Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 20
Muhammad Ali og Joe Frazier Frazier og Ali börðust þrisvar sinnum á áttunda áratugnum, en frægasti bardagi þeirra er vafalaust bardagi sem fór fram í Manila, höfuðborg Filippseyja, árið 1971. Sá bardagi hefur verið nefndur „Thrilla in Manila.“ Fyrsti bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York 8. mars árið 1971. Andrúmsloftið í salnum var ótrúlegt. Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina til að hafa hemil á áhorfendum. Helstu stjörnur heims voru í salnum. Frank Sinatra tók myndir fyrir tímarit og listamaðurinn LeRoy Neiman málaði bardagann á meðan hann stóð yfir. Bardaginn fór í 15 lotur og voru dómar- arnir sammála um að Frazier hefði sigrað Ali. Báðir lögðust inn á sjúkrahús eftir bardagann. Árið 1974 mættust þeir aftur í epískum bardaga á sama stað en þá náði Ali fram hefndum. Árið 1975 var síðan komið að Thrilla in Manila sem fram fór í 44 gráðu hita. Eftir langan bardaga kastaði þjálfari Frazier handklæði inn í hringinn til merkis um uppgjöf. Eftir bardagann sagði þjálfarinn að sitt hlutverk væri að sjá til þess að Frazier léti ekki lífið. Í marga áratugi á eftir hataði Frazier Ali og gerði grín að veikindum hans í viðtölum. Þeir sættust svo fyrir nokkrum árum og vottaði Ali honum virðingu við andlát Frazier á síðasta ári. ErkifjEndur í íþróttum 20 Sport 13. febrúar 2012 Mánudagur n Luiz Suarez og Patrice Evra eru ekki einu fjandvinirnir í íþróttum P atrice Evra, bakvörður Man­ chester United, og Luis Sua­ rez, framherji Liverpool, eru orðnir svarnir óvinir. Suarez var dæmdur í 8 leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra þegar liðin mættust fyrr á þessari leiktíð. Um helgina, þegar liðin mættust aft­ ur, neitaði svo Suarez að taka í hönd Evra svo allt ætlaði um koll að keyra. Að leik loknum fagnaði Evra svo eins og brjálæðingur fyrir framan Suarez í þeim tilgangi að nudda honum upp úr ósigri Liverpool. Evra og Suarez eru langt frá því að vera einu erkifjendurnir í íþrótta­ sögunni, en oft hafa tveir afreksmenn sem hafa verið uppi á sama tíma háð harðar og eftirminnilegar rimmur, átt í persónulegum deilum og jafnvel hatað hvor annan út af lífinu. Roy Keane og Alf Inge Haaland Í leik Leeds og Manchester United í september árið 1997 braut Norðmaðurinn Alf Inge Haaland illa á Roy Keane leik- manni Manchester United. Keane engdist um af sársauka og greinilegt var að ekki var allt í lagi. Norðmaðurinn stóð hins vegar yfir sárþjáðum Keane og jós yfir hann fúkyrðum. Keane missti af restinni af tímabilinu vegna meiðsla. Árin liðu og leikmennirnir mættust ekki á vellinum fyrr en í apríl árið 2001. Þá var stund hefndarinnar runnin upp hjá hinum skapstóra Keane. Algjörlega augljóst var að Keane ætlaði sér að meiða Haaland, því hann fór með takkaskónna sína af alefli beint í hnéð á Haaland, sem kastaðist í grasið þar sem hann lá óvígur. Keane fékk samtals 8 leikja bann og var sektaður um 150 þúsund pund fyrir árásina. Hann baðst aldrei afsökunar og viðurkenndi í ævisögu sinni að hann hafi ætlað að meiða Norðmanninn. Mike Tyson og Evander Holyfield Þann 9. nóvember 1996 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í hringnum. Tyson var búinn að berja hvern andstæðinginn á fætur öðrum, sundur og saman, síðan honum var sleppt úr fangelsi fyrir nauðgun. Nú var komið að stórum svifaseinum mormóna að nafni Evander Holyfield. Þvert á spár manna sigraði Holyfield á tæknilegu rothöggi. Tyson bar sig vel eftir tapið, þakkaði Holyfield fyrir og sagðist bera mikla virðingu fyrir honum. 28. júní 1997 var komið að öðrum bardaga þeirra. Gífurleg spenna var í aðdraganda bardagans og ætlaði Tyson sér að ganga frá Holyfield. Það gekk ekki eins vel og hann hafði ætlað sér. Skyndilega trylltist Tyson og beit stóran hluta úr eyra Holyfield og hrækti honum svo út með látum. Eftir að bardaginn var stöðvaður gekk Tyson endanlega af göflunum og réðst að Holyfield og þjálfara hans. Öryggisverðir héldu aftur af honum. Þegar Tyson var á leiðinni inn í búningsklefa kastaði áhorfandi vatnsflösku í átt að honum. Tyson klifraði upp í stúku og ætlaði að ganga frá áhorfandanum en var stoppaður. Árið 2009 bað Tyson Holyfield afsökunar í þætti Opruh Winfrey. Holyfield fyrirgaf honum. Diego Maradona og Pele Tveir af langbestu fótboltamönnum sögunnar hata hvor annan, jafnvel þó þeir hafi aldrei mæst á knattspyrnuvell- inum. Sennilega er rígurinn á milli þeirra í grunninn tilkominn vegna þess að þeir eru fyrir hvor öðrum og deilt er um hvor var betri leikmaður. Í kringum HM í Suður-Afríku 2010 skiptust þeir á skotum. Pele sagði að Maradona hefði ráðið sig sem landsliðsþjálfara Argentínu af því að hann var blankur og vantaði peninga. Svo hélt Pele áfram: „Ég veit ekki af hverju Maradona er alltaf að tala um mig. Hann er örugglega ástfanginn af mér.“ Maradona svaraði Pele á þá leið að hann ætti að fara aftur á safnið þar sem hann á heima. Rígurinn á milli þeirra byrjaði hins vegar fyrir alvöru árið 2000 þegar FIFA hélt alþjóðlega kosningu á besta leikmanni 20. aldar. Maradona vann með 54% atkvæða en Pele fékk aðeins 19%. Þá ákvað FIFA að veita sín eigin verðlaun þar sem Pele var valinn besti leikmaður aldarinnar með yfirburðum. Þar var Maradona í þriðja sæti. Hann hafði ekki fyrir því að klára verðlaunaafhendinguna og lét sig hverfa úr hófinu áður en Pele fékk sín verðlaun. Pele ræddi um Maradona í þakkarræðu sinni og sagði: „Ég hefði viljað hafa Maradona hérna á sviðinu með mér, en hann er víst farinn.“ Árin 2005 og 2006 reyndu þeir að sættast en vinátta þeirra entist ekki lengi. Boris Spassky og Bobby Fischer Á hápunkti kalda stríðsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, höfðu Sovétmenn nokkra yfirburði í skákheiminum. Viðureignir bestu skákmanna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna voru meðal vígvalla kalda stríðsins. Árið 1972 mætti Boris Spassky sérvitrum 29 ára gömlum Bandaríkjamanni að nafni Bobby Fischer í Laugardalshöllinni. Fischer var reyndar nærri því búinn að hætta við þátttöku en það var Henry Kissinger, þáverandi ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sem náði að höfða til þjóðerniskenndar Fischer. Ungi skáksnillingurinn lét stór orð falla í aðdraganda einvígisins. „Ég hef verið valinn til þess að kenna Rússunum smá auðmýkt.“ Svo fór að Fischer vann einvígið 12–8. Zinidine Zidane og Marco Materazzi Besti knattspyrnumaður síns tíma, Zinidine Zidane, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í júlí árið 2006. Enginn smá leikur – úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Leikurinn var jafn og allt gat gerst. Ítalski blóðhundurinn Marco Materazzi stóð vaktina í vörn ítalska liðsins. Komið var fram í framlengingu í úrslitaleiknum sjálfum og spennan í hámarki. Á 110. mínútu sá Zidane skyndilega rautt, gekk að Materazzi og stangaði hann eins og naut í bringuna. Mate- razzi flaug í grasið og dómarinn sýndi Zidane umsvifalaust rauða spjaldið. Snautlegur endir á stórkostlegum ferli. Materazzi hafði náð að taka Zidane úr jafn- vægi með móðgandi athugasemdum um systur hans. Þeir hafa ekki grafið stríðsöxina og Zidane hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að biðja Materazzi afsökunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.