Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 23. janúar 2013 var við stjórnvölinn, en hann var sendur aftur til City í janúar 2012 vegna meiðsla. Meiðslin virðast hafa haft mik- il sálræn áhrif á Johnson því á síð- asta ári var hann tvisvar sakfelld- ur fyrir ölvunarakstur og gert að greiða eina milljón króna í sekt. Eftir að hann var leystur undan samningi hjá City hefur Johnson opinberað sig og greint frá sál- rænum kvillum sem hann hefur glímt við. Hann sagðist hafa dval- ið á meðferðarstofnunum vegna áfengisfíknar en biðlaði þó til fjöl- miðlamanna og almennings að leyfa sér að fá frið. Hamann segir í samtali við BBC að hann hafi reynt að ná tali af gamla lærisveini sín- um en án árangurs. Hamann er sannfærður um að meiðsli séu að stórum hluta rót allra erfiðleika Johnson í einkalífinu. „Ég veit hversu erfitt það er að meiðast strax aftur eftir að hafa verið lengi á sjúkralistanum. Það er einmanalegt að vera á hliðar- línunni og geta ekki gert það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Síðan spilar það inni í að hafa ekki getað staðið undir þeim gríðarlegu væntingum sem til hans voru gerðar.“ Hamann vonar þó enn að John- son geti snúið við blaðinu enda er hann aðeins 24 ára. „Það er aldrei að vita, ef hann kemur sér á rétta braut gæti hann átt ágætan fer- il sem knattspyrnumaður. Hann er aðeins 24 ára og er svo ótrú- lega hæfileikaríkur. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að sjá hann ekki spila aftur.“ n n Var álitinn efnilegasti leikmaður Englands n Ekki of seint að byrja aftur, segir fyrrverandi liðsfélagi n Einar Jónsson, handknattleiksþjálfari Fram, hrósar Aroni Kristjánssyni M iðað við það sem maður bjóst við þá var þetta á pari,“ segir Einar Jónsson, handknattleiksþjálfari karlaliðs Fram, um frammistöðu Íslands á HM í hand- bolta. Liðið lauk keppni á sunnu- dag þegar það féll úr leik eftir harða rimmu við ógnarsterkt lið Frakklands í 16 liða úrslitum. Einar segir að auðvitað hafi ver- ið óskandi að komast í 8 liða úrslit en bendir á að liðið hafi verið mjög óheppið með mótherja. „Leikurinn gegn Rússum [fyrsti leikurinn, innsk. blm.] var að einhverju leyti klúður,“ segir hann en tekur þó fram að mið- að við mannskap hafi liðið átt jafna möguleika á sigri. „Svo gerðist það í hinum riðlinum að úrslitin voru ekki samkvæmt bókinni – sem gerði það að verkum að við mættum Frökkum.“ Einar segir aðspurður að þrátt fyrir að liðið hafi átt í fullu tré við Frakka hefðu möguleikarnir líklega verið meiri gegn Þjóðverjum eða hinum liðunum í A-riðli sem komust í 16 liða úrslit. Óheppnir með mótherja Ef Íslendingar hefðu lagt Frakka að velli hefðu Króatar orðið and- stæðingarnir í 8 liða úrslitum. Króatar eru með eitt allra besta lið í heimi og hafa reynst okkur erfið- ir í gegnum tíðina. Ef Ísland hefði hins vegar náð öðru sætinu í riðlin- um hefði leiðin orðið miklu greiðari. Liðið hefði þá mætt Brasilíu í 16 liða úrslitum og Slóvenum í 8 liða úr- slitum. „Það hefði verið ákjósanlegt að fá Brasilíu í 16 liða úrslitum en Slóvenar eru með frábært lið. Ég sæi okkur ekki labba í gegnum það verk- efni. Það kæmi mér ekki á óvart að Slóvenar færu langt á mótinu, þeir eru með frábært sóknarlið,“ segir Einar. Aron Kristjánsson þjálfari stýrði Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti að þessu sinni. Einar er ánægður með hvernig hann spilaði úr þeirri stöðu sem hann var í. „Mér fannst hann rótera dálítið mikið á móti Rússum en að öðru leyti er ekkert hægt að gagn- rýna varðandi hann lagði þetta upp. Hann renndi dálítið blint í sjóinn – maður sá það í fyrsta leik við Rússa að hann var ekki alveg búinn að finna réttu blönduna. Ólafur Guðmunds- son var fyrsti leikmaðurinn sem kom inn á og hann var svo sendur heim.“ Einar segir að mjög erfitt geti verið að vita fyrirfram hverjir spjari sig á stóra sviðinu. Ólafur Gústafsson hafi nýtt sínar mínútur mjög vel, bæði í vörn og sókn, en næstu tvö ár munu að líkindum skera úr um hvort Ólafur Guðmundsson komist í lands- liðsklassa, eins og Einar orðar það. Aron Pálmars í sérflokki Aron Pálmarsson átti frábært mót. Hann skoraði 24 mörk, mörg úr mjög erfiðri stöðu, og var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Hann lagði upp hvorki fleiri né færri en 35 mörk fyrir félaga sína, eða tæp- lega 6 mörk í leik. Markahæsti maður mótsins, Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov, kemst næst honum með 22 stoðsendingar, eða 3,5 í leik. Ein- ar tekur undir það að Aron sé frábær leikmaður. „Sá síðasti sem ég man eftir jafn góðum á þessum aldri heitir Nikola Karabatic. Einar bendir á að Aron hafi iðulega verið sá leikmað- ur í sóknarleik liðsins sem tekið hafi af skarið þegar í öngstræti var komið. Ekki sé því sanngjarnt að horfa bara á skotnýtinguna, sem var rétt undir 50 prósentum. Sérfræðingar höfðu nokkrar áhyggjur af hægri vængnum í sókn- inni, í fjarveru Ólafs Stefánssonar, Alexanders Petersson og Rúnars Kárasonar. Ásgeir Örn Hallgrímsson var eina örvhenta skyttan í hóp Arons Kristjánssonar. „Sóknarlega var Ásgeir ekki nógu góður. Hann er frábær „rotation player“ [leikmaður til að koma inn á, innsk.blm.] en ég held hann hafi ekki getuna í að leysa þetta einn síns liðs.“ Þjálfari með lausnir Leikurinn við Frakka var líklega sá leikur í keppninni sem liðið spil- aði best, bæði í vörn og sókn. Liðið fékk, þrátt fyrir líkamlega yfirburði Frakka, aðeins tvær brottvísanir og spilaði sig í færi í flestum sóknum. Í síðari hálfleik, þegar Frakkar settu Aron Pálmarsson í aukna gæslu, setti Aron þjálfari nafna sinn í vinstri skyttustöðuna. Einari fannst það klókt af kollega sínum, sérstak- lega í ljósi þess að Ásgeir Örn fann sig ekki vel í sókninni. „Hann var með alls kyns kerfi í kringum það tilbúin og mér fannst mjög flott hvernig hann leysti það þegar Aron var tekinn úr umferð,“ segir Einar sem fannst Aron Kristjáns gera fína hluti á mótinu. En hverjir sigra á mótinu? „Danirnir líta alveg svaka- lega vel út en ég spáði Frökkum sigri fyrir mótið. Ég held mig við þá spá,“ segir Einar léttur í bragði. Einar segir aðspurður að fram- tíðin sé björt í íslenskum hand- bolta. Það hafi til dæmis sýnt sig á þessu móti. Margir efnilegir leikmenn séu auk þess spilandi í deildinni hér heima og aðrir séu komnir að hjá liðum í stærri deild- um. Hann segir fyrirsjáanlegt að eftir fáein ár verði tveir eða þrír leikmenn sem muni berjast um byrjunarliðsstöðurnar í lands- liðinu. „Breiddin er að aukast og margir strákar, sem eru að nálgast tvítugt, munu banka á landsliðs- dyrnar á næstu árum.“ Í helgarblaði DV rýnir Einar, stöðu fyrir stöðu, í þá leikmenn sem líklegt er að muni berjast um sæti í landsliðinu eftir fáein ár. n „Ekkert hægt að gagnrýna“ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tölfræði leikmanna íslenska liðsins Útileikmenn Íslands Mörk Skotnýting Stoðsendingar Tæknimistök Stolnir boltar Varin skot Brottvísanir Mínútur Guðjón Valur Sigurðsson 41 59 10 5 3 0 0 307 Ásgeir Örn Hallgrímsson 10 40 10 12 7 0 5 285 Aron Pálmarsson 24 46 35 11 4 3 0 277 Vignir Svavarsson 11 73 7 4 3 2 5 189 Þórir Ólafsson 27 73 0 3 3 0 1 184 Sverre Jakobsson 0 0 0 0 9 3 4 181 Arnór Þór Gunnarsson 13 76 3 2 5 0 1 160 Snorri Steinn Guðjónsson 16 48 3 4 0 0 0 136 Kári Kristján Kristjánsson 16 73 3 8 4 0 0 118 Ólafur Gústafsson 8 47 1 8 1 1 0 75 Stefán Rafn Sigurmannsson 5 71 1 1 1 0 2 51 Ólafur Guðmundsson 4 57 5 2 1 1 3 37 Ernir Arnarson 2 50 1 4 0 1 2 35 Fannar Þór Friðgeirsson 3 100 1 0 0 0 2 25 Róbert Gunnarsson 1 33 0 1 0 0 0 14 Alls/meðaltal 181 56,4 80 65 41 11 25 2.074 „Sá síðasti sem ég man eftir jafn góð- um á þessum aldri heitir Nikola Karabatic. Brosað gegn um tárin Fáir njóta þess meira að spila á HM en jaxlinn Sverre Jakobsson. Hér stappar hann stálinu í sína menn eftir leikinn við Frakka. MYND FRÉTTABLAÐIÐ RAUNIR OG SORGIR MICHAEL JOHNSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.