Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 12
„Ég er hundrað
prósent á því“
12 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur
E
ndurskoðendafyrirtækið
Deloitte stendur við mat sitt
á virði eignasafns Sparisjóðs-
ins í Keflavík í ársreikningi
sjóðsins árið 2008 og telur að
eignir hans hafi ekki verið ofmetnar.
Þetta segir Þorvarður Gunnarsson,
endurskoðandi og forstjóri Deloitte.
„Ég kannast ekki við að eignirnar hafi
verið ofmetnar í árslok 2008.“
RÚV hefur undanfarið greint frá
svartri skýrslu PwC um starfsemi
sjóðsins þar sem meðal annars er
fjallað um lánveitingar og afskrift-
ir á lánum til stjórnenda Sparisjóðs-
ins í Keflavík, skyldmenna þeirra
og starfsmanna hans. Myndin sem
dregin hefur verið upp af starfsemi
Sparisjóðsins í Keflavík er að hann
hafi verið kominn að fótum fram
fyrir hrunið 2008 vegna slæmra lán-
veitinga og lélegra veða sem tekin
voru fyrir þeim.
Í ársreikningum taldi Deloitte
eiginfjárstöðu sparisjóðsins, mis-
muninn á eignum og skuldum, vera
jákvæða um rúma fimm milljarða
króna en samkvæmt mati Íslenskra
endurskoðenda ehf. í apríl 2010 var
eiginfjárstaða sjóðsins neikvæð um
rúma sautján milljarða króna. Rúm-
lega 22 milljarða króna munur var
því á mati Deloitte á eignum spari-
sjóðsins í árslok 2010 og á mati Ís-
lenskra endurskoðenda ehf. í apríl
2010, þegar nýr sparisjóður í Keflavík
var reistur á grunni hins gamla eftir
yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á sjóðn-
um.
Ábending um stöðuna
Þorvarður bendir á það að Deloitte
hafi áritað ársreikning Sparisjóðs-
ins í Keflavík fyrir árið 2008 með
ábendingu um rekstrarhæfi sjóðsins
í ljósi þess að eiginfjárstaða sjóðsins
hafi einungis verið jákvæð um 7,06
prósent þrátt fyrir að lögbundin eig-
infjárstaða fjármálafyrirtækja eigi að
vera 8 prósent hið minnsta. „Við vekj-
um sérstaka athygli á skýringu 43 í
ársreikningnum þar sem fram kem-
ur að eiginfjárhlutfall sparisjóðs-
ins sé undir hinu lögbundna 8 pró-
senta hlutfalli.“ Svo sögðum við: „Ef
aðgerðir stjórnar ganga ekki eftir og
ríkisvaldið ákveður að aðstoða ekki
Sparisjóðinn í Keflavík, ríkir óvissa
um framtíðarhorfur sparisjóðsins.“
Er það ekki dálítill fyrirvari?“ segir
Þorvarður. Hann telur að ábending
Deloitte um stöðu sparisjóðsins í
árslok 2008 hafi verið það „alvar-
leg“ að Fjármálaeftirlitið hefði átt
að bregðast við. „Sjóðnum var leyft
að starfa í tvö ár eftir þetta og síðan
áfram undir öðru nafni. Á þessum
tíma átti sér stað innlánssöfnun sem
á endanum skapar þetta mikla tap ís-
lenska ríkisins, tap á innlánum sem
ríkið ábyrgðist.“
Blaðamaður spyr Þorvarð þá
hvort ekki sé líklegt að eftirlitsaðilar
hefðu frekar brugðist við stöðu
Sparisjóðsins í Keflavík ef viðvaran-
ir Deloitte hefðu verið meiri og ef
niðurstaða fyrirtækisins hefði verið
að eiginfjárstaða sjóðsins hefði ver-
ið orðin verulega neikvæð í árslok
2008. „Það er svo ofboðslega auðvelt
að horfa í baksýnisspegilinn,“ segir
Þorvarður þá.
Talsverður munur
Blaðamaður bendir Þorvarði þá á
þann talsverða mun sem var á þeirri
niðurstöðu Deloitte að eiginfjárstaða
Sparisjóðsins í Keflavík væri jákvæð
um rúm prósent og að eigið fé hans
væri fimm milljarðar króna, og þeirri
niðurstöðu Íslenskra endurskoð-
enda að eiginfjárstaða hans væri nei-
kvæð um rúma 17 milljarða.
Á heimasíðu fjármálaráðuneyt-
isins, í samantekt um sögu Spari-
sjóðsins í Keflavík eftir hrunið 2008
og yfirtöku ríkisins á honum í apr-
íl 2010, segir meðal annars að staða
sparisjóðsins hafi verið miklu verri
en áður hafi verið talið í gögnum um
fjárhagsmálefni sjóðsins. „Þessar
tölur sýna að efnahagur Sparisjóðs-
ins í Keflavík reyndist langtum verri
en áður var talið. Ljóst var að virði
eignasafnsins hafði verið stórlega
ofmetið, innviðir sparisjóðsins voru
veikari en áður var talið, staða fyrir-
tækja og atvinnuástand á starfssvæði
sjóðsins slæmt og orðspor sjóðsins
stórlega laskað.“
Þá er einnig bent á það að gengis-
lánadómur Hæstaréttar Íslands í júní
2010 hafi rýrt verðmæti útlánasafns
sparisjóðsins. Í kjölfar þess dóms
vann Ernst og Young verðmat á eign-
um sparisjóðsins þar sem komist var
að þeirri niðurstöðu að eiginfjárstað-
an væri neikvæð um 11,2 milljarða.
Á heimasíðunni segir enn frem-
ur að eftir yfirtöku Landsbankans á
sparisjóðnum í fyrra hafi bankinn
lagt sjálfstætt mat á mismun á eign-
um og skuldum sjóðsins og komist
að því í júní 2011 að sá mismunur
næmi tæpum 30 milljörðum króna.
Svo segir: „Mismunur á mati stjórn-
enda SpKef sparisjóðs og Lands-
bankans var því tæplega 17 mia.
kr.“ Íslenska ríkinu var svo gert, fyrir
skömmu, að greiða Landsbankanum
rúmlega 19 milljarða króna vegna yf-
irtökunnar á sparisjóðnum.
Segir endurskoðunina góða
Þegar Þorvarður er spurður að
því hvernig hann réttlæti verðmat
Deloitte á eignastöðu Sparisjóðs-
ins í Keflavík í árslok 2008 þar sem
munurinn á mati ólíkra endurskoð-
enda hafi verið jafn mikill og raun
ber vitni, segir hann að langur tími
hafi liðið á milli matanna á eignun-
um, gengislánadómur Hæstaréttar
Íslands hafi rýrt verð eigna sjóðsins
og svo framvegis. Þessi rök Þorvarð-
ar má til sanns vegar færa en þeir
atburðir sem hann vísar til áttu
vissulega þátt í að rýra eignasafnið.
Spurningin er hins vegar sú hvort
þessir atburðir nægi til að útskýra
þann mikla verðmun sem var á eign-
um sjóðsins.
Þorvarður segir: „Þetta er í árs-
lok 2008. Á þessum tímapunkti var
þetta niðurstaðan að talan væri þessi
[…] Við unnum bara okkur endur-
skoðendavinnu eins og við áttum að
gera og ábendingin í ársreikningn-
um 2008 var að okkar mati fullnægj-
andi. Ég er hundrað prósent á því.
En þú verður að athuga að á þessu
tímabili sem leið frá okkar mati og
mati annarra endurskoðenda gerð-
ist ýmisleg sem hafði neikvæð áhrif
á eignasafnið. Atvinnuástand á
Suðurnesjum, virði veðanna lækkar,
húsnæðisverð á Suðurnesjum lækk-
ar, gengi krónunnar lækkar, geng-
islánadómurinn […] Það sem gerist
eftir þetta hafði stórkostleg áhrif á
eignasafn sjóðsins.“
Byggt á mati stjórnenda
Blaðamaður spyr Þorvald þá hvort
þessar ástæður sem hann nefni séu
nægjanlegar til að réttlæta mismun-
inn á matinu á verðmæti eignasafns
Sparisjóðsins í Keflavík og hvort
verðmat Deloitte á eignum sjóðs-
ins hafi eingöngu verið byggt á mati
stjórnenda hans, með öðrum orð-
um hvort mat endurskoðandans hafi
verið hlutlaust og sjálfstætt. „Já, við
náttúrulega framkvæmum endur-
skoðun á því verðmati sem stjórn-
endur sjóðsins koma með.“
Aðspurður hvort verðmat Deloitte
hafi tekið einhverjum breytingum við
endurskoðun Deloitte á eignasafni
Sparisjóðsins í Keflavík í árslok 2008
segir Þorvarður að hann geti ekki
svarað því. „Ég er nú ekki alveg inni í
því hvernig vinnan fór fram þarna og
hvort verðmatið hafi breyst eitthvað
við okkar vinnu. En ég fullyrði að við
unnum okkur vinnu eins og við átt-
um að gera og ábendingin í ársreikn-
ingnum sýnir fram á það.“
Deloitte byggði því mat sitt á
eignasafni Sparisjóðsins í Keflavík
á mati stjórnenda sjóðsins á því.
Ekki liggur fyrir, eftir samræðurn-
ar við Þorvarð, hversu miklum
breytingum þetta verðmat stjórn-
enda sjóðsins tók í meðförum
Deloitte. n
n Deloitte ver sig út af Sparisjóðnum í Keflavík n 22 milljarða munur á verðmati
„Sjóðnum
var leyft
að starfa í tvö
ár eftir þetta
og síðan áfram
undir öðru nafni
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fréttaviðtal Skuldaslóð Birgis
Í apríl 2010 námu lán-
veitingar til Birgis Más
Runólfssonar, stjórnar-
manns í Sparisjóðnum í
Keflavík, rúmlega 800
milljónum króna. Lán
til Birgis, og annarra
stjórnarmanna, voru oft
og tíðum veitt án sam-
þykkis stjórnarinnar.
Standa við ársreikninginn Þorvarður Gunnarsson segir að Deloitte hafi unnið sína vinnu
við ársreikning Sparisjóðsins í Keflavík eftir bestu vitund. 22 milljarða munur var á verðmati
Deloitte á eignum sjóðsins í árslok 2008 og annars endurskoðenda í apríl 2010. Mynd GVA