Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 20. júní 2012
L
ögreglan á höfuðborgar
svæðinu hefur lokið rann
sókn á máli sem tengist Jóni
Snorra Snorrasyni, fyrrver
andi stjórnarformanni iðn
fyrirtækisins Sigurplasts og lekt
ors í Háskóla Íslands. Arion banki
kærði Jón Snorra til lögreglunn
ar fyrir veðsvik í starfsemi Sigur
plasts. Starfsmenn Arion banka
voru meðal annars boðaðir í skýr
slutöku hjá lögreglunni út af rann
sókn málsins.
Kári Ólafsson, saksóknarfull
trúi hjá lögreglunni á höfuðborgar
svæðinu sem annast hefur rannsókn
málsins, segir rannsókn málsins hafa
lokið nýverið og í kjölfarið verði tek
in ákvörðun um hvort gefin verði út
ákæra á hendur Jóni Snorra. „Ég get
staðfest það að mál tengt honum [Jóni
Snorra Snorrasyni, innskot blaða
manns] hefur verið til rannsóknar hér.
Rannsókn er lokið og það tengist því
félagi sem þú nefnir [Sigurplasti, inn
skot blaðamanns]. En sú ákvörðun
ætti að liggja fyrir á allra næstu dög
um, í síðasta lagi eftir viku,“ segir Kári.
Grunur um margs konar lögbrot
Grunur leikur á að margs kon
ar lögbrot, allt frá skattalagabrot
um, skilasvikum, umboðssvik
um til fjárdráttar, hafi átt sér stað í
rekstri Sigurplasts frá því árið 2007
þar til fyrirtækið var tekið til gjald
þrotaskipta haustið 2010. DV hef
ur fjallað ítarlega um starfsemi
Sigurplasts, meðal annars skýrslu
Ernst & Young sem skiptastjóri Sig
urplasts lét vinna um starfsemi fé
lagsins.
Í þeirri skýrslu kemur fram að
gengið hafi verið á eignir og fjár
muni Sigurplasts eftir að fyrir lá að
félagið væri ógjaldfært í kjölfar efna
hagshrunsins. Eignir og fjármunir
Sigur plasts voru færð yfir í nýtt félag,
Viðarsúlu ehf., árið 2009 á kostnað
kröfuhafa félagsins, aðallega Arion
banka. Viðarsúla sérhæfir sig í fram
leiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti
líkt og Sigurplast og er stýrt af sömu
aðilum og stýrðu Sigurplasti.
Haustið 2010 gáfu eigendur Sigur
plasts, Sigurður L. Sævarsson og Jón
Snorri Snorrason, fyrirtækið svo upp
til gjaldþrotaskipta. Litlar eignir voru
þá í búinu en skuldir félagsins við
Arion banka námu um 1.100 millj
ónum króna.
Saksóknari rannsakar líka
Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sig
urðsson, sendi kæru til efnahagsbrota
deildar ríkislögreglustjóra í fyrra þar
sem hann kærði stjórnendur félags
ins vegna gruns um áðurnefnd lög
brot. Um þetta sagði í skýrslu Ernst &
Young, þar sem vísað var til þess að
endurskoðendafyrirtækið ætti að hafa
til hliðsjónar: „kæru sem send hefur
verið ríkislögreglustjóra vegna mein
ts fjárdráttar og annarra brota í rekstri
Sigurplasts ehf.“
Rannsóknin á Sigurplastsmálinu
lenti inni á borði sérstaks saksóknara
eftir að efnahagsbrotadeildin sam
einaðist embættinu í fyrra. Heim
ildir DV herma að embættið sé ekki
langt komið í rannsókn málsins. Því
liggur fyrir að Sigurplastsmálið hefur
verið til rannsóknar hjá að minnsta
kosti tveimur stofnunum sem fara
með ákæruvald, lögreglunni á höfuð
borgarsvæðinu og embætti sérstaks
saksóknara. Þá var kæra skiptastjór
ans einnig send til skattrannsóknar
stjóra.
„Þó að rannsókn sé
lokið þá hefur ekki
verið tekin ákvörðun um
saksókn.
n Lektor kærður fyrir veðsvik n Skýrslutökur yfir starfsmönnum Arion banka
LögregLurannsókn
á Jóni snorra Lokið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Rannsókninni á Jóni Snorra lokið Saksóknarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókninni á meintum veðsvik-
um Jóns Snorra Snorrasonar sé lokið. Hann var stjórnarformaður og einn af eigendum iðnfyrirtækisins Sigurplasts.