Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Side 23
H ann fæddist mjög fljótt. Það var varla búið að klippa á milli þegar ég tók hann í fangið, setti hann á kné mér, hossaði honum og söng fyrir hann Ríðum heim til Hóla, pabba kné er klárinn minn. Það er alltaf það fyrsta sem ég geri fyrir börnin mín en pabbi gerði þetta við mig. Hann bara brosti og skríkti um leið, segir Hrafn Gunnlaugsson um fæðingu sonar síns, og sjötta barns, Antons Ariels Hrafns- sonar Duribe. Fyrir á hann börnin Kristján Þórð, 45 ára, Tinnu, 37 ára, Sól, 32 ára, Örk, 21 árs, og Aron Dan- íel, 9 ára. Eins og ský í buxum Anton Ariel kom í heiminn á föstu- daginn klukkan 13.30 og þegar DV talaði við Hrafn rúmlega tveimur tím- um síðar var hann nýkominn heim af fæðingadeildinni og var á leið upp eft- ir aftur með Aron Daníel stóra bróð- ur. DV fékk að kíkja með þeim feðgum upp á fæðingadeild þegar Aron Dan- íel sá litla bróður sinn í fyrsta sinn en hann hafði beðið komu hans af mikilli eftirvæntingu. Þeir feðgar voru að von- um í skýjunum með nýjustu viðbótina í fjölskylduna. „Ég er eins og ský í bux- um, hvert barn er guðs blessun,“ segir Hrafn glaður. Sá stutti var 13 merkur og 52 senti- metrar þegar hann kom í heiminn og fæðingin gekk hratt og vel fyrir sig. „Hann smælaði strax framan í heim- inn enda gekk fæðingin fljótt og vel fyrir sig. Ef þú smælar framan í heim- inn, smælar heimurinn framan í þig, sagði Megas og ég vona að þessi vís- Fólk 23Mánudagur 6. maí 2013 Nakin í garðinum Eins og DV fjallaði um fyrir helgi þá var alþjóðlegur garðyrkju- dagur nakta mannsins á laugar- daginn. Nokkuð kalt var í veðri á Íslandi þann daginn þannig að ólíklegt verður að teljast að mjög margir hafi tekið þátt í þessum merkisdegi sem vakti þó athygli margra. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, gant- aðist með það á Facebook-síðu sinni að hún hefði tekið þátt í deginum. Hún birti mynd af sér þar sem skein í bert bak hennar þar sem hún hugaði að blómun- um í garðinum. Fyrir vikið upp- skar hún mikla kátínu vina sinna. Í Saturday Night Live Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram á laugardag í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Þar tók hljómsveitin tvö lög, Little Talks og Mounta- in Sound, af plötunni My Head is an Animal. Þáttastjórnandi var leikarinn Zach Galifianakis sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Hangover. Hljóm- sveitin hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið en hún hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin undanfarið og mun halda tónleikaferðinni áfram og spila nánast um allan heim fram í september. Á von á barni Frétta- og sjónvarpskonan geð- þekka Helga Arnardóttir og mat- reiðslumaðurinn Reynir Örn Þrastarson eiga von á sínu fyrsta barni í lok október. Helga hlaut ís- lensku blaðamannaverðlaunin í fyrra fyrir umfjöllun sína um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Ásamt því að hafa staðið fréttavaktina fyr- ir fréttastofu Stöðvar 2 gerði Helga einnig þættina Mannshvörf sem sýndir voru á sömu stöð í vetur en í þeim var fjallað um mannshvörf á Íslandi og þóttu þættirnir afar vandaðir og vel gerðir. „Smælaði strax framan í heiminn“ n Hrafn Gunnlaugsson eignast sitt sjötta barn n Anton Ariel kominn í heiminn Feðgarnir Hrafn er að vonum í skýjunum með sjötta barnið. „Það var varla búið að klippa á milli þegar ég tók hann í fangið, setti hann á kné mér, hossaði honum og söng fyrir hann Ríðum heim til Hóla, pabba kné er klárinn minn. Stolt móðir Hér er Yaira með syni sínum, Antoni Ariel, stuttu eftir fæðinguna sem gekk hratt og vel fyrir sig. Myndir prESSphotoS „Hann bara brosti og skríkti um leið Fjölskyldan Hér er fjölskyldan saman í Hreiðrinu aðeins nokkrum örfáum klukkustundum eftir að Anton Ariel kom í heiminn. dómsorð Megasar reynist rétt í hans tilfelli,“ segir Hrafn glaður. Mektarmaður á ferðinni Anton Ariel er sjötta barn Hrafns sem verður 65 ára í sumar en móðir Antons Ariels og sambýliskona Hrafns heitir Yaira Villaneuva. Anton lét aðeins bíða eftir sér en hann átti að koma í heiminn í enda apríl. „Hann lét aðeins bíða eftir sér. Hann var með stóíska ró yfir þessu öllu saman og lét menn vita að hér væri mektarmaður á ferðinni,“ segir Hrafn. Forréttindi og mikil hamingja Í samtali við DV í apríl sagði Hrafn það vera mikil forréttindi að eignast barn á þessum aldri. „Mér finnst þetta vera forréttindi og mikil hamingja. Þetta nærir lífsglóðina ef ég gerist svolítið skáldlegur. Að fá að njóta nærveru svona ungra einstaklinga. Fjallar lífið um nokkuð annað. Ef það er einhver tilgangur í lífinu þá er það að viðhalda lífinu. Það er kannski það sem lífið gengur út á. Mér finnst þetta vera mikil forréttindi og það er mikil gleði að fá þennan unga mann í heiminn,“ sagði hann í samtali við DV. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.