Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 20
Öruggt kynlíf án hormóna n Tæki sem lætur þig vita hvar þú ert í tíðahringnum S umar konur taka getnað- arvarnarpilluna nánast öll sín fullorðinsár án þess að finna nokkuð fyrir aukaverk- unum sem henni geta fylgt. En það eru margar konur sem geta ekki tek- ið inn hormóna eins og er að finna í pillunni. Ástæðan fyrir því er oft sú að þær fá allar aukaverkanirnar sem varað er við á fylgiseðlinum og fyr- ir þær konur er þetta ekkert gaman- mál. Það er erfitt fyrir konu að fá „með pillunni“ ógleði, höfuðverk, minni kynhvöt, bólur, skapsveiflur sem hún ræður ekki við, að þyngjast, eymsli í brjóst, höfuðverk, þreytu og grátköst, allt í þeim tilgangi að geta stundað kynlíf án þess að óttast það að verða ófrísk. Við skulum bara vera heiðarleg: kynlíf er ekki það fyrsta sem kona getur hugsað sér þegar hún er búin að þyngjast, komin með bólur, með höfuðverk, aum í brjóstunum, pirruð og þreytt, það er algjörlega af og frá. Í þessum tilfellum er bara best að hætta á pillunni og það sem fyrst, bæði fyrir konuna sjálfa og ekki síst maka og nána vini. En það eru ekki margar getnað- arvarnir í boði fyrir þær konur sem eru eins og þessar sem lýst er hér. Það er í rauninni mjög fátt í boði annað en bara gömlu góðu verjurn- ar já eða koparlykkjan sem hefur sína galla sem ekki verður farið nánar út í hér. Svo eru til tæki sem konur nota til að mæla hita sinn um leið og þær vakna á morgnana, áður en þær fara fram úr rúminu. Þannig fylgjast þær með frjósemistímabili sínu, en frjó- semisdagar eru 6 dagar í mánuði. Það eru 5 dagar fyrir egglos og svo á egglosdaginn sjálfan. Þessi tæki virðast, samkvæmt athugun DV, ekki vera til á Íslandi, í það minnsta fundust engin slík til sölu við vinnslu fréttarinnar. En þau eru mörg sem hægt er að finna á netinu á alls konar verði. Tækið sem DV skoðaði heitir Lady-Comp. Þetta er lítil handhæg tölva sem konur geyma í náttborðs- skúffunni og er líka vekjaraklukka. Um leið og þær vakna á hverjum morgni eiga þær að mæla líkamshita sinn. Tækið fer svo að þekkja kon- una betur og betur með tímanum og verður því áreiðanlegra með tím- anum. Á skjáinn á tækinu koma upp þrír litir sem segja þér hver staðan er þann daginn. -Grænn: Ófrjó -Rauður: Frjó -Gulur: Ekki viss/Er að læra á hringinn Gulur er litur sem með tímanum kemur æ sjaldnar upp eftir að tölvan kynnist þér betur. Hann kemur bara upp ef einhver óvissa er í gangi og tækið er samkvæmt heimasíðu Lady-Comp 99,3 prósent áreiðan- legt. Fyrir konur sem hreinlega geta ekki bætt hormónum í líkama sinn, hvort sem það er í gegnum pill- una, hormónalykkjuna, sprautuna, stafinn eða hringinn þá er þetta al- veg tilvalin getnaðarvörn. Konan fer að þekkja tíðahring sinn mjög vel, það eru engar aukaverkanir og það eru nokkuð margir dagar þar sem hægt er að njóta kynlífs án nokkurra varna. Svo er þetta tæki alveg kjör- ið líka ef pör eru að reyna að eignast barn. 20 Lífsstíll 20. júní 2012 Miðvikudagur Tengsl sykur- sýki og Alz- heimers skýrast Lið vísindamanna segist hafa fundið mögulegan erfðafræði- legan hlekk á milli sykursýki og Alzheimers-sjúkdómsins. Hingað til hafa vísindamenn ekki vitað af hverju einstaklingar með sykur- sýki eru mun líklegri til að þróa með sér Alzheimers-sjúkdóminn. Bandarískir vísindamenn rann- sökuðu bandorma en niðurstöð- urnar birtust í tímaritinu Genetics. Þar kemur fram að þekkt Alzheim- ers-gen hafi einnig áhrif á það hvernig unnið er úr insúlíni. Sér- fræðingar í andlegri hrörnun segja að frekari rannsóknir á mönnum séu nauðsynlegar. Bleik ský Þorbjörg Hafsteinsdóttir sem hef- ur gefið út bókina Safaríkt líf með uppskriftum að heilsudrykkjum, segist ekkert betra vita en að súpa á slíkum drykkjum og fær sér einn á hverjum morgni. Hér er uppskrift að drykknum Bleik ský, sem Þorbjörg segir vekja upp sætar sumarminningar. Hún mælir með því að sá sem hann lagi sé léttklæddur og beri hann fram fyrir sinn heittelskaða. Fyrir tvo n 300 gr frosin jarðarber n 1 tsk. vanilluduft n 2 dl mysuprótínduft n 3 msk. kaldpressuð hörfræjaolía n 3 dl sojamjólk eða hrísmjólk n 1/2 tsk. kanilduft n 1 msk. lesitín granúlat n 2–3 þurrkaðar, steinlausar döðlur n 3–5 tsk. xylitol eða rétt tæp hálf teskeið af „stevía“-sætuefni Lady-Comp Tækið mælir líkamshitann sem segir til um frjósemi. M ín skilgreining á skógar- jóga er sú að fara í göngutúr í náttúrunni og gera standandi jógaæf- ingar á leiðinni, “ segir Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, jóga- kennari, sjúkraþjálfari og tölvunar- fræðingur sem hefur nýverið gefið út bók um skógarjóga með leiðbeining- um um æfingar. Ragnheiður lauk jógakennara- námi hjá Ásmundi Gunnlaugssyni og sjúkraþjálfun frá Háskólanum 1991. Undanfarinn áratug hefur hún kennt leikfimi í Gigtarfélaginu en kennir nú í félagsmiðstöðinni í Hvassaleiti 56–58. Einnig hefur hún haldið fyr- irlestra og námskeið um streitu og slökun og mikilvægi hreyfingar.   Vont veður engin hindrun Ragnheiði finnst æfingarnar gefa heilmikla orku og segir að sér finn- ist ekki síður gefandi að takast á við vont veður. „Mér finnast æfingarnar gefa mér orku og losa um streitu. Mér finnst góð tilbreyting að komast út eftir langan vinnudag innan- dyra og anda að mér fersku lofti við æfingarnar. Það getur oft gef- ið manni heilmikla orku að vera í vondu veðri, að takast á við það gef- ur manni líka orku þótt það sé líka yndislegt að ganga úti í góðu veðri.“ Æfingar í fegurð og ró Byrjað er með léttum upphitun- aræfingum, að sögn Ragnheiðar, en eftir það er lagt af stað í göngu- ferð. Stoppað er nokkrum sinnum á leiðinni og gerðar standandi æf- ingar og öndunaræfingar. Loks er endað með góðum teygjum á upp- hafsstað. „Mér finnst gott að stoppa á gróðursælum og fallegum stöðum og gera æfingarnar þar í ró og næði.“ Ragnheiður segist hrifin af sam- tvinnuðum áhrifum jóga og úti- vistar. Jóga auki líkamlegan styrk og bæti andlega líðan, teygjur lík- amans auki blóðflæði um allan líkamann og komi ennfremur jafnvægi á hormónaflæði, inn- kirtlakerfið og á meltinguna. Úti- vistin hafi einnig jákvæð áhrif á andlega líðan og efnaskipti líkam- ans. „Með skógarjóga hefur mað- ur góð áhrif á eiginlega alla líkams- starfsemi og andlega líðan. Það eru nokkrir sem hafa komið til mín og sagt mér frá því að útivistin og jógað hafi bjargað þeim frá því að finna til þunglyndis.“ Ragnheiður bendir á að gott sé að vera klæddur í hlý og þægileg föt við æfingarnar. „Það er mjög óþægi- legt að gera æfingar sem þessar ef manni er kalt. Það er heldur ekki gott að dúða sig of mikið svo mað- ur svitni ekki of mikið. Þægilegur og teygjanlegur fatnaður er nauðsyn svo það sé hægt að gera æfingarnar. Ef það er rigning eða vont veður má fara í fjallgönguskóm en um sum- artímann er ágætt að vera í striga- skóm.“ Sækir orku í náttúruna n Jóga losar um eiturefni og kemur jafnvægi á hormónaflæði Slökun í náttúrufegurð Byrjað er á upphitun. Þá er lagt í gönguferð og gerðar æfingar á völdum stöðum. Myndir eyþór árnaSon Helstu kostir jóga n Eykur líkamlegan styrk og fyrirbyggir líkamleg og andleg vandamál n Losar um spennu, streitu og vanlíðan og eykur orku n Eykur blóðflæði um allan líkamann og hefur þannig jákvæð áhrif bæði á stoðkerfi og innri líffæri n Kemur jafnvægi á hormónaflæði, innkirtlakerfi og heiladingul sem og á meltingu og losun n Losar um eitur- og úrgangsefni í líkamanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.