Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 9
Fjölskyldan sundruð
vegna valdabaráttu
Fréttir 9Miðvikudagur 8. maí 2013
n Kaffihúsið GÆS opnar í Tjarnarbíói n Tækifærum fatlaðra fjölgað
n Barnabarn Gunnars biður sér griða n Yfirgaf Krossinn fyrir afa n Saknar fjölskyldunnar
É
g er fædd inn í Krossinn og
sakna fjölskyldunnar,“ segir
Camilla Rut Arnardóttir. Hún
er dóttir Jóhönnu Gunnars-
dóttur og barnabarn Gunnars
Þorsteinssonar eða Gunnars í
Krossinum eins og hann er kallaður.
Hún segir að fjölskyldan sé í sárum
eftir ásakanir um kynferðisbrot á
hendur afa sínum og valdabaráttu
innan Krossins í kjölfarið og biður
um grið.
Erfið umræða
„Það eru að verða tvö ár síðan þetta
gerðist,“ segir Camilla, „en umræðan
er svo mikil og neikvæð. Niðurstaða
löggjafarvaldsins skiptir engu máli
og afi er nánast réttdræpur úti á götu
því Íslendingar eru búnir að dæma
hann.
Íslendingar skilja ekki að þeir eru
líka að særa okkur, aðstandendur,
með þessum athugasemdum. Ég
þarf að fara í skólann og vinnuna og
svara fyrir þetta, mál sem ég hef ekki
einu sinni trú á að sé rétt af því að ég
svaf í fanginu á afa í mörg ár og hann
gerði mér ekkert. Þetta særir hjarta
mitt svo ofboðslega mikið.
Þetta er fjölskyldan mín og
þessar konur sem ásaka afa minn
eru frænkur mínar sem ég ólst upp
með. Þetta eru konur sem lágu við
fætur hans, konur sem hann tók að
sér og hélt vel utan um. Ég veit ekki
hvað gerðist, af hverju þær bera þess-
ar sakir á hann, ég hef engan skiln-
ing á því. En ég er ekki reið, ég er bara
virkilega vonsvikin og sár.“
En það eru ekki aðeins
ásakanirnar og umræðan í kringum
þær sem særir. Camilla segir það
einnig sárt að sjá afa sinn missa
tökin í trúfélaginu sem hann stofn-
aði og byggði upp. Sjö konur sökuðu
Gunnar um að hafa brotið gegn sér
með kynferðislegri áreitni eða mis-
notkun og þegar umræðan um hin
meintu brot stóð sem hæst sagði
hann af sér sem forstöðumaður í
Krossinum. Dóttir hans, Sigurbjörg
Gunnarsdóttir, tók þá við starfinu.
„Afi var svo brotinn að hún ákvað
að taka við kaleiknum. Þegar afi var
tilbúinn til þess að snúa aftur var
hins vegar tekið fyrir það og honum
meinuð endurkoma. Þá fékk ég nóg.“
Óvenjuleg barnæska
Camilla Rut hefur verið virk í
safnaðar starfi Krossins frá unga
aldri. Fram til þessa hefur hún ekki
þekkt lífið án þess. „Barnæska mín
var náttúrulega verulega skrýtin.
Þegar ég var tíu ára þá þurfti ég að
svara fyrir skoðanir afa á samkyn-
hneigðum. En fjölskyldan sá svo
vel um sína að ég hafði allt sem ég
þarfnaðist og nóg af ást. Íslendingar
eru svo harðir og hrokafullir að það
eru ekki mörg börn sem alast upp
við það að fá að heyra það daglega
að foreldrar þeirra elski þá eins og
ég gerði. Ég er þakklát fyrir það því
ef það hefði ekki drifið mig áfram þá
hefði ekkert gert það. Það að vera í
Krossinum og eins þessi klofningur
sem varð á sínum tíma þegar Betanía
var stofnuð, það var erfitt.“
Hún segir að fjölskyldan hafi
alltaf verið meðvituð um að fólk
fylgdist með henni og dæmdi hana
harðar en aðra. „Síðan ég var lítið
barn hef ég alltaf þurft að vera þessi
fullkomni engill fyrir fjölmiðla og
annað fólk. Ég man að þegar ég var
lítil þá voru börn alltaf að hlaupa um
salinn eða lita í litabækur á samkom-
um en ég sat alltaf kyrr hjá mömmu
með mitt ljósa hár. Eins byrjaði ég
seinna að drekka en jafnaldrar mín-
ir því mamma vildi ekki að fólk sem
dæmdi okkur sæi mig á djamminu.
Enda var ég litin hornauga á sunnu-
dagssamkomunni þegar ég hafði far-
ið í mitt fyrsta starfsmannapartí. En
það var líka ákveðin umhyggja í því.“
Hætti í Krossinum
Þrátt fyrir þessi sterku tengsl við söfn-
uðinn kom þó að því að hún, til þess
að sýna afa sínum stuðning, hætti
að mæta á samkomur. „Ég fæddist
inn í Krossinn og hef verið þar alla
tíð. Ég er búin að syngja þarna síðan
ég var tólf ára. Ég er búin að vera að
leiða lofgjörð. Kærastinn minn var
tónlistar stjóri. Þannig að það eitt að
hætta í Krossinum var ótrúlega erfitt,
að vakna á sunnudögum og vita ekki
hvernig ég ætti að verja deginum, því
fylgir mikið eirðarleysi.
Öll vikan snerist um söfnuðinn.
Á laugardögum leiddi ég samkomu,
á sunnudögum söng ég á samkomu,
á þriðjudögum líka, á miðvikudög-
um var bænastund sem ég mætti
stundum á og á fimmtudögum líka
og á föstudögum var alltaf eitthvað
að gerast sem allir tóku þátt í.
Svo var þetta tekið frá mér út af
einhverri valdabaráttu. Þetta er trú-
félag og þegar ég var hætt að trúa á
predikanirnar þá gat ég ekki verið
þar lengur. Fyrir mér var þetta ekki
bara áfram Biblían, jú auðvitað líka,
en ekki bara það. Þetta var ekki
heldur bara spurning um að ég væri
meðlimur fjölskyldunnar og safnað-
arins heldur innihélt þetta allt sem
ég þurfti, kærleika og andlega nær-
ingu. En það var allt hrifsað burt með
pólitík og valdabaráttu.“
Fjölskyldan splundruð
Átök hafa verið innan kirkjunnar um
það hver eigi að veita henni forystu
og fjölskyldan er klofin vegna máls-
ins. Camilla hefur lítið sem ekkert
rætt við móðursystur sína síðustu
mánuði og ekki ömmu sína heldur.
„Hún stendur á bak við Sibbu og ég
styð það ekki. Ég hleypi ekki fólki
nálægt mér sem ég treysti ekki og
þegar þetta mál fór af stað hætti ég
sjálfkrafa að hafa samskipti við þær.
Það var alveg nóg fyrir mig að halda
utan um afa og systkini mín, ég
þurfti ekkert að efna til samræðna
eða rifrildis við þessar konur, ég var
ekkert að höndla það.“
Hún rifjar upp æskuárin og
tímann sem hún varði með ömmu
sinni og afa. Hún á margar góðar
minningar þaðan. „Ég geymi þessar
stundir og þessar minningar í gull-
kistu í hjarta mínu. Ég kann að meta
það sem amma hefur gert fyrir mig.
Hún er úti í Bandaríkjunum
núna, ég hitti hana daginn áður en
hún fór út þegar hún kom að versla
í Kosti þar sem ég er að vinna. Þegar
ég hitti þetta fólk þá forðast ég að
tala um þetta því það býður ekki
upp á neitt nema grátur eða rifrildi.
Þannig að ég reyni bara að vera al-
mennileg.
Ég sakna fjölskyldunnar minnar
ótrúlega mikið ef ég á að vera hrein-
skilin.“
Vill afa aftur í Krossinn
Eitt eftirminnilegasta augnablik síð-
ustu ára var þegar hún tók á móti
móður sinni eftir safnaðarfundinn
stóra þar sem Gunnar ákvað að
stíga til hliðar sem forstöðumað-
ur. „Hann hefur unnið að því í rúm
þrjátíu ár að byggja upp þetta starf
og nú var það hrifsað af honum.
Hann á ekki að fá neitt og á bara
að ganga út með bækurnar sínar í
ferðatösku.
Það er það sem særir mig mest í
öllum heiminum því afi er yndisleg-
ur maður. Sama hvað hefur geng-
ið á í mínu lífi þá hef ég alltaf get-
að hringt í hann og hann er alltaf
tilbúinn til þess að ýta öllum sín-
um vandamálum til hliðar og kalla
mig litlu, ljúfu, sætu, góðu. Hann
hefur grátið með mér og staðið
sem klettur við hlið mér. Ég lít á afa
sem engil. Hann setur okkur alltaf í
fyrsta sætið og hefur alltaf gert.
Ég elska þetta fólk, ég elska afa
minn og eins vonsvikin og ég er
með framgöngu Sibbu í þessu máli
þá grætur hjarta mitt því ég sakna
hennar svo mikið. En mér finnst að
afi eigi að fá Krossinn aftur, söfn-
uðinn sem hann stofnaði og byggði
upp. Það talar enginn um Sibbu
í Krossinum en það þekkja allir
Gunnar í Krossinum.“ n
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Ég elska afa minn
og eins vonsvikin
og ég er með framgöngu
Sibbu í þessu máli þá
grætur hjarta mitt því ég
sakna hennar svo mikið.
Lítur á afa sem engil
Camilla segir sárt að sitja undir
neikvæðri umræðu um afa
sinn en í hennar huga er hann
algjör engill. Mynd SiGTryGGur ari
Fjölskyldan Þessi mynd var tekin skömmu eftir að ásakanir um kynferðisbrot komu fram
og fjölskyldan stóð enn saman. Með Gunnari á myndinni eru Jónína Benediktsdóttir eiginkona
hans, börn hans og makar þeirra. Jóhanna, móðir Camillu, stendur vinstra megin við Gunnar en
Sigurbjörg er honum á hægri hönd. Hún fer með völdin í Krossinum núna. Mynd rÓbErT rEyniSSon