Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Síða 6
6 Fréttir 13. febrúar 2012 Mánudagur „Gífurlega svekkjandi“ n Sigruðu í símakosningunni með yfirburðum Þ etta er gífurlega svekkjandi,“ segir tónlistarmaður Agnar Birgir Gunnarsson úr hljóm­ sveitinni Bláum Ópal sem hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppi Sjónvarpsins á laugardagskvöld­ ið með lagið Stattu Upp. „Við erum samt mjög ánægðir með árangurinn sem við náðum en það er leiðinlegt að þjóðin skuli ekki hafa haft sitt í gegn.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að strákarnir hrein­ lega burstuðu símakosningu söngva­ keppninnar og munaði um 700 at­ kvæðum á þeim og sigurlaginu. Dómnefnd á vegum RÚV vegur hins vegar jafn mikið og símakosningin gerir í heild sinni og var það í raun hún sem réð úrslitum í keppninni. Hljómsveitina skipa þeir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnboga­ son, Kristmundur Axel Kristmunds­ son auk Agnars Birgis. Salurinn tók vel á móti þeim í Hörpu þegar þeir fluttu lagið og nú liggur ljóst fyrir að það gerðu áhorfendur heima í stofu líka. „Við töluðum saman lauslega í gær en við ætlum að hittast all­ ur hópurinn seinna í vikunni,“ segir Agnar Birgir. Strákarnir og höfundar lagsins, Ingólfur Þórarinsson og Axel Árnason, fengu að vita af úrslitum símakosningarinnar í gærkvöldi eft­ ir keppnina. „Það er leiðinlegt að sjö manna dómnefnd fái að ráða meiru en 700 manns,“ segir Agnar. S N Y R T I S T O F A N Alhliða snyrting fyrir konur og karla Dekur á Valentínusardaginn Hamraborg 10 Sími 554 4414 Tryggvagötu 28 Sími 552 5005 www.snyrtistofa.is Þ að er því nauðsynlegt að neyta StemEnhance til að viðhalda heilbrigðum lík­ ama og fyrirbyggja hugsan­ lega sjúkdóma, eða jafnvel að snúa þeim við til heilbrigðis,“ seg­ ir á heimasíðunni stofnfrumur.net þar sem töflur frá fyrirtækinu Stem­ Tech eru kynntar. Ekki er hægt að skilja setninguna öðruvísi en að því sé haldið fram að StemEnhance geti komið í veg fyrir eða læknað sjúk­ dóma. Á síðunni er einnig fullyrt að töflurnar auki framleiðslu líkamans á stofnfrumum um 25 til 30 prósent. DV leitaði eftir áliti nokkurra lækna sem allir efuðust um virkni tafln­ anna. StemEnhance er enn ekki fáan­ legt hér á landi en samkvæmt síð­ unni er hægt að kaupa vöruna í átj­ án ríkjum heims. Fólk er hins vegar hvatt til að skrá sig á lista hjá þessum íslensku aðilum til þrýsta á að varan verði seld á Íslandi. Í þeim tilgangi er varan kynnt fyrir neytendum sem einhvers konar töfralyf, án þess þó að það orð sé nákvæmlega notað. Ein­ hver fjöldi hefur fengið tölvupóst með kynningum á þessari StemEn­ hance vöru þar sem svipuð kynn­ ingargögn fylgja með. Fullyrt er að fullorðinsstofnfrumum fjölgi við inn­ töku taflnanna. Hefur reynslu af vörunum Agnar Agnarsson er sjálfstæður sölu­ fulltrúi hjá StemTech en hann kynnt­ ist efninu erlendis. Í fyrstu neitaði hann í samtali við blaðamann að vera sjálfstæður dreifingaraðili taflnanna en þegar blaðamaður benti honum á gögn sem sýndu fram á annað við­ urkenndi hann að dreifa efninu. „Já, en það er ekki hér á Íslandi, það er ekki búið að hleypa vörunni hing­ að inn. Við ætluðum að reyna að fá þetta hingað inn því þetta er spenn­ andi mál,“ segir Agnar sem játaði því að tengjast vefsíðu þar sem efnið er kynnt. Agnar segist sjálfur hafa notað vöruna og að hann hafi fundið mik­ inn mun á sér við það. „Já, það er það sem þeir segja,“ segir hann aðspurður um fullyrð­ ingar um að stofnfrumur aukist um allt að 30 prósent við inntöku tafln­ anna. „Þetta eru bláþörungar og það sem þeir uppgötvuðu fyrir nokkuð löngu síðan er að efnið sem þetta er unnið úr gerir það að verkum að strax á fyrsta klukkutímanum eykur þetta framleiðslu í beinmergnum á þessum stofnfrumum og losun þeirra út í blóðflæðið,“ segir Agnar og bætir við að það sé „kannski allt­ af þunn lína en þessu er bara hald­ ið á lofti alls staðar þar sem er boðið upp á þetta“. Getur verið hættulegt Landlæknisembættið kannaðist ekki við StemEnhance töflurnar en emb­ ættinu berst fjöldi ábendinga um hin ýmsu lyf og töflur. Starfsmaður Lyfja­ stofnunar sem DV ræddi við vildi ekki svara fyrirspurn blaðamanns öðruvísi en skriflega en sagði þó að þrátt fyrir að fræðilega væri hægt að auka stofnfrumur mikið væri ekki hægt að fullyrða að það kæmi í veg fyrir sjúkdóma. Enn hefur ekki borist svar við skriflegri fyrirspurn blaðs­ ins. DV leitaði álits nokkurra lækna um hvaða áhrif það hefur á starfsemi líkamans að fjölga stofnfrumum jafn mikið og fólkið á bak við töflurn­ ar lofar. Allir sögðust þeir efast um virkni taflnanna og bentu á að ef ekki væri haft eftirlit með stofnfrumu­ meðferðum sem þessum gæti skaði hlotist af. Fullorðinsstofnfrumur, eða vefja­ sértækar stofnfrumur, eru ósérhæfð­ ar frumur sem finnast innan um sér­ hæfðar frumur í vef eða líffæri og meginhlutverk þeirra sé að viðhalda og gera við vefina sem þær eru í. Stofnfrumur eru hins vegar flokkaðar í undirflokka og geta frumurnar að­ eins viðhaldið þeim vefjum sem þær tilheyra. Það er því erfitt að fullyrða að það að fjölga stofnfrumum þýði sjálfkrafa að líkaminn hafi myndað vörn gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Ef ekki er höfð stjórn á fjölgun stofn­ fruma gæti það hugsanlega leitt til myndunar annarra sjúkdóma. Bjóða stofnfrumu- meðferð í pilluformi n Segjast auka stofnfrumur um allt að 30 prósent n Læknar efast um virknina„Þessu er bara haldið á lofti alls staðar þar sem er boðið upp á þetta. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hefur trú á töflunum Agnar Agnarsson, sjálfstæður dreifingaraðili StemEnhance, segist hafa góða reynslu af efninu. Mynd Fréttablaðið / 365 Meirihlutinn vill Ólaf áfram Meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson forseti gefi aftur kost á sér í forsetakosn­ ingum sem fram fara síðar á árinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunnar sem gerð var fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið. Ólafur Ragnar hefur sjálfur gefið í skyn að hann ætli sér ekki að fara aftur í fram­ boð en hann er nú að ljúka sínu fjórða kjörtímabili í embætti for­ seta. Hann hefur þó ekki útilokað neitt. Í könnuninni sögðust 54 pró­ sent vilja að Ólafur Ragnar gæfi aftur kost á sér í embættið en 46 prósent voru þeirrar skoðunar að forsetinn ætti að draga sig í hlé að loknu kjörtímabilinu. Lítill munur er á afstöðu kynjanna en Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Úrtakið í könn­ unni var átta hundruð manns og voru um níutíu prósent sem tóku afstöðu til spurningarinnar. Talsverður munur er á afstöðu fólks til spurningarinnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Flestir stuðningsmenn þess að Ólafur bjóði sig aftur fram koma úr röðum stuðningsmanna Fram­ sóknarflokksins. Af þeim sem sögðust myndu kjósa flokkinn voru 63 prósent sem studdu Ólaf. Aðeins 32 prósent af þeim sem sögðust styðja Samfylkinguna sögðust styðja Ólaf til að bjóða sig aftur fram. Hundur í háska Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á sunnudags­ morgun um hund sem var fastur í netadræsum við Ægisgarð. Lög­ regla og tækjabíll frá slökkviliði fór á vettvang. Búið var að bjarga hundinum úr netunum og var hundurinn sem er Border Collie, svartur/hvítur, frekar þjakaður en björguninni feginn. Hann var fluttur á dýraspítalann í Víðidal til skoðunar og ætlaði læknirinn að hafa samband við eiganda. blár Ópal Áttu ekki upp á pallborðið hjá dómnefndinni þó að þjóðin hafi viljað senda þá í Eurovision.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.