst eins og eitthvað vanti. Þegar þess­ ar tilfinningar hellast yfir mig leita ég í stuðningsnetið mitt hjá Rauða krossinum, eða mansalsteyminu. Ég hef fjölda fólks sem ég get hringt í þegar mér líður illa og það róar mig niður. Það er erfitt að komast út úr vændi en ef maður vill hjálp og er móttækilegur fyrir henni er það hægt.“ Heppnasta vændiskona í heimi Konan segist hafa lifað alla tíð í þeirri vissu að hún væri smituð af HIV. Þegar heilsufar hennar var kannað eftir að hún fékk aðstoð fékk hún þær fréttir að hún væri líkam­ lega alheilbrigð. „Mér finnst það vera kraftaverk. Ég held að ég sé heppnasta vændiskona í heimi því flestar konur í vændi deyja ungar úr sjúkdómum, eiturlyfjum, eru myrtar eða fyrirfara sér. Allar stelpurnar sem ég kynnt­ ist í vændinu í heimalandi mínu eru dánar. Ég er heppin því ég er 31 árs og komin út úr þessum heimi. Í fyrsta skipti hugsa ég um framtíðina, en í vændinu hugsar maður bara um að lifa af einn dag í einu. En mér hefði ekki tekist þetta án hjálpar og stuðn­ ings allra þeirra sem eru í kringum mig hér. Þessi hjálp var ekki í boði í löndum sem ég var í áður eða þá ég vissi ekki af henni.“ Hlakkar til að byrja vinna Konan býr nú ein í húsnæði sem henni var útvegað í gegnum mansals­ teymið og félagsþjónustuna. Í fyrsta skipti lifir hún eðlilegu lífi. Hún seg­ ir að hér upplifi hún öryggi og finni fyrir væntumþykju og hlýju sem hún hafi aldrei fengið áður. Hér vill hún búa. Hluti af meðferðarvinnu hennar er að sækja iðjuþjálfun og þar þjálf­ ast hún í að lifa eðlilegu lífi og læra inn á hversdagslega hluti sem hún hefur aldrei tekist á við. Í gegnum iðjuþjálfun sækir hún íslenskunám­ skeið, en konan hefur aldrei gengið í skóla. Þegar blaðamaður segist hafa fengið fregnir af því að hún hafi feng­ ið hæstu einkunn á námskeiðinu, brosir hún feimnislega og segist hafa gaman af því að læra tungumálið. Til stendur að hún byrji að vinna þegar búið er að útvega henni atvinnuleyfi og segist hún hlakka til. „Ég er tilbúin til að fara að vinna og það verður gott að vinna sér inn pening með heiðar­ legri vinnu. Það mun gera mig stolta og ánægða með sjálfa mig,“ segir hún og brosir. „Ég fór í vændi því annars myndi ég svelta Gróft brot á mannréttindum n Hundruð þúsunda einstaklinga eru fórnarlömb mansals Mansal er verslun með fólk með ábata að markmiði til að svara eftirspurn eftir konum, körlum og börnum til starfa á kynlífsmarkaði, í nauðungar- vinnu, við glæpastarfsemi og hernað og einnig í þeim tilgangi að nema úr því líffæri sem seld eru á ólöglegum markaði. Börn sem seld eru til ólög- legrar ættleiðingar eru einnig talin til fórnarlamba mansals. Gerendur starfa einir eða í litlum hópum eða í stórum, skipulögðum og jafnvel alþjóðlegum glæpahringjum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er mansal sú skipulagða glæpastarfsemi sem nú vex hvað hraðast í heiminum. Hundruð þúsunda einstaklinga, aðallega konur og stúlkubörn, verða fórnarlömb mansals á hverju ári. Mansal er glæpsamlegt athæfi og gróft brot á mannréttindum þeirra einstaklinga sem fyrir því verða og tengist annarri skipulagðri alþjóð- legri glæpastarfsemi, svo sem ólöglegri verslun með vopn og eiturlyf, peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hér er yfirleitt um vel skipulagða glæpa- starfsemi að ræða og margt bendir til þess að starfsemi glæpamanna á þessum sviðum verði sífellt þróaðri, tæknivæddari og miskunnarlausari, enda er hagnaðarvonin mikil. Erfitt að greina á milli vændis og mansals Mansal gerist með margvíslegum hætti, allt eftir því hver tilgangur þess er. Ein alvarlegasta birtingarmynd þess felst í að gerendur sem oft starfa þvert á landamæri stunda mannrán á fórnarlömbum eða lokka þau í net sín með gylliboðum um ábatasöm störf í stórborgum innan lands eða utan og festa þau síðan í ánauð með hótunum, blekkingum og valdbeitingu ýmsum myndum, bæði gagnvart þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra. Sé kynlífsþjónusta markmiðið er algengt að fyrsta skrefið felist í að ættingjar, kærastar eða jafnvel starfsmanna- skrifstofur afhendi fórnarlömbin til milliliða sem síðan selja þau áfram til vændishúsa sem rekin eru af skipulögðum glæpahringjum. Rann- sóknir benda til að sum fórnarlömb viti að þeirra bíði vændi og að jafnvel geti legið fyrir einhvers konar sam- þykki fórnarlambs. Með eftirfarandi skuldaánauð og ógnunum eru sum þeirra njörvuð í ánauðarsamband sem þau losna ekki úr. Þegar mansal á sér stað innan ríkis, til dæmis með flutningum frá landsbyggðí vændis- hús stórborga, getur verið erfitt að greina milli fórnarlamba mansals og vændis. Nýta sér neyð Manseljendur leita einkum fanga meðal barna og ungra kvenna sem eru í veikri efnahagslegri og félagslegri stöðu, frá brotnum heimilum eða illa stöddum fjölskyldum. Samkvæmt IOM (International Organisation for Migra- tion) þekkja 46% fórnarlamba þann sem fyrst ánetjar þau í mansalshringi meðan 54% eru ánetjuð af einstak- lingum sem eru þeim ókunnugir. Bæði konur og karlar eru meðal gerenda sem mynda fyrsta hlekk mansalskeðjunnar, karlmenn þó sýnu fleiri. Keðja seljenda og kaupenda hvers fórnarlambs getur verið löng, þau eru iðulega seld aftur og aftur á meðan eitthvað er á þeim að græða. Algengt er að við hverja sölu krefji kaupandinn fórnarlambið um endurgreiðslu kaupverðs og flutnings- kostnaðar þannig að fórnarlambið festist í neti skuldar sem stofnast og magnast æ ofan í æ með þeim afleið- ingum að sjaldnast nýtur fórnarlambið nokkurs ábata sjálft. Úr skýrslu Félags- og tryggiNgamálaráðHErra, ástu r. JóHaNNEsdóttur, um aðgErðaáætluN gEgN maNsali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.