Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 4
Leiðrétta launamun Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leiðrétta kynbundinn launamun í ráðneytinu en við jafnlaunaúttekt kom í ljós 2,0 prósenta óútskýrð- ur launamunur meðal sérfræðinga ráðuneytisins. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins. Við könnun í innanríkisráðu- neytinu kom í ljós að kynbund- inn launamunur milli kvenna og karla í sérfræðingsstöðum var allt að 3,6 prósentum. Að teknu tilliti til menntunar, starfsaldurs og reynslu var óútskýrður launamunur 2,0 prósent. Ekki kom fram launamun- ur varðandi fasta yfirvinnu. Á vefsíðu ráðuneytisins stendur einnig að ráðuneytið telji óviðun- andi að konur og karlar njóti ekki sömu launa fyrir sömu störf og fagni úttektinni sem gefi tæki- færi til að leiðrétta þessa skekkju. „Ráðuneytið hefur brugðist við þessum niðurstöðum með því að leiðrétta muninn. Í því skyni var launum nokkurra starfsmanna breytt og hlutaðeigandi tilkynnt um það í dag.“ Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fram fer jafnlauna- úttekt í Stjórnarráðinu og er hún framkvæmd innan allra ráðuneyta. Samkvæmt jafnréttisáætlun ber að kanna árlega hvort fyrir hendi sé kynbundinn launamunur og jafn- framt er yfirstjórn gert að skýra frá því hvernig hún hyggist bregðast við honum. n Vilja breyta veiðigjaldi til fyrra horfs eftir kosningar Þ ingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Árni Johnsen og Einar K. Guðfinnsson, hafa lýst því yfir að fyrirkomu- lagi veiðileyfagjaldsins verði breytt til fyrra horfs ef Sjálf- stæðisflokkurinn kemst til valda eft- ir kosningar. Í samtali við DV segir Árni Johnsen að mest allt sem komi frá ríkisstjórninni í fiskveiðistjórn- unarmálum sé tómt bull: „Þetta er mismunun og valdbeiting og skemmdarverk á íslenskum sjávar- útvegi.“ Um veiðileyfagjaldið segir Árni að það sé einna verst af öllum þeim breytingum sem fyrirhugað- ar eru í fiskveiðistjórnunarmálum. Einar K. Guðfinnsson lýsti yfir svip- uðum sjónarmiðum og Árni í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þegar DV leitaði eftir viðbrögðum frá Merði Árnasyni, þingmanni Sam- fylkingarinnar, sagði hann að mál- flutningur Einars og Árna kæmi hon- um ekki á óvart: „Það hefur ekki verið neinn samningsvilji um eitt né neitt. Ég efast hins vegar um að þeir standi við þetta. En þetta er alveg rökrétt framhald af afstöðu sjálfstæð- ismanna í málinu.“ Samkomulag hefur náðst um breytingar á frumvarpi um veiði- gjöld, en samkvæmt þeirri tillögu sem nú liggur fyrir verður gjaldið á næsta fiskveiðiári föst krónutala. Gert er ráð fyrir að það skili tæp- um 13 milljörðum króna. Mun svo veiðigjaldið miðast við skatthlutfall af rentu og fara stighækkandi. Sam- kvæmt Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra verður arður þjóðar- innar af fiskveiðiauðlindinni um 40–50 milljarðar á næstu þremur árum. Ef úr því rætist verður unnt að framfylgja þeirri fjárfestingaráætlun er ríkisstjórnin kynnti fyrr í vikunni. 4 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur E ignarhaldsfélagið Stím hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þann 24. maí síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður þess efnis í Héraðsdómi Norð- urlands eystra. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Skiptastjóri er Árni Pálsson, hæstaréttarlögmað- ur á Akureyri. Aðspurður segir Árni að slitastjórn Glitnis hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptunum. Stím var einkahlutafélag í eigu Glitnis, Saga Capital, Gunnars Torfa- sonar, Jakobs Valgeirs Flosason- ar og fleiri aðila sem keyptu hluta- bréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvember 2007. Þar af voru tæpir 20 fengnir að láni frá Glitni. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða á 20 prósenta vöxtum. Fé- lagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL-Group fyrir rúma 6,5 milljarða. Viðskiptin hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara vegna gruns um að viðskiptin hafi verið markaðsmisnotkun og hef- ur verið framkvæmd húsleit í tengsl- um við rannsóknina. Erfið fæðing Áður en endanlegur hluthafahóp- ur Stíms varð til var leitað til ým- issa aðila um kaupin á hlutabréfum í FL Group og Glitni, meðal annars til Samherja og fjárfestingarfélags- ins Gnúps. Í viðtali við DV í sept- ember 2009 sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að útgerðarfélagið hefði íhugað kaup á hlutabréfum í Glitni og FL Group á þessum tíma. „Við skoðuðum ein- hvern tímann einhver mál sem sjálf- sagt síðar meir kunna að hafa orðið að Stími. En það voru ekki forsend- ur fyrir okkur að fara út í það … Við skoðuðum kaupin á bréfunum en keyptum ekki bréfin í þessu til- felli.“ Á endanum, þegar stórir fjár- festar, eins og Samherji, höfðu hætt við að taka þátt í fjárfestingunni, var að mestu leitað til einstaklinga sem voru í viðskiptum við eigna- stýringardeild Glitnis og þeim seldir hlutir í Stím. Sátu uppi með bréfin Bréfin í Glitni og FL Group sem seld voru inn í Stím komust í eigu Glitn- is um vorið og sumarið 2007 þegar verðbréfadeild bankans keypti þau. Á þessum tíma, þar til í apríl 2007, stóð yfir barátta um yfirráðin yfir Glitni sem endaði með því að FL Group, fjár- festingarfélag Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og tengdra aðila, náði Glitni á sitt vald. Eftir að FL Group náði yfir- ráðum yfir bankanum reyndist hins vegar erfitt að selja hlutabréfin með hefðbundnum hætti á markaði, Sam- herji datt úr skaftinu og fleiri aðil- ar, og því voru bréfin seld inn í Stím á endanum þar sem bankinn sjálf- ur var stærsti hluthafinn. Glitnir ætl- aði reyndar að selja hlut sinn í Stími en enginn kaupandi fannst fram að bankahruninu 2008 enda lækk- uðu hlutabréf í Glitni jafnt og þétt frá sumrinu 2007. Aðkoma Glitnis sjálfs að sölu og kaupum hlutabréfanna er markaðsmisnotkunarþátturinn sem til rannsóknar er í viðskiptunum. Jón Ásgeir sagður hafa skipulagt viðskiptin Í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn nokkrum af fyrrverandi stjórnend- um Glitnis og FL Group frá árinu 2010 kemur fram að Jón Ásgeir hafi verið maðurinn á bak við Stím-viðskiptin. Þar segir meðal annars: „Hinn stefndi Lárus, samkvæmt skipunum Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, ýtti mjög á eft- ir Stím-viðskiptunum.“ Samkvæmt þessu virðist skilanefndin vera að segja að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi í raun verið maðurinn á bak við Stím- viðskiptin enda eru rakin fjölmörg dæmi um það í stefnunni að Jón Ás- geir hafi stjórnað Lárusi nánast í einu og öllu. Til dæmis segir í stefnunni á ein- um stað: „Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs þann 20. júní 2007 viðurkenndi Lár- us hvernig sambandi þeirra væri hátt- að þegar hann kvartaði undan skip- unum þeim sem Jón Ásgeir hafði sent honum með því að segja að Jón Ásge- ir kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“.“ Í viðtali við DV í nóvember 2010 neitaði Jón Ásge- ir því að hafa komið að viðskiptunum með Stím. „Ég var ekki að selja bréf fyr- ir Glitni eða fyrirskipa sölu til Stíms.“ n Viðskiptin til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Stím gjaldþrota „Ég var ekki að selja bréf fyrir Glitni eða fyrir- skipa sölu til Stíms Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sagður hafa skipulagt Jón Ásgeir var sagður hafa lagt á ráðin um Stím-viðskiptin í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn honum og öðrum stjórnendum Glitnis og FL Group. Keyptu land í Naíróbí Íslensku hjálparsamtökin ABC barnahjálp hafa hafið framkvæmd- ir við nýjan skóla í Pakistan og fest kaup á sinni fyrstu lóð í Naíróbí. Þórunn Helgadóttir og samstarfs- fólk hennar í Kenýa vinna nú að því að koma upp bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla og heimavist. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá hjálpar- samtökunum en þar kemur einnig fram að miklir fjármunir sparist við að koma upp starfseminni á eigin landi. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að styðja við uppbyggingu samtakanna í Kenýa og afhenti Erna Kristín Stefánsdóttir, sem rakaði af sér hárið gegn áheitum, fyrsta fram- lagið í söfnunina á þriðjudag. „Veiðileyfagjaldið einna verst“ Óánægður Árni Sakar ríkisstjórnina um valdbeitingu og skemmdarverk. Hluthafalisti eignarhalds- félagsins Stíms 32,5% Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu 15% Gunnar Torfason 10% SPV fjárfesting hf. 10% BLÓ ehf. – félag að fullu í eigu Ósk- ars Eyjólfssonar 10% Ofjarl ehf. – félag að fullu í eigu Jak- obs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingv- arssonar 8,75% Viðskiptavinir Saga Capital fjár- festingabanka 6,25 % Saga Capital fjárfestingabanki 2,5% Jakob Valgeir Flosason 2,5% Ástmar Ingvarsson 2,5% Flosi Jakob Valgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.