Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 15
Neytendur 15Mánudagur 13. febrúar 2012 Sparaðu með kaupum á netinu Nýr fjölskyldumeðlimur Það getur verið dýrt að koma sér upp startpakka með nýju barni. MyNd Photos.coM n Margar verslanir selja vörur sínar á netinu n Hægt að gera góð kaup n Meira vöruúrval n Kauptu barnavörur á netinu og sparaðu mikið Barnavörur mun ódýrari á netinu Dæmi um kaup á netinu Sumir hlutir eru jafndýrir keyptir á netinu og hér heima. Þó þeir séu mun ódýrari erlendis gera skattar, tollar og flutningskostnaður það að verkum að lítill eða enginn munur er á verði. Dæmi um þetta eru Dr.Martins-skór sem fást í GS skóm en þar kostar parið 28.900 krónur. Sömu skór kosta 18.810 krónur á netversluninni Asos. Þó það sé hægt að fá þá ódýrari þá er miðað við Asos sem sendir vörur til Íslands. Þegar reiknaður hefur verið sendingar- kostnaður auk tolla og skatta munu þeir á endanum kosta 28.865 krónur. Annað dæmi eru Hunter-stígvél sem seld eru í Geysi en þar kosta þau 25.900 krónur. Hægt er að kaupa þau á um það bil 80 dollara sem gera um 10.000 krónur. Kaupir þú þau í gegnum ShopUSA munu þau á endanum kosta þig 21.116 krónur og sparar þú þar af leiðandi nokkur þúsund krónur. Það skal tekið fram að þessi verð fengust eftir stutta skoðun á netinu og því góðir möguleikar á að finna þessar vörur á lægra verði. Enn og aftur er fólk hvatt til að gefa sér góðan tíma við leit að óskavörunni á netinu. skattur og gjöld Allar vörur sem sendar eru til landsins bera virðisaukaskatt sem þarf að greiða og er hann 25,5 prósent. Þar að auki þarf að greiða toll af ákveðnum vöruflokkum en þar má nefna að þegar skór og fatnaður er keyptur að utan leggst 15 prósenta tollur ofan á en á snyrtivörur, DVD-myndir og tölvuleiki leggst 10 prósenta tollur. Það sama á við um barnavagna og kerrur. Á heimasíðu tollstjóraembættisins má finna reiknivél þar sem auðvelt er að reikna út hve mikið mun bætast við upphaflegt verð þegar tollar og önnur gjöld eru greidd. Eins er vert að nefna að þegar reiknivélin er notuð þarf að setja inn flutningskostnað inn í heildarupphæð þar sem það er tekinn tollur af þeirri upphæði líka. Það er því ekki nóg að setja inn verð á vörunni sem þú hefur hug á að kaupa því þá færðu of lágan toll á vöruna. að margar verslanirnar senda ekki vörur til Íslands. Sem dæmi má nefna að hvorki amazon.com né amazon.co.uk senda vörur til Ís- lands fyrir utan bækur, diska leik- föng og hugbúnað. Signý segir að það sé að hluta til ástæða þess að ShopUSA varð til. Þjónustan sé hugsuð til að gefa neytendum á Ís- landi kleift að njóta vöruúrvals- ins á bandarískum markaði og taka við þar sem þeirra þjónustu slepp- ir. Þó er rétt að taka fram að því miður er ekki hægt að versla á öll- um bandarískum vefsíðum. Sumar þeirra henda þér út og þá er lausn- in að leita bara að sömu vöru annars staðar. Að síðustu er vert að nefna að með kaupum í gegnum ShopUSA getur fólk látið safna saman fyrir sig í eina sendingu mörgum pöntunum og tekið til Íslands sem eina send- ingu og í því felst meiri hagkvæmni en margur áttar sig á. n Rimlarúm Stork Craft Tuscany Netverslun: The Modern Bedroom Verð: 21.680 kr. Bílstólapoki J Cole Infant Arctic Bundle Me Netverslun: Wayfair Verð: 11.338 kr. Skiptiborð Delta Harlow Netverslun: Walmart Verð: 8.697 kr. Barnavagn Icoo Targo Netverslun: Albee Baby Verð: 50.422 kr. Dýna Twilight 6“ DaVinci furniture Netverslun: Amazon Verð: 6.555 kr. Bílstóll Chicco KeyFit 30, Adventure Netverslun: Drugstore Verð: 19.159 kr. Matarstóll Tripp Trapp Netverslun: Baby Catalog Verð: 5.294 kr. Þ að er hægt að spara töluverðan pening með því að kaupa ýmsar barnavörur á netinu en könnun DV leiddi í ljós rúmlega 100.000 króna mun á nokkrum vörum sem foreldrar kaupa þegar von er á barni. Í umfjöllun um kostnað við að eignast barn í Íslandi í dag í síðustu viku kom fram að nýbakaðir foreldrar gætu þurft að reiða fram tæpar 370.000 krónur fyrir ýmsar nauðsynjavörur. Þar voru hlutir eins og barnabílstóll og barnavagn og DV ákvað því að skoða hvað sambærilegur pakki mundi kosta ef hann væri pantaður á netinu og fluttur heim með ShopUSA. Hér er um óformlega könnun að ræða. Tekið var niður verð á sjö af þeim hlutum sem kannaðir voru í Íslandi í dag hjá Baby- Sam en ekki hlutir svo sem samfellur, gallar og pelar. Hlutirnir sem um ræðir eru hvorki þeir dýrustu né ódýrustu sem fund- ust við stutta skoðun á netinu og ekki var tekið tillit til gæða þeirra. Sá fyrirvari er settur á að barnavagninn sem um ræðir frá Bandaríkjunum er í raun vagn og kerra saman og því er kerrustykkið haft með á listanum yfir vörur keyptar á Íslandi. BabySam Barnavagn 128.900 kr. Bílstóll 32.193 kr. Rúm 49.990 kr. Dýna 15.990 kr. Skiptiborð 19.990 kr. Bílstólapoki 9.990 kr. Matarstóll 17.900 kr. samtals* 274.953 kr. *Verð tekiN saMaN í íslaNdi í dag Samtals fyrir flutning: 123.145 kr. Samtals eftir flutning með ShopUSA 202.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.