Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 23
Þ að er nóg að gera og alls konar skipulag í gangi,“ segir Guðjón Helgason fréttamaður en hann og eiginkona hans eiga tvíbura­ stráka á sjöunda ári og dóttur sem verður eins árs í næsta mánuði. Guðjón, sem starfar í erlendum frétt­ um á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hefur starfað í bransanum í níu ár. „Ég byrjaði í þessu starfi í sumar­ afleysingum 2002 og hef aðeins vikið frá því eitt ár eða árið 2005 þegar ég gerðist kynningarfulltrúi í Kennaraháskólan­ um, sem þá var. Það togaði alltaf í mig að fara aftur í bransann og ég held að það hafi legið ljóst fyrir á fyrstu mánuð­ unum að þetta var það sem ég vildi gera,“ segir hann og bætir við að áhuga­ sviðið liggi í erlendum fréttum. Guðjón viðurkennir að geta sjaldn­ ast sest niður heima við og horft á frétt­ irnar enda sé sá tími háannatími fjöl­ skyldunnar. „Þá þarf að gefa börnunum að borða og koma þeim í rúmið. Strák­ arnir eru þó að verða það stórir að um­ stangið í kringum þá fer að minnka en það kemur annað í staðinn eins og heimanám. Þetta er allt spurning um skipulag en seinniparturinn er oft ansi hektískur,“ segir hann og bætir við að oft vilji álagið lenda á makanum þar sem hann sé oft á vaktinni á þessum tíma. „Það mæðir oft mikið á konunni að sjá um að halda öllu gangandi heima við. Það hefur gengið hingað til en það er vont að vera ekki til staðar. En slíkt fylgir vaktavinnu.“ Hann viðurkennir að erlendu frétt­ irnar geti verið ansi ljótar. „Þetta eru heimsfréttirnar og oft ansi erfiðar sögur af mannfalli og stríðum og oft fylgir myndefni sem maður vill ekkert endilega að börnin manns sjái. Maður reynir að finna jafnvægi í þessu og setja skemmtilegar fréttir á móti. Sjálf­ ur hef ég ofboðslega gaman af því að gera fréttina eftir óskarsverðlaunahá­ tíðina. Fyrir utan fréttir af breskri og bandarískri pólitík þá eru það óskars­ verðlaunafréttir sem mér finnst einna skemmtilegastar,“ segir hann brosandi og bætir við að það séu kvikmyndirnar sjálfar sem heilli frekar en stjörnurnar á rauða dreglinum. „Kjólarnir verða svo auðvitað að fylgja þótt maður hafi nú ekkert sérstaklega mikið vit á þeim. Mér finnst ofsalega gaman að fanga þetta allt saman í einnar og hálfrar mínútu langri frétt,“ segir hann en óskarsverð­ launin verða afhent í lok mánaðarins svo Guðjón getur farið að láta sig hlakka til. Hann segir strákana sína mögulega ætla að erfa fréttaáhugann. „Annar þeirra hefur allavega talað um að verða íþróttafréttamaður svo hann komist á alla fótboltaleiki. Við feðgar deilum áhuga á boltanum og reynum að fara á flesta leiki með Leikni í Breiðholtinu,“ segir hann og bætir aðspurður við að það sé alltaf jafn gott að komast heim til fjölskyldunnar eftir langan dag í vinnunni. „Það er ofsalega gott og sér­ staklega ef maður nær að setja vinnuna til hliðar. Það er mikið að gera hjá stórri fjölskyldu og um að gera að nýta tím­ ann með henni vel.“ indiana@dv.is Sér sjaldnast fréttirnar Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 M.BENZ E 200 KOMPRESSOR árg. 2007, ekinn 92 Þ.km, sjálfskiptur, leður, sóllúga ofl. Verð 3.680.000. Raðnr. 284065 á www.bilalind.is - Bíllinn er í salnum! FORD EXPLORER SPORT TRAC 4X4 09/2007, ekinn 68 Þ.km, sjálfskiptur, ný heilsársdekk, fallegt eintak. Verð 3.280.000. Raðnr.321029 - Jeppinn er á staðnum! SUBARU FORESTER 06/2007, ekinn aðeins 36 Þ.km, sjálf- skiptur, dráttarkúla. Verð 2.590.000. Raðnr.284057 á www.bilalind.is - Bíllinn er á staðnum! JEEP GRAND CHEROKEE NEW STYLE Árgerð 2011, ekinn 4 Þ.KM, 3,6L (nýja vélin) sjálfskiptur, leður, panorama ofl. ofl. Verð 10.490.000. Raðnr.117475 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er í glæsilega salnum okkar! TOYOTA LAND CRUISER 90 VX 50TH ANEVERSERY 8 manna. 07/2001, ekinn 239 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 2.960.000. Raðnr.118248 - Jeppinn er í glæsilegum salnum! MMC PAJERO INT TURBO diesel/stuttur. Árgerð 1998, ek- inn 196 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 590.000. Raðnr. 270743 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er á risastóru planinu! FORD EXCURSION LTD 4WD 35“ breyttur Árgerð 2003, ekinn 185 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, einn eigandi frá 2004. Verð 3.890.000. Raðnr.134935 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er á risastóra planinu okkar! TOYOTA COROLLA W/G SOL 06/2005, ekinn 95 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.540.000. Raðnr.135507 - Bíllinn er á risastóru planinu! LAND ROVER DISCOVERY BASE 38“ Árgerð 1998, ekinn 255 Þ.KM, dí- sel, 5 gíra, 38 breyttur. Verð 1.390.000. Raðnr. 270583 á www.hofdahollin.is - jeppinn er á risastóru planinu! M.BENZ C 55 AMG Árgerð 2005, ekinn 77 Þ.km, 363 hestöfl, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 4.890.000. Raðnr.321747 - Kagg- inn er í salnum! KIA SPORTAGE KM diesel. 10/2006, ekinn aðeins 65 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.140.000. Raðnr.281500 - Jeppinn er á staðnum! FORD MUSTANG SALEEN S281 500 hö. Árgerð 2006, ekinn 22 Þ.km, 6 gíra, leður, 20“ krómfelgur ofl. Verð 6.990.000. Raðnr.320341 á www. bilalind.is - Kagginn er í salnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Harmonikka til sölu Antik harmonikka til sölu 120 bassa ítölsk 3.kóra. Nú yfirfarin Upplýsingar í síma 5670437 eða 8671837 Tek að mér Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847- 8704 eða á manninn@hotmail.com Þ að var bara æðislegt. Það er rosalega gaman að fá að syngja fyrir allt þetta fólk og syngja inni í þessu frábæra húsi með þennan frábæra hljóm og þetta frábæra tæknilið sem þú veist að er að gera að gera svo frá­ bæra hluti,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem opnaði úrslitakvöld Söngva­ keppni Sjónvarpsins. Hera hefur sjálf tekið þátt í söngva­ keppninni, bæði hér heima og í Danmörku, og hún var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2010. Hera segir það vera einstakt að fá að syngja í Hörpu og ekki hægt að líkja því saman við að syngja í sjónvarpssal. „Um og leið og þú ert komin með svona massífan vegg fyrir framan þig og allir eru glaðir finnur maður fyrir myndavélunum og meira fyrir gleðinni og fólkinu í saln­ um. Þá er skemmtanagildi orð­ ið meira fyrir bæði áhorfendur og keppendur,“ segir Hera sem segir að það sé skref upp á við að færa söngvakeppnina inn í tónlistarhúsið Hörpu. Hún seg­ ist einnig geta séð fyrir sér að Harpa verði heimili Eurovision á Íslandi. „Ég er alveg hlynnt því að bakka aðeins með stærðina, halda þetta bara í Hörpu og hafa bara rosalega dýra miða,“ segir Hera og hlær en venju­ lega eru þúsundir áhorfenda í salnum þegar úrslitakeppni Eurovision fer fram ár hvert. Hera segir að ef Ísland vinni keppnina sé ekkert mál að breyta Reykjavík í Eurovision­ borg. „Svo höfum við bara mik­ ið af skjáum úti um alla borg. Reykjavík verður bara tónleika­ staður.“ adalsteinn@dv.is Fólk 23Mánudagur 13. febrúar 2012 Reykjavík sem Eurovision-borg n Hera Björk hefur fulla trú á Íslandi í Eurovision n Guðjón Helgason fréttamaður á þrjú ung börn „Annar þeirra hefur allavega talað um að verða íþrótta- fréttamaður Stór fjölskylda Fréttamaðurinn Guðjón Helgason er oft að vinna þegar mest er að gera á heimilinu. Hann segir tímann frá sex til átta háannatíma. Þá þurfi að gefa börnunum að borða og koma þeim í rúmið. Hann horfi því sjaldnast á fréttatímana. Sigraði á heimavelli Ekkert mál Hera Björk kvíðir því ekki að Ísland þurfi að halda Eurovision eitthvert árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.