Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Page 42
42 Lífsstíll 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Flatkökur og rúgbrauð frá Gæðabakstri/Ömmubakstri á þorrabakkann! Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf • Lynghálsi 7 • 110 Reykjavík É g skemmti mér vel með kúbein einn daginn og reif eiginlega allt út – alla skápa, gólfefni og meiri- hlutann af eldhúsinn- réttingunni. Baðherbergið var það eina sem eftir var. Svo kom Innlit/útlit og reddaði því,“ segir Magni sem hefur staðið í stór- ræðum á heimili sínu. Magni er heimakær. Helg- arnar fara oft í vinnuna – spila- mennsku og söng hér og þar – og svo vill hann helst vera heima á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum. „Þá er ég bara að taka til.“ Rauða Kitchen Aid-hrærivélin í eld- húsinu er þá oft sett í samband en Magni segist oft baka. Og elda. „Fyrir utan hefðbundinn heimilismat er ég hrifinn af ind- verskum mat og sushi.“ Hinir borgfirsku geimgrísir „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég labbaði oft heim úr skólanum syngjandi. Ég byrj- aði að gutla á gítarinn hennar mömmu og byrjaði í hljómsveit 12 ára sem hét Hinir borgfirsku geimgrísir. Ég og vinir mínir í hljómsveitinni hlustuðum mest á þungarokk en við gátum ekki spilað þannig tónlist þannig að við spiluðum auðveldustu Bítlalögin og Ó María, mig langar heim.“ Síðan var það Shape og svo Á móti sól. Tónlistin gefur honum mikið. „Tón- list er alls staðar. Fuglar syngja. Um leið og ein- hver fattaði að berja sam- an tveimur hlutum þá var komin músík. Tónlist gefur látið manni líða – allan skalann. Það er hægt að grenja við tón- list, maður getur orðið reiður og fengið útrás. Tónlist sannar fyr- ir mér að það er til eitthvað óút- skýranlegt.“ Það eru komin nokkur ár síðan hann upplifði Rock Star Supernova úti í hinum stóra heimi; þátttakandi í raunveru- leikaþætti. Þar upplifði hann nýja veröld og umgekkst stjörn- ur. „Það sem ég lærði af þessu er að heima er best. Ég myndi ekki vilja skipta á þessari íbúð og frægð í Bandaríkjunum. Þetta er lífið; en ekki að reyna að meika það einhvers staðar.“ Magni Ásgeirsson tónlistarmaður er heima- kær og vill helst vera heima á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Hann býr í um 80 fermetra íbúð í um 80 ára gömlu húsi. Kýs heimilið fram yfir frægðina Herbergi eldri sonarins Maja málaði myndirnar. Endurbætur Baðherbergið sem var tekið í gegn. „Ég skemmti mér vel með kúbein einn daginn.“ Heimakær tónlistarmaður Magni segist vilja vera heima hjá sér mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. myndir sigtryggur ari Krummar og rokk Hátalarar og krummi á flugi. Heimilislegt Allt í stíl í stofunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.