Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 24
H ann hefur skorað 121 mark í 215 leikjum í þýsku Bundeslig- unni. Hann spil- ar með Þjóðverjum á EM og er aðalmarkaskorari liðsins. Hann er hæverskur, myndarlegur og hálfur Spán- verji. Konurnar dýrka hann. Mario Gómez García sló fyrst í gegn með Stuttgart. Þegar liðið varð þýskur meistari, tímabil- ið 2006/2007, skoraði hann 14 mörk og lagði upp sjö. Hann var kjörinn leikmaður ársins í Þýskalandi, aðeins 21 árs að aldri. Markahæstur í mótinu Mario Gómez er sá leikmað- ur á EM sem veðbankar sögðu fyrir mót að væri líklegastur til að verða markakóngur keppn- innar. Það gæti gengið eft- ir þegar mið er tekið af því að hann skoraði þrjú mörk í riðla- keppninni. Enginn hefur skor- að fleiri mörk en eins og Þjóð- verjar hafa spilað eru þeir afar líklegir til að leika til úrslita á mótinu. Þeir mæta Grikkjum í átta liða úrslitum, sem að öllu jöfnu ættu ekki að verða mikil fyrirstaða, og mæta svo Portú- gal eða Tékklandi í undanúr- slitum. Ef mið er tekið af því hversu auðveldlega Þjóðverjar fóru í gegnum riðilinn er lík- legt að Gómez og félagar fari alla leið í úrslit. Þegar allir helstu veðbankar heims eru skoðaðir kemur einmitt í ljós að Þjóðverjar eru líklegastir til að vinna EM og Mario Gómez er enn líkleg- astur til að verða markahæstur. Næstur á eftir honum er Spán- verjinn Fernando Torres. Styður baráttu samkynhneigðra Mario Gómez er aðeins 26 ára. Hann er fæddur í Riedlingen í Þýskalandi og alinn upp í Baden-Württemberg, sem er sambandsland í suðvestur- hluta Þýskalands, um 95 kíló- metra frá borginni Stuttgart. Gómez á spænskan föður en þýska móður og hefur tvöfalt ríkisfang. Hann ákvað, Þjóð- verjum til mikillar ánægju, að velja að leika með landsliði Þýskalands. Gómez hefur ekki bara vak- ið athygli fyrir knattspyrnu- hæfileika. Hann þykir afar myndarlegur, ekki síst á með- al karlmanna. Hann hef- ur einmitt látið sig réttindi samkynhneigðra varða og hefur barist fyrir því að fót- boltaheimurinn endur- skoði viðhorf sitt til samkyn- hneigðra knattspyrnu manna. Hann hefur hvatt menn í sportinu til að koma út úr skápnum og tala opinber- lega um kynhneigð sína. Þess vegna hefur honum verið leg- ið á hálsi fyrir að vera hommi. Hvað sem þeim vangaveltum líður er staðfest að Gómez er í föstu sambandi með Silviu Meichel. Herra Áreiðanlegur Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Mario Gómez líklegastur til að verða markakóngur Mario Gómez Þýskaland Staða: Framherji Fæðingardagur: 10.7. 1985 (26 ára) Treyja númer: 23 Félagslið: Bayern München Ferill Félag Tímabil leikir mörk Stuttgart 2003–09 121 63 B. München 2009–12 94 64 Þýskaland 2007–12 55 25 Kóngurinn Gómez, sem er aðeins 26 ára, hefur skorað þrjú mörk á Evrópumótinu. 24 Sport 20. júní 2012 Miðvikudagur Harðari refsing fyrir auglýsingu n Króatar sektaðir fyrir gróft kynþáttaníð í garð Balotelli Á kvörðun knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA, um að dæma Nicklas Bendtner framherja danska landsliðsins til hárr- ar fjársektar fyrir að girða niður um sig stuttbuxurnar til þess að sýna nærbuxur sínar með aug- lýsingu frá veðmálasíðu, hefur vakið mikla athygli. Bendtner var sektaður um tæpar 16 milljónir króna fyrir að brjóta gegn banni við því að leikmenn auglýsi fyr- irtæki inni á vellinum á mótinu. Það sem hefur hins vegar vak- ið furðu er að knattspyrnusam- band Króatíu var sektað um lægri upphæð en Bendtner eða tæplega 13 milljónir króna í kjöl- far grófs kynþáttaníðs stuðn- ingsmanna liðsins í garð Mario Balotelli framherja ítalska lands- liðsins. Segja má að stuðnings- mennirnir hafi látið öllum illum látum því þeir voru einnig staðn- ir að verki við að kveikja í flugeld- um í stúkunni. Samkvæmt skýrslu um hegð- un stuðningsmannanna hermdu um 300 Króatar eftir öpum með tilheyrandi búkhljóðum og lát- bragði í hvert skipti sem Balot- elli snerti boltann. Þá hafa stuðn- ingsmennirnir verið sakaðir um að kasta banana í átt að Balot- elli. Þetta er ein þyngsta fjár- sekt sem UEFA hefur beitt vegna kynþátta níðs, en svo virðist sem sambandið líti auglýsinga- mennsku danska framherjans alvarlegri augum miðað við sekt- ina sem hann fékk. valgeir@dv.is Hörð refsing Það kostaði Bendtner 16 milljónir að sýna þessar nærbuxur. Lífstíðarbann frá knattspyrnu Þrettán leikmenn og þjálf- ari í Suður-Kóreu og Króat- íu voru nýlega dæmdir í lífstíðarleikbann af FIFA, alþjóða knattspyrnusam- bandinu, fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja. Á meðal þeirra sem fengu lífstíðarbann er fyrrver- andi landsliðsmaður Suður- Kóreu, Kim Dong-Hyun, og Króatarnir Mario Darmopil og Daniejel Madaric. Enginn hinna dæmdu má aftur koma nálægt neinu sem tengist knattspyrnu hvar sem er í heiminum. Komnir í 18 liða úrslit Íslenska landsliðið í bridds er komið í 18 liða úrslit á Evrópumótinu en úrslita- keppnin hefst í dag, mið- vikudag. Níu efstu sveitirnar úr riðli A og B komust áfram, en Ísland lenti í 9. sæti í B- riðli með 255 stig. Íslenska landsliðið skipa Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Hólmar Einarsson, Þorlákur Jóns- son, Jón Baldursson, Magn- ús E. Magnússon og Þröstur Ingimarsson. „Spennandi leikmaður“ Ég er mjög ánægður með að við höfum náð samkomulagi um kaupin á Birni,“ lét Stale Solbakken, knattspyrnu stjóri Wolves, hafa eftir sér þegar félagið hafði staðfest kaupin. „Hann er ungur og spennandi leikmaður sem hefur til að bera hæfileika sem geta hjálp- að okkur að ná markmið- um okkar,“ sagði hann enn fremur. Everton hafði líka borið víurnar í leikmanninn en Wolves hafði betur í bar- áttunni. Hjá Úlfunum leikur einnig annar ungur íslenskur leikmaður; Eggert Gunnþór Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.