Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 20. júní 2012 KEYPTI BLOKKIRNAR Á BRUNAÚTSÖLU „Einfalt reiknings- dæmi leiðir í ljós að gangi áform Steinþórs og félaga í South Properties upp, muni þeir græða háar fjárhæðir á viðskiptunum. n Landsbankinn afskrifaði hundruð milljóna svo að Steinþór gæti keypt blokkir ir fyrirtækisins voru samkvæmt ársreikningi árið 2010, rúmar fjór­ ar milljónir króna. Samkvæmt upp­ lýsingum úr fyrirtækjaskrá var fyr­ irtækið stofnað þann 1. september 2008 en fyrirtækið Hringbraut kom að stofnun þess. Stjórnarformað­ ur Hringbrautar er Sverrir Sverris­ son og framkvæmdastjóri Sverrir Gunnarsson. Þá á South Properties meðal annars 48 prósenta hlut í Gullmolanum ehf. Sakaður um aðstöðubrask Fyrirtækið Hringbraut ehf. komst í fréttirnar í maí 2010 þegar Sverr­ ir Örn Olsen sakaði flokksbræður sína í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um klíkuskap og misbeitingu valds í þágu Hringbrautar sem þá var að hluta til í eigu Steinþórs Jónsson­ ar. Í frétt Jóhanns Haukssonar í DV um málið kom fram að Hringbraut hefði komið sér fyrir í 3.000 fermetra iðn aðar húsnæði á Keflavíkurflug­ velli. Sverrir taldi að Steinþór og félagar hefðu keypt húsnæðið fyr­ ir smánarlega lága upphæð af Þró unar félagi Keflavíkurflugvall­ ar. Þar sat Árni Sigfússon bæjar­ stjóri í stjórn. Sverrir bar upp skrif­ lega kvörtun við umhverfisráðherra vegna málsins. Leigusali var fyrirtækið Base ehf., en Steinþór var einnig hlut­ hafi í því félagi í gegnum Hótel Keflavík. Base hafði keypt umrætt atvinnuhúsnæði af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, en það annað­ ist sölu á fasteignum á Keflavíkur­ flugvelli sem féllu þjóðinni í skaut þegar Bandaríkjaher yfirgaf her­ stöðina á Miðnesheiði árið 2006. Húsið var veðsett fyrir 26,2 milljón­ ir króna samkvæmt þinglýsingar­ vottorði og tók Base ehf. þá upp­ hæð að láni með tryggingabréfi í Sparisjóðnum í Keflavík í janúar árið 2009. Í stjórn sjóðsins sat þá Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. K rabbinn hefur kennt mér alveg svakalega mikið. Ef ég hugsa um það þá hefði ég sennilega ekki viljað sleppa því að fá krabba­ mein. Ég er miklu betri mann­ eskja fyrir vikið. Kærleiksríkari og opnari, jákvæðari og sé lífið í allt öðru ljósi,“ segir Davíð Örn Arnars­ son sem berst við krabbamein sem læknar telja ólæknandi. Því er hann ekki sammála og hefur leitað sér lækninga á óhefðbundinn hátt. Ætlar sér að sigra Davíð var fyrst greindur með krabbamein í hálsi árið 2008. Þá fór hann í tvær skurðaðgerðir og geislameðferð. Eftir stranga bar­ áttu töldu læknarnir að meinið væri farið. Tveimur árum seinna, árið 2010, hafði meinið tekið sig upp á ný. Nú hafði það dreift sér og var komið lengra á veg. „Ólækn­ andi“ töldu læknar en Davíð segist aldrei hafa trúað því. Hann vinnur að því að ná bata. „Ég er þannig þenkjandi að mér finnst að það eigi ekki að fullyrða að eitthvað sé ólæknandi þegar að dæmin hafa sýnt annað.“ Áfall að vera greindur í annað sinn „Það var meira áfall þegar ég var greindur í annað sinn. Þá varð ég mjög veikur með tíðar sýkingar í hálsi. Þá kom í ljós að það hafði tekið sig upp aftur og komið mun lengra í þetta skiptið. Það varð að opna sitthvorum megin á háls­ inum og þá voru þar fjarlægðir krabbavefir og eitlar. Í þessari að­ gerð fékk ég lungnasýkingu, í fram­ haldi af því var tekin mynd og þá kom í ljós að krabbinn var kominn í lungun líka,“ segir hann. Davíð ákvað fljótlega að hann skyldi taka ábyrgðina í sínar hend­ ur og afþakkaði lyfjameðferð. Þess í stað ákvað hann að reiða sig á lækningarmátt náttúrunnar og gjörbreytti mataræði og hugar­ fari sínu. Vildi ekki lyfjameðferð „Læknarnir sögðu mér að þetta væri ólæknandi en þeir gætu reynt að halda þessu í skefjum með lyfja­ meðferð. Ég taldi líkama minn ekki ráða við lyfjameðferð og ákvað því að byggja hann upp í stað þess að brjóta hann enn meira niður.“ Hann breytti um lífsstíl og tók upp lífrænt mataræði. Nokkuð sem hann telur hafa gjörbreytt sínu lífi. „Þegar ég greindist fyrst þá lét ég þetta í hendurnar á læknunum. En í þetta sinn ákvað ég sjálfur að taka ábyrgðina. Ég breytti algjör­ lega um lífsstíl. Áður lifði ég ágæt­ lega heilsusamlegu lífi en þarna hætti ég að drekka áfengi og lifði nánast eingöngu á hráfæði og líf­ rænum djús. Líkaminn á mér er gjörbreyttur þrátt fyrir að krabba­ meinið sé enn til staðar. Ofnæmi sem ég var með hefur ekki tekið sig upp, húðin er betri, slímhúð­ in í hálsinum er betri og meltingin er allt önnur. Þau lyf sem ég var að taka inn voru ekki að skila tilætluð­ um árangri og kölluðu yfirleitt bara á önnur lyf. Líkaminn var óstarf­ hæfur í þessu standi,“ segir hann. Náttúruþenkjandi náttúrubarn Davíð ákvað sjálfur að leita sér leið til lækninga og hefur fengið hjálp frá lækninum Hallgrími Magn­ ússyni í Hveragerði. „Ég vel góða næringarkosti og leita helst í mína nánustu náttúru. Lukka í Happi hefur verið mér gríðarlegur styrk­ ur og hjálpað til við næringu. Hún er mikill viskubrunnur og mikill styrkur í baráttunni. Einnig hefur Jóhanna í Lambhaga og hennar fólk reynst mér æðislega vel. Það er ekki hlaupið að því að fá ferskt grænmeti og ávexti á Íslandi,“ seg­ ir Davíð. Hann segist alltaf hafa pælt mikið í eiginleikum náttúr­ unnar og haft mikla trú á henni. Þegar hann greindist í annað sinn tók hann sig algjörlega í gegn. „Ég hef verið náttúruþenkjandi og mik­ ið náttúrubarn og hef endalaust trú á náttúrunni. Fyrst þegar ég grein­ ist þá gafst mér ekki tími til að staldra við og hugsa málið, þetta var allt bara keyrt í gegn. En undir­ liggjandi var ég þó alltaf að hugsa í þessa áttina,“ segir hann. Hann er viss um að það hafi hjálpað sér mest í baráttunni að taka ábyrgðina sjálfur. „Það hefur hjálpað mér mest að taka ábyrgð á líkama mínum. Árið 2010 fór ég á kvíðastjórnunarnámskeið og vann mikið með huga minn og fór með­ al annars í heilun auk þess sem ég lærði margt í sambandi við matar­ æði. Þetta hefur hjálpað mér mik­ ið, ég finn rosalegan mun á líkam­ anum og hef varla verið veikur að undanskildu krabbameininu. Sýk­ ingarendurtekningin hætti gjör­ samlega. En svo breytti maður líka bara líferninu enda var ég komin á fullt út í fjölskyldulífið á þessum tíma,“ segir hann. Yndisleg upplifun að verða faðir Að baki Davíð standa fjölskylda hans og vinir og segist hann vera óendanlega þakklátur fyrir góðan stuðning þeirra. Eiginkona hans, Karen Björk Guðjónsdóttir, hefur staðið þétt við bak hans. Þau eiga saman eina fimm mánaða dóttur og fyrir á Karen eina fjögurra og hálfs árs dóttur. „Við konan ákváð­ um á síðasta ári að skella okkur í barneignir,“ segir hann. Hann seg­ ir það hafa verið yndislega upplif­ un að verða faðir. „Þetta er yndis­ legt í alla staði og hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í baráttunni. Maður fyllist kærleik og það er það besta í baráttunni,“ segir hann. Erfiðar síðustu vikur Davíð hefur verið mikið veikur undanfarnar þrjár vikur í kjölfar sýkingar sem hann fékk á skurð­ svæði. „Þetta hafa verið erfiðar vik­ ur. Þetta byrjaði á því að ég fékk ein­ hvers konar kast, það er ekki vitað hvað það var, blóðtappi hefur verið nefndur,“ segir hann og viðurkenn­ ir að auðvitað verði hann smeykur við svona kringumstæður. Davíð hefur búið alla sína ævi í Grafarvoginum og er þekktur með­ al Grafarvogsbúa sem margir hverj­ ir bera honum vel söguna. Þeir sem blaðamaður töluðu við sögðu Davíð vera algjört ljúfmenni sem setti ávallt aðra í fyrsta sæti, þrátt fyrir að það væri hann sem væri veikur. Davíð hlær þegar hann er spurður út í Grafarvogstenginguna. „Það er frábært fólk þar og ég finn að ég fæ mikinn stuðning þaðan enda hef ég búið þar alla ævi. Það er mikið lím í Grafarvoginum.“ Á morgun, fimmtudag, eru styrktartónleikar fyrir Davíð og fjölskyldu sem fram fara í Austur­ bæ. Veikindin hafa ekki bara verið erfið líkamlega heldur líka fjár­ hagslega. Davíð hefur ekki get­ að sinnt fullri vinnu síðan hann greindist fyrst árið 2008. Það hef­ ur því eðlilega tekið sinn toll af fjárhag heimilisins. Auk þess er líf­ ræna mataræðið ekki niðurgreitt en það kostar sitt. „Því miður er þetta ekki viðurkennd leið en von­ andi breytist það. Eins og er þá er þetta er ekki niðurgreitt eins og lyfin væru,“ segir hann. Vinir og velunnarar Davíðs standa að baki tónleikunum en þar í fararbroddi er Gunnar Sverr­ isson, móðurbróðir Davíðs. Á þeim koma margir af þekktustu tónlistar mönnum landsins fram. Meðal annars Björgvin Halldórs­ son sem er fjölskylduvinur Davíðs og Karenar, Bubbi Morthens, Brimkló, en faðir Davíðs er gítar­ leikari í þeirri sveit, KK, Sálin hans Jóns míns og hljómsveitin Illgresi sem er Davíð afar kær en æsku­ vinir hans eru í því bandi. „Ég er gríðarlega ánægður með alla þá listamenn sem koma fram. Er mér það einkar hugleikið að vinir mín­ ir í Illgresi ætli að taka þátt en ég hef verið í kringum bandið síðan það var stofnað,“ segir hann þakk­ látur fyrir stuðninginn sem honum er sýndur. Ætlar að ná bata Davíð er langt frá því að vera á þeim buxunum að gefast upp. „Ég sé ekki dauða minn fyrir framan mig, ég hugsa bara ekki þannig. Ég er í baráttu og ég ætla að ná bata. Og ég trúi að það sé hægt á þenn­ an hátt. Með huga og líkama. Mað­ ur hefur séð ótrúlegustu kraftaverk og þessu trúi ég.“ n Ætlar að sigra meinið n Berst við ólæknandi krabbamein n Beitir óhefðbundnum aðferðum „Þegar ég grein- ist fyrst þá læt ég þetta í hendurnar á læknunum. En í þetta sinn ákvað ég sjálfur að taka ábyrgðina. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Svona getur þú hjálpað n Þeir sem ekki geta mætt á tónleikana en vilja styrkja Davíð og fjölskyldu er bent á styrktarreikning 0324-26- 171105, kennitala 171180-5549. Fjölskyldan Davíð segist ekki ætla að gefast upp heldur ætlar hann að ná bata. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Karen, og dætrum þeirra. M Y N d G u N N a r S V Er r iS So N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.