Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 10
„Nú bít ég frá mér“ 10 Fréttir 8. maí 2013 Miðvikudagur É g var bara orðinn heiladauður, segir Guðjón Egilsson sem smitaðist af Lyme-sjúkdómi eftir að hann var bitinn af skógarmítli í Danmörku árið 2006. „Ég gat verið vakandi svona tvo tíma á dag og árið 2010 var ég orðinn stólfastur.“ Líkt og Guðjón lýsir dró sjúkdómurinn úr honum allt þrek á skömmum tíma og hann varð undirlagður af verkjum. Hann þjáðist einnig af hjartsláttartruflun- um, átti erfitt með gang og lamaðist um tíma. Skordýrabitið gerði Guð- jón að öryrkja og hann neyddist til að hætta að vinna. „Ég átti erfitt með að fara á kló- settið. Ef mér var mál að pissa þá náði ég ekki að hugsa að ég þyrfti að fara á klósettið,“ segir hann til að undirstrika hve slæmur hann var orðinn. Fór að taka náttúrulyfið kattarkló Í lok árs 2010 kynntist Guðjón hins vegar náttúrulyfinu „Cat‘s Claw“, eða kattarkló, sem hann segir hafa breytt lífi sínu. Lyfið er ekki fáanlegt á Íslandi en Guðjón hefur smyglað því til landsins í rúm tvö ár til að halda sér gangandi. „Heilinn bara opnaðist aftur,“ útskýrir hann. „Ég fékk fyrsta skammtinn í gegnum grasalækni á Íslandi, hún bjó þetta til fyrir mig.“ Þrátt fyrir að lyfið hafi gert kraftaverk fyrir andlegt þrek Guðjóns þjáist hann enn af miklum verkjum og þeir eru sérlega slæmir þegar kalt er í veðri. Þá á hann erfitt með gang, en það er dagamunur á honum. Suma daga er hann það góður að hann getur gengið hátt í kílómetra, en það gerist ekki oft. Sérfróður um Lyme-sjúkdóminn Eftir að Guðjón fór að geta hugsað skýrt á ný hefur hann einbeitt sér að því að hjálpa öðrum sem hafa verið bitnir af skógarmítli til að koma í veg fyrir að þeir veikist eins og hann. Guðjón hefur meðal annars haldið úti Facebook-síðu þar sem hann birtir allar upplýsingar sem hann finnur um Lyme-sjúkdóminn. „Ég les allt sem ég finn um þetta og kann allt orðið utanbókar. Þetta er það eina sem ég kann orðið,“ segir Guðjón hlæjandi. Hann segist vera einn af þeim virkari í heimin- um í að deila greinum og margir í svipuðum sporum og hafa sett sig í samband við hann, bæði til að fá frekari upplýsingar og til að deila reynslu sinni. Síðustu mánuði hefur hann skipulagt alþjóðleg mótmæli til að gagnrýna vinnubrögð lækna við meðhöndlun skógarmítilsbits. Guðjón segir að mótmælin fari fram í 38 löndum dagana 10. og 11. maí næstkomandi. Hér landi verð- ur mótmælt fyrir utan landlæknis- embættið 10. maí á milli 11.00 og 14.00. „Ég er svo sár út í lækna“ Guðjón vill meina að íslenskir læknar hafi bæði lítinn áhuga og þekkingu á sjúkdómnum og kenn- ir hann rangri læknismeðferð um hve illa fór fyrir honum. Hann segir lækna hér á landi í fjórgang hafa sett hann í ranga lyfjameðferð. „Ég er svo sár út í lækna, hvernig var farið með mig, en ég á fern mistök að baki. Ég sótti endalaust í lækna en þeir höfðu engan áhuga á mér. Ég er illa bitinn og nú bít ég frá mér.“ Guðjón fór í fyrstu lyfja- meðferðina um leið og hann uppgötvaði bitið þegar hann kom heim frá Danmörku árið 2006. Hann var strax greindur með borrelia-sýkingu, sem veld- ur Lyme-sjúkdómnum, en fékk rangan skammt af sýklalyfjum, að eigin sögn. Gefst ekki upp Guðjón vill að verkreglum verði breytt til að koma í veg fyrir að svona mistök eigi sér stað. Hann segist vita til þess að um þrjátíu manns hér á landi séu smitaðir af borrelia eftir bit skógarmítils. „Ég veit um fólk sem hefur verið greint með sjúkdóminn en fær samt ranga meðferð. Það fá allir sömu meðferð og ég, allt of væga sýkla- lyfjameðferð.“ Þessu vill Guðjón breyta og vonast til að vekja athygli með mótmælunum. Aðspurður hvort hann eigi von á mörgum segist hann vonast til þess að einhverjir sjái sér fært að mæta. Hann bendir hins vegar á að ein- hverjir þeirra sem myndu vilja mót- mæla komist ekki vegna heilsuleys- is. Guðjón lætur það þó ekki stoppa sig og hann ætlar að mótmæla, þó hann þurfi að gera það einn. „Það ætla margir að reyna og ég læt búa til tíu skilti, borða og slatta af bol- um. Þetta skal vekja athygli. Ég er búinn að berjast einn í fjögur ár og ég gefst ekki upp,“ segir Guðjón að lokum. n n Guðjón mótmælir vinnubrögðum lækna við meðhöndlun skógarmítilsbits Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Gefst ekki upp Guðjón er búinn að skipuleggja mót- mæli fyrir utan landlæknis- embættið. Hann vonast til þess að vekja athygli þótt hann mæti einn. n Bakterían Borrelia burgdorferi veldur sjúkdómnum borrelíósu, eða Lyme-sjúk- dómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils. n Kjöraðstæður skógarmítils eru skógi- vaxin svæði og dýralífið þar, sem sér mítlinum fyrir blóði. Á undanförnum þrjátíu árum hefur Lyme-sjúkdómurinn breiðst talsvert út og tengist það aukinni útbreiðslu skóglendis og villtra spendýra þar ásamt loftslagsbreytingum og aukinni útivist fólks með meiri frítíma. Á síðustu árum hefur skógarmítils orðið vart æ oftar á Íslandi en lifnaðarhættir hans hér á landi eru þó lítt kannaðir. n Eftir bit skógarmítils sem leiðir til sýkingar getur myndast húðroði sem dreifir sér í hring út frá bitinu, en það getur tekið 3 til 30 daga. n Fljótlega getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, mið- taugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er veitt meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt. n Sýklalyf eru gefin við Lyme-sjúkdómi. Venjulega er gefið doxýsýklín, pensillín, am- oxisíllín eða cefalósporín í 2 til 4 vikur eftir alvarleika sjúkdómsins. Ef sýkingin svarar ekki vel sýklalyfjameðferð þarf stundum að veita bólgueyðandi lyfjameðferð. n Á heimasíðu landlæknisembættisins er tekið fram að grannt sé fylgst með sjúk- dómum sem skógarmítlar geta borið. (Upplýsingar af vef landlæknisembættisins) Lyme-sjúkdómurinn „Ég sótti endalaust í lækna en þeir höfðu engan áhuga á mér Skógarmítill Skordýrið getur borið borrelia-bakteríuna í menn en hún veldur Lyme-sjúkdómnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.