Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Síða 12
Blóðugur harmleikur í Boston 12 Erlent 17. apríl 2013 Miðvikudagur Maraþonsprengingarnar Á þessu götukorti má sjá hvar sprengingarnar urðu á hlaupaleiðinni. Vitanlega var mest af fólki við marklínuna svo staðsetningin virðist hafa verið úthugsuð. „Á mínum 25 árum í þessu starfi hef ég aldrei séð annað eins V ið munum komast að því hver gerði þetta og þeir verða látnir svara til saka,“ sagði Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, bein- skeyttur eftir að ljóst var að þrír einstaklingar hefðu látið lífið og 144 væru særðir eftir hryðjuverkaárás á Boylston-stræti í Boston á mánudag. Greint hefur verið frá því að með- al hinna látnu sé hinn 8 ára gamli Martin Richard. Að minnsta kosti 17 eru lífshættulega slasaðir, 25 alvar- lega slasaðir og að minnsta kosti 8 hinna slösuðu eru börn. „Það flaug fótleggur yfir höfuð- ið á mér,“ hafði The Boston Her- ald eftir John Ross sem varð vitni að sprengingunum. Hann kveðst hafa lánað beltið sitt til að stöðva blæð- ingu en talið er að 10 manns hafi misst útlim í árásinni. Sprengingarnar voru tvær og urðu með skömmu millibili í námunda við marklínu Boston-maraþonsins laust fyrir klukkan þrjú að staðartíma á mánudag. Fyrst um sinn var talið að þriðja sprengjan hefði sprungið við John F. Kennedy bókasafnið í Boston en lögreglustjórinn í borginni hefur dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og er talið að um eldsvoða hafi verið að ræða þar. Úr Hvíta húsinu berast fregn- ir af því að bandarísk stjórnvöld fari með málið sem hryðjuverkaárás þó að Obama hafi forðast að nota það orð yfir ódæðið þegar hann ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöld. Fjölmiðlar töluðu upphaflega af varkárni um sprengjur og hryðju- verk þar sem ekki var hægt að útiloka að um hræðilegt slys væri að ræða. Var þá helst talað um að hugsanlega gæti þetta hafa verið gassprenging í holræsakerfinu en síðan tóku málin að skýrast. Þetta var árás og hver sá sem stóð að baki henni ætlaði sér að valda manntjóni. Tímasetningin var þaulhugsuð enda er Boston-maraþonið eitt það vinsælasta í heimi og þúsundir gera sér ferð til borgarinnar, víðs vegar að úr heiminum, til að taka þátt. Þar á meðal á fimmta tug Íslendinga eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þá var á mánudag haldinn hátíð- legur í Massachusetts og Maine svo- kallaður Patriots Day sem er eins konar þjóðhátíðardagur í fylkjunum. Þar er haldið upp á og minnst bar- daganna um Lexington og Concord árið 1775. Hátíðardaginn ber upp árlega á þriðja mánudegi í apríl og voru því margir Boston-búar í fríi frá vinnu. Enn hefur enginn lýst sprengju- árásinni á hendur sér en lögregluyf- irvöld – alríkis-, staðar- og ríkislög- reglumenn – munu hafa framkvæmt húsleit í íbúð á fimmtu hæð íbúðar- húsnæðis í einu úthverfa Boston í tengslum við rannsóknina. Yfirvöld virðast því komin á einhverja slóð og staðfestir Edward Davis, lögreglu- stjórinn í Boston, að aðilar hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn sé þó með stöðu grunaðs. Mikið af sögusögnum eru í gangi þar sem meðal annars hefur ver- ið reynt að tengja tvítugan meintan pakistanskan talíbana við árásirn- ar en hann stundar nám á svæðinu. Heimildir herma að húsleitin hafi verið gerð á heimili hans í Revere. Allt er þetta óstaðfest að svo stöddu. „Á mínum 25 árum í þessu starfi hef ég aldrei séð annað eins. Ann- að eins blóðbað meðal almennings. Þetta er eins og eitthvað sem maður býst við að sjá í stríði,“ segir Alasdair Conn, yfirmaður bráðamóttöku Massachusetts General Hospital í samtali við bandaríska fjölmiðla. n Íslendingar í Boston „Rúðurnar nötruðu“ „Við vorum mjög ná- lægt markinu og þyrlur flugu yfir, lögreglubílar, sjúkrabílar þutu hjá og fólk var hlaupandi út um allt. Maður er ekki van- ur svona ástandi. Auð- vitað var þetta óþægi- legt,“ segir Pétur Smári Sigurgeirsson, sem tók þátt í Boston-maraþon- inu en hann er stadd- ur í borginni ásamt eig- inkonu sinni Jóhönnu Soffíu Birgisdóttur. Hann hefur hlaupið sjö mara- þon, hafði lengi látið sig dreyma um að taka þátt í þessu tiltekna hlaupi og hafði æft sig vel síðan hann skráði sig til leiks í september síðastliðnum. Hann gat þó ekki gert sér í hugarlund hversu örlagarík þessi för yrði. Eftir hlaupið hitti hann eiginkonu sína á veitingahúsi í um 200 metra fjarlægð frá marklínunni. Þar sátu þau þegar sprengja sprakk klukkutíma síðar. „Rúðurnar nötruðu og það varð algjört skelfingarástand hérna. Það var fullt af fólki í brautinni ennþá og ættingjar biðu þeirra við marklínuna. Það nötraði allt og það var mikil panikk og mikil skelfing í gangi og fólk hljóp út um allt.“ Það var þó ekki auðsótt fyrir Pétur og eiginkonu hans að komast aftur upp á hótel. Þau eru á hóteli rétt utan við miðbæinn og þurftu að ganga alla leið. „Við þurftum að ganga í þrjá klukkutíma til þess að komast aftur á hótelið. Það voru náttúrulega engir leigubílar á ferðinni og samgöngur lágu allar niðri. Það liggur við að ég hafi hlaupið tvö maraþon. En við berum okkur vel, enda er allt í lagi með okkur.“ Hjónin áttu bókað far heim á þriðjudagskvöld. asta@dv.is og ingibjorg@dv.is Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Þrír látnir eftir sprengjuárás n 8 ára drengur þar á meðal n Tíu misstu útlimi Eiginkonan nýkomin í mark „Það er skelfilegt að vera hérna. Það er erfitt að ímynda sér þetta. Þetta er bara ömurlegt að lenda í þessu,“ sagði Stefán Stefánsson, fararstjóri íslenska Fjölnis-hlaupahópsins sem fór út til að taka þátt í Boston- maraþoninu. Hann kvaðst geta fullyrt að allir Íslendingarnir væru ör- uggir. Hann var sjálfur talsvert frá sprengingunum en eiginkona hans, Erla Gunnarsdóttir, var nýkomin í mark og varð vör við þær fyrir aft- an sig. Þau voru komin á hótelherbergi sitt í Boston þegar DV náði tali af Stefáni en það er aðeins nokkrum kílómetrum frá marklínunni þar sem sprengjurnar sprungu. Hann sagði atburðina hafa tekið mjög á alla í hópnum og sagði mikilvægt fyrir þau að hittast öll eftir þetta. Hann sagði hópinn ekki hafa fengið áfallahjálp og þá hafi hann afþakkað að- komu utanríkisráðuneytisins þar sem hópurinn stæði vel saman. „Ég dáist að fólkinu sem tekur þessu af miklu æðruleysi, stillingu og jákvæðni,“ sagði hann í samtali við DV.is á mánudagskvöld. „Allur tilfinningaskalinn fer af stað,“ sagði hann um atburði dagsins. „Veistu, þegar maður lendir í svona, það er ekki hægt að lýsa því,“ sagði Stefán. „Þegar maður er heima og sér þetta í fréttunum þá er maður svo öruggur. Svo allt í einu er maður kominn út í heim – við hliðina á þessu. Þetta er svo óhugnanlegt. Maður þakkar guði fyrir að allt okkar fólk skuli hafa skilað sér og enginn er slasaður. Við þökkum bara forlögunum fyrir. Við erum svo hamingjusöm að það eru allir heilir á húfi,“ sagði hann. Beið eftir pabba sínum Það sem átti að vera skemmtileg samverustund Richard-fjölskyldunnar í Boston á mánudag endaði sem harm- leikur og algjör martröð. Fjölskyldan hafði gert sér ferð frá Dorchester- hverfinu í Boston til að fylgja föðurnum og hvetja hann til dáða þar sem hann hugðist hlaupa í hinu víðfræga Boston- maraþoni. Alla þá sem fylgst höfðu með sprengingunum í Boston setti hljóða þegar fregnir tóku að berast af því að einn þriggja sem staðfest var að látið hefðu lífið væri 8 ára drengur. Það var Martin Richard. Það eru erfiðir tímar fram undan hjá Richard-fjölskyldunni því ekki aðeins misstu þau Martin litla heldur missti sex ára systir hans fótlegg í sprengingunni, ein margra sem urðu fyrir því. Móðir þeirra slasaðist einnig en hún hlaut alvarlega áverka á höfði. Boston Globe skrifar um atvikið andartökum fyrir sprenginguna í smáatriðum. Martin mun hafa farið út á hlaupabrautina til að faðma föður sinn að hlaupinu loknu. Faðir hans hélt síðan áfram en Martin snéri aftur til móður sinnar og systur. Á því augnabliki sprakk sprengjan sem varð honum að bana og örkumlaði þær. Íbúar í Dorchester-hverfis komu saman og heiðruðu minningu Martins litla og báðu fyrir honum og fjölskyldu hans á mánudagskvöldið. Fyrir utan heimili Martin-fjölskyldunnar mátti sjá eitt kerti sem logaði fyrir þau og á gangstéttina fyrir framan hafði verið skrifað „Peace“. Boyls ton S t. Clarendon St. Berkeley St. Dartm outh St. Ring Rd. Com mon weal th Av enue Cople y torgi ð Fyrri sprengjan Síðari sprengjan Sam kom usta ður Boston Athletic Association MARK- LÍNAN Áhor fend a stúk a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.