Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Qupperneq 3
Ö nnu Kristínar Ólafsdóttur hefur nú verið leitað í tæpa viku, en síðast er vitað um ferðir henn- ar um áttaleytið á fimmtudags- kvöld í Vesturbænum í Reykja- vík. Skipulögð leit hófst að Önnu Kristínu strax morguninn eftir og hef- ur staðið yfir síðan. Talið er að hún hafi farið af heim- ili sínu í Vesturbænum og gengið það- an niður í fjöru. Samkvæmt heimild- um DV fundust utanyfirflíkur, skór og veski í eigu Önnu Kristínar í fjörunni við Ægisíðuna, skömmu eftir að leit hófst. Hefur leitin því aðallega beinst að strandlengjunni í Vesturbænum, við Ægisíðuna og út á Seltjarnarnes. Leit- arsvæðið hefur þó náð alveg frá Gróttu og út í Straumsvík. Leitað hefur verið bæði á sjó og úr lofti, fjörur hafa ver- ið gengnar, kafarar hafa leitað neðan- sjávar og einnig hefur verið notast við svokallaðan sónarkafbát. Hvarf einnig í nóvember Leitin hefur ekki verið eins umfangs- mikil síðustu daga og hún var í fyrstu, en á mánudag var búið að fara ítarlega yfir allar ábendingar sem höfðu borist um ferðir Önnu Kristínar og leita sam- kvæmt þeim. Formlegri leit verður haldið áfram en ekki verður farið í jafn umfangsmikla leit að nýju fyrr en frek- ari upplýsingar berast. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leit- að er að Önnu í Kristínu, en í nóvem- ber síðastliðnum var lýst eftir henni í fjölmiðlum. Þá fannst hún heil á húfi skömmu eftir að leit hófst. Lögreglan hefur notið aðstoðar björgunarsveitarmanna, Landhelgis- gæslunnar, Slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu og sérsveitar ríkislög- reglustjóra við leitina. Kærði ráðningu í forsætisráðuneytinu Anna Kristín er 57 ára gömul, er stjórn- sýslufræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Árið 2010 sótti hún um starf skrifstofustjóra skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðu- neytinu. Alls sótti 41 um starfið og 21 umsækjandi var tekinn í viðtal. Fimm þeirra voru boðaðir í síðara viðtal og var Anna Kristín ein þeirra. Þann 1. júní skipaði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra Arnar Þór Másson í starfið til fimm ára. Anna Kristín var ósátt við ráðninguna, fór fram á rökstuðning og óskaði eft- ir öllum gögnum málsins. Hún kærði niðurstöðuna til kærunefndar jafn- réttismála sem úrskurðaði að ráða hefði átt Önnu Kristínu þar sem hún hefði verið jafn hæf hið minnsta og Arnar. Í úrskurðinum sagði jafnframt að ekki hefði verið sýnt fram á að aðr- ar ástæður en kynferði hefðu ráðið því að Arnar var ráðinn í starfið. Með því að ráða hann hefði forsætisráðuneytið brotið lög um jafna stöðu kvenna og karla. Hálf milljón í miskabætur Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur sem staðfesti að úrskurður kærunefndar væri bindandi. Anna Kristín fór fram á skaðabætur upp á tæpar 15 milljónir króna vegna ráðn- ingarinnar. Þeirri kröfu var hafnað á þeim forsendum að ekki hefði tek- ist að sanna að hún hefði átt starfið skilið umfram þá umsækjendur sem raðað var fyrir framan hana í hæfnis- matinu. Forsætisráðuneytinu var hins vegar gert að greiða henni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna tilkynn- ingar sem ráðuneytið sendi út um að Anna Kristín hefði verið metin fimmta hæfust í starfið. Var það talið geta bitn- að á orðspori hennar. Anna Kristín var sátt við niðurstöðu dómsins og sagði meðal annars í sam- tali við Vísi að hann væri „sigur fyr- ir konur“. Auk miskabóta var íslenska ríkið dæmt til að greiða henni rúma milljón króna í málskostnað. n Fréttir 3Miðvikudagur 17. apríl 2013 Arnór áfram í Seðlabankanum Arnór Sighvatsson hefur verið skipaður á ný í starf aðstoðar- seðlabankastjóra en skipunin gildir til næstu fimm ára. Arn- ór hefur verið aðstoðarseðla- bankastjóri frá því í lok febrúar 2009 þegar hann var skipaður til bráðabirgða. Hann er með dokt- orspróf í hagfræði frá Northern Illinois-háskóla en hann hefur unnið í Seðlabankanum allt frá því hann lauk doktorsnáminu, árið 1990. Það var Katrín Júlí- usdóttir, fjármála- og efnahags- ráðherra, sem skipaði Arnór í embættið á ný með bréfi þann 12. apríl síðastliðinn.Fundu Föt og veski í Fjörunni n Önnu Kristínar leitað í tæpa viku n Ráðuneyti greiddi henni bætur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Fjörur gengnar Leitin hefur aðallega beinst að strandlengjunni í Vestur- bænum, við Ægisíðuna og út á Seltjarnarnes. PressPHotos.biz enn saknað Ekkert hefur spurst til Önnu Kristínar frá því síðastliðið fimmtudagskvöld. Bjarni Benediktsson Fimmtudag kl. 13:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins svarar spurningum þínum á DV.is Tugþúsundir hafa svarað Rúmlega 46 þúsund hafa tekið Al- þingispróf DV. Um það bil 73 pró- sent frambjóðenda í efstu fimm sætum flokkanna sem kynnt hafa framboðslista sína hafa svarað. Með Alþingisprófinu geta kjósend- ur fundið út með hvaða frambjóð- anda og stjórnmálaflokki þeir eiga mesta málefnasamleið. Afstaða flokkanna er reiknuð út frá svörum frambjóðanda viðkomandi flokks. Prófið verður opið áfram og geta frambjóðendur sem ekki eru bún- ir að svara enn svarað. Til viðbótar við prófið eru frambjóðendur farn- ir að birta greinar á Kosningavef DV. Þá hafa þeir líka færi á að svara óhefðbundnum spurningum og geta því leyft kjósendum að kynn- ast persónulegri hliðum á sér. Þegar hafa margir frambjóðendur svarað spurningunum. Greinar og spurn- ingarnar má sjá á síðu viðkomandi frambjóðanda sem hægt er að nálg- ast undir „Framboð“ á Kosninga- vefnum. Kosið verður til Alþingis laugardaginn 27. apríl næstkom- andi en þau framboð sem uppfylla skilyrði fyrir því að bjóða fram verða kynnt í dag, miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.