Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 13. febrúar 2012 Mánudagur U mboðin sem Bjarni Bene- diktsson, þáverandi stjórn- arformaður BNT og N1 og núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhalds- félaginu Vafningi voru send til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar 2008. Þetta kemur fram í afriti af faxi með umboðunum sem Gunnar Gunn- arsson, lögmaður Milestone, sendi til Glitnis þennan dag og DV hefur undir höndum. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þann 8. febrú- ar, þremur dögum áður. Dagsetning- in á umboðunum var sömuleiðis 8. febrúar 2008. Faxið sannar falsanir í skjalagerðinni í Vafningsmálinu. Lána- og veðsamningurinn sem umboðin voru veitt til að ganga frá til að Glitnir gæti lánað eignarhalds- félaginu Vafningi rúmlega tíu millj- arða króna voru hins vegar dagsettir þann 8. febrúar. Bjarni Benediktsson skrifaði undir veðsamninginn sem dagsettur var 8. febrúar. Vafningur tók við láninu frá Glitni til að end- urgreiða Milestone þá rúmlega tíu milljarða króna sem félagið hafði notað til að endurgreiða bandaríska fjárfestingabankanum lán Þáttar International hjá bandaríska fjár- festingabankanum Morgan Stanley fjórum dögum áður. Morgan Stanley hafði veitt Þætti International lán- ið til að fjármagna hlutabréfakaup í Glitni. Morgan Stanley hafði gjald- fellt lánið nokkrum dögum áður. Dagsett aftur í tímann Afritið af faxinu til Glitnis er enn ein sönnun þess að skjalagerðin í Vafningsmálinu var unnin aftur í tímann. Í faxinu stendur: „Til Glitn- is banka hf. - Kirkjusandi 2 - 155 Reykjavík“ og var það sent úr faxn- úmeri „+354 4141808“, númeri á skrifstofu Milestone á Suðurlands- braut, af Gunnari Gunnarssyni. Neðst á fyrstu síðu umboðanna, sem virðast hafa verið send til Glitnis öll í einu, stendur hvenær faxið var sent: „11/02 2008 16:38 FAX.“ Í faxinu stendur skýrum stöf- um að það hafi verið 22 mínútur í fimm þann ellefta febrúar 2008. Umboðin sem Bjarni Benedikts- son fékk til ganga frá viðskiptunum fyrir hönd eignarhaldsfélaga skyld- menna sinna, Hrómundar, Hafsilfurs og BNT, voru lykilatriði í því að hægt væri að ganga frá láni Glitnis til Vafn- ings. Ástæðan er sú að umrædd félög voru hluthafar í Vafningi og þurftu að veita samþykki sitt fyrir veðsetn- ingunni á hlutabréfum félagsins fyr- ir láninu frá Glitni. Fyrst umboðin sem veittu honum rétt til að veðsetja hlutabréfin í umræddum félögum voru send til Glitnis síðdegis þann 11. febrúar getur ekki verið að gengið hafi verið frá láni Glitnis til Vafnings þann 8. febrúar, þremur dögum áður. Þrátt fyrir þetta var lána- og veð- samningur Glitnis og Vafnings, sem DV hefur undir höndum, dagsettur þann 8. febrúar 2008. Ákæran og dagsetningarnar Í ákæru sérstaks saksóknara í Vafn- ingsmálinu yfir þeim Lárusi Weld- ing, bankastjóra Glitnis, og Guð- mundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem gefin var út um miðjan desember síðastliðinn, kemur fram að skjalagerðin í Vafningsmálinu hafi verið unnin aftur í tímann. Lárus og Guðmundur eru ákærðir fyrir um- boðssvik í málinu. Í ákærunni segir að Lárus og Guð- mundur hafi veitt lánið beint til Mile- stone þann 8. febrúar en þann 12. febrúar hafi verið útbúin skjöl þar sem Vafningur var sagður hafa tek- ið lánið þann dag. Í ákærunni segir orðrétt: „Gögn málsins bera með sér að látið var líta út fyrir að Vafning- ur ehf. hefði tekið lánið í stað Mile- stone ehf. 8. febrúar 2008, með því að dagsetja lánasamninginn milli Glitnis og Vafnings ehf. 8. febrúar 2008. Greiðslugögn og bókhald bera hins vegar með sér lánveitinguna til Milestone ehf. 8. febrúar 2008 og ráð- stöfun andvirðisins af reikningi Mile- stone til greiðslu láns Þáttar Inter- national hjá Morgan Stanley.“ Faxið sem Gunnar Gunnarsson sendi er óræk sönnun fyrir því að umræddar undirskriftir í Vafningsmálinu, und- irskriftirnar á umboðunum, í veð- samningnum og lánasamningnum, eru ekki réttar. Vottar að réttum dagsetningum Í faxinu eru undirskriftir Einars og Benedikts Sveinssona, eigenda Hró- mundar og Hafsilfurs, og stjórnar- manna í BNT, þeim Jóni Benedikts- syni, Gunnlaugi Sigmundssyni og Bjarna Benediktssyni, þar sem Bjarna er veitt heimild til að veð- setja hlutabréf félaganna í Vafningi fyrir láninu frá Glitni. Í texta um- boðsins er vísað til veðsamningsins sem Bjarni skrifaði undir sem sagð- ur er hafa verið undirritaður þann 8. febrúar. Nú er hins vegar vitað að þessi texti var ekki réttur heldur að gengið hafi verið veð- og lánasamn- ingnum nokkrum dögum síðar. Texti umboðanna er því líka rangur. Í umboðunum eru einnig vottar að réttum dagsetningum þeirra en undir þau rita meðal annarra Bjarni sjálfur, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Gunnar Gunnars- son, lögmaður Milestone sem bjó umboðin til og gekk frá skjölunum í málinu. DV hefur áður sýnt fram á að umboðin sjálf sem Bjarni fékk til veð- setningarinnar á hlutabréfunum í Vafningi hafi verið búin til að morgni 11. febrúar 2008, þremur dögum síð- ar en dagsetning þeirra sýndi. Miðað við þetta voru umboðin bæði gerð eftir 8. febrúar 2008 auk þess sem fyrir liggur að þau voru send til Glitn- is eftir það, eða laust fyrir klukkan fimm síðdegis. Samt voru öll skjölin í lánaviðskiptunum Glitnis og Vafn- ings dagsett þann 8. febrúar 2008 og voru því í reynd fölsuð til að láta líta út fyrir að lánið hefði verið veitt þann 8. febrúar 2008 en ekki 12. febrúar í sama mánuði. Bjarni Benediktsson hefur ekki verið reiðubúinn til að svara spurningum DV um tímasetningu þeirra gerninga sem hann tók þátt í í Vafningsviðskiptunum. DV hefur ítrekað sent honum spurningarn- ar með beiðni um svör, nú síðast á sunnudaginn. Blaðið hefur hins vegar ekki fengið nein svör frá for- manninum. n Fax til Glitnis sannar falsanir í Vafningsmáli n Vafningsumboðin dagsett aftur í tímann n Skrifuðu undir fölsuð skjöl í sakamáli Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fax sannar falsanir Faxið frá Milestone til Glitnis með umboðunum í Vafningsmálinu staðfestir að umboðin sem Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi voru dagsett aftur í tímann. Framkvæmdastjóri LSR: Upplýsir ekkert um boðsferðir Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna LSR, segist ekki sjá ástæðu til þess að upplýsa um dagsetningar boðsferða sem starfsmenn sjóðsins fóru í fyrir hrun í boði fyrirtækja. Hann vill heldur ekki gefa upp hvaða fyrirtæki buðu starfsmönnum sjóðsins í ferðir. Haukur segir í svari sínu að á árunum 2004– 2008 hafi sjóðurinn haft að jafn- aði um tvo milljarða króna sem honum bar að verja til fjárfest- inga í hverjum mánuði. „Á þessum árum fóru sex nú- verandi og fyrrverandi starfs- menn LSR í samtals 30 ferðir út fyrir landsteinana þar sem kostnaður var greiddur af öðrum en sjóðnum. Í öllum tilfellum var um kynningu á starfsemi eða nýjum fjárfestingartækifærum að ræða. Fundirnir voru haldnir í Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Rússlandi, Skotlandi, Spáni,Tékklandi og Þýskalandi. Skoðun á viðskiptum sjóðsins í kjölfar þessara funda leiðir ekkert í ljós sem tilefni gefur til tortryggni. Á þriggja mánaða tímabili í kjölfar hverrar ferðar var sala hlutabréfa sem tengdust þessum aðilum í þriðjungi til- vika meiri en kaup. Í helmingi tilvika voru kaup meiri en sala. Er þetta í samræmi við það fyrr- nefnda hlutverk sjóðsins að ráð- stafa meiri fjármunum í hverjum mánuði til kaupa á verðbréfum en sölu úr eignasafni hans.“ Þá segir Haukur að stjórnend- ur sjóðsins beri ábyrgð á fjár- festingum hans og einnig hverjir af starfsmönnum hans fari á kynningarfundi vegna einstakra fjárfestingatækifæra. Hann segir að allar fjárfestingar hafi verið í samræmi við lög. Hann bendir einnig á að afkoma sjóðsins í aðdraganda hruns fjármálakerfisins sé í eðli- legu samræmi við sambærilega sjóði bæði hérlendis og víða í nágrannalöndum. „Enda þótt tjón sjóðsins hafi verið mikið ber að hafa það í huga að eignir hans voru og eru mestar allra líf- eyrissjóða landsins og hlutfalls- legt tap hans sambærilegt við aðra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.