Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 8. maí 2013 Miðvikudagur Fleiri mörk en engin veisla n Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla hófst með þokkalegu trukki og smá dýfu K nattspyrnuáhugamenn brostu hringinn um helgina þegar fyrsta umferð Pepsi- deildar karla hófst þetta árið jafn- vel þótt áhorfendur hafi kannski verið færri en oft áður sökum veð- urs. Átján mörk voru skoruð í þessari fyrstu umferð sem er veruleg fjölgun frá síðasta ári þegar aðeins þrettán boltar rötuðu í netið, en færri mörk en voru skoruð í fyrstu umferðunum 2011 og 2010. Spekingar eru flestir á því að það hafi verið Breiðablik sem hafi verið spútniklið fyrstu umferðar en Kópa- vogsstrákarnir rúlluðu upp nýliðun- um í Þór frá Akureyri, 4–1, á heima- velli og fóru tiltölulega létt með. En sagan sýnir að frábær byrjun í Pepsi-deildinni er innistæðulaus ávísun á það sem koma skal þó heil- brigð skynsemi segi að þeir sem mæta best undirbúnir til leiks í byrj- un leiktíðar eigi að standa upp úr. Stærstu sigrana í fyrstu umferð árið 2010 unnu Fylkir og Stjarnan. Stjarnan sökkti Grindavík, 4–0, og Fylkismenn sömuleiðis tóku þrjú stig af Selfyssingum með 1–3 sigri. Þá leiktíðina endaði Stjarnan í áttunda sæti og Fylkir í því níunda. Stærsta sigurinn í fyrstu umferð 2011 vann Keflavík þegar það hafði betur gegn Stjörnunni 4–2 en eftir- leikurinn reyndist ekkert til að hrópa húrra fyrir og Keflvíkingar enduðu í áttunda sætinu þegar upp var staðið. Síðasta ár var svo afar magurt þar sem aðeins voru sett 13 mörk í fyrstu umferðinni og enginn leikur vannst með meira en eins marks mun. Hins vegar var ekki að sjá neina vís- bendingu um að FH stæði upp sem öruggur meistari því fyrsti leikur þeirra fyrir ári endaði í 1–1 jafntefli gegn Grindavík í Kaplakrika. n P aulo Di Canio, stjóri Sunder- land, var litríkur leikmaður og hann er litríkur þjálfari. Ef frá eru talin regluleg vit- leysisköst sem hann tók oft í hita leiksins og sýndi fasistakveðju oftar en einu sinni leikur enginn vafi á að frískari og ástríðufyllri knattspyrnuáhugamaður er vand- fundinn. En dugar sú ástríða honum til að halda liði Sunderland uppi í efstu deild á Englandi. Frábær byrjun Di Canio tók frekar óvænt við stjórn Sundarland fyrir mánuði eftir að hinn virti Martin O´Neill var látinn taka pokann óvænt eftir dapurlegt gengi liðsins. Og Ítalinn byrjaði al- veg ágætlega þótt lið hans hefði ekki erindi sem erfiði gegn Chelsea á úti- velli. Niðurstaðan, 2–1, var samt ekk- ert til að skammast sín fyrir gegn nautsterku liði Chelsea. Þá hafði Di Canio aðeins haft örskamman tíma til að undirbúa sitt lið. Sunderland átti þó frábæra ferð til Newcastle vik- una eftir þegar þeir skelltu heima- mönnum 0–3 með miklum bravúr. Lyftust brúnir eigenda liðsins og aðdáenda mjög og ennþá meira viku síðar þegar Sunderland lagði Everton á heimavelli 1–0. Mest lyft- ist þó þjálfarinn sjálfur því Di Canio fagnaði svo hverju marki síns liðs að hann varð fréttaefni fjölmiðla en ekki markaskorarar Sunderland. Tók hann dýfur og kollhnísa, öskraði og barði hnefanum óspart upp í loftið svo unun var á að horfa. Engum duldist að þarna var maður sem lifði sig hundrað prósent inn í leikinn. Snarhallar undan fæti En það sem fer upp kemur yfirleitt nið- ur og í tilfelli Sunderland, undir Di Canio, verulega harkalega. Fjórði leik- urinn undir stjórn Ítalans ástríðufulla endaði í hneisu þegar Sunderland steinlá 6–1 fyrir hinu miðlungsgóða liði Aston Villa og ekki var liðið að spila upp á marga fiska þegar það gerði 1–1 jafntefli gegn Stoke City á heimavelli um síðustu helgi. Þar var lið Di Canio beinlínis nokkuð heppið að ná stigi sem er undarlegt með tilliti til þess að liðið er enn í fallbaráttu og sigur þar hefði sannarlega létt mesta farginu af Sunderland þessa leiktíðina. Meistaradeildarbotnslagur Sunderland er með 38 stig þegar tveir leikir eru eftir og á eftir að leika heima gegn Southampton og úti gegn Tottenham. Di Canio segir í fjölmiðl- um að leikur liðsins gegn South- ampton sé lykilatriði og það er rétt. Þrjú stig þar fara langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru liðsins í efstu deild. Á hitt ber þó að líta að sama gildir um Southampton sem að- eins er stigi ofar en Sunderland. Ástríða ekki nóg En þótt auðvelt sé að láta glepjast af gleði Di Canio þegar vel gengur sýnir tölfræðin að Sunderland er ekki að gera betur undir hans stjórn en þess sem var látinn fara fyrir skömmu. Reyndar þvert á móti því leikmenn eru minna með knöttinn, senda færri sendingar sín á milli og eiga mun færri fyrirgjafir fyrir markið sam- kvæmt tölum Opta. Það eina sem hefur breyst milli þjálfaranna tveggja er að leikmenn Sunderland eru nú harðari í tæklingum. Þeir bæði tækla mun meira og vinna fleiri tæklingar. En tæklingar vinna ekki leiki. n Málaferli við UEFA Nýjar reglur evrópska knattspyrnusambandsins sem taka gildi á næsta ári og eiga að tryggja að rekstur félagsliða sé í jafnvægi og að peningar sem inn koma skili sér inn í klúbbinn eru umdeildar. Nú hafa lögfræðingar bæði í Hollandi og Belgíu hafið málaferli til að láta reyna á þess- ar reglur sem lögfræðingar segja rugl. Fótbolti sé viðskipti og eigendur félagsliða eigi að geta notað fjármuni eins og þeir telja best hverju sinni án afskipta yfir- valda. Lögfróðir segja reglurnar hvíla á veikum stoðum en þær eru settar til að jafna stöðu ríkari liða og fátækari. Alvöru maður Það velkist enginn í vafa um að Di Canio var frábær leikmaður. Hvort það dugi til í fallbaráttunni með Sunderland verður að koma í ljós. MYND REUTERS DUGAR ÁSTRÍÐA TIL? n Paulo Di Canio reynir að bjarga Sunderland frá falli n Hallar undan fæti Fín byrjun Stórleikur fyrstu umferðar var án efa viðureign KR og Stjörnunnar. Leikurinn var fín skemmtun og lauk með 2–1 sigri KR-inga.MYND PRESSPHOTOS Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Staðan eftir fyrstu umferð 1 Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3 2 Valur 1 1 0 0 2:1 3 3 KR 1 1 0 0 2:1 3 4 FH 1 1 0 0 2:1 3 5 Fram 1 1 0 0 2:1 3 6 ÍBV 1 1 0 0 1:0 3 7 Fylkir 1 0 0 1 1:2 0 8 Keflavík 1 0 0 1 1:2 0 9 Stjarnan 1 0 0 1 1:2 0 10 Víkingur Ó. 1 0 0 1 1:2 0 11 ÍA 1 0 0 1 0:1 0 12 Þór 1 0 0 1 1:4 0 Lopez betri en Casillas Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að láta undan miklum kröfum bæði leikmanna liðsins og áhangenda þess og senda Iker Casillas aftur í mark liðsins. Þjálfarinn segir fullum fetum að núverandi markvörður, Diego Lopez, sé betri en landsliðs- markvörðurinn og eigi því frekar skilið að spila. „Þetta er ekkert persónulegt. Lopez er einfaldlega betri markvörður.“ Sjálfur er Casillas orðinn súr á bekknum og sá orðrómur, að hann verði ekki áfram hjá spænska liðinu nema Mourinho fari annað, verður æ háværari. Áfall fyrir Liverpool Steven Gerrard spilar ekki síðustu leiki Liverpool en hann er lagstur undir hnífinn vegna axlarmeiðsla og verður rólegur í mánuð á eftir hið minnsta. Það eru slæmar frétt- ir því Liverpool er sem stendur í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar sem gefur þeim lítið sem ekkert til að hlakka til á næstu leiktíð. Liverpool á tvo leiki eftir úti gegn Fulham og heima gegn QPR og með sigri í báðum viðureignum er fræðilegur möguleiki að liðið hífi sig upp um eitt sæti eða svo. Þó ekki gefi það mikið færir það Liverpool upp fyrir erkifjendur sína í Everton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.