Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Síða 12
Erlent 13Mánudagur 4. mars 2013
Elísabet flutt á sjúkrahús
n Veirusýking gerir drottningu lífið leitt
E
lísabet Bretlandsdrottning var
flutt sárþjáð á King Edward-
sjúkrahúsið í Lundúnum á
sunnudag eftir að veirusýking í
meltingarvegi, sem hefur hrjáð hana
undanfarna daga, varð svæsin. Þetta
er í fyrsta skipti í áratug sem hin 86
ára drottning er flutt á sjúkrahús til
að leggjast þar inn.
Veikindin þýða að drottningin
hefur neyðst til að afboða sig í öllum
verkefnum vikunnar sem að venju
eru ótalmörg enda drottningin upp-
tekin kona.
Breska pressan hefur eftir heim-
ildum að drottningin sé þrátt fyrir
sjúkrahúsinnlögnina almennt
hraust og hress þá sé ljóst að mikið
hafi þurft til að hún samþykkti að
láta leggja sig inn. Það var á föstu-
dag sem fregnir bárust af því að
Bretlandsdrottning glímdi við veik-
indi en fæstir reiknuðu þó með að
drottningin endaði á sjúkrahúsi.
„Ekki ósvipað og eiginmaður
hennar þá er drottningin afar stolt af
góðri heilsu sinni og lætur ekki svo
glatt leggja sig inn,“ hefur Daily Mail
eftir heimildarmanni.
Breska pressan hefur nokkuð
fylgst með líðan og framvindu veik-
inda drottningarinnar um helgina
en þar hefur meðal annars kom-
ið fram í máli lækna sem rætt hefur
verið við að ákjósanlegt sé að með-
höndla veirusýkingar í meltingar-
vegi heima fyrir þar sem þær geta
verið smitandi. En talið er líklegt
að það hafi verið metið sem svo
að sökum aldurs drottningarinnar
hafi verið best að fylgjast með líð-
an hennar á sjúkrahúsi og geta þá
gefið henni vökva í æð til að forðast
ofþornun.
Ekki er búist við að drottningin
verði á sjúkrahúsi í meira en tvo daga
eða svo. Drottningin heldur upp á 87
ára afmæli sitt í næsta mánuði. n
n Kraftur vígahnattarins í Rússlandi á við 30 kjarnorkusprengingar
Þ
úsundir kvenna deyja af
völdum heimilisofbeldis í
Rússlandi á hverju ári sam-
kvæmt áætluðum tölum. Þó
svo að samtök sem berjast
gegn heimilisofbeldi hafi náð eyrum
stjórnvalda í auknum mæli á undan-
förnum árum er víða pottur brot-
inn í rússneska réttarkerfinu og eru
afar fá úrræði í boði fyrir konur sem
vilja leita skjóls frá ofbeldisfullum
eiginmönnum. Breska ríkisútvarpið,
BBC, fjallaði ítarlega um stöðu þessara
mála í Rússlandi á dögunum. Í um-
fjölluninni kemur fram að hvorki fleiri
né færri en sex hundruð þúsund kon-
ur verði fyrir heimilisofbeldi, andlegu
og líkamlegu, á hverju ári – og af þeim
deyja fjórtán þúsund á ári.
Aðgerðaleysi lögreglu
„Þetta hefur verið martröð,“ segir ung
einstæð tveggja barna móðir, Anya
að nafni, í samtali við Oleg Boldyrev,
fréttaritara BBC í Rússlandi, en hann
heimsótti kvennaathvarf í Moskvu fyrir
skemmstu. Anya var gift í sjö erfið ár og
varð hún oft fyrir andlegu og líkamlegu
ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Hún
lifði í ótta og vissi ekki hvernig hún ætti
að bera sig að við að leita hjálpar. Að
lokum fékk hún þó nóg og hafði sam-
band við lögreglu fyrir margt löngu til
að tilkynna ofbeldið. Skilaboðin frá
lögreglunni, að hennar sögn, voru þau
að hún gæti í raun og veru lítið gert þar
sem ofbeldið ætti sér stað á „heimili
eiginmannsins“. Hún ákvað að þrauka
og bíða eftir að börn þeirra hjóna væru
orðin nógu gömul til að geta vitnað
gegn föður sínum. Síðan ákvað hún að
taka ofbeldið upp á filmu en það kom
ekki að neinum notum. „Lögreglan
gerði ekkert. Lögreglukona kom á
staðinn eftir að hann beitti mig ofbeldi
og spurði af hverju ég færi ekki bara
burt eins og hún hefði gert.“ Hún skildi
loks við eiginmann sinn fyrir tveim-
ur árum en vegna fjárskorts bjó hún
áfram á heimilinu. Um miðjan janúar
síðastliðinn var hún lamin illa og fékk
hún þá nóg og leitaði í kvennaathvarf í
Moskvu – eina athvarfið á vegum yfir-
valda í borginni sem telur 12 milljón-
ir íbúa. Í athvarfinu eru aðeins 35 her-
bergi.
Engar opinberar tölur
Í umfjöllun BBC kemur fram að
enginn viti með vissu hversu margar
konur þurfi á athvarfi sem þessu að
halda. Heimilisofbeldi er í raun ekki
flokkað sem glæpur og engin opin-
ber gögn eru til um fjölda kvenna sem
verða fyrir heimilisofbeldi. Því eru að-
eins til áætlaðar tölur sem benda til
þess að að lágmarki 600 þúsund konur
verði fyrir heimilisofbeldi á hverju ári.
Sem fyrr segir látast fjórtán þúsund
konur á hverju ári, eða tæplega 40 á
dag að meðaltali. Miðað við þessar töl-
ur er ljóst að framboðið á athvörfum
annar ekki eftirspurninni heldur þvert
á móti. Í athvarfinu, sem er í útjaðri
Moskvuborgar, geta konur komið og
dvalið tvo mánuði í senn. Konurnar
sem í athvarfið leita þurfa því að geta
staðið á eigin fótum að þessum tveim-
ur mánuðum liðnum og reynist það
mörgum erfitt.
Þegar dyrnar lokast
Konur sem verða fyrir heimilisof-
beldi þurfa að sýna fram á það með
óyggjandi hætti svo eitthvað sé gert.
Sönnunarbyrðin er öll þeirra megin
og jafnvel þótt þær geti sýnt fram á
að þær hafi orðið fyrir ofbeldi eru til
dæmi þess að lögregla bregðist seint
og illa við, líkt og í tilviki Anyu. Er það
samdóma álit fjölmargra fórnarlamba
að lögregla þrýsti á að þau bíði með
að tilkynna ofbeldið og dragi þannig
úr þeim kjark. Andrei Levchuk, lög-
reglufulltrúi í Moskvu, segir að lög-
regla fylgi þó í einu og öllu settum
lögum. Í langflestum tilfellum geti lög-
regla einungis veitt meintum ofbeldis-
manni áminningu enda séu í flest-
um tilfellum engin vitni að glæpnum,
annar en brotaþoli. „Þær biðja okkur
oft um að hræða maka sína svo þeir
beiti þær ekki ofbeldi aftur. En það er
ekki okkar hlutverk. Við getum sagt
meintum ofbeldis manni að hann
geti verið í slæmum málum ef hann
endurtekur leikinn. En Guð einn veit
hvað gerist þegar dyrunum er lokað.“
Vonast eftir breytingum
Á tímum Sovétríkjanna voru lög í gildi
sem gerðu yfirvöldum kleift að taka
meintan ofbeldismann af heimilinu
í allt að tvær vikur ef minnsti grunur
vaknaði um heimilisofbeldi. Þau lög
eru hins vegar ekki í gildi lengur en
það er mat Levchuk að upptaka þeirra
laga gæti haft fyrirbyggjandi áhrif.
Eins og staðan er í dag verður heim-
ilisofbeldi ekki að sakamáli nema
brotaþolar hafi orðið fyrir alvarleg-
um meiðslum eða hreinlega látið lífið.
Það er hins vegar mat Marinu Piskla-
kovu, stofnanda frjálsra félagasam-
taka, ANNA, sem reka nokkur kvenna-
athvörf, að viðhorf séu að breytast til
hins betra. „Fyrir tuttugu árum, þegar
þessi mál voru rædd á opinberum
vettvangi, til dæmis í spjallþáttum,
þá var ávallt spurt hvað þessar konur
hefðu gert til að réttlæta þessar bar-
smíðar. Nú hefur dæmið snúist við
og fólk spyr hvað sé hægt að gera til
að breyta þessu,“ segir hún. Enn sem
komið er hefur barátta samtaka á borð
við ANNA ekki skilað miklu og njóta
ofbeldismennirnir frekar verndar en
fórnarlömbin því lagaumhverfið er
þannig. Drög að lagabreytingum liggja
fyrir í Dúmunni, neðri deild rúss-
neska þingsins, en þær hafa ekki verið
kláraðar. Segist Pisklakova vonast til að
árið 2013 verði árið sem hlutirnir taka
breytingum – fórnar lömbum heimilis-
ofbeldis til hagsbóta. n
n Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál í Rússlandi n Fá úrræði í boði
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Enn óttast um
heilsu Chavez
Hugo Chavez heyr baráttu upp á
líf og dauða vegna krabbameins
sem hann glímir við. Þetta segir
staðgengill hans í embætti for-
seta Venesúela, Nicolas Maduro.
Chavez hefur dvalið á Kúbu
undanfarnar vikur en þar gekkst
hann undir aðgerð vegna krabba-
meins. Hann dvelur nú á sjúkra-
húsi í Venesúela en breska ríkis-
útvarpið, BBC, greinir frá því að
Chavez þjáist af erfiðri öndunar-
færasýkingu og óttast sé um
heilsu hans.
Chavez hefur gegnt embætti
forseta Venesúela undanfarin 14
ár og var endurkjörinn í embættið
í október síðastliðnum. Maduro,
sem þykir líklegur arftaki Chavez,
segir að Chavez hafi ekki hugsað
nógu vel um heilsuna á undan-
förnum árum enda hafi hann
haft öðrum og brýnni erindum
að sinna.
Óeirðir vegna
dauðadóms
Fleiri tugir hafa látist í miklum
óeirðum í Bangladess vegna
dauðadóms sem kveðinn var
upp yfir íslamistanum Delwar
Hossain Sayedee í síðustu viku.
Sayedee var sakfelldur fyrir
fjöldamorð, nauðganir og þjófn-
aði í sjálfstæðisstríði Bangladess
gegn Pakistan árið 1971. Talið er
að allt að þrjár milljónir manna
hafi fallið í stríðinu.
Sayedee var varaforseti Jama-
at-e-Islami-flokksins og vakti
dómurinn hörð viðbrögð. Segja
stuðningsmenn Sayedee að með
dómnum sé ríkjandi stjórn að
reyna að koma höggi á pólitískan
andstæðing sinn. Sayedee er
annar meðlimur Jamaat-e-
Islami-flokksins á tiltölulega
stuttum tíma sem dæmdur er
fyrir stríðsglæpi.
Barnungur
leigumorðingi
fannst látinn
Jorge Armando Moreno, 13 ára
Mexíkói sem viðurkenndi að hafa
starfað sem leigumorðingi fyrir al-
ræmd glæpasamtök, fannst látinn
á dögunum skammt frá borginni
Morelos í miðhluta Mexíkó. Lík
Jorges var illa útleikið og af um-
merkjum að dæma hafði hann
verið pyntaður. Hann var hand-
tekinn í febrúar og við yfirheyrslur
viðurkenndi hann að hafa orðið
að minnsta kosti 10 manns að
bana. Honum var sleppt úr haldi
vegna ungs aldurs og fannst látinn
nokkrum dögum síðar. Pilturinn
starfaði fyrir Los Zetas-gengið
en auk hans fundust lík þriggja
annarra við hlið hans. Eitt þeirra
er talið vera af móður hans.
Heimilisofbeldi
kostar 14.000 líf
„Guð einn
veit hvað
gerist þegar
dyrunum er
lokað
Alvarlegt vandamál Sex hundruð þúsund konur verða fyrir heimilisofbeldi í Rússlandi á
ári hverju. Af þeim deyja fjórtán þúsund samkvæmt áætluðum tölum.
Baráttukona Marina Pisklakova stofnaði
samtökin ANNA fyrir margt löngu. Hún er
ötull talsmaður gegn heimilisofbeldi.
Hörð af sér Bretlandsdrottning lætur ekki leggja sig inn á sjúkrahús svo glatt. Því er talið
að sýkingin hafi verið orðin ansi svæsin.