Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 20. júní 2012 L ögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur lokið rann­ sókn á máli sem tengist Jóni Snorra Snorrasyni, fyrrver­ andi stjórnarformanni iðn­ fyrirtækisins Sigurplasts og lekt­ ors í Háskóla Íslands. Arion banki kærði Jón Snorra til lögreglunn­ ar fyrir veðsvik í starfsemi Sigur­ plasts. Starfsmenn Arion banka voru meðal annars boðaðir í skýr­ slutöku hjá lögreglunni út af rann­ sókn málsins. Kári Ólafsson, saksóknarfull­ trúi hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu sem annast hefur rannsókn málsins, segir rannsókn málsins hafa lokið nýverið og í kjölfarið verði tek­ in ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur Jóni Snorra. „Ég get staðfest það að mál tengt honum [Jóni Snorra Snorrasyni, innskot blaða­ manns] hefur verið til rannsóknar hér. Rannsókn er lokið og það tengist því félagi sem þú nefnir [Sigurplasti, inn­ skot blaðamanns]. En sú ákvörðun ætti að liggja fyrir á allra næstu dög­ um, í síðasta lagi eftir viku,“ segir Kári. Grunur um margs konar lögbrot Grunur leikur á að margs kon­ ar lögbrot, allt frá skattalagabrot­ um, skilasvikum, umboðssvik­ um til fjárdráttar, hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts frá því árið 2007 þar til fyrirtækið var tekið til gjald­ þrotaskipta haustið 2010. DV hef­ ur fjallað ítarlega um starfsemi Sigurplasts, meðal annars skýrslu Ernst & Young sem skiptastjóri Sig­ urplasts lét vinna um starfsemi fé­ lagsins. Í þeirri skýrslu kemur fram að gengið hafi verið á eignir og fjár­ muni Sigurplasts eftir að fyrir lá að félagið væri ógjaldfært í kjölfar efna­ hagshrunsins. Eignir og fjármunir Sigur plasts voru færð yfir í nýtt félag, Viðarsúlu ehf., árið 2009 á kostnað kröfuhafa félagsins, aðallega Arion banka. Viðarsúla sérhæfir sig í fram­ leiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti líkt og Sigurplast og er stýrt af sömu aðilum og stýrðu Sigurplasti. Haustið 2010 gáfu eigendur Sigur­ plasts, Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, fyrirtækið svo upp til gjaldþrotaskipta. Litlar eignir voru þá í búinu en skuldir félagsins við Arion banka námu um 1.100 millj­ ónum króna. Saksóknari rannsakar líka Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sig­ urðsson, sendi kæru til efnahagsbrota­ deildar ríkislögreglustjóra í fyrra þar sem hann kærði stjórnendur félags­ ins vegna gruns um áðurnefnd lög­ brot. Um þetta sagði í skýrslu Ernst & Young, þar sem vísað var til þess að endurskoðendafyrirtækið ætti að hafa til hliðsjónar: „kæru sem send hefur verið ríkislögreglustjóra vegna mein­ ts fjárdráttar og annarra brota í rekstri Sigurplasts ehf.“ Rannsóknin á Sigurplastsmálinu lenti inni á borði sérstaks saksóknara eftir að efnahagsbrotadeildin sam­ einaðist embættinu í fyrra. Heim­ ildir DV herma að embættið sé ekki langt komið í rannsókn málsins. Því liggur fyrir að Sigurplastsmálið hefur verið til rannsóknar hjá að minnsta kosti tveimur stofnunum sem fara með ákæruvald, lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu og embætti sérstaks saksóknara. Þá var kæra skiptastjór­ ans einnig send til skattrannsóknar­ stjóra. „Þó að rannsókn sé lokið þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um saksókn. n Lektor kærður fyrir veðsvik n Skýrslutökur yfir starfsmönnum Arion banka LögregLurannsókn á Jóni snorra Lokið Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Rannsókninni á Jóni Snorra lokið Saksóknarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókninni á meintum veðsvik- um Jóns Snorra Snorrasonar sé lokið. Hann var stjórnarformaður og einn af eigendum iðnfyrirtækisins Sigurplasts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.