Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Side 18
F ólk hefur innan við mánuð til að átta sig á breytingunum en fyrstu greiðslurnar eru óyfir- stíganlegar fyrir marga, seg- ir Sigurður Jónas Eggertsson sem stendur fyrir undirskriftasöfn- un gegn breytingum á greiðslu- þátttökukerfi Sjúkratrygginga Ís- lands. Yfir 1.500 manns hafa skrifað nafn sitt á listann og þar með skor- að á velferðarráðherra að fresta eða hætta við fyrirhugaðar breytingar. Sigurður bendir á að fjölmargir hafi skrifað sögu sína á síðuna eða greint frá því í hvaða stöðu þeir verða eftir breytingar. Það sé átakanleg lesning. Of seint að kynna þetta núna Sigurður er ósáttur við ýmislegt í nýja kerfinu en þó helst hve seint reglugerðin kom fram. „Þetta hef- ur dregist og það er allt of seint að kynna þetta núna, innan við mánuði áður en hún á að taka gildi.“ Hann vonast til að ráðherra beiti sér fyr- ir að gildistökunni verði frestað og helst að hætt verði við breytingarn- ar. „Fólk þarf tíma til að skoða þetta og búa sig undir breytingarnar. Ég er búinn að heyra í svo mörgum sem telja sig munu fara illa út úr þessu. Það er mikið af öryrkjum og ellilíf- eyrisþegum sem ég held að þetta bitni illa á,“ segir hann. Sent til umboðsmanns Alþingis Fyrir nokkrum árum voru gerð- ar breytingar á námslánakerfinu og fengu námsmenn tveggja mánaða fyrirvara um þær. Umboðsmaður Al- þingis gerði athugasemdir við þetta og sagði þetta ekki vandaða stjórn- sýslu. „Ég sendi bréf á umboðsmann Alþingis sem hefur nú stofnað mál vegna breytinganna sem eiga að taka gildi í byrjun maí. Það hlýtur að þurfa að vera einhver lágmarkskynningar- tími á máli sem hefur svona verulega íþyngjandi fjárhagsleg áhrif á fólk sem fékk áður niðurgreidd lyf. Svona breytingu þarf að kynna með að minnsta kosti sex mánaða fyrirvara svo fólk hafi tækifæri til að bregðast við. Margir munu þurfa að safna fyr- ir fyrstu greiðslunni sem er langerf- iðust.“ Hann segir að þeir sem eru illa staddir og hafi ekki efni á fyrstu greiðslunni komist aldrei inn í kerfið. Það ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að reikna út lyfjakostnað þeirra sem nota lyf daglega og dreifa greiðslun- um. „Það er hægt að gera þetta við- ráðanlegra og ríkið munar ekkert um það.“ Gott kerfi Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar- maður velferðarráðherra, bendir á að breytingarnar hafi verið samþykkt- ar sem lög á Alþingi og ráðherra geti því ekki breytt því. „Í raun mun hann ekki vilja breyta því þar sem kerfið er mjög gott. Það eru þeir sem hafa búið við mestan lyfjakostnað, svo sem ör- yrkjar og aldraðir, sem munu hagnast á nýja kerfinu,“ segir hún og bætir við að framlag ríkisins muni ekki breytast á neinn hátt og upphæðin sem ríkið leggur til verði áfram sú sama. Ríkið spari ekkert á breytingunum. Verði yfirstíganlegt Þegar það er borið undir Önnu Sig- rúnu að margir hafi áhyggjur af fyrstu greiðslunni segir hún ráðu- neytið hafa fullan skilning á því. „Við erum að finna leið til að breyta því á þann hátt að það verði yfir- stíganlegt fyrir alla að ná í lyfin sín. Þetta á ekki að breyta neinu fyr- ir einstaklinginn. Sú úrvinnsla er í gangi þessa dagana. Hámarkslyf- jakostnaður á nú að verða í mesta lagi 5.000 krónur á mánuði en áður voru sumir að greiða jafnvel tvö til þrjú hundruð þúsund á ári. Fyr- ir breytingu var ekkert þak og við erum að koma í veg fyrir það með þessu.“ Hnökrar sem leyst verði úr Hún segir að það séu vissulega hnökrar á þessu sem úr verði leyst. „Ég vil líka benda á svokallaða fall- hlíf, sem er reglugerð sem segir til um sérstaka endurgreiðslu á um- talsverðum kostnaði við læknis- hjálp, lyf og þjálfun fyrir þá tekju- lægstu. Við erum að vinna í því með apótekunum hvernig hægt sé að dreifa fyrstu greiðslunni eða breyta henni.“ Í frétt ráðuneytisins segir að reglugerðin heimili einnig að tekið sé tillit til aðstæðna fólks verði það fyrir verulegri tekjulækk- un, svo sem vegna alvarlegra veik- inda eða atvinnumissis. Eins muni fleiri geta sótt um endurgreiðslu frá Tryggingastofnun. Samkvæmt breytingunum eru börn núna 21 árs og yngri en mið- að er við framhaldsskólaaldurinn. „Öll börn undir 21 árs á heimili eru talin sem eitt barn og nú falla einnig sýklalyf barna undir greiðsluþátt- tökuna. Það var ekki áður og þetta er því mikil búbót fyrir barnafjöl- skyldur,“ segir hún. Vildu lengri tíma Anna Sigrún er sammála því að aðlögunartíminn hafi verið alltof stuttur og segir að ráðuneytið hafi farið fram á lengri tíma en það hafi ekki fengist. „Lögin voru samþykkt í september í fyrra svo þetta eru ekki glæný lög en við vissum að þetta tæki tíma og vildum fá lengri tíma, eða til 1. júlí.“ Hún bendir á að drög að reglugerðinni hafi komið á sama tíma og lögin voru samþykkt en í hana hafi vantað allar lokatölur. n Algengt verð 238,7 kr. 236,9 kr. Algengt verð 238,5 kr. 236,7 kr. Höfuðborgarsv. 238,4 kr. 236,6 kr. Algengt verð 238,7 kr. 236,9 kr. Algengt verð 243,9 kr. 239,9 kr. Melabraut 238,5 kr. 236,7 kr. Eldsneytisverð 16. apríl BenSín DíSilOlíA Flott viðbrögð n Geysisstofa fær lofið að þessu sinni. „Við fórum tvær vinkonur að snæða á Geysissvæðinu á dögun- um. Við komum þangað gagn- gert til að borða en vorum ekkert að skoða okkur um. Við ákváð- um að kaupa okkur pítsu í aðal- veitingasalnum. Starfsfólkið var mjög elskulegt og allt af vilja gert til að aðstoða okkur. Þegar pítsan kom var hún hins vegar hálfköld og ekki neitt sérstaklega girnileg. Við ákváðum samt að láta okkur hafa þetta. Þegar við rákumst á hár vor- um við ekki eins kátar og kölluð- um til starfsstúlku sem brást hár- rétt við og bauð okkur hvað sem er af matseðlinum. Við vorum báðar orðnar frekar lystarlausar en báð- um um að fá að hinkra í smá- stund og hugsa málið. Á útleiðinni spurðum við hvort við gætum fengið ís í staðinn og það var ekkert mál. Fyrir vikið fórum við sáttari út. Þetta voru virkilega flott viðbrögð.“ Sex mánaða uppsagnar- frestur n „Líkamsræktarstöðin World Class bregður á það fólskuráð í ótímabundnum samningum sín- um við viðskiptavini að vera með sex mánaða upp- sagnarfrest á þeim. Einstaklingur sem þarf að segja upp samningn- um með skömm- um fyrirvara, til dæmis vegna veikinda eða flutninga, þarf því að borga meira en sex þús- und krónur á mánuði til World Class þrátt fyrir að hann nýti sér ekki þjónustu líkams- ræktarstöðvarinnar á þeim tíma. Þetta eru blóðpeningar; upphæðin sem fer í vaskinn getur numið um 30 þúsund krónum,“ segir óánægð- ur viðskiptavinur. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, bendir á í svari við lastinu að það sé tekið fram í verð- skrá að binditími ótímabundinna samninga sé eitt ár og að upp- sagnarfresturinn sé sex mánuðir. Hann tekur þó fram að tillit sé tekið til ef um veikindi eða flutninga sé að ræða og það skoðað sérstaklega. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is 18 Neytendur 17. apríl 2013 Miðvikudagur Allt of stuttur AðlögunArtími n Skorað á ráðherra að draga breytingar til baka n Margir í vanda Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is lyfjakostnaður Margir eru uggandi yfir að með nýju kerfi hækki lyfja- kostnaður. MynD: PHOtOS.cOM Sigurður Jónas eggertsson Stofnaði undirskriftavefsíðu gegn breytingum á nýju greiðsluþátttökukerfi. „Það er hægt að gera þetta viðráð- anlegra og ríkið munar ekkert um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.