Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Side 15
Sjóvá neitar að borga Nú er ég bara stopp Tennur í dóttur Valdísar Láru Thorarensen brotnuðu þegar leið yfir hana á gamlárskvöld. – DVÁsa Atladóttir hjá Landlæknisembættinu vill kenna almenningi að meðhöndla lúsasmit. – DV Írisi Dröfn Kristjánsdóttur er neitað um fyrirgreiðslu námslána. – DV Næsta ríkisstjórn? Spurningin „Ömurlega! Ég er mjög reið og sjokkeruð yfir framkomu Útlendingaeftirlits gagnvart hælisleitendum í samfélagi sem á að heita menntað og upplýst.“ Kristín Þorláksdóttir 20 ára þjónn „Mér finnst bara málefni hælis­ leitenda vera í skelfilegu fari.“ Guðmundur Óskar 32 ára leigubílstjóri „Ég hef litla skoðun á því en mér finnst hins vegar vera þörf á því að innflytjendur læri íslensku.“ Gísli Björnsson 21 árs flugnemi „Ég hef bara ekki myndað mér skoðun á málinu.“ Magnús Oddur Kristjánsson 58 ára byggingamaður „Ég hef bara aðeins fylgst með þessu en mér finnst að ferlið mætti ganga aðeins fljótar fyrir sig. Það er svolítið eins og það vanti fleiri í starfið.“ Alexandra Baldursdóttir 23 ára nemi Hvernig finnst þér komið fram við hælis leitendur? 1 Hætt komnir í veiðiferð Bræðurnir Greg og Garry Cherry lentu í ógöngum á vélarvana bát þegar þá rak að Barren Fork­stíflunni í McMinnville í Tennessee í Bandaríkjunum. 2 Fjórtán ára bjargaði konu Ungur drengur í Bandaríkjunum sýndi snarræði og bjargaði konu undan manni sem ætlaði að myrða hana. 3 Bresk amma dæmd til dauða 56 ára bresk amma hefur verið dæmd til dauða í Indónesíu fyrir að smygla tæpum fimm kílóum af kókaíni til landsins í maí á síðasta ári. 4 Eigandi Rex vill leysa vandann Eigandi labradorhundsins Rex sem geltir stundum við Hótel Brú í Hvalfjarðarsveit, vill sættast við hóteleigandann. 5 Ættleiddu dóttur Sjónvarpskonan Rosie O´Donnell og eiginkona hennar, Michelle Rounds, hafa eignast sitt fyrsta barn saman, dótturina Dakotu, sem þær stöllur ættleiddu í byrjun janúar. 6 Milljarðaafskriftir vegna gjaldþrots BNT Engar eignir fund­ ust í þrotabúi EM 13 ehf. sem áður hét BNT og var móðurfélag olíufélagsins N1. Afskrifa þarf því 4,3 milljarða króna. Mest lesið á DV.is L íti maður á niðurstöður nýjustu skoðanakannana virðist næsta ríkisstjórn liggja fyrir. Eina mögu­ lega ríkisstjórnin sem myndi ekki innihalda Sjálfstæðisflokkinn er stjórn allra hinna fjögurra flokkanna sem komast á blað. Það væri vissulega áhugaverð tilraun ef svo færi, en hætta á að sú stjórn yrði varla langlíf. Hinn möguleikinn er þá ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokks og – hverra? Augljósasti kosturinn væri Fram­ sóknarflokkurinn, enda er þjóðin orðin vön að sjá þá Bjarna og Sig­ mund sitja hlið við hlið. Þetta yrði þó að mörgu leyti vandræðastjórn. Í fyrsta lagi eru allar líkur á því að hún yrði með afar nauman meirihluta ef hann næðist, kannski ekki nema einn mann. Hægristjórnin yrði því í sama vanda og vinstristjórnin nú, þó vissu­ lega sé flokksaginn mun meiri í flokk­ um þeim sem kenna sig við einstak­ lingshyggju en þeim sem kenna sig við félagshyggju. Þeir ættu erfitt með að ná sínum málum í gegn. Ofan á bætist að Framsóknarflokkurinn hef­ ur verið með tilburði í að staðsetja sig hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn og myndi svo hrein hægristjórn eiga mjög háværa andstæðinga, rétt eins og vinstristjórnin nú. Þar að auki muna margir enn tvíræði þeirra Halldórs og Davíðs sem skiptu bönkunum á milli sín, og myndi slík stjórn vekja upp óheppilegar minningar. Sjálfstæðismenn og VG eða BF? Aðrir möguleikar eru fljótlega af­ greiddir. Ef Björt framtíð legðist í sæng með Sjálfstæðismönnum myndi sú stjórn einnig hafa veikan meirihluta, ef hann næðist. Erfitt er þar að auki að sjá hver myndi hagnast á slíku. BF myndi missa sinn helsta styrk, sem er að standa utan við gamla valdakerfið, á meðan Sjálfstæðismönnum fyndist líklegast fyrir neðan sína virðingu, sem hefðbundinn valdaflokkur lands­ ins, að eiga samneyti við skemmti­ krafta og nýgræðinga. Þriðji möguleikinn, Sjálfstæðis­ flokkur og VG, virðist óhugsandi. Allt síðan Ísland gekk í NATO árið 1949 hefur samstarf ystu flokka litrófsins ekki komið til greina, og myndi þar að auki varla ná meirihluta. Á hinn bóginn er ekkert ómögulegt, og ef svo fer að Evrópumálin verða helsta þrætuepli kosninganna er þar kom­ inn samstarfsgrundvöllur. Áhugavert var t.d. í Silfri Egils um helgina að sjá Evrópuflokkana BF og Samfylkingu sitja einum megin við Egil og Evrópu­ andstæðingana VG og sjalla hinum megin. Viðreisnarstjórn hin fjórða Sem skilur eftir líklegasta kostinn, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Til mikils er að vinna fyrir Sjálfstæðis­ menn. Þeir myndu fá öruggan meirihluta, og þar að auki takast að fá stuðning (eða þegjandi samþykki) miðju og miðju­vinstrifólks, sem yrði mun erfiðara við að eiga ef þeir ynnu með Framsóknarmönnum. Erfiðara er að sjá hvað Samfylk­ ingin myndi græða á slíku samstarfi. Margir sjá viðreisnarstjórnina enn í hillingum, en staðreyndin er sú að æ síðan hefur sósíaldemókrötum gagnast illa að vinna með Sjálfstæð­ ismönnum. Þegar Alþýðuflokkurinn reyndi það árið 1991 hætti hann í kjölfarið að vera til, og sú atburðarás var sett af stað sem seinna leiddi til hrunsins. Hrunstjórn hin seinni Sú ákvörðun Samfylkingar að ganga í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum árið 2007 hlýtur svo að teljast með verstu pólitísku mistökum síðari ára. Samfylkingin axlaði þar með ábyrgð á hruninu án þess endilega að geta haft mikil áhrif á atburðarásina, og hefur sú arfleifð veikt flokkinn og vinstri­ stjórnina æ síðan. En því er ekki að neita að ráðherrastólar heilla, og eft­ ir erfiðleika með samstarfið við VG eru líklega margir, svo sem Árni Páll, sem líta svo á að betra sé að vinna með samhentum Sjálfstæðismönnum (þó þeir stefni í vitlausa átt) heldur en flokk sem klofnar í hvert sinn sem ákvörðun skal taka. Augljósasti gallinn við slíka ríkis­ stjórn er Evrópumálin, en það er varla óyfirstíganlegt. Sjálfstæðismenn gætu hæglega samþykkt, eins og VG gerði, að láta málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem því yrði líklega hafnað. Hitt vandamálið felst í því að hér myndi hrunstjórnin aftur vera mætt til leiks, en sú arfleifð öll myndi hvort eð er há samstarfi með Framsókn og fáir aðrir kostir í boði. Því má líklegast segja: Velkominn aftur til 2007. En hitt ber að hafa í huga, að enn eru nokkrir mánuðir til kosninga, og margt getur breyst í millitíðinni. Mænum á Jesú Myndlistarkonan Hulda Halldór opnaði á þriðjudag myndlistarsýningu í galleríi við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar. Hún kom einu verkanna fyrir utan­ dyra við það tækifæri. Verkin á sýningunni hafa trúarlegar skírskotanir. MYND SIGTRYGGUR ARIMyndin Aðsent Valur Gunnarsson Umræða 15Miðvikudagur 23. janúar 2013 Hann var litríkur karakter Rósa Björk Guðjónsdóttir komst að því fyrir tilviljun að pabbi hennar hafði orðið fyrir líkamsrárás. – DV „Sú ákvörðun Samfylkingar að ganga í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum árið 2007 hlýtur svo að teljast með verstu pólitísku mistökum síðari ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.