Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Side 36
36 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 27.–29. janúar 2012 Helgarblað S igurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Sigurður var stofnandi Félags andnasista við Háskóla Íslands á háskólaárunum. Hann var rit- stjóri Vesturlands 1942–59, rit- stjóri Stefnis 1950–53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórn- málaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956–69. Hann var alþm. Norður- Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1942–59, varaþm. 1959– 63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963–70. Hann var forseti neðri deildar Al- þingis 1949–56 og 1963–70. Sigurður var skipaður sendi- herra Íslands í Danmörku 1970–76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var fyrsti sendiherra Íslands í Bret- landi eftir að stjórnmálasambandi ríkjanna var aftur komið á, 1976– 82, og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utan- ríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982– 85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indland, Kýpur og í Túnis 1983–85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Dan- mörku. Þá vann hann ötullega að því hugðarefni sínu að Jónshús í Kaupmannahöfn yrði tekið í notk- un sem fyrst. Sigurður var formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands 1938– 39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941–42, forseti bæj- arstjórnar Ísafjarðar 1946–50, for- maður Blaðamannafélags Íslands 1957–58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957– 58, var stjórnarformaður menn- ingarsjóðs blaðamanna 1946–62, sat í Útvarpsráði 1947–70 og var formaður þess 1959, formaður Ís- landsdeildar Norðurlandaráðs 1953–59 og 1963–70, og var einn af forsetum ráðsins 1953–56, 1958– 59 og 1963–70, sat í Þingvallanefnd 1957–70 og var formaður Norræna félagsins 1965–70. Sigurður var formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúnings- nefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróða- nefnd 1951, í úthlutunarnefnd at- vinnuaukningarfjár 1959–60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961–66 og í stjórn Atvinnubóta- sjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í end- urskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipað- ur í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og full- trúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1960–62. Sigurður skrifaði fjölda tíma- rita- og blaðagreina ásamt út- varpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenn- ingarskyni fyrir margháttuð opin- ber störf sín. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.2. 1956 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ólöfu Páls- dóttur, f. 14.4. 1920, myndhöggv- ara. Hún er dóttir Páls Ólafssonar, útgerðarmanns og ræðismanns, og k.h., Hildar Stefánsdóttur hús- móður. Börn Sigurðar og Ólafar eru Hildur Helga, f. 8.8. 1956, sagnfræð- ingur og blaðamaður í Reykjavík og er sonur hennar Óðinn Páll, f. 12.4. 1994, menntaskólanemi; Ólafur Páll, f. 13.6. 1960, bókmenntafræð- ingur, skáld og kvikmyndaleikstjóri. Systkini Sigurðar: Björn Bjarna- son, f. 31.12. 1916, d. 20.10. 1994, bóndi í Vigur; Baldur Bjarnason, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, bóndi, odd- viti og hreppstjóri í Vigur; Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 16.10. 1922, d. 7.1. 2006, fyrrv. skólastjóri Húsmæðra- skólans Óskar á Ísafirði; Þórunn Bjarnadóttir, f. 14.7. 1925, kennari, búsett í Reykjavík; Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 3.7. 1926, kennari og fyrrv. alþm., búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Bjarni Sigurðsson, f. 24.7. 1889, d. 30.7. 1974, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir, f. 7.7. 1889, d. 24.1. 1977, húsfreyja. Ætt Bjarni var bróðir Sigurðar, sýslu- manns á Sauðárkróki, föður listmál- aranna Sigurðar og Hrólfs, og Árna, pr. á Blönduósi. Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróð- ur Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðs- ins, föður Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðamanns, en systir Valtýs var Hulda, skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, móðir Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts. Sigurður var sonur Stefáns, b. á Heiði Stefánssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, skálds á Heiði Guðmundssonar. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Ólafs, afa Ólafs Bjarnasonar pró- fessors. Annar bróðir Þórunnar var Brynjólfur, langafi Þorsteins Gunn- arssonar, leikara og arkitekts. Þórunn var dóttir Bjarna, dbrm. á Kjarans- stöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra- Hólmi Teitssonar, bróður Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdís- ar, fyrrv. forseta. Móðir Þórunnar var Helga Ólafsdóttir Stephensen, stúd- ents í Galtarholti Björnssonar Steph- ensen, dómsmálaritara á Esjubergi Ólafssonar, ættföður Stephensen- ættar Stefánssonar. Móðir Helgu var Anna, systir Þórunnar, langömmu Jónasar Rafnar yfirlæknis, föður Jón- asar Rafnar, bankastjóra og alþm., föður Ingibjargar heitinnar Rafn- ar, lögmanns og fyrrv. borgarfull- trúa. Anna var dóttir Stefáns Schev- ing, umboðsmanns á Leirá og að Ingjaldshóli, og Helgu Jónsdóttur, pr. á Staðastað Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Meðal systkina Bjargar voru Har- aldur leikari, faðir Stefáns yfirlæknis og Jóns arkitekts sem er faðir Stefáns, leikstjóra og leikstjóra; Sigurður, fað- ir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum en meðal barna hans eru Sigurður krabbameinslæknir og Edda heitin, augnlæknir; Björgvins, hrl. og framkvæmdastjóra VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, faðir Þorbjargar skóla- stjóra, Jóhannesar Geirs myndlistar- manns og Ólínu Ragnheiðar, móð- ur Óskars Magnússonar, útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm., hreppstjóra og ætt- föður Veðramótaættar í Skagafirði Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jón- asar á Gili, föður Meingrundar-Eyj- ólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Kon- ráðs alþm., og Ingibjargar Margrétar bókavarðar, móður Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardóm- ara. Dóttir Jónasar á Gili var Sigur- laug, langamma Árna Björnssonar, afa Jóns L. Árnasonar stórmeistara. Jónas á Gili var auk þess langafi Árna, prófasts í Görðum, afa Stef- áns Gunnlaugssonar, fyrrv. bæjar- stjóra í Hafnarfirði, föður Guðmund- ar Árna sendiherra og fyrrv. ráðherra og alþm., Gunnlaugs, pr. í Heydölum og fyrrv. alþm., Snjólaugar heitinnar uppeldisfulltrúa og Finns Torfa, lög- fræðings og tónskálds og fyrrv. alþm., en bróðir Árna, prófasts í Görðum var Sigurður brunamálastjóri, fað- ir Sigurjóns lögreglustjóra, föður Jó- hanns, forstjóra Hafró, Birgis Björns hagfræðings og Árna bókmennta- fræðings. Systir Sigurjóns lögreglu- stjóra var Ingibjörg, móðir Magnúsar Magnússonar, þáttagerðarmanns hjá BBC og rithöfundar, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Móð- ir Björns á Veðramóti var Guðríður, systir Steinunnar, móður Jóns Árna- sonar þjóðsagnasafnara. Guðríður var dóttir Ólafs, b. á Harastöðum á Skagaströnd Guðmundssonar, bróð- ur Davíðs á Spákonufelli, langafa Davíðs Jónatanssonar, langafa Dav- íðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Móðir Bjargar var Þorbjörg, systir Sigurðar, pr. í Vigur hér að framan og Stefáns skólameistara. Útför Sigurðar fer fram frá Dóm- kirkjunni, mánudaginn 30.1. og hefst athöfnin kl. 13.00. Sigurður Bjarnason Fyrrv. sendiherra, alþm. og ritstjóri Morgunbl. f. 18.12. 1915 – d. 5.1. 2012 Andlát Merkir Íslendingar Ó lafur Davíðsson, þjóð- sagnasafnari og náttúru- fræðingur, fæddist að Felli í Sléttuhlíð. Hann var son- ur Davíðs Guðmundsson- ar, pr. að Hofi í Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Ólafsdóttur Briem. Systir Ólafs var Ragnheið- ur, móðir Davíðs Stef- ánssonar, skálds frá Fagraskógi. Sigríð- ur, móðir Ólafs, var systir Valdi- mars Briem sálmaskálds og vígslubiskups, og Haralds Briem á Bú- landsnesi, afa Odds læknis, föður Davíðs Oddssonar Morgunblaðs- ritstjóra. Móð- ir séra Davíðs Guðmundsson- ar var hins veg- ar Ingibjörg, syst- ir Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, auk þess sem Sigurður Guð- mundsson, málari og for- maður Fornminjafélagsins, var náskyldur Ólafi í föðurætt. Ólafur varð snemma bók- hneigður sem barn. Hann sett- ist fimmtán ára í Latínuskólann í Reykjavík, þótti bráðþroska og efnilegur nemandi enda vel und- irbúinn af föður sínum og lauk stúdentsprófi þaðan 1882. Hann sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var í Kaupmannahöfn í fimm- tán ár án þess þó að ljúka prófum enda áhugasamur um hin marg- víslegu málefni og dreifði kröft- um sínum, auk þess sem hann hneigðist til drykkju í Höfn eins og hann greindi hispurslaust frá í bréfum sínum heim. Sagt er að þegar Ólafur kom loksins heim, próflaus, hafi faðir hans fagn- að honum ákaflega og sagt: „Úr því að þú ert kominn, Óli minn, ættum við þá ekki að fá okkur einn gráan?“ „Aldrei skyldi það skemma,“ á Ólafur að hafa svarað. Ólafur var síðan hjá foreldrum sínum að Hofi, safnaði þjóðsög- um af kappi og stundaði grasa- söfnun, m.a. fyrir Grasasafnið í Kaupmannahöfn. Þá kenndi hann við skólann á Möðruvöllum. Ólaf- ur var á barnsaldri er hann hafði lesið Þjóðsögur Jóns Árnasonar aftur og aftur, spjaldanna á milli. Hann hlustaði eftir öllum þeim sögum hjá öllum þeim sögukerl- ingum sem hann komst í kynni við og komst fljótlega á þá skoðun að flestar þær sögur sem honum voru sagðar vantaði í Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Auk þess vantaði þar að hans dómi gátur og leiki. Margar sagnir Ólafs birtust fyrst í tímaritinu Huld á árunum 1890– 98 en fyrsta þjóðsagnaritið hans kom út 1896 og vakti töluverða athygli. Ritið Íslenzkar gát- ur, skemmtanir, viki- vakar og þulur, kom út hjá Bókmennta- félaginu í fjórum bindum á ár- unum 1887– 1903. Fyrsta bindið um gáturnar var að vísu verk Jóns Árna- sonar en hin bindin verk Ólafs. Hann gaf út lítið kver, Ís- lenskar þjóð- sögur, árið 1895, en á ár- unum 1940–43, gaf Sögufélagið út rit Ólafs, Gald- ur og galdramál á Ís- landi. Hér er enn eitt af höfuðverkum hans og reyndar verðlaunaritgerð. Þá ligg- ur eftir hann löng ritgerð, Ísland og Íslendingar, eftir því sem segir í gömlum ritum útlendum, en þar rekur hann meginþráðinn í mörg- um fornum ritum um Ísland, sem flest voru almenningi ókunn og mörg hver jafnvel ókunn íslensk- um fræðimönnum á þeim tíma. Þessi langa ritgerð hans birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins árið 1887. Hún sýnir vel hversu snemma Ólafur varð gífurlega víðlesinn. Þá skrifaði hann ætíð allmikið í blöð og tímarit, innlend sem erlend. Ólafur var fremur dulur og fáskiptinn og fór yfirleitt einn í grasasöfnunarferðir sínar. Hann var augljóslega viðkvæm sál sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var almennt vel liðinn enda ljúfmenni og sérlega barngóður. Hann var t.d. góður félagi þeirra Dav- íðs Stefánssonar skálds og vin- konu hans, dóttur skólastjórans á Möðruvöllum, Huldu Á. Stefáns- dóttur, sem Davíð átti síðar eftir að yrkja til ótal ástarljóð. Sviplegt fráfall Ólafs, er hann drukknaði í Hörgá 1903, snart þau Davíð og Huldu djúpt er þau voru á barns- aldri, sem og bróður Huldu, Valtý, sem síðar varð ritstjóri og einn af eigendum Morgunblaðsins. Um þessa atburði er töluvert fjallað í hinni bráðskemmtilegu ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína, eftir Friðrik G. Olgeirsson, útgefinni árið 2007. Ólafur Davíðsson Náttúrufræðingur f. 26.1. 1862 – d. 6.9. 1903 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.